Alþýðublaðið - 30.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gcíið út af A.lþýðnflokkiiaiu. 1920 Mtðvikudaginn 30 júní 146 tölubl. Launakröfur. Fyrir heimsstyrjöldina munu kunakjör íslenzkra verkamanna •'hafa verið sem svarar eftirfarandi greinargerð: Alm. verkamenn 30—35 au. á klst. Alm. verkakonur 20—25 au. á klst. Sjómenn á togurum 70 kr. á mánuði og ,fría“ iitur (þá 10 —12 kr. fatið) og kaup annara „ófaglærðra" verkamanna f svip- uðu hlutfalli. Faglærðir menn, svo sem smið- ir o. fl. munu hafa haft nokkru hærra lcaup. Þá var þetta kaup of iágt til þess, að hægt væri að lifa af því sæmilegu lífi. Kauphækkun sú er sjómenn, verkamena og verkakonur hafa fengið, mun vera í samræmi við þá hækkun, sem Hagstofa íslands segir að hafi orðið á lífsnauðsynj- 'Utn, síðan fyrir strfð. Kanpið er því ennþá of lágt þótt hækkun kaupsins hafi orðið nákvæmlega í sama hlutfalli og dýrtíöin. En það hefir hækkunin heldur ekki orðið sökum þess að Hagstofan reiknar ekki dýrtíðar prócentur sínar með tiiliti til allra lífsnauðsynja. Húsaleigu t. d., sem alment má eflaust telja 6—7 sinn- um hærri en hun var fyrir stríðið, reiknar Hagstofan ekki með. Það liggur því í augum uppi, að kaupið yerðnr að hækka, ef verkafólk á að geta lifað jafn vel og það Iífði fyrir stríðið, hvað þá heldur ef miðað er við það, sem fólkið þarf í raun og veru til að lifa af. Hafi 40 au. kaup á kl.stund fyrir karlmenn og segjum 28 au. á klst, fyrir kvenmenn ver- ið það kaup sem vinnulýðurinn ■þurjti fyrir stríðið, þá ætti lág- markskaup verkamanna, sé miðað við 309°/o verðhækkun, að vera nú 163,6 (nú /30 au.) au. á klst. og lágmarkskaup verkakvenna 114 Æ/z (nú 85 au.) au. á klst,, án þess þó að taka tillit til hækkunar á húsnæði, og allra þeirra örðug- Ieika sem húsnæðisvandræðunum fylgja. Hafi kaup sjómanna áður þurft að vera 85 kr. á mánuði, auk lifr- ar, þá ætti það nú að vera 345 kr. 65 au. á mánuði (nú 275 kr ). „Faglærðir" verkamenn, sem standa máske að sumu leyti bet- ur að vfgi en „ófaglærðir" verka- menn, hafa flestir aðeins fengið kauphækkun eftir mælikvarða Hag- stofunnar miðað við kaup þeirra fyrir stríðið. Auk hinna almennu verkamanna og verkakvenna og sjómanna, er fjöldi fólks sem alt af fær of lítið kaup. Til dæmis vinnukotiur, stúlkur er sauma fyrir verzlanir o. fl. o. fl. En nú er eftirspurn eftir vinnu- afli, og samt er kaupið svona lágt. Hvað myndi þá verða ef eftir- spurnin minkaði? Því er auðsvar- að: Vinnuvetiendur myndu lækka kaupið án tillits til allra dýrtíðar- útreikninga. Kauphækkun sína eiga verka- menn félögum sfnum að þakka, en ef féiögin væru nægilega sterk, ef hver einn einasti verkamaður og kona væri áhugasamur með- iimur í félagsskapnum, þá þyrftu þeir ekkert að óttast, því þá þyrðu vinnuveitendur eigi annað en fara að kröfum þeirra. Það er því fyrstá skilyrðið tii þess að verkamenn geti verið ó . hultir um að komast sæmilega af, að þeir standi saman allir sem einn maðnr. II. Vinnuveitendur segja, og sumir með réttu, að með hinu háa kaupi (og það jafnvel þótt það sé eigi hærra en sem svarar dýrtíðinni) geti þeir eigi rekið starfsemi sína. En þeir raega í raun og veru sjálfum sér um keana. Þeir streit- ast við að halda uppi þeírri skip- un á framleiðslunni, að hún gefur eigi það af sér, sem hún gæti gefið. Þeir halda fast við það að einstaklingar megi hafa Ieyfi til að „spekúlera“ eins og þeim sýn- ist með framleiðsluna, enda þótt sorgleg reynsla hafi sýnt þeim galfana á slíku fyrirkomulagi. Hversu öflugri stoð hefir framferði síidar-„spekúlantanna“ síðastl. ár elcki kipt undan fsleazkri fram- Ieiðslu. Og hver er korninn til að telja alt það tjón tölum, sem ís- lenzkir sjávarafurða framleiðendur kunna í framtíðinni að bíða við það að sala fslenzkra fiskiafurða er að komast í hendurnar á hin- um alræmda fiskhring. Það er ekki von til að vinnuveitendur geti goldið kaup, ef þeir eru neyddir til (fyrir sjálfs síns verknað) að selja framleiðsluna undir sannvirði. Atvinnurekendur hafa tekið að sér framleiðsluna, umsetningu hennar og þar með ábyrgð, og afleiðing- in af því er sú, að þeir eiga að standa verkamönnunum skil á hinu réttmæta kaupgjaldi þeirra. Geti þeir það ejgi, getur þjóð- félagið eigi staðið sig við að Iáta þá fara með framleiðsluna og um- setningu hennar (verzlunina) fyrir þess hönd. Þjóðfélagið í heild sinni, eða fyrir þess hönd framleiðend- urhir sjálfir (verkamennirnir), verða þá að taka að sér stjórn hennar. (Frh.) Lífsábyrgðir. Vér vátryggjum hús vor og eignir, búpening og jarðargróður, skip og veiðarfæri. Og alt er þetta gott og sjáltsagt. En oftast gleymum vér því dýrmætasta af öllu: lífll voru og starfsþrótti! — Alt hitt getum vér eignast á ný, þótt forgörðum fari. Lífið citt eignumst vér aðeins einu sinni! Þess vegna líftryggjum vér oss til þess að sjá foreldrum og fjöl- skyldu vorri borgið, ef vér skyld- um falla frá án þess að hafa séð þeim fyrir nægilegum lífeyri. Það er skylda vor allral lnsérat.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.