Morgunblaðið - 14.05.1957, Page 6
6
MoncrisjiT srtrp
l»riSjudagur 14. mai 1957
Jhtufótkí /
^ttórciet oa. ótc
CýCin
jci
f SAMBANDI við ólguna og á-
tökin við botn Miðjarðarhafsins
og afstöðu arabisku landanna þar
til ísrael hefur vafalaust ekki
verið gefinn nógur gaumur að
flóttamannavandamálinu, sem
skapaðist, þegar fsraelsríki var
stofnað. Sama dag árið 1948, og
Bretar lögðu niður það umboðs-
vald, sem þeir höfðu haft yfir
Landinu helga eða Palestínu,
efndu fimm arabísk lönd til ófrið-
ar gegn hinu nýja Ísraelsríki, sem
þá hafði tæplega eina milljón
íbúa. Arabisku löndin, með 40
milljónir - íbúa töpuðu styrjöld-
inni gersamlega. Afleiðing þess
var sú að um ein milljón manna
lagði á flótta frá því landssvæði,
sem nú er innan endimarka fsra-
els. Þessir flóttamenn eru nú í
Gaza og arabisku löndunum í
kringum fsrael. Kortið, sem hér
fylgir með, sýnir hvernig flótta-
fólk þetta skiptist á hin ýmsu
lönd, Meðal þessara milljóna af
flóttafólki eru hinir „landlausu"
Jórdaníumenn, sem svo eru kall-
aðir, af því að heimili þeirra var
Jórdaníu-megin við landamærin
en jarðnæði þeirra, akrar og ann-
að land lá ísraels-megin. Þessi
lönd geta þeir ekki framar nytj-
að. Hér er um að ræða allt af því
180 þús. manns og er mestur
hluti þessa fólks hjálparþurfi, en
■t Ltn Wd-
r&ctrlict^óL
óinó
handiðnaði, 'en langflestir urðu
hjálparvana flóttamenn og fylla
nú þann flokk flóttafólks, sem
sífellt eykst að tölunni til. Þessi
aukning flóttafólksins á sér ýms-
ar orsakir. Þrátt fyrir kröpp kjör
er viðkoman mikil þar sem
barnsfæðingar nema 4% árlega.
Dánartala er hins vegar furðu-
lega lág.
Rauði krossinn og hjálparstarf-
semi S.Þ. komu brátt til skjal-
anna. Flóttafólkinu var safnað
saman í sérstakar búið. Innan
S.Þ. var komið á fót sérstakri
stofnun UNRWA, sem hefur það
að markmiði að bæta úr neyð-
inni í bráð og reyna að koma,
sem flestum flóttamönnum tii
nytsamlegra starfa.
Sá daglegi styrkur, sem flótla-
mennirnir fá, er ekki hár. Hann
samsvarar um 80—90 aurum á
dag. En þessi styrkur, ásamt öðru
sem til fellur, heldur þó lífinu i
flóttafólkinu. Ástandið í búðun-
um er talið skárra, en við mætti
búast. Vonin um að ísrael verði
afmáð, heldur mörgum uppi.
Hatrið í garð Gyðinga er óslökkv
andi.
Þegar afstaða Araba-ríkjanna
gagnvart ísrael er athuguð má
ekki gleyma flóttafólkinu og
A A 3i
LIBANON
I8ÚAR. 1 393 0001
flÓTTAMtKN 103.167
%At IBUAT01U 7,M
J_L
SVRLAND
ieuAn. 3 906 000
Fiottamínm: 90 919
%A» iBuATÓCU. 2.3
EE
JOROANIA
iouaa 936.0001
IIOMAMtNN 511 41 3
% Af IbUATOLU 54,61
n
GAZ A
iðiiAR 99 000
fLÓTTAMtNN 219423
’/oAf IBUATOIU 221,2.
ALLS:
O
6.334.000
hins vegar uppfyllir það ekki vandamálum þess. Ýmsir flótta-
skilyrði fyrir aðstoð frá S.Þ.
vegna þess að það á sér þak
yfir höfuðið, þó landslaust sé.
