Morgunblaðið - 02.06.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 02.06.1957, Síða 2
2 M O R C UIV B L 'A Ð1Ð Sunnudagur 2.júní195? Ljómondi falleg tízkusýning Lítil breyting á tizkunni siðan i haust en hún er nú hentugri og klæóilegri en nokkru sinni fyrr SL. LAUGARDAG efndu tvær tízkuverzlanir hér í Bæ, hattaverzl unin „Hjá Báru“ og: kvennfata- verzlunin „Guðrún“ til tázkusýn- ingar í Sjálfstæðishúsinu. Húsið var þéttsetið áhorfendum og kom- ust færri að en vildu. — Sýning- in var hin prýðilegasta í alla staði. — Kynnir á sýningunni var Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur. — Smekklegar skreytingar á svið- inu og í salnum annaðist hinn kunni blómaskreytingamaður, hr. Foged í Hrauni í Bankastræti. LÍTIL BREYTING 1 upphafi gat Sveinn þess að litlar breytingar hefðu orðið á hattatizkunni síðan í haust, — helzt hefðu síðan þá komið á sjón- arsviðið barðastórir hattar, sem væru óhentugir hér á landi vegna loftslagsins. Litur sumarsins er „ljósdrapp" og mikið er í tízku að skreyta hattana með margvísleg- um blómum, og þá einnig lifandi blómum. FÖCUR SÝNING Sýningin í heild var í einu orði sagt dásamiega falleg. — Fyrst voru sýndar nokkrar svissneskar kápur, sem komið höfðu til lands- ins á laugardag. Voru þær sérlega smekklegar. Sérstaka athygli vakti dökkblár „jersey" frakki, með hvítu uppbroti á ermunum og með hvítum hatti úr sama efni. Kjólarnir voru bæði hentugir dagkjólar, sumarkjólar í hinum ýmsu litum, og kvöldkjólamir einkar smekklegir. Sérstaka at- hygli vakti milliblár kvöldkjóll úr „jersey“ efni, var hann svo hag- anlega gerður að efnið leit út eins og það væri „chiffon". Kjólarnir eru allir frá Guðrúnu nema brúðarkjóllinn frá Báru. Hattarnir voru einkar klæðileg- ir flestir úr silki pan efni, og einnig úr strái, í öllum regnbog- ans litum. Mest bar á ljósdrapp, þá rauðu, gulu, hvítu og svörtu. Þá var sýndur lítill en snotur hattur sem gerður var úr lifandi blómum, rósablöðum, nellikkum o. Samþykkt tillaga um cndur- hcimt hundritonna Á SÍÐASTA fundi Alþingis sl. föstudag afgreiddi það þings- ályktunartillögu þeirra Péturs Ottesen og Sveinbjarnar Högna- sonar um endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku, sem þeir fluttu fyrir alllöngu á þessu þingi. Nefndin gerði lítils háttar breytingar á tillögunni, en enga efnisbreytingu. Tillagan var samþykkt frá Al- þingi svohljóðandi með 45 sam- hljóða atkvæðum: Alþingi ályktar í samræmi við fyrri samþykktir um endurheimt íslenzkra handrita úr dönskum söfnum að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því við dönsk stjórnarvöld, að skilað verði aft- ur hingað til lands íslenzkum handritum, fornum og nýjuno, sem borizt hafa héðan til Dan- merkur og geymd eru í söfnum þar, svo sem safni Árna Magnús- sonar. Tekur þetta einnig til þeirra íslenzka handrita, er koh- ungur landsins hefur fengið héð- an fyrr á tímum og enn eru varð- veitt í Danmörku. Þessi kvöldkjóll er úr Ijósbleiku organdy, alsettur Iitlum hvít- utn blótnum. Ljómandi falleg- ur. — Hatturinn er úr bleiku strái, sérstaklega klæðilegur. fl., af hr. Foged og hefur slíkt ekki sézt fyrr hér á tízkusýningu. Þá voru einnig sýndir, í fyrsta sinn hér á landi hattar fyrir yngstu dömurnar, — 8 til 9 ára gamlar. Sýndu þá tvær litlar stúlk ur, sem ungur herramaður leiddi Landhelgismólin í athugun hjd ríkisstjóininni Einkar fallegur sumarkjóll úr rósóttu efni. Takið eftir sér- kennilegum hattinum sem er úr grænleitu strái. 