Alþýðublaðið - 30.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1920, Blaðsíða 2
s .JLfggrei^^la blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða f Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. cT/i&oéér cFLrnason, fiðluleikari. Theodór Arnason er flestum Reykvíkingum kunnur — að minsta kosti að nafni. Hann ætlar nú annað kvöld að gefa Reykvfking- um kost á að hlusta á fiðluleik sinn, og mun margan fýsa þess. Theodór byrjaði ungur að læra á fiðlu, þegar innan við io ára aldur. Síðan naut hann kenslu hjá Svíanum Oskar Johansen, er hér var fyrir nál. io árum, en fór síðan utan og var f Danmörku um tíma. Arið 1913 fór hann til Vesturheims og var í Winnipeg í 2 ár. Þar naut hann kenslu ágæts kennara, en kendi Iíka sjálfur og lék oft opinberlega og fékk mjög góða dóma í blöðum þar. Af ýmsum orsökum, er meðal annars leiddu af stríðinu, kom hann heim 1915, og fór þá samsumars til Kaupm.hafnar og var tvo vetur á sönglistaskólanum þar. Þá naut hann tilsagnar og leiðsögu Antons Svendsen, prófessors, einhvers ágæt- asta manns Dana í þeirri grein. í sumarleyfinu ferðaðist hann nokkuð um Danmörku og lék ALÞYÐUBLAÐIÐ opinberlega, og fékk mjög lofsam- leg ummæli í dönskum blöðum. Um veturinn 1917 kom hann heim „snöggva ferð“, sem átti að verða. En einmitt þá skall á hafn- bannið á Englandi og saœgöngu- teppan, svo að honum varð eigi aftur utankomu auðið að sinni. Þá lék hann hér nokkrum sinnum opinberlega um vorið, en fór sfð an kringum land um sumarið, og fékk alstaðar góðan orðstfr og maklegan. Nú er því alllangt síðan bæjar- búar hafa fengið að heyra hann. Og engin hætta er á því, að hon- um hafi farið aftur á þeim títna Þótt hann hafi orðið að grfpa til annara starfa, til þess að lifa af, — eins og flestir þeir menn vorr- ar þjóðar, sem eru svo hepnir (eða óhepnir) að eiga listamanns- eðli, — þá hcfir hann aldrei getað lagfc listina á hilluna. Það er ekki eins hægt að kasta listinni og byrja á einhverju öðru, eíns og að hætta einu handveiki og taka annað upp. Listin er ekki starf Hún er líf. Það er mun- urinn. Sumir halda, ef til vill, að „mark- aðurinn* sé of fullur nú Eg vildi nú heldur segja, að nú væri óvenjulegt góðæri fyrir hliómelska menn, þvf að af sör.g og hljóm- list verður aldrei of mikið. N Efnisskráin er mjög fjölbreytt. Þar eru lög eftir 11 höfunda, þar á meðal Th. Á. sjálfan Og fyrir augum leikmanns vhðist efnið vel valið. Mun því engan iðra þess, að koma f Baruna annað kvöld Ingimar Jónsson. Dm dajinn oj vejiim. Sterling kom f gærmorgun úr hringferð austan um land; fjöldi farþega kom á skipinu. Hann fer f hringferð austur um land á sunnu- daginn kemur. YiIIemoes kom f gær frá Ame- ríku, œeð kol til Landsvetzlunar- innar. líora kom frá Noregi í gær. Annar vatnsdreiflr bæjarins lá í fyrrakvöld utan við þjóðveg- inn, skamt fyrir austan bæinn. Skyldi Knútur bóndi geyma fleiri eignir bæjarins jafn vel? Austnrvöllur, öðru nafni túnið í Knútskoti, er nú orðinn það loð- inn, að byrjað var á slætti þar í gær. Vatn er þegar komið f „niunn- inn“ á Morgunblaðinu, er það hugsar til „töðu" gjaldanna. Verð- ur ekki betur séð, en að það sé hreykið af hagsýni „bónda", að hleypa börnunum ekki í „túnið". Sanasæti Stórstúknnnar verð ur haldið annaðkvöld f Templara- húsinu. Geta templarar búist þar við góðri ánægjustund og fjöl- menna vafalaust. Að öðru leyti vísast til auglýsingar á öðrum stað í blaðinu. Stórstúkuþingiö var sett é gærdag kl. 1. Hélt séra Friðrik Friðriksson snjalla hvatningaræðu til góðtemplara og skoraði á þá að vakna til verka og bjarga heiðri þjóðarinnar, sem nú væri í voða, vegna athafna óhlutvandra manna. — 32 fulltrúar sækja þing þetta, sem er hið 20. f röðinni. / Tvær skonnortur komu í gær, önnur með timbur til „Timbur og Kol", en hin með ýmsar vörur til' kaupmanna. Templarar eru ámintir um að kaupa í dag aðgöngumiða að skemtiferðinni til Akraness. Verði ekki nógu margir komnir kl. 9 f kvöld, verður annaðhvort hætt við ferðina, eða hverjum sem er seldir miðar. Er hvorttveggja jafnilt. Peter Fjeldstrap látinn. Hinn fiægi danski leikari, Peter Fjeldstrup, lézt í Kanpmannahöfrr. snemma í þessum rnánuði. Hann var gamanleikari framan af æfi sinni, en tók síðan, er hann kynt- ist Herman Bang, er þá var for- stjóri Þjóðleikhússins, að leika ai- varlegri hlutverk og vann hvern sigurínn öðrum stærri á því sviði leiklistarinnar. Síöast lék hann við leikhús hinnar frægu dönsku Ieik- konu, Betty Nansen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.