Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.06.1957, Qupperneq 13
Sunnudagur SO. júní 1957 MORCTJIVRL4ÐIÐ 13 — Reykjavíkurbréf Frh. aí bls. 9. Sterki maðurinn frá Jonstrup DANSKUR blaðamaður, sem ný- leg« var hér á ferð, birti í blaði sínu v jtal við líannibal Valdi- marsson, félagsmálaráðherra, und ir fyrirsögninni: „Islands stærke mand er seminarist fra Jons- trup“. í þessu viðtali segir blaðamað- urinn: „Vinnudeilur vofa stöðugt yf- k.“ Sá sterki svarar: „Komizt var hjá prentaraverk- falli, sem boðað hafði verið og enn öðru verkfalli, vegna þess að aðilar komu sér saman, og stórdeilur eru ekki framundan. íhaldsmenn reyna að skapa óróa á vinnumarkaðinum, en ég trúi ekki að þeim muni heppnast það.“ Blaðamaðurinn bætir því við: .Socialminister Hannibal---- har travlt. Han skal til möde i den internationale arbedjes- organization i Genéve.“ Þátttaka í alþjóða samstarfi er nauðsynleg en'hún má ekki taka svo upp hugi manna, að þeir gleymi skyldustörfunum heima fyrir. Þó að Hannibal væri upp- tekinn, átti hann m. a. að vita, að yfirvofandi var verkfall, sem stöðvað gæti kaupskipaflota þjóð arinnar. Sú deila er nú búin að standa í nær hálfan mánuð, mik- Mi hluti kaupskipaflotans er stöðvaður og enn sér ekki fyrir enda deilunnar. Ábyrgðarlaust hjal þeirra sem sjálfir beita sér stöðugt fyrir kauphækkunum til hinna hæstlaunuðu um að „íhald- ið“ valdi vandræðunum, leysir engan vanda. Það er raunhæf for ysta og kjarkur til að horfast í augu við staðreyndirnar, sém hér duga. Hvorugt er því miður fyrir hendi hjá ríkisstjórninni eg þess vegna sígur stöðugt á ógæfuhlið. Hannibal og húsmæðurnar ANNARS skal ekki vefengt ,að Hannibal hafi það „travlt", en mjög dregið í efa, að hann sé önnum kafnari en húsmæður á flestum heimilum bæjarins. Þeim ætlar hann samt ofan á öll önnur störf að bæta bakstri brauða og öðru því umstangi, sem leiðir af bakara-verkfallinu. Á manni, sem í senn er félagsmálaráðherra ©g forseti Alþýðusambands ís- lands, hvílir ríkari skylda en öllum öðrum til að gera sitt til að firra almenning þeim óþæg- indum, sem leiða af þessu verk- falli og öðrum. Lestur Valtýs VALTÝR BLÖNDAL, fyrrum bankastjóri, er sílesandi fróðleiks maður. Kunnugir fullyrða, að einkavinur hans, Hermann Jónas- son forsætisráðherra, hafi oft notið þar góðs af. Valtýr hefur nú betri tíma en áður til lestrar && hefur auðsjáanlega blaðað í ritum Jóns forseta Sigurðssonar, því að í 17. júní ræðu sinni vitn- ar Hermann til þessara ummæla Jóns: „Látið hvergi eggjast til að fara lengra eða skemmra en að skynsamlegt er og sæmir gætn- um og þó einörðum mönnum — — —. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Leitist við sem mest hver í sinn stað að útbreiða og festa meðal yðar þjóðlega skynsemd og þjóð- lega reglu.“ Þessi orð eru sígild og er sann- arlega gleðiefni, að athygli Her- manns Jónassonar skuli nú hafa verið vakin á þeim. Aðvörun Ólafs EF HERMANN Jónasson hefði fylgzt með því, sem gerzt hefur hér á landi undanfarin ár á með- an hann var sjálfur utan ríkis- stjórnar, þá hefði hann getað sparað Valtý vini sínum þessa leit að tilvitnun. Þá hefði hann fyrirhafnarlaust getað vitnað til orða Ólafs Thors um áramótin 1954. „En á þessum góðum gjöfum Njarðar er sá galli að menn kunna sér ekki hóf. Þetta er í