1 FYRRADAG á síðasta fundi Sameinaðs þings kvaddi Pétur Ottesen sér hljóðs utan dagskrár og spurðist fyrir um hvað ylli því að tillaga hans til þingsályktunar um verndun fiskimiða umhverfis ísland hefði ekki verið tekin til afgreiðslu í allsherjarnefnd, en nefndin hefði afgreitt öll önnur mál sín. Til- laga þessi er um það að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sínum að sjávarútvegsmálaráðherra setji ekki síðar en að loknu yfirstand- andi þingi Sameinuðu þjóðanna reglugerð er ákveði 12 mílna landhelgi. Lúðvík Jósefsson svaraði því til að mál þetta væri nú í athug- un hjá rikisstjórninni og hefði nefndin tvívegis rætt við sig um málið. Kvað hann nú vera stadd- an hér á landi þann mann, sem lengst hefði verið ríkisstjórninni Alþingi lauk svo ú utanríkismála- nefnd kaus ekki lögskipaða undir- nefnd til ráðgjafar ríkisstjórninni Fyrirspurn Bjarna Benediktssonar til ráðuneytis í þessu máli. Kvað ráðherrann ekki ástæðu til þess að samþykkja tillögu í þessu formi, heldur væri nægilegt að afgreiða málið með auglýsingu eins og dæmi væru til að áður hefði verið gert. Kvað Lúðvík þetta vera ástæðuna til þess að nefndin hefði ekki afgreitt þetta mál. Gilbert Mwray um salinn. Voru þær í sumarklæðn aði, með hatt og tilheyrandi tözku fyrir sinn aldursflokk. Þetta unga fólk hélt uppi slöri brúðarinnar, sem inn kom síðust. Brúðarkjóllinn og búnaður allur var sá fallegasti sem sézt hefur á sýningu hér og brúðurin hin tígu- legasta. Sýningarstúlkurnar voru Rúna Brynjólfsdóttir, Elsa Breiðfjörð, Elín Ingvarsdóttir, Rannveig Vig- fúsdóttir og Svanhvít Ásmunds- dóttir. Þær eru nú allar orðnar þaulæfðar í starfinu. En fru Bára Sigurjónsdóttir hefur þjálfað stúlkurnar og snyrti þær fyrir sýninguna. Eiga þær Guðrún Stefánsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir þakkir skilið fyrir tízkusýningar sínar, sem nú eru orðnar fastur liður í bæjarlífinu og enginn vill missa af. — A. Bj. Brúðurin í skarti sínu. látinn A FUNDI Sameinaðs þings í fyrradag kvaddi Bjarni Bene- diktsson sér hljóðs og spurðist fyrir um það hverju það sætti að utanríkismálanefnd hefði ekki kosið sér undirnefnd þá sem lög- boðið er að skuli vera ríkisstjórn inni til ráðuneytis í utanríkismál- um. Benti hann á að ef ríkis- stjórnin teldi sig ekki þurfa á aðstoð nefndarinnar að halda, þá væri ákvæðið numið úr lögum, en þar sem það væri enn í gildi væri ekki fært að slíta svo þingi að nefndin væri ekki kosin. Ólafur Jóhannesson varð fyrir svörum og kvaðst ekki hafa feng- ið tilefni til að kalla nefndina saman, síðán hann hefði tekið við störfum Steingríms Stein- þórssonar á þingi, en hann hefði verið formaður nefndarinnar. Bjarni Benediktsson benti á að hann hefði fyrir nokkru hreyft þessu máli í Sameinuðu þingi og þá hefði fyllilega gefizt tækifæri til þess að kalla nefndina sam- an. Kvað hann nefndina aðeins einu sinni hafa verið kallaða saman og þá til þess að kjósa sér formann, en þá hefði verið látið undir höfuð leggjast að kjósa undirnefndina, sem þó væri bein lagaskylda. 2. deildaikeppni MÁNUDAGINN 3. júní hefst keppni 2. deildar hér í Reykjavík og leika þá Víkingur — iþrótta- bandalag Keflavíkur. Verður leik ið á Malarvelli og hefst leikur inn kl. 20.30 Nú eru 2 af Reykja- víkurfélögunum með í þeirri keppni og munu þau kappkosta að komast upp í 1. deild aftur, en róðurinn verður þungur því að með Víking og Þrótti í þess- um riðli eru sterk lið frá Vest- mannaeyjum, Keflavík og Sand- gerði. Næsti leikur verður miðviku- daginn 5. júní og eigast þá við Þróttur og Víkingur, og ef til vill verður það úrslitaleikur riðilsins. LONDON: — Nýlega er látinn í London hinn frægi brezki fræði- maður dr. Gilbert Murray, 91 árs að aldri. Hann var einn þekktasti fræðimaður þessarar aldar í grískri sögu og menningu. 23 ára gamall var hann skipaður próf- essor í grísku við háskólann í Glasgow, en varð síðar aðalkenn- ari í grískum fræðum við Ox- ford-háskóla. Frægastur hefur Murray orðið fyrir þýðingar sín- ar á leikritum Evripidesar og fyr- ir bækur sínar um þetta merka harmleikskáld Hellena. Viljo ió útvaip í vngnana STRÆTISVAGNASTJÓRAR hafa sent bæjaryfirvöldunum bréf þar sem þeir fara fram á það að útvarpsviðtæki verði sett í vagnana, til afnota fyrir vagn- stjórana. Máli þessu var ekki að þessu sinni vísað til strætisvagnafor- stjórans, heldur til umferðarmála nefndar, þar eð rétt var talið að fá álit