Morgunblaðið - 14.05.1957, Side 9
Þriðjudagur 14. maí 1957
M ORGTJISBT AÐir
9
K.R. og Fram í kvöld
Bœjakeppni í knattspyrnu:
Akranes vann
Reykjavík 6:2
ÞAÐ var hellirigning og strekkingsstormur á sunnudaginn er úr-
valslið Akraness og Reykjavíkur í knattspyrnu hlupu inn á
íþróttavöllinn til 7. bæjakeppninnar sem þessir bæir heyja.
Itigningin hélzt mestan hluta fyrra hálfleiks og stormurinn til leiks-
loka. Veðrið setti leiðmdasvip á umhverfið og gerspillti vellinum.
I>rátt fyrir það sáu vallargestir á köflum ágæta knattspyrnu, þá
beztu sem sézt hefur á þessu ári, og eiga Akurnesingar þar nær
allan heiður fyrir. Þeir unnu leikinn með yfirburðum, 6 mörkum
gegn 2, og eftir leiknum og tækifærum að dæma, hefði markatalan
getað orðið þeim enn hagstæðari. Eftir þessa 7. bæjakeppni hefur
Akranes 4 vinninga, Reykjavík 2, einu sinni varð jafntefli. Marka-
staðan er 24 gegn 15 Akranesi í hag.
í KVÖLD fer fram 6. leikur
Reykjavíkurmótsins og eigast þá
við KR og Fram. Leikurinn hefst
næsta mark. Þórður Þórðar og kl’ 20’?0-
Bæðin liðin hafa leikið tvo
leiki og unnið báða og eru nú
★ FYRRI HÁLFLEIKUR
Fyrsti stundarfjórðungurinn
leið án þess að mörk væru skor-
uð. Pétur Georgss., er lék í stöðu
Donna, sem er illa meiddur eftir
mikið sár er hann hlaut við
vinnu sína, átti fyrsta markskot-
ið á 2. mín. Það varði Björgvin
markv. Rvíkur.
Síðar átti Skúli Nielsen úth.
Rvíkur skot framhjá marki
Akraness, en annars var tíðinda-
lítið við mörkin. Akurnesingar
höfðu betri tök á leiknum frá
byrjun og tök þau styrktust er á
leið.
En er 15 mín voru af leik ná
Akurnesingar upphlaupi upp
miðju. Þórður Þórðarson hleypur
út á vinstri væng með knöttinn,
gefur fyrir og knötturinn fer til
Ríkharðar, sem skorar með „jarð
arbolta" í hornið.
4 mín síðar verða slæm mistök
milli Hreiðars h.'bakv. Rvíkur
og Björgvins í markinu. Þórður
Jónsson notar sér þetta tæki-
færi nær knettinum af þeim
Reykvíkingum og kemur b.onum
í netið.
Hættan er að mestu við Rvík-
urmarkið. Upp úr aukaspyrnu
er Sveinn Teitsson framkvæmir
er naumlega varið í horn og
Btuttu síðar bjargar Björgvin
vel með úthlaupi.
Á 34. mín er hornspyrna dæmd
á Rvík. Pétur spyrnir til Sveins
Teitssonar, sem spyrnir í boga
að marki, yfir alla vörn og yfir
Björgvin og knötturinn hafnar í
netinu. Laglegt „Sveins-stykki“
það.
Eftir þetta mark var eins og
fslakað væri á leiknum, litið
gerðist við mörkin en þófkennd-
ur leikur úti á vellinum.
Rétt fyrir leikhlé eiga Reyk-
víkingar upphlaup. Dagbjartur
gefur góða sendingu frá hægri
kanti og Gunnar Guðmannsson
skorar með skalla laglegt mark.
★ SÍÐARI HÁLFLEIKUR
í upphafi síðara hálfleiks standa
Reykvíkingar betur saman og ná
sæmilegum leikkafla. Eitt tæki-
færi misnotuðu þeir illa. Guðm.
Óskarss., var í góðu færi en skaut
framhjá. Smám saman tóku
Bkagamenn leikinn i sínar hend-
ur og réðu mestu á vellinum
þeir Guðjón og Sveinn framverð-
ir Skagamanna. Hvert upphlaup-
ið af öðru gerðu nú Skagamenn.