sjálfu sér ósköp eðlilegt. En það er jafnhættulegt fyrir því. Fari svo að þjóðin missi fótanna í pen- ingaflóðinu, heilbrigð þróun og þjóðarmetnaður drukkni, og æði og ofmetnaður vaði uppi, myndi þrátt fyrir allt hafa reynzt far- sælla að „flýta sér með hægð“, frá fátækt til bjargálna, svo góð og gleðileg sem umskiptin þó voru. Það er speki, sem menn eru farnir að kannast við, að engin þjóð getur til langframa eytt meiru en aflast. Þetta hafa marg- ir sagt oft. Líklega svo oft að fólk er hætt að taka eftir því. En góð vísa er aldrei of oft kveð- in. Og fyrir því kveð ég nú þessa vísu og kveð við raust, að mér er nú stundum órórra en áður“. Þessum aðvörunarorðum Ólafs Thors sinnti Hermann Jónasson og kommúnistar ekki veturinn og vorið 1955. Þá höfðu kommún- istar og Hermann samstarf um að sprengja þáverandi stjórnar- samstarf með gegndarlausum kröfum. Þjóðvilj inn hirti ekki um að dylja þakklæti sitt til Tímans og sagði: „Undanfarið hefir Tíminn skrif að um kjarabaráttu verkalýðs- flokkanna mjög á aðra lund en fcann er vanur og er ástæða til að fagna því.“ Helgihjúpurinn og tilvitnanir þessara kumpána í rit Jóns Sig- urðssonar nú fer þeim því óneit- anlega heldur illa. Kaupgjalds- baráttan var þeim aldrei annað en tæki til að ryðja sér braut til valda, en þeim fer sem fleirum, að þeir eiga erfitt með að ráða við þann draug, sem þeir sjálfir vöktu upp. Orðrómur hefir verið á um það að undanförnu, að Huss- ein Jórdaníukonungur hafi í hyggju að skilja við drottningu sína, Dínu, sem er fædd í Egypta- landi og dvelur nú þar í landi. Þessu hefur þó verið mótmælt opinberlega. Þau hjón eiga eina dóttur barna. Dína er 29 ára en Hussein 22. Framköllun Kopiering Fijót og góð vinna. — Afgr. i Orl o f s búðinni, Hafnarstræti 21. Höfum opnað aftur eftir brunann Seljum gallaða poplinfrakka og drengjahúfur með miklum afslætti. — Mikið úrval af herravörum P. EYFELD Ingólfstr. 2, sími 5098 Lokað í dag og á morgun Leikhúskjallarimi Söluskúr Tilboð óskast í söluskúr, sem er jafnframt biðskýti. Skúrinn stendur við Matvælageymsluna við Lang holtsveg. Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofunnL Máiflutningsstofa Sigurður Reynir Pétursson hrL Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. ísleifsson, hdi. Austurstræti 14, sími 82478. Seljum á morgun (mánudag) 150 pör af spænskum háhæluð- um kvenskóm fyrir aðeins kr. 95 parið. Skésalan Snorrabraut 36 Vegna sumarfría vantar heildverzlun Skrifstofustúlku í júlí n.k. Upplýsingar í síma 82698 kl. 1—3 eftir hádegi 1. júlí Scanclia eldav&lar Svehdborgar þvottcipottar ALLAR SCANDIA-ELDAVÉLAR eru nú með hraðsuðu— hellu og hellum yfir eldholum í stað hringa. ÞVOTTAPOTTAR emaileraðir. — Með tæmingar-hana. BIERIIMG Laugaveg 6. — Sími 4550. DANMÖRK - ÍSLAND Landskeppnin í frjálsum íþróttum hefst á íþróttavellinum í Reykjavfk annað kvöld kl. 20,30 (mánudagskvÖld). Keppt verður í 100 m, 400 m, 1500 m, 5000 m hlaupum, 110 m grindahl., 4x100 m boðhlaupi, hástökki, laiig- etökki, kringlukasti og sleggjukasti. Sala aðgöngumiða hefst á íþrótlavellinum kl. 1 e.h. á morgun. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á vellinum frá kl. 20.00 stjórnandi P. Pampichler. NU VERÐUR BARIZT UM HVERT STIG MÓTSNEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.