Morgunblaðið - 14.05.1957, Side 12
12
MORGVrtBLAÐir
triðjudagur 14. mai 1957
NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur
er merkileg stofnun. Merki-
legri ef til vill en í fljótu bragði
virðist, því þar er mikið merm-
ingarstarf unnið í kyrrþei Náms-
flokkarnir eru nú einn stærsti
framhaldsskólinn á landinu, og
lang stærsti almenni framhalds-
skólinn. Þeir eru eini skólinn
hér í Reykjavík, þar sem ekki
er krafist neinna inntökuskii-
yrða eða fyrri menntunar, og allir
hafa frjálsan aðgang. Og náms-
flokkarnir eru líka eini skólinn,
þar sem menn geta aflað sér
menntunar, hafi þeir ekki tíma
til þess að verja til þess mestum
hluta dagsins eða kaupa sér
dýra einkakennslu. Og loks er
valið milli námsgreinanna alveg
frjálst, menn geta lagt stund á
ieftna þeirra eða margar eftir
hjartans lyst og fróðleiksfýsni
hvers og eins. Þannig má segja
að Námsflokkarnir séu sniðnir
við hæfi hvers alls almennings,
og þeim svo hagað að hver og
einn, hvernig sem persónulegum
ástæðum hans, aldri eða vinnu
er hagað eigi kost góðrar mennt-
unar hjá úrvalskennurum fyrir
sama sem ekkert gjald.
í þessu er gildi Námsflokka
Reykjavíkur fólgið, og margar
þúsundir manna minnast þeirra
með hlýhug fyrir þá menntun
sem þeir sóttu þangað.
ggs.
Söfnunarsjóður íslands
Frá slitum Námsflokkanna nú í vor.
— Námsflokkarnir
Framh. af bls. 13
sem komu á erlendum skipum í
höfnina.
Og þá er ekki ferill miðaldra
konu einnar ómerkilegri, í Náms
flokkunum. Hún hefir alls tekið
þátt í 16 námsflokkum á 7 árum
og lokið prófi í þeim öllum með
1. einkunn eða ágætisejnkunn.
Þar hefir sannarlega verið mik-
illi fróðleiksfýsn fyrirað fara.
Fólk úr öllum stéttum sækir
um nám í Námsflokkunum. En
eftir því sem Ágúst Sigurðsson
telur, þá er fólk úr skriístofu og
verzlunarstétt fjölmennasti hóp-
urinn. En þarna eru margar aðr-
ar stéttir samankomnar. Margar
húsmæður eru þarna, einkum
þær sem hafa komið börnum
sínum á legg, hafa öðlast meira
næði og vilja nota tímann til
þess að mennta sig og víkka
sjóndeildarhringinn. Margar
þeirra leggja stund á tungumála-
nám. Skrifstofufólkið lærir helzt
tungumál, vélritun og bókfærzlu.
Þama er einnig dálítið af skóla-
fólki, en þó telur skólastjórinn
nám í almennum skólum og
Námsflokkunum ekki falla vel
saman, sökum þess, að skyldu-
námið er þegar orðið of tíma-
frekt til þess að unglingar hafi
efni á því að vera tvö kvöld í
viku við annan skóla. Aftur á
móti eru einstaka menri, sem
hafa gert sér skóla úr Náms-
flokkunum og stunda enga vinnu
með þeim. Eru það flestir menn,
sem komnir eru yfir þrítugt. Þeir
stunda námið yfirleitt vel, því
þeim er bláköld alvara, að afla
sér sem mestrar menntunar. Jafn-
vel kennarar sækja til náms þar
líka m.a. í dönsku og fleiri grein-
um. Og aldraður bóndi einn úr
óstýrilát úr hófi fram. Það kem-
ur varla fyrir einu sinni á vetri
að ég verði að setja ofan í við
nágrenni bæjarins hefir stundað nemanda í Námsflokkunum fyr-
þarna nám í átta ár samfieytt.
Erfitt er að kveða á um það
hver er vinsælasta námsgreinin,
segir Ágúst Sigurðsson. En þessa
mánuðina er föndur mjög í tízku
í skólanum og virðist vera mjög
vinsæl námsgrein. Fjölmennasta
námsgreinin er enska. Þar eru
alls 13 námsflokkar starfandi,
þar af 6 fyrsta árs flokkar, en
nemendur í ensku eru yfir 300
talsins.
ÞEGAR ég átti tal við Ágúst
Sigurðsson um starfsemi
Námsflokkana fyrir skömmu
spurði ég hann m.a. að því
hvernig nemendunum sæktist
námið, þar sem margir þeirra
ynnu fullkomnan vinnudag og
væru á öllum aldri.
