Morgunblaðið - 13.06.1957, Side 15
Fimmtudagur 13. júní 1957
MORCVNBLAÐtÐ
15
setlaðar til vinns.a á 1200 málum 1
síldar á sólarhring". Hér er ekki
um að ræða, hvað þær hafa
verið taldar ætlaðar, heldur hitt,
hvað hægt sé að vinna mikið í
þeim. Ég hef fyrir satt, að helm-
ingi meira magn hafi verið unnið
í pressunni á Dagverðareyri.
Þegar að Hraðfrystistöðinni kem-
ur, virðist höf. enn rugla saman
afköstum og afkastagetu tækja.
Á húsrúm og aðrar aðstæður er
sem minnst talað. Hann ætti að
spyrja verkafólk á Sauðárkróki.
Ég ætla enn, að afköst Hrað-
frystistöðvarinnar sl. sumar við
móttöku á togarafiski hafi ekki
verið minni en % á móti % mið-
að við afköst Fiskiðju. Er slíkt
auðvitað ekki sagt til lasts, en
það er eins og greinarhöf. telji
sjálfsagt, að ekki sé hægt að víkja
góðu að einu fyrirtæki nema
lasta annað. í niðurlagi getur
hann þess, að ég eigi að láta
fleiri fyrirtæki njóta sannmæl-
is. Ég man ekki betur en ég
hafi fremur lofað en lastað þau
fyrirtæki, sem ég hef minnzt á,
en sjálfur veit hann, hvers vegna
ég gat ekki allra fyrirtækja í
bænum. Hann takmarkar frásögn
sína við örfá fyrirtæki, nefnir
þó hitaveitu, rafveitur og vatns-
veitu. Læt ég þessi fyrirtæki ekki
njóta sannmælis, fyrst ég rek
ekki sögu þeirra? Svo tel ég ekki
við sammála. Hafnleysið hefur
alltaf verið versti Þrándur í
Götu framfaramála héraðsins.
Ég verð jafnframt að telja það
hina brýnustu nauðsyn, að ríkis-
stjórnin hraði sem mest af-
greiðslu lána til Hraðfrystistöðv-
arinnar, svo að bæði fyrirtækin
geti hafið starfrækslu af fullum
krafti, en slíkt er höfuðskilyrði
fyrir því, að atvinna skapizt í
bænum, og veit ég, eftir að hafa
átt tal við verkafólk hér, að það
er mér sama sinnis. Fiskiðjan
og Hraðfrystistöðin eru hvort
öðru háð með tilliti til móttöku
á togarafiski, og verkaflóki er
brýn nauðsyn á, að samvinna sé
með fyrirtækjunum, fyrst stjórn-
arvöld hafa stuðlað að byggingu
beggja.
Útvegsmálaráðherra vinnur nú
að lausn þessara mála ásamt sam
ráðherrum sínum, og meðan rík-
isstjórnin situr á rökstólum, bíð-
ur atvinnulaust fólk eftir því, að
þeir landsfeðurnir leyfi því að
vinna fyrri daglegu brauði. Engin
ástæða er til að efast um, að
þetta mál verði farsællega til
lykta leitt, en það þolir enga
bið. Sauðkræklingar hafa sannar-
lega ekki legið á liði sínu varð-
andi framkvæmdir til atvinnu-
reksturs og eru því vel að allri
hjálp komnir. — Flokkadrættir
og persónuleg andúð mega ekki
hafa áhrif á lausn þessara mála.
6. marz 1957
Kristmundur Bjarnason.
Aths.
Þessi grein fékkst ekki birt
í Tímanum, en var látin liggja
í salti vikum saman. Er raunar
langt síðan ég ætlaði að taka
hana, en þá var birtingu lofað, en
síðan hefur afstaðan verið endur
skoðuð og bann við lagt. Fyrri
grein minni um sama efni var
hins vegar tekið með ágætum,
ef marka má fyrirsagnir, en er
þeirri grein er svarað af einhverj
um huldumanni, fæ ég ekki að
bera hönd fyrir höfuð mér. Þann-
ig er þá háttvísin, sem ritstjórn
Tímans hælir sér af gagnvart
þeim, sem koma vilja á framfæri
skoðunum sínum í blaðinu. En
þetta er að vonum, þar sem Sauð-
árkróksmál eru orðin deiluatriði
innan Framsóknarflokksins. Hátt
settur maður innan flokksins
hafði í gáleysi farið út af lín-
unni. Hann hafði gleymt því, að
hagsmunir Framsóknarflokksins
verða að sitja fyrir hagsmunum
alþýðu á Sauðárkróki. Sam-
keppni á ekki að þolast, — og
sá, sem ekki er með mér, er á
móti mér.
vera.
Síðar segir í greinni: „Hitt er
annað efni, hvort einkarekstur
eða félagsrekstur skapar verka-
fólki meira og varanlegra at-
vinnuöryggi". Já, það er önnur
saga. Hér hefur ekki verið rætt
um einkafyrirtæki. En er höf.
að gefa í skyn, að ég mæli fram
með einkarekstri? Ef svo er, get
ég trúað honum fyrir því, að ég
er mun hlynntari félagsrekstri.