Nokkuð af flóttafólkinu gat kom-
ið sér fyrir innan arabisku land-
anna, vegna menntunar sem það
hafði hlotið eða sérstakrar kunn-
áttu á einhverju sviði, svo sem í
menn frá ísrael hafa komizt til
talsverðra áhrifa í nágrannalönd-
unum vegna þeirrar menntunar,
sem þeir höfðu hlotið í skólum
Palestínu, meðan landið var und-
ir brezkri stjórn. Flóttamennirn-
ir og neyð þeirra eru Aröbum
sífelld hvatning um að láta til
skarar skríða gegn ísrael og held
ur hatursbálinu logandi. Það er
heldur ekki gleymt meðal Araba,
I6UAR,
FtOTTAMENN 924.92Z
AF IBUATOI-U 14.6
að þeir skyldu bíða svo stór-
kostlegan ósigur fyrir ísraels-
mönnum, sem raun varð á, fyrir
tæpum áratug.
Innheimtir R.R.
útvarpsgjöldin?
ÚTVARPSST J ÓRI hefur fyrir
nokkru óskað eftir því að fram
færi á því athugun hvort mögu-
legt væri að skrifstofa Rafmagns
veitunnar tæki að sér að annast
innheimtu afnotagjalds Ríkisút-
varpsins hér í bænum. Skrif-
stofa Rafmagnsveitunnar telur
möguleika á þessu, en hún hefur
haft málið til athugunar.
Á fundi bæjarráðs er haldinn
var á föstudaginn, bar mál þetta
á góma þar. Var samþykkt að
heimila rafmagnsstjóra að hefja
viðræður við útvarpsstjóra um
það hvort Rafmagnsveitan taki
þessi innheimtustörf að sér.
WASHINGTON, 11. maí. —
Kj arnorkunef nd Bandaríkj-
anna hefir boðið fulltrúum 47
ríkja að vera viðstaddir kjarn-
orkutilraunir í Nevada síðari
hluta þessa mánaðar. Engum full
trúa frá kommúnistaríki verður
boðið. Aftur á móti verður öll-
um ríkjum innan Atlantshafs-
bandalagsins boðið, svo og Bag-
dad-ríkjunum og aðildarríkjum
Suð-Austur-Asíu bandalagsins,
Suður-Ameríkuríkjunum, Spáni,
Víet-Nam, Suður-Kóreu og loks
verður boðið fulltrúa frá kín-
versku þjóðernissinnastjóirininni
á Formósu.
Reykjalundi berst gjöf frá Khöfn
OSVALD Kvasman veitingamað-
ur í Restaurant Glypoteket
Kaupmannahöfn, hefir sent
Reykjalundi, Vinnuheimili S. í.
B. S. að gjöf litla höggmynd eftir
sjálfan sig, sem hann kallar
„Sólskinsstúlkan".
Kvasman er mikill íslandsvin-
ur og hefir undanfarin ár sent
Reykjalundi, Háskóla íslands og
Blindrafélaginu góðar gjafir. •
Árlega hefur hann sent tugi og
hundruð bóka og hljómplatna til
Vinnuheimilisins og nýlega sendi
hann Reykjalundi að gjöf fyrsta
listaverk sitt, mótaða mynd, sem
hann nefnir „Sólskinsstúlkan“.
úr
skrif*ar
daglega lifinu
UT AF FRÉTT, sem birtist hér
í blaðinu fyrir skömmu hef-
ir því borizt eftirfarandi bréf:
í
„Spóahret
á Norðurlandi“
MORGUNBLAÐINU 3. maí
sl. er dálítil klausa um veðr-
áttuna undir þessari yfirskrift.
Mér þótti heitið „spóahret" fall-
egt, en þó jafnframt nýstárlegt
og framandi fyrir mig. Ég er
uppalinn á Austurlandi og hefi
þó aldrei heyrt þetta orð fyrr.
Á Austurlandi, Fljótsdalshér-
aði, lék enginn vafi á hvað hret
eða kæla í maíbyrjun skyldi
heita. Það var auðvitað kross-
messukælan, krossmessuhretið.
En krossmessan (3. maí) var
fyrir austan hinn mesti merkis-
dagur fram um aldamótin síð-
ustu að minnsta kosti. Þá var
vinnuhjúaskildagi, fardagur hjúa
og flutningur milli heimila. Nóg
fólk í boði milli búa, en hins
vegar vandi mikill að tefla rétt.
