Morgunblaðið - 30.06.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1957, Blaðsíða 16
Engín síld Landlega f FYRRINÓTT var stormur á síldarmiðunum fyrir norðan og enginn afli. Skipin lágu öll inni, flest frá Siglufirði. Nokkur þeirra leituðu vars við Grímsey og láu þar í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. Cm miðjan dag í gær voru nokkur skip farin út á mið, en flest voru þó enn inni. Flugvélin leitaði ekki síldar í gær, vegna slæms veðurs. Landað var úr siðasta skipinu á Siglufirði kl. 9 í gærmorgunn. Hús flutt leyfislaust til Kópavogs SUÐUR á Hafnarfjarðarvegi í Kópavoginum stóð í gærdag á flutningavagni allstórt timbur- hús, sem lengi hefur staðið við Hafnarfjarðarveginn. Ófært þótti að láta húsið standa þar í sam- bandi við komu sænsku konungs hjónanna og var eigandanum skipað að fara með það suður í Kópavog, en þangað hefur ver- ið ætlunin að flytja það. En deila er á milli eigandans, Ólafs Mal- bergs Sigurjónsson og yfirvald- anna í Kópavogi. Er komið var með húsið á veginn hjá læknum í Fossvogi, sem skilur bæjar- löndin, var numið staðar. Hús- eigandinn mun ekki hafa nein byggingarréttindi í Kópavogs- kaupstað og að því er Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti í Kópavogi tjáði blaðinu í gær hefir hús- eigandinn ekki sótt um leyfi til hans, til þess að flytja húsið um lögsagnarumdæmi Kópavogs. Bæjaryfirvöldin í Kópavogi hafa kært yfir öðru húsi, er flutt var þangað ó fimmtudagskvöld- ið. Var það flutt suður á Digra- nesháls og er nú hafið lögreglu- mál vegna þess. Jafnframt kröfðust bæjaryfirvöldin þess að allur ólöglegur húsaflutningur yrði stöðvaður um lögsagnarum- dæmi Kópavogs. í gær stóð húsið enn á vagni við mörk bæjarlandsins og ekki var vitað þegar síðast fréttist á hvern hátt þetta mál yrði leyst, Svíakonungur og drottning munu aka þessa leið til Bessa- staða um hádegið í dag. Landskepprtin á morgun: Sumir Dananna hafa hætt árangur sinn síðustu daga Náðu sumir góðum árangri móti Sviss Annað kvöld hefst hin spennandi landskeppni Dana og íslendinga Danska liðið var væntanlegt undir miðnætti í nótt. Það kemur svo til beint frá harðri landskeppni, en á föstudagskvöldið iauk landskeppni í frjálsíþróttum milli Dana og Svisslendinga. Við vit- um ekki um úrslit síðari dags, en eftir fyrri daginn höfðu Sviss- lendingar 2 stig vfir, 54 gegn 52. Þjóðhöfðingjarnir hlýða á þjóðsöngvana við laiidganginn um borð í „Arngrim Viking" við konv- una til Reykjavíkur í gærdag. (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.). Konungsheimsóknin: í Reykjavík Þingvalla á DAGSKRÁ konungsheimsóknar- innar í dag verður á þá leið, að kl. 10 árdegis heimsækja kon- ungshjónin Háskóla íslands. Þau munu þar hafa um klukkustund- ar viðdvöld, en aka síðan að Þjóð minjasafninu. Þar verður einnig höfð klukkustundar viðdvöl, en síðan munu konungshjónin ásamt forsetahjónunum aka heim til forsetans að Bessastöðum. Þegar þangað kemur munu konungs- hjónin ganga til kirkju og hlýða guðsþjónustu. Biskupinn yfir íslandi, Ásmundur Guðmundsson prédikar. Kirkjan verður öllum opin og hefst guðsþjónustan kl. 12,30, og lýkur kl. 1 e. h. Frá kirkju ganga konungshjónin til í dag, til morgun forsetaseturs og snæða þar há- degisverð með forsetahjónunum og fylgdarliði. Síðdegis í dag, kl. 4, hefur borgarstjórinn mót- töku í Melaskólanum fyrir kon- ungshjónin. Kvöldverð snæða konungshjónin ásamt forseta- hjónunum og fylgdarliði í Nausti. Verða þar og viðstaddir Undén utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson utanrikisráð- herra, sendiherra Svíþjóðar hér og sendiherra íslands í Svíþjóð, Henrik Sv. Björnsson ráðuneyt- isstjóri og Haraldur Kröyer for- setaritari. Kl. 8 í kvöld verður svo hátíðarsýning í Þjóðleikhús- inu á „Gullna hliðinu". Leikhús- gestir verða allir í samkvæmis- MÁNUDAGURINN Á mánudagsmorguninn