Nemendurnir eru flestir
áhugasamir, svaraði Ágúst. Hinir
áhugalausu heltazt mjög fljótt
úr lestinni. Hingað koma menn
vegna þess að þeir þrá að iæra,
ekki vegna þess að þeir verði að
læra, að námið sé skyldunám.
Þessvegna er mjög gaman að
kenna þeim. Við reynum að
isníða kennsluna eftir þörfum
fólksins á hverjum tíma og ég
held að óhætt sé að segja það
að námið komi nemendunum að
mjög miklum notum.
Á síðustu árum hefur því ver-
ið haldið á lofti hve framkoma
unga fólksins væri slæm og hve
mikillar ókurteisi gætti oft í
fari skólaæskunnar. Það þekkj-
um við ekki í námsflokkunum.
Þar hafa nemendurnir ávallt sýnt
sérstaka prúðmennsku, og því
hallast ég að því að stundum sé
of mikið gert úr því að Reykja-
víkuræskan sé uppiðvöslusöm og
ir agabrot. Það er allt hið prúð-
asta og námfúsasta fólk.
Þannig kemst skólastjórinn að
orði um nemendur sína, en þó
að þar sé fólk á öllum aldri er
þó mestur hlutinn í hópi ungs
fólks.
Herra ritstjóri.
EFTIR að hafa lesið frásögn
þingfrétta í blaði yðar s.l. laug-
ardag, langar mig til að biðja
yður fyrir eftirfarandi athuga-
semd:
A 3. bls., 4. dálki, er sagt frá
afgreiðslu á frumvarpi um Söfn-
unarsjóð íslands og sagt frá
breytingartillögu Páls Zophoní-
assonar, sem felur í sér að ó-
heimilt sé að hækka vexti á eldri
lánum sjóðsins eða að segja þeim
upp. í öllum samningum milli
þeirra, sem lán hafa tekið í Söfn-
unarsjóði íslands, stendur þetta:
„Lónveitandi og lántakandi hafa
hvor um sig rétt til að segja
höfuðstól lánsins upp að meira
eða minna leyti, með sex mánaða
fyrirvara, á hvora hlið“. Af öll-
um þessum samningum hafa ver-
ið greidd lögboðin gjöld og þeim
þinglýst. Það sem um er deilt, er
því hvort með lagasetningu eigi
að meina Söfnunarsjóðnum að
//
Atvinna, V2 daginn"
Kvenmaður óskast í léttan iðnað hálfan daginn.
Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf,
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld
xnerkt: „V2 daginn" —7790.
Er kaupandi
að fokheldu einbýlis eða tvíbýlishúsi. — Tilboð
sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld
merkt: „Hús—2935“.
Átfræð:
Frú Cuðrún Brynjólfs-
dótfir í Þórshamri
FRÚ Guðrún Brynjólfsdóttir í
Þórshamri átti áttræðisafmæli
s. 1. laugardag. Sótti hana þá
heim fjöldi vina og ættingja og
sýndu henni margvíslegan vott
vináttu og tryggðar. *»
Frú Guðrún er fædd í Engey,
dóttir hjónanna Þórunnar Jóns-
dóttur og Brynjólfs Bjarnason-
ar frá Kjaransstöðum á Akra-
nesi. Ólst hún þar upp, en gift-
ist 21. október 1901, Þorsteini
Þorsteinssyni skipstjóra, sem þá
var einn harðduglegasti sjósókn-
ari við Faxaflóa og síðar braut-
ryðjandi á sviði togaraútgerðar,
og hinn mesti merkismaður. Lézt
hann árið 1953, þá rúmlega 83
ára gamall. Hafði hjónaband frú
Guðrúnar og hans staðið í rúm
50 ár.
Heimili þeirra stóð um skeið í
Bakkabúð, en lengstum í Þórs-
hamri við Vonarstræti. Þar hefur
frú Guðrún nú átt heima í rúm
40 ár. Þar byggði hún ásamt
manni sínum upp glæsilegt og
fallegt heimili.
Þau hjón eignuðust þrjú börn,
Gunnar, hæstaréttarlögmann,
Brynjólf skipstjóra og Þórunni
gifta Gunnari Benjamínssyni
lækni.
Á sviði slysavarnamála unnu
þau hjón mikið og þjóðnýtt starf.
Frú Guðrún í Þórshamri hef-
ur verið mikil lánskona. Hún var
gift traustum og ágætum manni,
þau eignuðust mannvænleg og
vel gefin börn og heimili þeirra
varð hlýtt og svipmikið. Frú
íbúd til leigu
2 herb. og eldhús, nálægt
Miðbænum, til leigu nú þeg
ar með eða án húsgagna,
hvort sem óskað er. Tilboð
merkt: „Sér inngangur —
2941“, leggist inn á afgr.
