Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 3
Sunnudagur 30. júní 1957 MORCVNBLAÐIÐ 1 þessari góðu gjöf og þeim vinar- hug, sem hún lýsti. Klukkan 3.40, eða þar um bil, komu sænsku konungshjónin fram á suð-vestur svalir Ráð- herrabústaðarins og voru hyllt af mannfjöldanum. f fylgd með þeim voru forsetahjónin. Þegar þetta gerðist, hafði sameiginleg- ur kór úr Fóátbræðrum og Karla- kór Reykjavíkur tekið sér stöðu á Tjarnargötunni og söng hann nokkur íslenzk og sænsk lög, þ. á m. sænska konungssönginn, undir stjórn Ragnars Bjömsson- ar og Páls ísólfssonar. Síðan var hrópað ferfalt húrra fyrir kon- Ungi og drottningu Svíþjóðar. Þegar karlakórinn hafði lokið söng sínum, kom konungur út á götuna og þakkaði hann kórn- um og söngstjónmum. Forseti Islands var í fylgd með konung- inum, og röbbuðu þeir saman stundarkorn á gangstéttinni, en einnig ræddi konungur kumpána- lega við söngstjórana, spurði m.a., hvort kórarnir hefðu farið í söng för til Svíþjóðar. Söngstjórarn- ir gátu frætt konung um, að svo hefði verið. Fór hið bezta á með þeim, enda er konungur vingjarn legur maður og augsýnilega fróðleiksfús. Á meðan konungur og forseti voru þarna á stétt- inni, klappaði mannfjöldinn fyr- ir þeim og var mikill ákafi í mönnum að missa ekki af þessu minnisstæða augnabliki. Kon- ungur tók kveðju fólksins, veif- aði til þess og brosti góðlát- lega, en gekk svo ásamt forseta inn í Ráðherrabústaðinn aftur. Héldu þá allir, að athöfninni væri lokið, og lögðu margir af stað heim. En þá kom konungur enn fram á svalir Ráðherrabú- staðarins, í þetta sinn á norð- austur svalirnar, og var þar hylltur af mannfjöldanum. Nokkru síðar kom drottning hans einnig fram á svalirnar og iauk svo þessari athöfn með því, að konungur og drottning Sví- þjóðar voru hyllt af fagnandi mannfjölda sem minnist lengi há- tíðlegrar stundar með alþýðlegu konungsfólki. Ilmandi orkideur skreyttu borb bióð- höfðingjanna i kvöldveizlunni í GÆRKVÖLDI hélt forseti ís- L lands konungshjónunum sænsku veglega veizlu að Hótel Borg. Sátu hana um 160 manns og báru flestir heiðursmerki. Við þetta tækifæri fluttu þjóðhöfð- ingjarnir ræður, sem birtar eru annars staðar í blaðinu. Þess má geta, að veizlusalurinn var fagurlega skreyttur og allur undirbúningur hinn bezti. Lagði starfslið Hótel Borgar og skreyt- ingarmenn mikla vinnu í undir- búninginn, og er óhætt að segja, að veizlusalurinn hafi verið til sóma. Enda var það svo, að hirð- Háborðið var við suðurvegg, og var það skreytt með hinum feg- urstu blómum. í vösum voru gular rósir og blótt íris ásamt léttum sumarblómum. Stærsta skálin var fyrir framan konung og forseta, en þar voru einnig nokkrar dýrmætar orkideur, lilla bláar að lit. Er þetta í fyrsta skipti sem veizluborð er skreytt með þessum fögru og dýrmætu blómum hér á landi, en ástæðan mun vera sú, að Svíakonungur hefir sérstakar mætur á þessu blómi. — Á öðrum borðum voru um 30 sm. háir blómavasar með Övíst um Forsetafrúin og drottningin við Hótel Borg í gærkvöldi. næsfta fund SÁTTAFUNDURINN í fyrrinótt stóð til klukkan um 3,30. Þegar sáttanefndin sleit fundi, var um það rætt að fundúr yrði í gær, en til hans hafði ekki verið boðað þegar síðast fréttist. Fundurinn í fyrrinótt varð árangurlaus. mey drottningar, Steuch, lét í ljós ánægju