Sjálfgefið var að tíðarfarið kæmi
hér mjög til greina til mats og
minninga. Spóinn ekki kominn,
því síður krían. Þá var það auð-
vitað krossmessan sjálf, sem sat
uppi með alla töfrana til góðs
eða ills.
Já, oft kom eitthvert írennsli
um krossmessuleytið, ef nokkuð
hafði þá svíað tii áður.
Annars var það rétt eftir göml-
um mönnum að festa sér í minni
hinar tíðu sveiflur veðráttunnar,
einkum á vorin og háttsemi dýra
og fugla eftir árstíðum. Þetta
var aldagömul venja og aug’jós
þörf, studd af sívökulli eftirtekt,
ýmist til spásagnar um veðrið
eða þá til túlkunar undangeng-
inni reynslu — einn þátturinn
í þjóðfræðum alþýðunnar.
Nú er hætta á að dofna taki
þessi sérgáfa gamla fólksins og
hætti að berast rétta boðleið til
yngri kynslóðarinnar — allt lend
ir það nú yfir á hjólin, vogsteng-
urnar og vísana.
Mundi þá samt ekki einhvers
staðar verða skarð fyrir skildi?
B. Þ.“
Gildur fjársjóður
VIÐ ÞÖKKUM B. Þ. þetta á-
gæta bréf hans. Jú vissulega
verður skarð fyrir skildi ef við
glötum einhverju af hinum sí-
gildu þjóðfræðum alþýðunnar,
einnig ef við glötum næminni
fyrir veðrabrigðum. Það er jafn-
vel skaði að missa gigtina úr
mjöðminni fyrir norðanrosann.
Þess vegna er það dýrmætur fjár-
sjóður þjóðmenningu vorri er
gamlir menn taka sér penna í
hönd og rita niður minningar
um hætti og venjur eins og gerð-
is í þá gömlu góðu daga.
Sumir hafa gert þetta og bjarg-
að miklum verðmætum. Þannig
getum við lesið um spóahretið og
kríuhretið í Þjóðháttum Jónasar
á Hrafnagili.
Til gaman skulum við athuga
hvað Jónas segir um vorhretin:
„í apríl og maí fara farfugl-
arnir að koma, og eiga allar stór-
hríðar að vera úti, þegar lóan
kemur. í þessum mánuðum ganga
vorhretin af, og telur Jón Árna-
son þau sex: Sumarmálahret,
kóngsbænadagsíhlaup (-hret),
krossmessukast, uppstigningar-
dagsrumba, hvítasunnusnas
(-kast) og fardagaflan. Stundum
lendir tveimur þessum hretum
saman, og stundum falla fleiri
eða færri af þeim niður, þegar
vel vorar, og þykir þá vel fara.
Heyrt hef ég talað um hrafna-
hret, þegar hrafninn verpir 9
nóttum fyrir sumar (sumir segja
að hrafninn fari að draga að
hreiðri sinu 9 nóttum fyrir sum-
ar). Spóahret og kríuhret nefna
og sumir, og nyrðra var algengt
að tala um skiparumbu, þegar
vorskipin komu. Síðast allra
hreta var fráfæruhretið, en til
var líka rúningarhret. En þá eru
úti öll vorhret, þegar spóinn lang
vellir (vellir graut) og hrossa-
gaukurinn hneggjar".
Þannig farast hinum mikla
þjóðfræðingi Jónasi Jónassyni á
Hrafnagili orð.
Fyrir störf í þágu öryrkja í
heimalandi sínu og erlendis, hef-
ir Kvasman hlotið fimm heiðurs-
merki, þar á meðal kross hinnar
frönsku heiðursfylkingar.
Osvald Kvasman varð fyrir 13
árum fyrir slysi og missti sjón—
ina. Síðan hefir hann óslökkv-
andi áhuga á velferðarmálum ör-
yrkja og er meðal þekktustu
brautryðjenda á því sviði í Dan-
mörku.Afrek hans í þágu blindra
manna þar í landi eru víðkunn
og frábær.