hennar á þessu. JurtakynbótasKð Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var samþykkt með 4 atkv. gegn 1, að ætla jurta- kynbótastöð Atvinnudeildar há- skólans allt að 20 ha. svæði úr landi Korpúlfsstaða austanverðu, eftir nánari útvísun bæjarverk- fræðings, er ákveður leiguskil- mála og setur önnur skilyrði. Leigutími verði ekki meiri en 7 ár. Byggingar á landinu eru háð- ar samþykkt bæjarráðs og bygg- ingarnefndar. Guðm. Vigfússon greiddi at- kvæði á móti ályktuninni. Fyrirlesfur um umbúðir og pökkun HINN 10. iúr.r næstkomandi eru væntanlegir. til landsins, á vegum Iðnaðarmálastoínunar Islands, tveir erlendir sérfræðingar í pökk unarmálum og munu þeir flytja hér fyrirlestr.. og heimsækja fyr- irtæki í leiðbeiningarskyni. Menn þessir eru Hollendingur- inn Cornelius Hillenius, sem veit- ir forstöðu hollenzkri rannsóknar- stofnun á sviði pökkunar, og Bandaríkjamaðurinn Bernard John Bolter, sem er sérfræðingur í vöru- og umbúðateiknun. Þeir félagar starfa um stundar- sakir á vegum Framleiðniráðs Evrópu (EPAOEEC) og koma hingað með tilstyrk þeirrar stofn- unar, eins og margir erlendir sér- fræðingar, sem hingað ha x komið í seinni tíð. Ráðunautarnir hafa þegar heimsótt Danmörku, Þýzka- land, Ítalíu og Noreg og flutt þar fyrirlestra og veitt leiðbeiningar að beiðni þessara landa. Hafa þeir getið sér góðs orðstírs alls staðar. Önnur lönd, sem óskað hafa eftir heimsókn ráðunautanna, eru Aust- urríki, Grikkland, Holland, írland, Svíþjóð og Tyrkland. í flestum iöndum er pökkun gef- inn vaxandi gaumur, og eru víða starfandi samtök. eða stofnanir, sem sérstaklega vinna að rann- sóknum í þágu bættrar pökkunar, ekki aðeins að því er varðar efni og tegundir umbúða, aðferðir o. þ. h., heldur einnig með hliðsjón af sölu- eða auglýsingagildi þeirra, flutningum, kostnaði o. s. fry. Sér stakt pökkunarsamband Evrópu (European Packaging Federa- tion) er starfandi, og eru flest OEEC-löndin 1 því. Fyrir Islendinga hefur pökkun mikið gildi, og nægir í því sam- bandi að benda á, að mikill hluti þjóðarframleiðslunnar er matvæli, sem seld eru ýmist á erlendum eða innlendum markaði í umbúð- um, sem kosta mikið fé og eiga mikinn þátt í að afla framleiðslu vorri vinsælda eða öfugt, eftir því, hvernig á málunum er haldið. — 1 iðnaði okkar, öðrum en matvæla- iðnaði, er pökkun einnig .rðin hin mikilvægasta, m. a. vegna sam- keppni erlendra umbúða, að því er varðar sölu- og auglýsingagildi. Loks má geta þess, að sjálfsaf- greiðsluþróunin gerir nýjar kröf- ur til pökkunar. Hinir erlendu sérfræðingar munu ræða, í fyrirlestrum sinum, hin ýmsu atriði pökkunar, sem hér hefur verið drepið á, og nota jafn- framt skuggamyndir og aðrar skýringarmyndir eftir föngum. Fyrirlestrarnir verða haldnir dagana 11., 12. og 13. júnf í fund- arherbergi Iðnaðarmálastofnunar- innar í Iðnskólanum kl. 16—19 alla dagana. Þátttöku þarf að til- kynna til IMSÍ eigi síðar en 5. júní. Þátttökugjald verður krónur 250,00 og er þá reiknað með, að ráðunautarnir heimsæki ókeypis fyrirtæki þátttakenda, sem þess óska, til að ræða umbúðir þeirra og pökkunarvandamál, enda séu slíkar óskir bornar fram, áður en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út. Ráðunautarnir munu dveljast hér á landi í tvær vikur. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku, en ráðgert er, að þeir verði túlkaðir jafnharðan í gegnum heynartól fyrir þá, sem þess óslca. Búizt er við all-mikilli þátttöku, enda snertir þetta viðfangsefni mörg svið, og má í því sambandi t.d. nefna flestar greinar iðnaðar, að fiskiðnaði meðtöldum, dreifingu landbúnaðarafurða og annarra af- urða, umbúðateiknun og umbúða- framleiðslu. Gullhiingui tupaðist í GÆR tapaðist, í námunda við Morgunblaðshúsið, gull- hringur með plötu, ætlaður sem signet-hringur- Finn- andi er vinsamlega heðinn að skila hringnum til af- greiðslu Morgunhlaðsins, gegn góðiun fundarlaunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.