sína með skreyting- arnar, þegar hún leit sem snöggv- ast inn í veizlusalinn í gærdag. Sagði hún, að skreytingarnar væru hinar fegurstu. — Verður nú salnum lýst í stuttu máli: (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.). rauðum, gulum og hvítum rós- um. — Á suðurveggnum var tjaldað royalbláu „velourtjaldi", sem var skreytt með fimm fögr- um blómvöndum. Á norður- veggnum voru sænsku fánalitirn- ir, en á hliðarveggjunum voru sænskir og íslenzkir fánar bundn ir saman með blómvöndum. Mót- tökusalir voru einnig skreyttir með blómvöndum. Þjónarnir voru í kjólfötum, en þjónustustúlkurnar í svörtum kjólum með hvíta kappa á höfði. Kvöldverðurinn var sem hér seg- ir: fyrst var borið inn skjald- bökuseyði og með því drukkið Dry Sack Sherry, síðan reyktur lax með spínati og hrærðum eggjum. Með laxinum var drukkið franskt hvítvín frá 1948. Aðalrétturinn var lamba- hryggur með grænmeti, árstíðar- salati og compot. Chateau Leo- ville rauðvín frá 1948 var drukk- ið með honum. Síðan var borinn fram ís og með honum drukkið franskt kampavín. Að lokum fengu gestir kaffi og líkjör. — Meðan gestirnir drukku kaffi frammi í fremri salnum voru þeir kynntir fyrir konungi, sem átti við þá óformlegar viðræður. Jóhannes Jósefsson heiðraður Svíadrottning Louise heilsar forsetafrúnni við dyr Hótel Borgar. FORSETI fslands hefur í dag, að tillögu orðunefndar, sæmt Jó- hannes Jósefsson, hóteleiganda, fyrsta formann Ungmennafélags íslands, riddarakrossi fálkaorð- unnar. Forsíðumynd heftisins New Sheet- Þorir Þórðarson, dósent: Góðir gestir LANGHOLTSSÖFNUÐ í Reykja- vík sóttu heim góðir gestir skömmu fyrir helgina. Þeir eru tæpir tveir tugir ungra manna og kvenna frá Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi, Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum, sem ætla að vinna sjálfboðavinnu við bygg- ingu Langholtskirkju um mán- aðar tíma ásamt fimm islenzkum stúdentum og þeim safnaðar- mönnum Langholtssafnaðar, sem kynnu að bjóða fram frístunda- vinnu sína. Reykvíkingar bjóða þessa er- lendu gesti og kristnu bræður velkomna ti.1 bæjarins. Þeir eru hingað komnir til þess að rétta hjálparhönd í starfi fyrir kirkju Krists á íslandi með því að leggja fram vinnu handa sinna og með því að efla um leið kynni Lang- holtssafnaðar af þróttmiklu starfi kirkjunnar með nágrannaþjóð- unum. Þessir góðu gestir eru hingað komnir fyrir milligöngu og til- stilli alkirkjuráðsins, sem hefir bækistöðvar í Genf í Svisslandi. Alkirkjuráðið er nú orðið 9 ára gamalt en á sér rætur tæplega hálfrar aldar sögu. Alkirkjuhreyf ingin vill efla samstarf og sam- stöðu hinna ýmsu kirkjudeilda um málefni kristindómsins, að kirkja Krists megi vakna til starfs og endurnýjast í trú á Drottin sinn og frelsara, Jesúm Krist. Takmark hennar er ekki það að steypa kirkjudeildum sam an og stofna nýtt páfadæmi. Hver einstök kirkjudeild á þann arf, sem henni ber að varðveita og miðla öðrum af. Hreyfingin hefir komið á fót umræðum og þingum, í því skyni að menn gætu lært hver af öðrum, miðl- að hverir öðrum af reynslu sinni, hún hefir leitazt við að auka þekkingu og skilning einnar kirkju á annarri. • Hefir af starfi þessu hlotizt merkt samstarf um kirkjumál, mannúðarmál og kristniboð, enda var fyrsta upp- haf alkirkjuhreyfingarinnar það, að menn