Þórður Þórðar kemst inn fyrir
en spyrnir framhjá. Ríkharður
bindur endahnút á annað upp-
hlaup þeirra en það var varið í
horn. Ýmis önnur tækifæri áttu
Skagamenn og leikurinn fór nú
að langmestu leyti fram á vallar-
helmingi Reykjavíkur.
Á 18. mín. er dæmd hornspyrna
á Rvík. Þórður Jóns framkvæm-
ir hana og knötturinn berst aft-
ur til hans, en nú allmiklu nær
marki. Hann lyftir knettinum að
markinu og Þórður Þórðar skor-
ar 4. mark Akurnesmga.
Enn sækja Akurnesingar og
Björgvin bjargar vel með út-
hlaupi.
Á 24. mín. fékk Dagbjartur
Grímsson, miðherji Rvíkur, sitt
gullna tækifæri. Hann brýzt í
gegn á miðju og með sínum
mikla hraða skapar hann sér gott
tækifæri fyrir framan markið og
skorar framhjá Helga, sem hljóp
út, 4:2.
Fjórum mínútum síðar kemur
Ríkharður leika upp miðjuna
með knöttinn á milli sín og Rík-
harður á skotið sem hafnar i
netinu.
Reykvíkingar hefja leikinn, en
Þórður nær knettinum og sendir
Ríkharði í átt að Reykjavíkur-
markinu, hann kemst í gegn og
spvrnir að marki. Björgvin ver
en heldur ekki knettinum og
Ríkharður fær hann aftur og
sendir hann í netið. Tvö mörk
með eins stuttu millibili og hugs-
ast má
Það sem eftir er leiksins eru
Akurnesingar að mestu í sókn,
en sókn þeirra er stöðvuð. Hver
aldan stígur af annarri, Guðjón
og Sveinn sjá um að mata fram-
herjana, en allt kemur fyr,r ekki
og þessari 7. bæjakeppni lauk
með nákvæmlega sömu úrslitum
og í fyrravor, 6:2, Akranesi í vil,
★ ÁLYKTUN
Akranesliðið er sterkt lið,
okkar sterkasta enn i dag. —
Knattspyrna þeirra er með
öðrum og betri blæ en
Reykjavíkurknattspyrnan.
henni felst meiri nákvæmni,
meiri hugsun, meiri kraftur og
meiri viíji en í Reykjavikur-
efst í mótinu. Þau eru þau einu,
sem enn eru taplaus og má því
gera ráð fyrir að úrslit þessa
leiks hafi mikil áhrif á endanleg
úrslit mótsins,
Þá verður fróðlegt að sjá hvor
leikstállinn má sín meira, stutta
jarðarspil Framaranna eða lang-
sendingar KR-inganna. Má gera
ráð fyrir skemmtilegum og tví-
sýnum leik í kvöld, því að það
er ekki mikið, sem skilur þessi
lið að. Staðan er nú þessi:
Fram 2 2 0 0 17-1 4 st.
KR 2 2 0 0 13-2 4 st.
Víkingur 3 1 0 2 3-24 2 st.
Valur 1 0 0 1 2-3 0 st.
Þróttur 2 0 0 2 3-8 0 st.
knattspyrnunni. I»ó ber að var
ast að meta styrk Akranes-
liðsins eftir þessum leik, þvi
mótstaðan var á köflum lítil
sem engin. Ég er sannfærður
um að einstök lið í Reykjavík
geta náð betri árangri en
Reykjavíkurúrvalið nú náði,
og þó voru ekki skiptar skoð-
anir um val Reykjavíkurliðs-
ins. En það er leiðinlegt að 60
þús. manna borg skuli ekki
eiga sterkara úrvalslið en
þetta. Hvað þar að baki ligg-
ur eru sennilega skiptar skoð-
anir um, en líklega á leti við
æfingar almennt snaran þátt
þar í.