Mbl., sem allra fyrst.
Guðrún er listfeng og getur víða
að líta merki þess á heimili
hennar. Hún hefur oftast verið
hraust og nú, þegar hún er átt-
ræð er hún létt í spori og hress
í tali.
Heimili frú Guðrúnar í Þórs-
hamri er eitt af traustustu mynd-
arheimilum þessa bæjar. Það er
byggt upp á grundvelli dugmikils
starfs á sjó og landi. Þangað hef-
ur oft komið fjölmennur hópur
frænda og vina, og enda þótt
húsbóndinn sé fallinn frá fyrir
nokkrum árum eru enn margir,
sem eiga þangað leið. Móttök-
urnar eru eins og áður, hjartan-
legar og hlýjar.
Yndi frú Guðrúnar eru nú hin
myndarlegu barnabörn hennar,
sem sækja hana heim og fylla
stofurnar í þórshamri að nýju
gleði og lífi.
Vinir og ættingjar Guðrúnar í
Þórshamri óska henni til ham-
ingju með líf hennar og starf um
leið og þeir þakka henni liðna
tíð.
S. Bj.
notfæra sér þessa heimild og
hækka útlánsvexti upp í 7%, en
þeir voru á sínum tíma með lög-
um frá Alþingi bundnir við há-
markið 5% (1935). í skuldabréf-
um Söfnunarsjóðsins er yfirleitt
ekki neitt ákvæði um endur-
greiðslu, heldur einungis áskilið,
að veðinu sé vel við haldið.
Nú eru í uppsiglingu lög á Al-
þingi, sem ógilda eiga þessa
samninga, samanber breytingar-
tillögu Páls Zophoníassonar, sem
samþykkt var í Efri deild s.l.
föstudag. Hefur Alþingi vald til
að ógilda löglega gjörða samn-
inga milli tveggja aðila eða er
þingmeirihlutinn bara að leika
sér?
Hvað er Söfnunarsjóður Is-
lands? hafa margir spurt mig.
Hann er rúmlega 1500 sjóðir, um
1000 fastasjóðir auk sjóða, sem
útborgast eiga á þar til tilteknum
tíma, sem einstaklingar eða félög
hafa stofnað. Margir þeirra eru
minningarsjóðir um merka menn
en allir eru þeir líknar- eða
menningarsjóðir. Söfnunarsjóð-
urinn er því mjög þörf stofnun,
því reynslan hefur oftlega sýnt
að sjóðir, sem ekki eiga vissan
samastað, hafa glatazt, þegar
stofnendurnir eru fallnir frá.
Auk þess ætti öllum að vera ljóst
að fátt er vænlegra til að skapa
jafnvægi í peningamálum þjóð-
arinnar en að til sé stofnun, er
ávaxtar sjóði, er aldrei má
skerða, heldur aðeins greiða af
tiltekinn hluta ársvaxta. Stofn-
unin er rekin fyrir irínstæðueig-
endur, enda er nær öllum vaxta-
tekjum Söfnunarsjóðsins skipt
milli vaxtaeigenda, í hlutfalli við
inneign þeirra.
Söfnunarsjóðurinn hefur aldr-
ei fengið einn einasta eyri af op-
inberu fé, hvorki sem stofn né
styrk, og skuldar því hinu opin-
bera ekki neitt. Stofnandi Söfn-
unarsjóðsins var hinn kunni
gáfumaður og stærðfræðingur
prófessor Eiríkur Briem og var
hann forstjóri hans í 35 ár. Söfn-
unarsjóðurinn ei ekki lánsstofn-
un. í lögum um Söfnunarsjóð ís-
lands, dags. 10. febr. 1888 segir í
2 gr.:
„Tilgangur Söfnunarsjóðsins er
að geyma fé, ávaxta það og auka,
og útborga vextina um ókomna
tíð, eftir því sem upphaflega er
ákveðið, sem og til að styrkja
menn til að safna sérstakri upp-
hæð.“
Söfnunarsjóðurinn hefur tvisv-
ar áður orðið fyrir árásum af
hendi ríkisvaldsins (1935 og
1938) og í bæði skiptin orðið fyr-
ii þungum búsifjum. Stofnunin
óskar einskis annars í framtíð-
inni en að fá óáreitt að rækja
skyldu sína gagnvart þeim, sem
trúa henni fyrir að ávaxta fé
sitt.
Reykjavík, 11. febr. 1957.
V irðingarf yllst,
Gunnlaugur Briem,
forstjór-
Söfnunarsjóðs íslands.
Athí iba
Verkfrceö/þjónusta
TRAUSTYf
Skóta vöröuslig Jð
Simi 32624