Morgunblaðið - 13.06.1957, Síða 13
Fimmtudagur 13. júní 1957
MORGTJNBLAÐIÐ
13
^J^i/enjajó&in ocj. heimiliÉ
Evenær á að venja
barnið á kopp ?
Ýmist gert of seint eða snemma
HVERSU margir, mæður og feð-
ur og reyndar ömmur og einnig
afar, eiga ekki í stríði og hörðum
kappræðum um hið stóra og eilífa
vandamál uppalandáns: að venja
barnið á kopp!
Allflestir hafa sínar eigin skoð-
anir á þessu máli, en til gamans
og einnig til nokkurs fróðleiks
skulum við athuga lítils háttar
hvað enskur læknir segir um
þetta mál í bæklingi sem gefinn
er út af snyrtivörufyrirtækinu
Johnson & Johnson.
Þar segir m. a.:
„Sálfræðingar hafa að undan-
förnu gert þá uppgötvun að mik-
ið af taugaslappleika fullorðna
fólksins eigi rætur sínar að rekja
til þess er þeir, sem börn voru
kúskaðir með harðýðgi til þess
að sitja á koppnum, eins og tíðk-
azt hefur s.l. 20 ár. Og einnig
hafa sálfræðingar komizt að raun
um að þegar eldri börn sem oft-
lega væta sig á nóttinni stafi það
einnig af þessum orsökum.
En samt kemur öllum saman
um að einhvern tíma verður að
venja barnið á að gera £ kopp-
inn og gefa bleyjuna á bátinn.
En hvernig eigum við að finna
hinn gullna meðalveg milli þess
að gera það ekki of snemiria eða
of seint?
Fyrst af öllu verða foreldrarn-
ir, eða móðirin sem í flestum til-
fellum hefur slíkar fram-
kvæmdir með höndum, að gera
sér ljóst að börnin geta verið á
ýmsum aldri er þau sætta sig við
koppinn. Oft er hægt að halda
16 mán. gömlum börnum þurrum
allan daginn án þess að í odda
skerist en „slys“ geta alltaf hent
stöku sinnum.
En þess ber að geta að ekkert
er óeðlilegt við að þessum áfanga
sé ekki náð fyrr en barnið er
orðið 2% árs gamalt. Algengast
er að hægt sé að halda börnun-
um þurrum á næturnar, er þau
eru á þriðja ári.
Það er aldrei tekið of skýrt
fram hve nauðsynlegt það er að
móðirin sýni skapstillingu er hún
lætur barnið sitt á koppinn. Hún
þarf einnig að reyna að finna
hvaða tími hentar barninu bezt
en ekki láta „koppaferðir1- fara
eftir sírnun eigin hentugleikum.
Barnið má alls ekki eiga leiðin-
legar endurminningar í sambandi
við koppinn, það gæti haft varan-
leg skaðleg áhrif á það.
Enn í dag finnast mæður og
barnfóstrur sem halda börnum á
kopp frá fæðingu og geta með því
móti e. t. v. sparað sér nokkrar
bleyjur. Ef þetta er ekki gert
nema í mesta lagi 1—2 mín. í
senn er lítill eða enginn skaði
skeður, en þetta getur leitt til
„taugaáfalls". Og ekki má halda
þessu áfram nema í npkkrar
vikur.
Hérlendis (í Englandi) er m. a.
finnur ástæða fyrir því að þetta
er ekki brýnt fyrir mæðrum. Ef
barnið er látið í einrúmi nýtur
það betur athafnarinnar og er það
er nýfætt er því eðlilegra að
hægja sér liggjandi.
NOKKRAR AÐFERÐIR
Þegar venja á barnið á kopp
ber fyrst og fremst að hafa þetta
þrennt hugfast:
Barnið þarf að sitja kyrrt á
koppnum, annaðhvort þarf hrein-
lega að binda það fast eða ef
barnið er hlýðið að segja því að
■itja. Þá verður að skilja barnið.
eftir eitt og síðan huga að því
af og til. Úr því að barnið er orð-
ið 9 mán. gamalt kýs það helzt
leikgrindina eða hvar sem það
annars var áður.
Reynið að nota alltaf sama ein-
falda orðið um stað og verknað
til þess að barninu megi fljótt
skiljast hvað um er að ræða.
Vænzt til árangurs er að reyna
frá upphafi að hafa góða sam-
vinnu við barnið um það að gera
að vera í einrúmi er það hægir í koppinn. Varast ber að láta
sér. Og svo síðast en ekki sízt barnið „reyna“ of mikið fyrst í
þarf barnið að vera ánægt. Það s*-a®-
getur ekki „slappað nægilega af“ Varast ber að skamma barnið
þótt það óhreinki bleyjuna. Það
til þess að hafa hægðir ef það
er skælandi eða að öðru leyti
úr andlegu jafnvægi. Gefa má
barninu kex eða köku til þess að
narta í og jafnvel lána því leik-
fang eða bók.