Fegurðardrottning fs-
lands kjörin í júní
Aðeins ein fegurðarsamkeppni í sumar
FEGURÐARDROTTNING íslands 1957“ verður kjörin í Tívolí um
miðjan næsta mánuð. — Sú, sem fyrir valinu verður, mun fara
vestur til Kaliforníu og keppa þar um titilinn „Miss Universe", en
sú keppni fer fram í Long Beach í júlímánuði næstkomandi. — I
Long Beach munu fegurstu stúlkur 42 þjóða keppa um hinn eftir-
sótta titil, „Miss Universe", en auk þess munu þær 14 stúlkur, sem
næstar verða henni í röðinni, hljóta verðlaun, sem jafngilda sam-
tals hálfri þriðju milljón íslenzkra króna, en allar stúlkurnar, sem
þátt taka í keppninni hljóta einhver verðlaun og sumar munu eiga
þess kost að undirrita samninga við kvikmyndaframleiðendur.
Hátíðahöldin vegna keppninn-
ar í Long Beach munu standa í
vikutima. Forráðamenn keppn-
innar þar eru borgarstjórinn í
Long Beach, stærsta snyrtivöru-
firma heimsins, Max Factor,
Catalina-verksmiðjurnar og fleiri
fyrirtæki og stofnanir.
Fegurðarsamkeppnin í Long
Beach, vekur jafnan alheims-
athygli og nú í ár mun verða
sjónvarpað frá henni um allan
heim.
í fyrra tóku þátt í keppninni
stúlkur frá 40 þjóðum. Sigurveg-
arinn var amerísk stúlka. Önnur
í röðinni var þýzk, en hin þriðja
sænsk. Geta má þess til gamans,
að stúlkur frá Norðurlöndum
hafa þrisvar borið sigur af hólmi
í þessari keppni.
Reynslan hefur sýnt, að fjöld-
inn allur af öðrum þátttakendum
en þeim, sem komið hafa til úr-
slita, hefir fengið margvísleg og
glæsileg tilboð um atvinnu við
sjónvarp, hjá heimsfrægum tízku
húsum og víðar, en auk þess hafa
þær fengið mikið af gjöfum frá
alls konar fyrirtækjum, félaga-
samtökum, t. d. flugfélögum, ver-
ið boðnir styrkir til náms í hljóm
list, leiklist og fleiru.
Forráðamenn Miss Universe
keppninnar hér á íslandi hafa nú
ákveðið að taka í annað sinn þátt
í Long Beach keppninni. Þótti
vel takast um val íslenzka full-
trúans í fyrra, enda þótt hann
kæmist ekki í úrslit. Var það mál
manna, að íslenzka stúlkan hefði
með framkomu sinni orðið landi
og þjóð til sóma.
í keppninni hér heima, verð-
ur sem fyrr segir, valin „Feg-
urðardrottning íslands 1957“,
sem jafnframt verður fulltrúi
íslands í Long Beach. Auk fyrstu
verðlauna verða veitt fern verð-
laun, sem öll eru mjög freistandi.
Fegurðardrottningin fær, auk
ferðarinnar til Kaliforníu, rífleg-
an farareyri, tvo kvöldkjóla og
sundföt. Önnur verðlaun eru
ferð til meginlands Evrópu,
þriðju verðlaun ferð til Lundúna,
fjórðu verðlaun gullúr og
fimmtu verðlaun dýrmætar
snyrtivörur frá Max Factor. Mjög
verður vandað til keppninnar og
munu forráðamenn hennar sjá
um að saumaðir verði sams konar
kjólar á allar stúlkurnar, sem
þátt taka í henni.
Allar stúlkur á aldrinum 17—
28 ára, eru hlutgengar til keppn-
innar.
Þar sem vitað er, að hér á
landi er margt fallegra stúlkna,
sem til greina gætu komið í vænt
anlegri keppni, eru það tilmæli
forráðamanna keppninnar að
vitneskju um þær sé komið á
framfæri í síma 6056, 6610 eða í
pósthólf 368, hið allra fyrsta. Er
þess að vænta, að almenningur
taki sem virkastan þátt í að velja
stúlkur, sem líklegastar eru til
þess að verða landi og þjóð til
sóma hér heima og á erlendum
vettvangi í væntanlegri keppni.