Akranesliðið var í þessum
leik betra í sókn og vörn og
betra i öllum listum knatt-
spyrnunnar. Þó er einhver los
arabragur á öftustu vörn liðs-
Fyrsta utanför ísl. körfuknattleiksliðs:
Stndentnr unnu
sínum i Sviþjéð
Sýndn nð ísL körfuknottleikur
er sízt lukuri en þur gerist
FYRIR nokkrum dögum eru heim komnir fyrstu íslendingarnir
sem fóru utan til þess að keppa í körfuknattleik. Eru það
félagar í íþróttafélagi stúdenta. Ánægjulegt er að það skyldu
verða stúdentar sem riðu á vaðið með utanför í þessari ungu
íþróttagrein hér á landi. Og ennþá ánægjulegra er það, að stúd-
entar hafa kannað með þessari för, að körfuknattleikur á Islandi
þolir fullkomlega samanburð við körfuknattleik í Svíþjóð og Dan-
mörku. Við stöndum jafnfætis þessum þjóðum í þessari íþrótta-
grein og það er meira en hægt er að segja um nokkra aðra
grein iþrótta.
3 af 4 leikum
og Danmörku
★ í SVlÞJDÐ
Stúdentar fóru fyrst til Gauta-
borgar og léku þar við tekniska
háskólann. Nemendur þar eru
um 1300 talsins, og úrvalslið
skólans í körfuknattleik er skip-
að, að einum undanskild-
um, mönnum frá Ballcanlöndun-
um, sem eru við nám í skólan-
um. Balkanbúar eru mjög góðir
körfuknattleiksmenn. Sænski
skólinn vann þennan leik með
44:40 stigum, en völlurinn sem
var mjór og langur olli Islend-
ingunum nokkrum erfiðleikum.
Þá var haldið að Lundi og leik-
ið við úrvalslið háskólans þar.
Einnig þar er mikið um erlenda
stúdenta og Balkanmennirnir
eru þar sem víða annars staðar
fremstir í körfuknattleik. En ísl.
stúdentarnir unnu með 47:38
stigum.
★ í DANMÖRK
Þá var haldið til Kaupmanna-
hafnar og leikið við úrvalsiið
Kaupmannahafnarháskóla. Þann
leik unnu íslenzkir með 61:34 og
áttu leikinn frá upphafi. Vildu
Danir hefna þessara ófara og
báðu um annan leik. Styrktu þeir
þá lið sitt með 2 ungverskum
flóttamönnum og landsliðsmanni
frá Fjóni. Þar ofan á bættist að
einn bezti íslendmgurinn, Helgi
Jónsson, var farinn til Hamborg-
ar, svo jafnframt því að Danir
voru sterkari var ísl. liðið veik-
ara. En ísl. stúdentarnir unnu
með 47:35. Var þetta skemmti-
legasti leikurinn í ferðinni að
sögn Benedikts J akobssonar,
íþróttakennara Háskólans, en
hann var fararstjóri. Veikasta
liðið var liðið í Gautaborg, en
þar kom völlurinn okkur á óvart.
★ FYLLILEGA JAFNFÆTIS
Benedikt sagðist telja, að ís-
lendingar stæðu fyllilega jafn
fætis Svíum og Dönum í þess-
ari íþrótt, og leikur okkar
manna er öruggari og betri,
það sýnir t.d. að í öllum leik-
unum fengum við færri víti
en mótherjarnir.
Leikmenn í þessari för voru
eftirtaldir félagar íþróttafélags
stúdenta: Jón Hannesson, Matt-
hías Kjeld, Kristinn Jóhannsson,
Sigurður G. Sigurðsson, Sverrir
Georgsson og Þórir Ólafsson.
Auk þeirra fóru tveir leikmenn
ÍR, þeir Helgi Jónsson og Helgi
Jóhannsson. Þeir eru báðir há-
skólaborgarar.
★ 30 ÁRA STARF
Ferð þessi var farin í tilefni 30
ára afmælis íþróttafélags stúd-
enta. Það var fyrir forgöngu
Guðmundar Karls Péturssonar,
nú yfirlæknis á Akureyri, að
kosin var nefnd til að vekja á-
huga á því að halda uppi æfing-
um fyrir stúdenta í leikfimi, en
áður hafði háskólaráð veitt 500
til þess að halda uppi kennslu
ileikum. Fyrsta kennslan fór
L.-m undir stjórn Björns Jakobs-
sonar í Menntaskólasalnum.
Fyrsti formaður íþróttafél.
stúdenta var Þorgrímur Sigurðs-
son nú prestur. Fyrsta stórverk-
efni félagsins var að undirbúa
glímuför til Þýzkalands og það
árið eftir stofnunina, 1928. Förin
gekk vel og vakti mikla athygli.