NOKKRAR TILLÖGUR
Byrjið að reyna að venja barn-
ið er það er orðið nægilega styrkt
til þess að geta setið uppi óstutt
óg reist sig sjálft og jafnvel geng-
ið nokkur skref óstutt. Þetta er
oftast um það leyti er barnið er
11—14 mán. gamalt.
Bezt er að láta barnið á kopp-
inn þegar það er vant að óhreinka
bleyjuna, skilja það síðan eftir
eitt með leikfang. Ef það situr
síðan árangurslaust í 10—15 mín.
þýðir ekki að láta það sitja leng-
ur. Þá er bezt að girða barnið og
láta e. t. v. bómullarhnoðra inn
í bleyjuna og láta það síðan í
gæti hæglega sett skammirnar í
samband við hægðirnar sjálfar.
Þegar þeim áfanga er náð að
barnið er oftast þurrt allan dag-
inn ber að taka bleyjuna af því.
Það er þægilegra fyrir barnið og
afar einfalt er að þvo úr buxun-
um, þegar óhapp kemur fyrir.
HER HJÁ OKKUR
Nú ber að athuga að það sem
hér að framan er sagt er útgefið
fyrir enska lesendur. En varla
getur hjá því farið að við eigum
eitthvað sameiginlegt með þeim
ensku í þessu tilfelli.
En mér þykir trúlegt að hér á
landi séu börnin í flestum tilfell-
um vanin fyrr á kopp en erlendis
tíðkast. Og hvort taugar okkar
íslendinga séu lélegri eða yfir-
leitt andleg heilsa okkar en ann-
arra þjóða skal ekki lagt mat á
hér.
En gæti ekki verið að ístöðu-
leysi og vanstilling æskufólks hér
á landi í dag gæti átt rætur sínar
að rekja til þessa vandamáls, sem
fæstir geta komið sér saman um
lausn á.
Orðið dýrt að baka
DÝRTÉÐIN hér hjá okkur er nú
orðin svo mikil að húsmóðir, sem
ekki hefur því meira milli hand-
anna getur eiginlega ekki leyft
sér að eiga kökur til þess að hafa
með hinu daglega kaffi. — En
okkur finnst nú alltaf leiðinlegt
að eiga ekkert og verðum því að
reyna eftir beztu getu að finna
upp á einhverju sem er ódýrt en
um leið gott.
Margar húsmæður eiga í fórum
sínum sæg af gömlum, ódýrum
en góðum uppskriftum. Þær ættu
nú á þessum hallæristímum að
senda kvennasíðunni einhverjar
þeirra til birtingar fyrir aðrar
húsmæður þessa lands.
Hér koma svo uppskriftir af
tveim formkökum sem eru mjög
góðar og frekar í ódýrari flokkn-
um og einnig uppskrift að ódýr-
um marengskökum.
NIÐURSKORNAR KÖKUR
3 egg
2 dl. sykur
1 dl. brætt smjörl.
3 dl. vatn
2 dl. hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 dl. flórsykur og safi úr einm
sítrónu hakkaðar hnetur eða
möndlur (þeim má líka
sleppa).
Þeytið saman eggin og sykur-
inn, bætið smjörinu út í ásamt
vatninu, hveitinu með lyftiduft-
inu. Hellið deiginu í ferkantað
form -t. d. 17x26 cm.) og bakið
við jafnan hita (225°) þar til
kakan er orðin Ijósbrún og prjónn
inn kemur þurr úr henni. Látið
hana síðan kólna og hrærið á
meðan saman flórsykurinn og
sítrónusafann og smyrjið ofan á
og hafið kökuna í forminu á með-
an og stráið síðan möndlunum
ofan á. Kakan er þvínæst skorin
í ferköntuð stykki eftir því sem
hún er á borð borin.
SKOZK SÍRÓPSKAKA
150 gr. smjörl.
150 gr. hveiti
3 matsk. vatn eða rjómi
Kremið innan í kökuna
6 matsk. síróp
Safa úr % appelsínu eða
sítrónu
Vz tsk. engifer
3 matsk. rasp
Smjörið er mulið saman við
hveitið, sem síðan er hnoðað upp
með vatninu eða rjómanum.
Smyrjið tertuformið vel og látið
meirihlutann af deiginu í og þrýst
ið vel að börmunum.
Hitið sírópið í potti ásamt
ávaxtasafanum, engiferinu og
raspinu og hrærið í á meðan þetta
er að samlagast. Smyrjið krem-
inu síðan jafnt í formið. Búið
því næst til lengjur úr afgang-
inum af deiginu og leggið í mynzt
ur ofan á kökuna. — Hafið svo
ofninn vel heitan í 10—15 mín.
(275°) en minnkið síðan hitann
og kakan á að vera bökuð, stökk
og ljósbrún eftir um það bil 10
mínútur.
ÓDÝRAR MARENGSKÖKUR
2 eggjahvítur
4 dl. sykur
2 tsk. vanillusykur
1 tsk. hjartasalt
4 matsk. kartöflumjöl
Þeytið hvíturnar vel og látið
sykurinn og kartöflumjölið út í.
Sprautið deiginu í litlar kökur
með góðu millibili á vel smurða
og mélaða plötu og bakið við
vægan hita (150—175°).
