Morgunblaðið - 30.06.1957, Blaðsíða 12
tt
MORCVNBL4ÐIÐ
Sunnudagur 30. júní 1957
SA
i
i
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
69 I
„Nú jæja, vertu þá kyrr. En
talaðu ekki við mig. Gerið þér
svo vel að fara með lampann og
loka hurðinni á eftir yður“. —
Síðustu orðunvun var beint til
Samúels.
Samúel gekk aftur fram í stof-
una. Hann setti lampann á borð-
ið, við hliðina á körfunni og leit
á litlu, sofandi tvíburana. Þeir
sváfu léttum, lausum svefni. —
Samúel strauk með vísifingrin-
um yfir heitu ennin. Annar tví-
burinn opnaði munninn og geisp-
aði letilega, án þess ag vakna
til fulls. Samúel sneri sér við,
opnaði útidyrnar og gekk út á
hlaðið. Kvöldstjarnan blikaði svo
skært, að það var því líkast sem
hún breyttist í logandi blys, sem
brann hægt og dvínaði samtímis
því, er hún smá lækkaði á himni
og hvarf loks að baki vestur-
fjallanna. Það bærðist varla hár
á höfði og Samúel fann hinn
kunnuglega salvíuilm í loftinu,
sem jafnan fylgdi sólríkum degi.
Nóttin var niðamyrk. Samúel
hrökk við, þegar rödd barst
o---------------------□
Þýðing
Sverrii Haraldsson
□---------------------□
skyndilega til hans, utan úr
myrkrinu.
„Hvernig líður henni?“
„Hver er þar?“, spurði Samúel.
„Það er ég — Kabbit“. Mað-
urinn kom nær og sást ógerla í
skímunni frá opnum dyrunum.
„Eigið þér við móðurina,
Rabbit? Jú, henni liður ágæt-
lega“.
„Lee sagði, að það hefðu verið
tvíburar".
„Já, rétt er það — tveir strák-
ar. Enginn getur óskað sér
meira“.
Samúel vissi varal hvers vegna
það var, sem hann breytti um
umtalsefni: „Rabbit, hvað haldið
þér að það hafi verið, sem við
fundum?Loftsteinn, hvorki meira
né minna“.
„Hvað er það, hr. Hamilton?“
„Stjörnuhrap, sem átti sér stað
fyrir milljónum ára“.
„Nei, segið þér satt?En hvernig
meidduð þér yður á hendinni?"
„Ég sagði nú fyrst, að ég hefði
brennt mig á loftsteini". Samúel
hló. „En svo fáheyrt var það
raunar ekki. Ég marði bara
hendina á milli steina“.
„Er það ekki sárt?“
„Ekki svo mjög“.
„Tveir strákar“, sagði Rabbit.
„Ja, kerlingin mín verður víst öf-
undsjúk, þegar hún heyrir það“.
„Viljið þér ekki koma inn og
rabba við mig stundarkorn, Rab-
bit?“
„Nei, þökk fyrir. Ekki núna.
Mér er víst bezt að flýta mér í
háttinn.Morgunninn virðist sífellt
koma fyrr og fyrr með hverju
árinu“.
„Já, svo hefur mér líka fund-
izt, Rabbit. Jæja þá, góða nótt“
Liza Hamilton kom klukkan 4
um morguninn. Samúel sat sof-
andi á stól og dreymdi, að hann
héldi um rauðglóandi járnstöng
og gæti með engu móti sleppt
henni. Liza vakti hann og skoð-
aði særðu höndina nákvæmlega,
áður en hún gerði svo mikið sem
ranna augum til körfunnar. Svo
gaf hún honum hin ströngustu
fyrirmæli og sendi hann af stað.
Hann átti tafarlaust að söðla
Doxology og ríða beint til King
City. Þar skyldi hann tafarlaust
vekja lækninn upp og láta búa
um sárið. Og ef engin hætta væri
á ferðum, átti hann að halda
heim og bíða hennar. Það var
— sagði hún — hreinasti glæpur
að skilja yngsta soninn einan
eftir við borholuna — hann sem
var naumast annað en barn og
hvernig átti hann að bjarga sér
þarna úti í eyðimörkinni, einn
og yfirgefinn? Það var mál, sem
Hann myndi ekki láta afskipta-
laust.
Liza rak eiginmann sinn af stað
löngu fyrir dögun. Klukkan 11
í sínum eigin stól, við sitt eigið
borð, skjálfandi af sótthita og
Tom var að sjóða hænu, til þess
að búa til súpu handa honum.
I þrjú dægur lá Samúel í rúm-
inu og barðist við vofur og svipi
er birtust honum í óráðsdraum-
um, unz hestaheilsa hans vann
bug á sótthitanum og blóðeitrun-
in rénaði.