— Eins og allir mega sjá, þá er
það röng túlkun, ef höf. telur
mig niðra K.S. í grein minni.
Slíkt kom mér ekki fremur í hug
en að niðra hörkugrimmum fram
sóknarmanni Sigurði Sigfússyni,
en hitt má vera, að greinarhöf.
sé samvizka K.S. — og sök bíti
sekan.
Við „sagnaritarar“ eigum sjálf
sagt báðir margt ólært í „sam-
tíma sagnaritun“, og hefur hér
sannast, að hægra er að kenna
heilræði en halda þau“. Skagfirð-
ingi“ er því nokkur vorkunn, þótt
hann treystist ekki til að stað-
festa ummæli sín með nafni sínu.
— En þetta hnútukast okkar
skiptir annars litlu máli, og fram-
haldssaga okkar fjórmenninga í
Tímanum verður héraði okkar
sennilega til lítils ávinnings. Á-
stæðu hef ég enga til að efast
um, að við viljum allir, að þessi
nýju fyrirtæki á Sauðárkróki
blómgist sem bezt. Þar sem grein-
arhöf. minnst á höfnina, erum
Bandaríkjaför
FYRIR nokkru var frá því skýrt
í fréttum blaðsins að Halldóri
Kiljan Laxness rithöfundi hefði
verið boðið í kynningarferð um
Bandaríkin. Það er American-
Scandinavian Foundation sem
stendur fyrir þessu boði. Stend-
ur heimsóknin í einn mánuð. —
Förin verður kostuð af peninga-
gjöf frá manni að nafni Thomas
E. Brittingham, sem er búsettur
í Wilmington í Delaware-ríki. En
maður þessi hefur nýlega kostað
för dr. John Dunning, rektor
Coumbía-véltækniskólans til ís-
lands og mun einnig á næstunni
kosta för hins fræga heimskauta-
flugmanns Bernt Balchen til ís-
lands.
Laxness mun í Bandaríkjaför
sinni koma til New York, Wilm-
ington, háskólans í Wisconsin,
Los Angeles og til Salt Lake
City í Utah.
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Cuðmundsson
CuðSaugur Þorláksson
Guðmundur Pclursson
Aðalslræti 6, III. Iiæð.
Símar 2002, — 3202, — 3602.
Aðstoðarstúlka
óskast í eldhúsið á barnaheimilinu Laugarási,
Biskupstungum.
Uppl. í síma 4658.
REYKJAVÍKURDEILD R. K. í.
Karl og kona
— helzt hjón — óskast til þess að annast bú og
heimili norður í Vatnsdal, í sumar eða um leíigri
tíma.
Tilboð merkt: „Ráðsmennska —5122“, skilist á af-
greiðslu blaðsins, sem fyrst.
DÖMUR
Þýzku sumarkjólarnir komnir aftur.
Einnig hvítar og mislilar blússur.
Hattaverzlunin „hjá Báru“.
Austurstræti 14.
Ráðskona
óskast á gott heimili á norðurlandi í sumar.
Má hafa með sér börn.
Uppl. í síma 80318, kl. 10—12.
Skríístoíustnlkur
Samband ísl. sarrivinnufélaga óskar að ráða til sín
á næstunni 2—3 vanar skrifstofustúlkur.
Upplýsingar hjá Starfsmannahaldi S. í. S.,
sími 7080.
HÚS Á EIGNARLÖD
Lítið einbýlishús á baklóð (eignarlóð) við Laugaveg
til sölu með sérsöku tækifærisverði ef samið er strax.
Upplýsingar gefur
Lúðvíg Eggertsson,
Húsgagnaverzlunin Elfa, Hverfisgötu 32.
-Engar upplýsingar í síma)
Renault sendiferðabíll
(stærri gerðin) og STANDARD 4ra manna,
til sölu og sýnis í porti
MAGNÚSAR TH. S. BLÖNDAHL HF.
Vonarstræti 4.
Kæliafgreiðsluborð
TIL SÖLU
SÍLD & FISKUR
Bergstaðastræti 37.
Afgreiðslumaður
Óskum að ráða röskan afgreiðslumann. Bílpróf
æskilegt. — Uppl. á skrifstofu okkar
Laugaveg 16, næstu daga.
Efnagerð Reykjavíkur HF.
Van Heusen
skyrtan fer best
Van Heusen vörumerki5 tryggir gaebin
Viljum taka á leigu
Iitla mótordrifna
steypuhrærivél
Upplýsingar á skrifstofu HAMARS, HF., sími 1695
eða hjá Bjarna Jónssyni, sími 2885.
Laghentur maður
óskast við lakkvinnu og þess háttar störf.
Reglusemi áskilin.
KRISTJÁN SIGGEIRSSON hf.
Nýtt timburhús
Til sölu er nýtt timburhús, 3 herbergi, eldhús og
bað.
Húsið selst án lóðarréttinda.
Útborgun kr. 60 þús.
Sala og samningar
Laugaveg 29 — Sími 6916.
SUMARKÁPUR
TELPNA og DRENGJA
Stærðir 2—1'4 ára.
V./w*
Austurstræti 12. V