munu konungshjónin heimsækja tvö fiskiðjuver hér í bænum: Fisk- iðjuver ríkisins og fiskverkunar- stöð Bæjarútgerðarinnar. Verð- ur fyrst farið í Fiskiðjuver rík- isins, en síðan til Bæjarútgerð- arinnar. Kl. rúmlega 11 leggur konungsfylgdin af stað austur til Þingvalla. Verða með í förinni þeir dr. Sigurður Þórarinsson og próf. Einar Ól. Sveinsson. Há- degisverður í boði ríkisstjórnar- innar verður snæddur í Valhöll. Þaðan verður lagt af stað um kl. 2.30, og þá ekið „hring inn“. Hefur komið til tals, að konungurinn muni á leiðinni að austan, jafnvel staldra við á Kambabrún, verði bjart veður. Þegar komið verður í bæinn hefst í sænska sendiráðinu mót- taka fyrir sænska boðsgesti, en þessum all-stranga degi lýkur með kveðjuveizlu í Þjóðleikhúss- kjallaranum, sem konungshjónin * MÓTI SVISS Árangur Ðananna fyrri daginn var þessi: 110 m gr.hlaup: N. Andersen nr. 2 á 15,1. Erik Nissen nr. 4 á 15,6 sek. 100 m hlaup: Kock Jensen nr. 3 á 10,8 og Jörgen Fengel nr. 4 á 11,0 sek. 5000 m hlaup: Tögersen nr. 1 á 14:36,2 og Michaelsen nr. 3 á 14:55,6 mín. Sleggjukast: Frederiksson nr. 1 56,11 m og Cederquist nr. 2 54,13 m. 400 m hlaup: Roholm nr. 3 á 49,6 og Jochimsen nr. 4 á 50,8. 1500 m hlaup: Stender nr. 1 á 3:57,1 og Anderson nr. 4 á 3:59,2 mín. Langstökk: Thomsen nr. 2 7,08 m og Andersen nr. 3 6,82 m. 4x100 m hlaup: Danmörk nr. 2 á 43,5 sek. Hástökk: Dörig nr. 1 1,83 m og Christensen nr. 4 1,70 m. í sumum greinum hafa Dan- irnir bætt sig t.d. í 400 m hlaup- inu, en þar vorum við að von- ast eftir tvöföldum sigri. í 100 m er Jensen sterkari en búizt var við. En nýjar vonir vakna annars staðar t.d. í 1500 m hlaupinu og í hástökki. En það getur margt ráðið úr- slitum þessarar keppni, veðrið, heppni og ekki sízt áhorfendur með hvatningarhróp á réttum tona. klæðnaði og verða þar borin halda forsetahjónunum og all- Þessi mynd er frá landskeppni Dana og Svisslendinga í frjálsum iþróttum. Keppnin fór fram í Höfn á fimmtudag og föstudag. Mynd- in er tekin í 1500 m hlaupinu og sýnir Danina tvo. Stender er að fara fram fyrir Andersen 300 m frá marki. Þá voru Svisslending- arnir á eftir, en þeir náðu Andersen áður en að marki kom. heiðursmerki. mörgum gestum öðrum. Mikil afmœlishátíð UMFÍ á Þingvöllum IGÆR fór fram afmælishátíð UMFÍ á Þingvöllum. Var mikill fjöldi manns samankominn, tjaldbúðir allmiklar á völlun- um og var hátíðin hin bezta. Eftir hádegi fór fram íþróttakeppni á völlunum undir Fangbrekku, sund í Hveragerði og um kvöidið var útifundur. Veður í gær var allsæmilegt til útihátíðahalda. Seinnihluta dags hófst íþróttamótið og voru þar Maðor fær skamm- byssuskot í magaan SÍÐARIHLUTA dags í gær var maður einn í Kópavoginum, Bjarni Hallmundsson, að hreinsa skammbyssu sína. Gáði hann ekki að því að byssan var hlaðin og þegar minnst varði hljóp skot úr byssunni og reið í maga Bjarna. Þegar í stað var náð í sjúkrabíl og var Bjarni fluttur í Landakotsspítalann. Þar var hann skorinn upp svo til samstundis og kúlan fjarlægð og var líðan hans eftir atvikum í gærkvöldi. ýmis merk afrek unnin. Jón Pétursson frá Ungmennasamb. Snæfellsness- og Hnappadalss. stökk 13.65 m í þrístökki og kemur hann því til greina sem annar maður í landskeppninni við Dani í þessari grein. Ingólfur Bárðarson frá Ungmsamb. Skarp- héðinn í Árnéssýslu stökk 1.85 í hástökki og Gestur Guðmunds- son, Ungmennasamb. Eyjafjarð- ar kastaði kringlunni yfir 39 m. Þátttakendur í sundinu voru mjög margir, 60 talsins, en það fór fram í Hveragerði. Útifundur var í gærkvöldi og fluttu fulltrúar landsfjórðung- anna framsöguræður. Síðan var dansað. I dag verða guðsþjónustur og prédikar sr. Eiríkur J. Eiríksson. Þá verður fimleikasýning. Bern- harð Stefánsson flytur ræðu og sr. Jóhann Hannesson einnig. — Erlendir fulltrúar flytja ávörp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.