Morgunblaðið - 14.05.1957, Blaðsíða 20
Veðrið
A-stinningskalði, lítils háttar
rigning síðdegis.
106. tbl. — Þriðjudagur 14. maí 1957.
Námsflokkarnir
Sjá bls. 11.
MÁLGAGN Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, Tíminn,
birti á sunnudag frásögn af því að Sigurður Nordal muni
brátt láta af sendiherrastarfinu í Kaupmannahöfn. Bætir blaðið
því við, að glöggir menn hefðu hafið máls á þvi, að ekki sé rétt
að skipa sendiherra í Kaupmannahöfn að nýju, fyrr en Danir hafa
skilað handritunum. Auður sendiherrastóll muni minna Dani á
að þeir eigi eftir að skila handritunum.
AÐALFRETT DANSKRA
BLAÐA
Þessi ummæli blaðsins
hafa
að sjálfsögðu vakið feikilega at-
hygli í Danmörku og hefur
þetta verið aðalfrétt danska út-
Formannarábstefnu
Sjálfstæðisflokks-
ins lokið
FORMANNARÁÐSTEFNA Sjálfstæðisflokksins var eins og áður
hefur verið skýrt frá, sett í Sjálfstæðishúsinu kl. 2 s.l. laugar-
dag. Stóðu umræður allan þann dag fram til kl. 7, um skipulags-
mál flokksins. Jafnframt voru gefnar skýrslur um flokksstarfsemina
í einstökum landshlutum.
Þessir menn tóku til máls á laugardagsfundinum, auk formanns
flokksins og formanns skipulagsnefndar, Birgis Kjarans:
Gunnar Bjarnason, Hvanneyri;
Guðmundur Erlendsson, Núpi;
Jónas Rafnar, Akureyri; Ólafur
Bjarnason, Brautarholti; Þor-
Birgir Kjaran flytur framsögu-
ræðu sina um skipulagsmál
flokksins.
valdur G. Kristjánsson, Reykja-
vík; Páll Kolka, Blönduósi; Bald-
vin Tryggvason, Reykjavík; Sig-
urður Pálmason, Hvammstanga;
Ásberg Sigurðsson, ísafirði;
Sveinn Jónsson, Egilsstöðum; og
Magnús Jónsson, Reykjavík.
SUNNUDAGSFUNDURINN
Á sunnudaginn hófst fundur
ráðstefnunnar kl. 1,30. Fóru þá
enn fram umræður um skipu-
lagsmál og síðan um stjórnmála-
ályktun ráðstefnunnar. Þessir
menn tóku til máls:
Jón Bjarnason, Akranesi; Stein
grimur Daviðsson, Blönduósi;
Gísli Jónsson, Reykjavík; Jón ís-
berg, Blönduósi; Birgir Kjaran,
Reykjavík; Bjarni Benediktsson,
Reykjavík; Jón Sumarliðason,
Dalasýslu, séra Jónas Gíslason,
Vík; Gunnar Sigurðsson, Selja-
tungu; Karl Friðriksson, Akur-
eyri; Sigurður Bjarnason frá
Vigur; Þórður Halldórsson, Kefla
vík; Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, Reykjavík; Gunnar Helga-
son, Reykjavík; frú Kristín Sig-
urðardóttir, Reykjavík; Friðrik
Þórðarson, Borgarnesi; Einar
Reynis, Húsavík; Magnús Jóns-
son, Reykjavík; og Gunnar Thor-
oddsen, Reykjavík.
Að umræðunum loknum var
stjórnmálaályktun miðstjórnar-
innar afgreidd.
Þá kvaddi Ólafur Thors for-
maður Sjálfstæðisflokksins
sér hljóðs og þakkaði mönn-
um fyrir góða fundarsókn og
ánægjulegar samvistir þá tvo
daga, sem ráðstefnan hafði
staðið. Sérstaklega þakkaði
hann þeim, sem komnir voru
langa vegu utan af landi til
fundarins. Sagði hann ráð-
stefnunni siðan slitið.
Hafði hún í öllu farið hið
bezta fram og sýnt mikinn
einhug og áhuga Sjálfstæðis-
manna á eflingu flokks sins.
varpsins og birzt í dönsku blöð-
unum með stórum fyrirsögnum.
HERMANN AFNEITAR
TÍMANUM
I gær birti Berlingske Aften-
avis símtal, sem blaðið átti við
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra. í þessu samtali neitar
Hermann algerlega að ríkisstjórn
hans standi að baki þeirri hug-
mynd sem Tíminn setur fram.
Segir Hermann m. a.:
— Tíminn verður sjálfur að
bera alla ábyrgð á þessum um-
mælum.
ÍHUGAR FÆKKUN
SENDIRÁÐA
Hermann upplýsir hið danska
blað um það, að ríkisstjórnin
íhugi að leggja niður nokkur
sendiráð, en engin ákvörðun um
það hafi verið tekin, ekki heldur
um sendiráðið í Kaupmanna-
höfn.
SJALFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
DRAGIÐ ekki að gera skil fyrir
þá miða sem yður hafa verið
sendir.
Einkum er áríðandi að þeir
miðar sem ekki seljast berist af-
greiðslu happdrættisins sem allra
fyrst.
Skilagrein verður sótt til
þeirra sem þess óska.
Afgreiðsla happdrættisins í
Sjálfstæðishúsinu er opin til kl.
6 daglega, sími 7100.
□-------------------□
ÞAR SEM ríkisstjórnir íslands
og Bretlands óska að efla þau
bönd vináttu, sem tengja saman
lönd þeirra, hafa ríkisstjórnirnar
ákveðið að hækka sendiherra sína
í London og Reykjavík í ambassa-
dora.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Fundur formanna félaga
ungra Sjálfsfœðismanna
ASUNNUDAGINN var haldinn fundur formanna og fulltrúa
félaga ungra Sjálfstæðismanna víðs vegar að af landinu. Var
fundur þessi haldinn í sambandi við Formannaráðstefnu Sjálf-
stæðisflokksins, sem stóð hér í Reykjavík laugardag og sunnudag.
Nær 30 fulltrúar sóttu fundinn og voru rædd skipulagsmál ungra
Sjálfstæðismanna.
Jón ísberg, varaform. S.U.S.
stjórnaði fundinum og bauð full-
trúa velkomna til hans, í fjar-
veru formanns, Ásgeirs Péturs-
sonar. Gunnar G. áchram annar
varaform. S.U.S. flutti skýrslu
stjórnarinnar um starf hennar á
undanförnu ári.
Miklar umræður urðu um
skipulagsmál Sambands ungra
Sjálfstæðismanna og starfsemi
hinna einstöku félaga. Tóku
flestir fulltrúanna til máls.
Þing Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna verður haldið í
haust á Suðurlandi, en ekki hef-
ur fundartíminn enn endanlega
verið ákveðinn.
Þessum bíl, G-1428, varð heldur illilega „fótaskortur“ á gömlu
bryggjunni í Hafnarfirði um hádegisbilið í gær. Þetta er fimm
manna Ford-bíll. Bílstjórinn var að snúa við á bryggjunni, er
hemlamir biiuðu skyndilega og stakkst bíllinn aftur á bak niður
i vélbátinn, sem í „sakleysi" sínu lá þarna við bryggjuna. Til allr.
ai mildi var enginn maður staddur á þilfarinu, er hinn óvæntl
gestur kom um borð. Fallið mun vera um þrjá metra, því fjara
var. Þótt ótrúlegt sé, slasaðist bílstjórinn ekkl. Bíllinn er ekki
mikið skemmdur og báturinn ekki heldur. Mjóu munaði þó að
stálstólpi sem er á þilfari bátsins, notaður til að styðja fiskgrindur,
rækist inn um glugga bílsins er hann kom niður á þilfarið, þeim
megin sem bílstjórinn var. (Ljósm. Studio),
Um 1000 stúlkur í Kven-
skátafélagi Reykjavíkur
Auður Garðarsdóttir kjörin félagsforingi
í deildir og starfa nú 7 deildir,
sem verða staðsettar eftir skóla-
hverfum bæjarins. Aðalvanda-
málið nú er að finna viðeig-
andi húsnæði í úthverfum bæjar.
ins, sem hentug gætu orðið til
fundahalda, einkum handa þeim
yngri.
Yfir 20 skátastúlkur úr K.S.F,
R. munu sækja alheimsmót kven
skáta í Englandi á sumri kom.
andi, en í allt verða um 60 ísl,
skátastúlkur þátttakendur.
Sumarstarf hefst þegar próf.
um er lokið i skólunum.
FYRIR SKOMMU var haldinn
aðalfundur Kvenskátafélags
Reykjavíkur. Sátu hann 110
flokks- og sveitarforingjar auk
stjórnar. Félagið telur nú um
1000 meðjimi. Hefur starfið auk-
izt mjög hin síðari ár og stend-
ur nú með miklum blóma. Sér-
staklega þetta sl. ár hefur áhugi
stórum aukizt og má áreiðanlega
einkum þakka það heimsókn
Lady Baden Powell s.l. sumar og
hátíðahöldunum í sambandi við
100 ára afmæli stofnandans Bad-
en Powells í febr. sl.
Sú breyting hefur orðið, að
Hrefna Tynes, sem verið hefur
félagsforingi sl. 10 ár hefur látið
af störfum en í hennar stað verð
ur Auður Garðarsdóttir félags-
foringi. Einnig var félaginu skipt
SIGLUFIRÐI, 13. maí: — 1 gær
voru fermd 40 börn hér á Sglu-
firði og næsta sunnudag verða
fermd 35 bórn. Var fermingunni
tvískipt vegna þess hvað börnin
voru mörg. — Guðjón.
Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og formenn og fulltrúar félaga ungra Sjálfstæðismanna,
sem fundinn sátu. — Ljósm. Studio.
Hermann Jónasson vill ekki
hera ábyrgð á orðum Tímans