Alþýðublaðið - 30.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 8 £i|sibyrglar|éL „ytaSvaka" h.f. Kristjanín Noregi Allar venjulegar lífstryggingar, barnatryggingar og lífrentur. íslandsdeildin löggilt af Stjórnarráði íslands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslenzku! Varnarþing i Reykjavík Hellusundi 5, Reykjavík. Helgi Valtýsson. €rlenð simskeytl Khöfn 29. júní. Pólverjar tryllastí Símað er frá Kovno, að sá orð- rómur gangi, að Gutschkonw und- irbúi innrás í Sovjet Rússland. Hafi hann safnað miljörðum marka. Lið hefir verið dregið saman hja Königsberg og á innrásin að hefj- ast um Lithauen og Letland. Ping deiuokrata hefir verið sett, segir fregn frá San Francisco. Fnndaliöld. Símfregn frá London hermir, að Brusselfundurinn byrji á föstu- daginn, en Spafundurinn 5. júlf. Fulltrúar Þjóðverja á Spafundinum verða þeir: Fehrenbach forsætis- ráðherra, Simons utanríkisráðherra og Wírht fjármálaráðherra. Svíar í Finnlandi. Sfmað er frá Helsingfors, að hinir sænsku þingmenn í þjóð- þinginu hafi stungið upp á því, að þeir landshlutar, þar með Áland, er sænskumælandi menn byggi, verði sjálfstæð. 3nðlanðsmálin og alþjóðaheill. Eftir Lajpat Rai. Sumir Bretar spyrja landa mína: „Hvað viljið þið eiginlega fái“ Það skilningsleysi, sem kemur fram í sjálfri spurningunni, er undravert. Hvers skyldi sú þjóð óska, sem stjórnað er af erlendum valdhöfum, sogin af erlendu auð- valdi, svelt andlega af kennurum þeim, er kúgararnir fá henni, og prédikunum gersamlega andlausra klerka. Sá; sem spyr hvers vér æskjum og hvers vegna vér séum óánægð ir, verður eigi sakaður um skort á ímyndunarafli, heldur um það, að hafa eigi hugmynd um mann- legt eðli og tilfinningar. Hvers vegna ? Erum vér þá stokkar og steinar? Og svo spyrja þeir, hvers vegna vér getum eigi orðið ham- ingjusamir undir stjórn Breta! í yfir 40 ár höfum vér reynt af altfli að fá Breta til að skoða oss sem bræðraþjóð En svarið hefir ætíð verið hið sama: fang- elsí og höggstokkur. Útlegð og aðrar refsingar biðu þeirra, er dirfðust að tala hátt um bræðra- lag milli þjóðanna um jafnrérti Hindúa við Breta. Það, sem vér æskjum eftir, er að fá tækifæri til að sýna mann- dóm vorn, stjórna sjálfir málum vorum. í stuttu máli, lifa voru eigin Iffi. Sem Indverjar getum vér orðið Bretum, jafnt sem öllum heimin- um, uppspretta andlegs og líkam legs auðs, unnið að aukningu og viðgangi lista og vfsinda, orðið einn sterkasti þátturinn í því, að koma á varanlegum alheimsfriði. En meðan vér erum þrælar Breta, erum vér eigi annað en peð á taflborði þeirra, óbrotnir þrælar brezka alríkisins. Iadverskir her- menn eru svo notaðir í þjónustu >Breta, til 'að halda öðrum þjóðum í skefjum, svo sem í Mesopota- mfu og Egyftalandi Og þetta er gert eftir útreikningi brezkra stjórn- málamanna. Með því hugsa þeir, að þeir fái þessar þjóðir til að hata oss. ,En þár bregst þeim bogalistin. Þær hata oss eigi, en óska að eins að vér mættum losna sem fyrst undan oki Breta, svo vér bærum eigi vopn á þá, Alþbl. kostar I kr. á mánuðE. Að mínum dómi ætti það að vera fyrsta lagaboð alþjóðanefndarinnar, að málaher1) væri stranglega bann- aður utan landamæra fæðingar- lands hermannsins. Það er glæpur af verstu tegund, að yfirgangs- þjóðunum skuli haldast uppi að nota þær þjóðir, sem þær hzfa undirokað, sem málaher, til að kúga fleiri þjóðir undir sig. Með- an þessu er eigi kipt í lag, er engin smáþjóð trygg, og það jafnvel þótt hún sé í þjóðasam- bandinu. Indverski þjóðernissinn- inn hatar engan, ekki einu sinni brezku yfirgangsseggina. Hann veit, .að þeir eru brað eigingirni sinnar. Þeir byggja hallir og kast- ala, en verða svo máske grafnir undir rústum þeirra. Framtiðin skelfir þá, þvf hatur sprettur af hatri Eg og skoðanabræður mínir htæðumst eígi svo mjög framtíð lands vors, he'dur miklu fremur veraldarinnar, ef svo færi, að þjóðirnar yrði yfi sterkari í Austur- löndum. Vér hræðumst framtíð heimsins, ef svo fæti, að Indland og Kina drykkju i sig anda vest- rænu þjóðanna og tækju höndum saman við Mið og Vestur-Asfu- búa um að hefna sin á norrænu þjóðunum. Það hefir engin áhrif á Austur- íandastjórnmál, hvort soldáninn er rekmn úr Stambui eða eigi. Ind- Jandsmálin eru þaj, sem hafa mesta þýðingu og krefjast bráðrar lausnar. Endurbætur Montagu2) eru mjóg lítils vuði, erida þóxt þær sýni, að enska auðvaldið hefir verið neytt til að viðurkenna nauðsynina á því, að bæta stjórnarfar í Indlandi. Endurbæturnar þurfa að koma og vera varanlegar. Það er eigi emungis Indland, heldur allur heim- urinn, sem á heuntingu á þvf, (Þýtt úr Foreign Affdirs). X 1) Sbr. blökkumannahersveitir F akka í þýzkum borgum og Gurka Breta i Irlandi. 2) Montagu var f'orrnaður nefnd- ar, sem Annie Besant sat meðal. annars í. N ;!nd þessi var í Eng-} landi í fy ta og útvegaði Indverj- um einskonar málamynda heima-* stjorn. '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.