TIL SOLU
ljósnkróna, handskorin, —
stofuskápur, mahogny, dam-
ask gluggatjöld, borðstofu-
borð og stólar, bókahilla,
stoppaður stóll o. fl. — Til
áýnis í dag frá kl. 1—7 e.h.,
Meðalholt 11, austurendi,
efri hæð. — Sími 2435.
Ný bók fyrir húsmœður
Stofublóm
BLAÐINU hefir borizt ný, hand-
hæg bók fyrir íslenzkar húsmæð-
ur. Bókin nefnist „Stofublóm" og
er eftir Ingólf Davíðsson grasa-
fræðing.
í bókinni er lýst fjölmörgum
tegundum inniblóma og gefnar
ræktunarleiðbeiningar, og eru í
bókinni hátt á ann.að hundrað
myndir af hinum ýmsu blóma-
tegundum. Flestar tegundirnar
hafa verið reyndar hér á landi.
Ekki er kunnugt, hvenær fyrst
var farið að rækta innijurtir hér
á fslandi. Árið 1856 segir Dufferin
lávarður að pottablóm blasi við
í gluggum í Reykjavík.
Um aldamótin 1900 eru blóm
ræktuð í allmörgum heimilum,
bæði í kaupstöðum og til sveita.
Árið 1886 skrifar Schierbeck
landlæknir í ársrit hins íslenzka
garðyrkjufélags: „Það er mjög
ánægjulegt að líta ræktuð blóm,
hvort heldur í garðinum eða
gluggunum hjá fólki, og gleði-
efnið er annað og meira en ilm-
ur blómanna, því að ræktun og
aðhlynning þeirra ber vott um
rækt við heimilið og -einhverja
viðleitni til að gera það þægilegt
og skemmtilegt. Og það vantar
ekki, að á íslandi er töluverður
áhugi á blómrækt. Ég veit ekki,
hvað oft ég hef verið spurður
ráða í þeirri grein á fslandi, og
það var þá vanalega kvenfólkið,
sem hafði huga á því, og langt
upp til sveita hef ég á ferðum
mínum séð blóm í gluggunum,
reyndar stundum mjög fátækleg.
Það göfgar manninn og gerir
hann betri að elska blómin og
rækta þau. Blóm á heimilinu er
þar góðs viti, boðar frið og far-
sæld“.
„Ræktun gróskumikilla, blað-
fagurra jurta fer mjög vaxandi",
segir höfundur „Stofublóma",
Ingólfur Davíðsson, í formála.
„Grænn gróður gegriir sums stað-
ar að nokkru leyti hlutverki
gluggatjaldanna á sumrin. Klif-
urgróður og hengijurtir eru vin-
sælar. Blaðjurtirnar eru víða um-
gerð skrautblómanna litfögru,
sem að fornu og nýju vekja mest-
an unað, meðan þau standa í full-
um skrúða. Margar tegundir eru
sígrænar og lífga ætíð stofurnar
og blómgast jafnvel í skammdeg-
inu. Sumar blómgast snemma
vors, áður en fer að grænka úti,
aðrar á haustin eftir að útiblóm-
in eru fölnuð. Með réttu tegunda-
vali er þannig hægt að lengja
sumarið og njóta blómafegurðar
í heimahúsum mestan hluta árs-
ins. Það kemur jafnan einkum í
hlut kvenfólksins að annast inni-
blómin. Sýna margar konur mik-
inn áhuga og hafa náð furðu-
góðum árangri í blóamrækt. Og
fá eru þau heimili orðin, þar sem
ekkert blóm skartar í gluggan-
um“.
Að sögn útgefanda er bókinni
„Stofublóm" ætlað það hlutverk
að leiðbeina húsmæðrum um
tegundaval innijurta og • eru
myndir birtar af flestum aðal-
tegundunum í þessu skyni. Bók-
in er 240 blaðsíður með nafna-
skrá, gefin út af Bókaforlagi
Odds Björnssonar á Akureyri.
Bókin er prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar h. f., Akureyri
og er hin vandaðasta að öllum
frágangi.
Múrarameistarar
Tilboð óskast í að múrhúða
að utan 24 íbúða sambýlis-
hús og leggja á það marm-
ara. — Upplýsingar í síma
81265. -i
ELGA
sænski rafsuðuþráðurinn
kominn aftur.
Guðni Jónsson & Co.
Cænska-ísl. frystihúsinu.
Símar 1327 og 4828.
Híi/.T AÐ AUGLÍSA
í MOllGUmLAÐim
Eskfirðingar
Eskfirðingar, sem hafa á-
huga fyrir að taka þátt í
hópferð til Eskifjarðar og
vera þar við vígslu félags-
heimilis 17. júní, eru beðnir
að hringja í síma 7658.
íbúð til leigu
Vönduð tveggja herb. kjall-
araíbúð í nýlegu steinhúsi,
er til leigu. Tilboð, sem m.
a. tilgreini fjölskyldustærð,
sendist blaðinu fyrir 15. þ.
m., merkt: „íbúð — 5111.