Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 1
; 1 "».. ipywiij.ii1'. \:.i: ? v-\ .. v '■!-■■■■■ í:wí:sís W<N A.x ■m Kouungshjónin í fylgd með foisetahjónunum ganga framhjá heið ursverði lögreglumanna. — (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Þegar þjóðsöngur Svía hljómaði á flur* veilinum hrauzt sólin fram úr skýjunum Mannfjöldi fagnaði sænsku konungs- hjónunum og söngvarar hylltu þau t'ÁNUM SKREYTT fagnaði Reykjavík í gær hinum tignu gestum þjóðarinnar, Gustav VI. Adolf Svía- konungi og Louise drottningu. Konungsflugvélin „Arn- grim Viking“, með sænska konungsfánann í stafni, settist á Reykjavíkurflugvöll stundvíslega klukkan 3 síðdegis. Gott veður var, en þá stundina sem flugvélin var á lofti yfir bænum og settist, var sólarlaust, hægur sunanand- vari, og hlýtt veður. — Skömmu síðar birti upp og brutust sólargeislarnir fram úr skýjaþykkninu. Konungsflugvélin, sem var frá skandinaviska flugfélaginu S.A.S., hafði fengið mjög hagstæðan byr yfir hafið. Hafði konungur orð á því við nærstadda á flugveliinum að flugferðin hefði í alla staði verið hin ánægjulegasta. Á flugvellinum var mann- fjöldi samankominn, er forseti íslands og forsetafrúin buðu gestina velkomna. Konungur var glaður og reifur, tiginn og virðulegur í senn og ber hann háan aldur mjög vel. Móttökumar í gær báru vott gleði þjóðarinnar yfir komu sænsku konungshjónanna. Einlæg hylling mann- fjöldans er konungshjónin komu fram á svalir Ráðherra- bústaðarirfs, sýndi glögglega þann hlýhug sem íslendingar bera til sænsku bræðraþjóðarinnar og þjóðhöfðingja hennar. Nokkru áður en hin konung- lega flugvél settist var verið að ljúka síðasta undirbúningi að móttökunum. Verið var að leggja hinn hárauða dregil út að flug- vélinni og voru menn önnum kafnir. Skammt frá hinum ný- málaða flugstjórnarturni á flug- vellinum, stóðu bruhabílar og sjúkrabílar voru til taks. Við afgreiðsluhús Loftleiða söfnuðust biaðamenn og ljósmyndarar. Þar í hópnum voru sænskir blaða- menn fjölmennastir. Þá var þar fréttastjéri útvarpsins, Jón Magnússon sem lýsti því er fram fór og annar frá sænska útvarp- inu. Náungi einn frá amerísku fréttamynda- og sjónvarpsfyrir- tæki, UP-Fox, sagði að frétta- mynd af komunni myndi verða sýnd í kvikmyndahúsum í París og fleiri Vestur-Evrópuborgum og einnig í Suður-Ameríku og Tokíó, á mánudagskvöldið. — Sænsku blaðamennirnir spurðu mikið um það sem fyrir augu bar: — Hvað heita fjöllin þarna langt í burtu, og hvað heitir svosuðvesturloftinu. Um líkt leyti þetta, og áttu þá við Reykjanes- fjallgarð og Esjuna. — Ljós- myndararnir voru stöðugt með ljósmælana á lofti, því hér mátti ekkert mistakast hjá neinum. Allt í einu barst frá flugstjórn- arturninum karlmannleg rödd sem sagði frá þvi, að flugvél sænsku konungsfjölskyldunnar væri yfir Seltjarnarnesi, ofan skýja, en myndi nú lækka flug- ið. Klukkuna vantaði 7 mín. í 3, er flugvélin birtist á skýjuðu tok að rigna, en skúraleiðingar voru í gær. Fyrr en varði hætti þó að rigna. Flugvélin flaug í stórum boga yfir bæinn og gafst þá konungs- hjónunum tækifæri til að sjá höfuðborgina úr lofti. Þetta var í fyrsta skiptið, sem drottn- ingin leit hana augum, en kon- ungur hafði komið hingað á Al- þmgishátíðina 1930, þá krónprins, en síðan hefur bærinn gerbreytzt. Meðan flugvélin var yfir bæn- um gengu forsetahjónin út á flug- völlinn og þeir aðrir, er viðstadd- ir voru komu konungshjónanna, ráðherrar og embættismenn, og voru í hópnum tvær konur, þær frú Auður Auðuns bæjarstjórnar- forseti og frú Sigrún ögmunds- dóttir. Nú gekk einnig fram 18 manna heiðursvörður lögreglu- manna undir stjórn Erlings Páls- sonar. — Mannfjöldi var við girð- inguna umhverfis móttökusvæð- ið. — Framh. á bls. 2 Konungsfylgdin ckur aff Ráðherrabústaðnum. (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.