Samúel leit á Tom, skýrum
augum og sagði: „Nú verð ég að
drífa mig á fætur". Svo gerði
hann veika tilraun, en hneig út af
aftur og hló stuttum hlátri, eins
og venjulega, þegar eitthvað bar
að höndum, sem var honum of-
jarl. Hann var þeirrar skoðun-
ar, að jafnvel þegar hann var
ofurliði borinn, gæti hann stolið
sér örlitlum sigri með því að
hlæja að ófþrunum. Og Tom bar
í hann súpuna hvort sem hann
vildi eða vildi ekki. Hjátrúin er
enn ekki útdauð í heiminum og
enn eru til manneskjur, sem trúa
því aS hænsnasúpa sé allra meina
bót og græðilyf við hverju sári.
4.
Liza var að heiman í heila viku.
Hún gerði allsherjar hreingern-
ingu á húsi Trask-hjónanna, frá
gólfi til lofts. Hún þvoði allt,
sem í stóra þvottapottinn komst
og hitt skúraði hún úr sterkum
sápulegi. Hún umgekkst Lee eins
og þræl, þar eð hún treysti hon-
um ekki fyllilega. Adam virti
hún ekki viðlits vegna þess að
hún gat ekki notað hann til neins.
Að vísu lét hún hann þvo glugg-
ana, en gerði það svo aftur sjálf,
er hann hafði lokið því.
Liza sat við rúmstokk' Cathys
nógu lengi til þess að komast að
þeirri niðurstöðu, að hún væri
skynsöm stúlka, sem ekki talaði
mikið eða reyndi að kenna göml-
um hundi að sitja. Hún rannsak-
aði hana jafnframt gaumgæfilega
og sannfærðist um það, að hún
væri fyllilega heilbrigð og hraust,
en myndi samt aldrei geta haft
tvíburana á brjósti. „Enda gildir
það nú einu“, sagði hún. „Þessi
litlu átvögl myndu sjúga allan
þótt úr jafnlítilli brúðu og
yður“. Hún gleymdi því alveg,
að sjálf var hún minni en Cathy
og hafði samt haft öll sín börn
á brjósti.
Á laugardag, að hádegi liðnu,
fullvissaði Liza sig um það, að
allt væri í röð og reglu, skrifaði
Happdrætti Víkings
Dregið var hjá Borgarfógeta og upp kom
Nr. 17 5 3 5
Vinningsins sé vitjað til Þorláks Þórðarsonar
Öldugötu 47.
Knattspyrnufélagið Víkingur.
Ankoferð
Aukaferð verður farin frá Reykjavik til Kaupmuina-
hafnar og Stafaagurs miðvikudaginn 3. júlí.
khukkau 29.
Væntanlegir farþegar gjöri svo vel að hafa samband
við skrifstofu Loftleiða hið allra fyrsta.
Loftleiðir
heijaramikinn listá með fyrir-
var búið að binda um hönd hans sikpnum og ráðum við öllum
og klukkan 5 um daginn sat hann hugsanlegum plágum, allt frá
Kork
iy2“ og 2“
Trétex
Lakkplötur og listar
Páll Þorgeirssofi
Laugavegi 22 — Vöruafgreiðsla Ármúla 13
i
M ABKÚS Eftir Ed Dodd
» OÖHM WÁLKINS AWAV J
THÖU6HT HB WAS DVIN6,
>R. HIÚEV, AND HE TOLD
MB THAT VOO AR6 HIS
COU5IN...
Rfl HE GAVE
" THIS BNVELOPE- m
CÖNTAINING A NOTB
SCRIBBLED ON A PIECE OP
WRAPPING PAP6R... „
WHICH VOUR WIFE MANAGED
TÖ WRITE AFTER SHE WAS
CRUSHEO BV A SNOWSLIDe/ ]
f VOU'RE WRON6, MR. 1
HILLEV... old john savs
SHE WORSHIPPED VOU AND
RISKED HSR LIFE FOR VOU.i
V' X DON'T 1
' WANT TO 41
READ IT...
MARTHA LEFT
ME WHEN SHE
LEARNEDX WAS
PART INDIAN !
1) _ Jói Indíáni hélt að hann
aetti skammt eftir ólifað og trúði
mfr þá íyrir því, að þið væruð
frændur ....
2) — ... hann lét mig hafa
þetta umslag, en. í því er bréf
ritað á umbúðarpappír . . .
3) — .... Konan þín skrif-
aði það eftir að hún lenti i snjó-
flóðinu.
— Ég les það ekki. Marta yfir
gaf mig, þegar hún komst að því,
að í æðum minum rynni Indíána
blóð.