Glímukennari var Guðm. Kr.
Guðmundsson en fararstjóri Guð
mundur Karl Pétursson.
I 4 ár eftir að stúdentar komu
heim ,héldu þeir uppi glímuæf-
ingufo en 1932 féllu þær niður.
Sama ár byrjuðu stúdentar að
æfa handknattleik og hefur hann
alla tíð verið vinsæll meðal
þeirra. Körfuknattleik byrjuðu
þeir að æfa 1946, og er hann nú
vinsælasta íþrótt þeirra. Af öðr-
um greinum sem stúdentar hafa
lagt stund á undir merki íþrótta-
félags síns má nefna sund, fim-
leika, hnetfaleika, frjálsíþróttir,
skíðaíþróttir og knattspyrnu.
Þessi utanför íþróttafélags
stúdenta, sem nú er svo farsæl-
lega lokið, boðar merk tímamót
í sögu skólaíþrótta hér á landi.
Þetta er fyrsta körfuknattleiks-
förin til annarra landa; þetta er
í fyrsta sinn sem flokkur háskóla
stúdenta fer utan til keppni og í
fyrsta sinn sem flokkur frá ísl.
skóla keppir sjálfstætt erlendis.
ins. Stundum hrindir hún
harðri ársá, en stundum kem-
ur einn maður henni gersam-
lega úr jafnvægi og allt virð-
ist opið. Það er og til íhug-
unar að úr sumum beztu
marktækifærum var ekki
skorað, en úr iélegri tækifær-
um fengust mörg markanna.
★ SKOÐANIR
Bezti maður liðsins er nú Guð-
jón Finnbogason. Sjaldan eða
aldrei höfum við séð einn mann
ná svo algjörum yfirráðum á sín-
um vallarhluta sem hann nú. —
Sveinn sýndi og góðan leik. Á öft
ustu vörn reyndi fremur lítið
sem fyrr segir og sama gildir um
Helga í markinu.
Sóknarleikmennirnir voru ekki
síðri en áður. Ríkharður átti
mjög góðan leik og 3 mörk ofan
á góða uppbyggingu og skipu-
lagningu er gott afrek. Þórður
Þórðar naut sín vel við hlið hans
og Þórði Jónssyni veittist auð-
velt að leika í gegnum hjá Hreið-
ari. Pétur lék aftarlega og innar-
lega í útherjastöðunni en það
ruglaði dálítið Reykvíkinga.
Reykj avíkurliðið náði sér tæp-
ast nokkru sinni „á strik“ í þess-
um leik. Léttir og ungir leik-
menn höfuðborgarinnar voru
eins og dúkkux í samanburði við
líkamssterka Skagamenn. Það
skortir ekki aðallega fimi hjá
Reykj avíkurliðinu, t.d. fram-
herjunum, en það vantar allan af
gerandi kraft sem gerir mismun-
inn á því að vera liðtækur og
vera góður. Björgvin stóð sig
sæmilega í markinu, varði sumt
ágætlega en mistókst einnig illa,
en hann var ekki öfundsverður
af að standa í markinu. Aftasta
vörnin var léleg. Mest reyndi á
Hreiðar, því þar lá sóknarbraut
Akurnesinga í gegn og hann átti
erfiðan dag og tókst ekki sem
bezt. Halldór Þorgeirsson wíx
ekki alvarleg hindrun fyrir Rík-
harð og Þórð á miðjunni. Fram-
varðaleikurinn fór nokkuð i
handaskolum. Halldór var sífellt
á hælum Ríkharðar, gerði það
vel, en það kom að nokkru niður
á heildarleik Reykjavíkurliðsins.
Bezt nýttust framverðirnir í síð-
ara hálfleik og þá sem aðstoðar-
menn í vörn. Leikur framvarð-
anna var sundurlaus. Einstakir
kaflar sáust þó, en afgerandi
kraft vantaði.
— A. St
Skrifstofumaður
Ungur, röskur maður með verzlunarskóla-
eða hliðstæða menntun, óskast.
Verzlun O. Ellingsen hf.
Ungling
vantar til blaðhurðar við
Hagamel