komu saman í Edinborg árið 1910 til þess að stofna sam- band nokkurra kirkjudeilda um kristniboð. Ein af deildum alkirkjuráðsins í Genf fer með æskulýðsmál. Vinnuflokkastarfsemin er ein grein þeirra og í ár vinna um 1000 manna í vinnuflokkum í 50 löndum. Skrifstofur alkirkjuráðs ins skipuleggja vinnufllokka í öllum álfum heims í samráði við kirkjulega aðila í hverju landi, taka við umsóknum ungra manna og kvenna og senda þá þangað, sem þörf krefur, þó ekki lengra en svo, að hver hafi ráð á því að kosta sína för sjálfur, e.t.v. með lítils háttar tiistyrk alkirkju ráðsins, og greiðir auk þess hver þátttakandi með sér litla upp- hæð fyrir hvern dag, sem hann er í vinnuflokknum, ef efni leyfa. Vinnuflokkastarfsemin hófst eftir síðustu heimsstyrjöld á því, að bandarískir æskumenn kristn- ir héldu til Evrópu til þess að hjálpa til við uppbyggingu í þeim löndum, sem harðast urðu úti í styrjöldinni. Á undanförn- um árum hefur verið unnið að hinum óskyldustu verkefnum. Einn flokkur 23ja manna aðstoð- aði við byggingu alþjóðlegs heim- ilis fyrir bækluð börn í Nýsted í Danmörku, annar 26 manna flokkur vann ásamt nokkrum holdsveikum mönnum við bygg- ingu holdsveikrahælis í Bethel í Þýzkalandi og lagði auk þess veg að flóttamannahæli. 28 manna flokkur gróf grunn og lagði und- irstöður grískrar kirkju, sem eyðilagzt hafði í hernaði í þorp- inu Lefkohori á Grikklandi. í Betlehem í Jórdaníu gerði 18 manna flokkur leikvöll fyrir munaðarlaus börn lúthersks munaðarleysingjahælis, í Taegu í Kóreu byggði 50 manna flokkur svefnskála fyrir 20 námsmenn við kristilegan skóla þar, í Pedra Sonora í Brasilíu byggði 32ja manna flokkur kristilegt tóm- stundaheimili, — og svo mætti lengi telja. f vinnuflokkum þessum er unn ið 6 klukkustundir á dag alla virka daga og frístundum varið til guðrækniiðkana, biblíulestra, umræðna um margvísleg áhuga- efni og til hollra skemmtana. Takmark starfsins er ekki ein- göngu erfiðisvinnan heldur einn- ig andleg uppbygging einstakl- inganna og þess safnaðar, sem vinnuflokkurinn starfar með. Það er von þeirra, sem nú sækja oss heim, að heimsókn þeirra mætti verða til þess að enn fleiri safnaðarmenn Lang- holtssafnaðar fengju áhuga á kirkjulegu starfi. Færi vel á því, að safnaðarmenn í Lang- holtssöfnuði slægjust í hópinn og legðu fram sjálfboðavinnu við kirkjubygginguna á meðan flokk urinn dvelst hér og strengdu þess heit að koma þeim hluta byggingarinnar upp fokheldum fyrir haustið, sem ráðgert er að byggja í þessum áfanga. Byggingarnefnd Langholtssafn aðar og safnaðarnefnd hafa unnið að því með góðum árangri að búa svo í haginn, að vinna ófag- lærðra sjálfboðaliða mætti nýt- ast á ákjósanlegan hátt. Þegar vinnuflokkurinn hóf að vinna nú fyrir helgina, biðu hans nægileg verkefni, sem ófaglærðra manna er þörf við. Þetta undirbúnings- starf er ef til vill hið allra þýðing armesta til tryggingar því, að tilraun þessi muni hafa beina kostnaðarlækkun í för með sér fyrir söfnuðinn, og skyldu ‘þeir athuga þennan þátt málsins, sem hafa í hyggju að koma á fót sjálfboðavinnu 1 vinnuflokkum við kirkjubyggingar hér á landi 1 framtíðinnni, því að vonandi verð ur þetta aðeins fyrsti en ekki síðasti vinnuflokkurinn, sem hér lendur söfnuður stofnar til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.