4) — Þetta er misskilningur
hjá þér, Hallur. Jói segir að
hún hafi tilbeðið þig og stofnað
lífi sínu í hættu þín vegna.
iðrakveisu til árása maura og
engispretta, tróð farangri sínum
í töskuna og lét Lee aka sér
heim. Þar beið hennar skítugt
hús og daunillt og hún hóf þegar
allsherjar hreingerningu. Samúel
jós yfir hana heilu flóði af spurn
ingum:
Hvernig leið börnunum?
Þeim leið ágætlega og þau
döfnuðu bara vel.
Hvernig var Adam?
Jú, hann flæktist um og lézt
vera lifandi, þótt fátt annað
benti til þess. Herrann gaf af vis-
dómi sínum undarlegustu mann-
eskjum peninga, kannske vegna
þess að þær myndu að öðrum
kosti svelta í hel.
Og hvernig leizt henni svo á
frú Trask?
Hún var fátöluð og þreklítil,
eins og flestar ríkar austurríkja-
konur, (Liza hafði aldrei kynnzt
neinni ríkri austurríkjakonu) en
jafnframt auðsveip og hæversk.
„Það undarlega er“, sagði Liza,
— „að ég get ekki fundið neinn
verulegan ókost í fari hennar,
nema kannske leti, en samt kann
ég ekki alls kostar við hana. Það
er kannske þessu öri að kenna.
Hvernig fékk hún það?“
„Ég veit það ekki“, sagði Sam-
úel.
Ljza otaði vísifingrinum að hon
'IJÚtvarpiö
Sunnudagur 30. júni.
Fastir liðir eins og venjulega.
9,30 Fréttir og morguntónleik.
ar. — 9.55 Útvarp frá athöfn I
Háskóla fslands, er sænsku kon-
ungshjónin heimsækja skólanm
a) Háskólarektor, Þorkell Jó-
hannesson, flytur ávarp. b) Hall-
dór Kiljan Laxness rithöfundur
flytur ræðu. c) Dómkirkjukórinn
syngur sænsk og íslenzk þjóðlög,
Söngstjóri: Dr. Páll ísólfsson.
Einsöngvari: Guðmundur Jóns-
son. —10,15 Morguntónleikar:
Sænsk tónlist (plötur). — 12,30
Messa í Bessastaðakirkju, að við-
stöddum sænsku konungshjónun-
um og íslenzku forsetahjónununj
(Biskup Íslands, herra Ásmundur
Guðmundsson, prédikar; með
honum þjóna fyrir altari prófast-
arnir séra Garðar Þorsteinsson
og séra Jón Auðuns. Organleik-
ari: Páll Kr. Pálsson). — 15,00
Miðdegistónleikar: Sænsk tónlist
(plötur). — 16,30 Færeysk guðs-
þjónusta (hljóðrituð í Þórshöfn):
Séra Jákup Joensen prófastur
prédikar. — 17,00 „Sunnudags-
lögin“. 18,30 Barnatími (Skeggi
Ásbjarnarson kennari). — 19,30
Tónleikar (plötur). — 20,20 Tón-
leikar frá Stokkhólmsóperunni:
Sænskir söngvarar syngja óperu-
aríur (plötur). — 20,35 í áföng-
um; II. erindi:Úr Mývatnssveit til
Austfjarða. — 21,25 „Á ferð og
flugi“. — 22,00 Fréttir og veður-
fregnir. — 22,05 Danslög (plötur)
— 23,30 Dagskrárlok.
Mánudagur 1. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
19,30 Lög úr kvikmyndum (plöt-
ur). — 20,30 Útvarpshljómsveit-
in; Þórarinn Guðmundsson stjórn
ar. — 20,50 Um daginn og veg-
inn. — 21,10 Einsöngur: Anna
Þórhallsdóttir. — 22,10 Búnaðar-
þáttur: Úr Norður-Þingeyjar-
sýslu. — 22,25 Frá landskeppni
Dana og íslendinga í frjálsum
íþróttum. — 22,45 Nútímatónlist
(plötur). — 23,10 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 2. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
19,00 Hús í smíðum: XVI:
Marteinn Björnsson verkfræðing-
ur svarar spurningum hlustenda,
19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum
(plötur). 20.30 Tónleikar Smet-
ana-kvartettinn leikur. — 20,55
Frá hálfrar aldar afmælishátíð
Ungmennafél. íslands á Þingvöll-
um. — 21,45 Kórsöngur: Útvarps-
kórinn syngur (plötur). — 22,10
„Þriðjudagsþátturinn". — 23,00
Frá landskeppni Dana og íslend-
inga. — 23,20 Dagskrárlok.