Morgunblaðið - 04.07.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.07.1957, Qupperneq 8
MORCVWBLAÐ1Ð Fímmtudagur 4. jólí 195T tfwgmMftfrife Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, simi 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. Athyglisverð skvrsla SKÝRSLA nefndar Sameinuðu þjóðanna um Ungverjalandsmál- ið vekur hina mestu athygli hvar vetna í hinum frjálsa heimi. Skýrslan er þó svo löng, að hætt er við, að hún verði ekki almenn ingseign, en heimsblöðin hafa rak ið helztu atriði hennar. Hér á landi hefur einnig verið stuttlega frá henni sagt. Skýrslan staðfestir það, sem almenningur þegar hafði áttað sig á, að ihlutun Rússa um mál Ungverja var bein árás stórveld- is gegn minni máttar þjóð. Full- yrðingar Rússa um, að ungversk stjórnvöld hafi óskað vopnaðra afskipta þeirra, hafa ekki fengið staðfestingu. Þvert á móti, er ýmislegt, sem bendir til þess, að þær fullyrðingar séu tilbúningur einn. En þó að slík beiðni hefði komið fram, þá myndi það skipta sáralitlu máli, því að þar hefði verið um að ræða kveinstafi rússneskra leppa, sem ekkert fylgi höfðu með þjóð sinni, og voru settir þar til valda af er- lendum harðstjórum. Ofbeldi Rússa er hins vegar svo grímu- laust, að þeir geta ekki einu sinni borið fyrir sig beiðni slíkra ó- lánsmanna. Enn önnur mlkilvæg stað- reynd er sú, að Ungverjar höfðu lýst yfir hlutleysi sínu og alger- um viðskilnaði sínum við hern- aðarbandalög bæði austurs og vesturs, þegar Rússar gerðu að þeim lokaatlöguna. Þá kom enn á daginn, sem áður var vitað, að Rússar virða í engu hlutleysi annarra. Þeim er að vísu annt um, að þjóðirnar gangi ekki í varnarbandalög sjálfum sér til öryggis, heldur vilja þeir geta gert atlögu að þeim einni og einni, þannig að leikurinn verði ójafnari og líkurnar fyrir sigri ofbeldisins meiri. Af þessum sök um tala þeir fagurlega um hlut- leysi þeirra, sem þeir eru ekki enn búnir að brjóta á bak aftur, og hafa ekki í hendi sér. En hlut leysið virða þeir í engu, þegar á reynir. f þessu urðu örlög Ung- verja hin sömu og margra ann- árra á undan þeim. Það er því óneitanlega býsna hlálegt, þegar Þjóðviljinn reynir í gær að draga athygli manna frá þessum sannindum, með því að lofsyngja hlutleysisstefnu Svía. Svíar eru raunar hlutlausir að kalla, en hafa komið sér upp sterkari vörnum heldur en nokk- ur önnur sambærileg þjóð í heiminum. Eins og fram kom í orðum Undéns utanríkisráð- herra Svía við blaðamenn hér á dögunum, var það einmitt vegna þess, að Danir og Norðmenn höfðu ekki mátt til þess af eigin rammleik að tryggja sig með vörn um, á svipaðan veg og Svíar, að þeir gengu í Atlantshafsbandalag ið. Fordæmi Svía getur þess vegna verið þeim einum til fyrir myndar, sem sýna í verkinu, að þeir hafi mátt og óbrigðulan vilja til að verja land sitt sjálfir. Engum dylst heldur gegn hverj- um Sviar hafa eflt varnir sínar og hvorum megin þeir mundu verða, ef til allsherjarátaka kæmi og á land þeirra yrði ráðizt. Sem betur fer hafa Svíar að undan- förnu verið í þeirri aðstöðu, að árásarþjóðum hefur ekki þótt taka því að ráðast á land þeirra. f þeim efnum er saga þeirra harla ólík sögu Ungverja á annan bóginn og Danmerkur og Noregs á hinn bóginn. Við verðum og að hafa í huga, að þó að ísland hafi ekki orðið fyrir árás einræðis- ríkja, sýndi reynsla síðustu heims styrjaldar, að landi okkar varð ekki haldið utan við styrjaldar átökin. Af Ungverjalandsskýrslunni verða sem sagt ýmiss konar lær- dómar dregnir. Hinn hörmuleg- asti er sá að hinar frjálsu þjóð- ir geta í biii ekkert gert til hjálp ar og tryggingar frelsi til handa ungversku þjóðinni. Suez er í þeim hluta heims, þar sem nokk uð gætir áhrifa laga og réttar. Þess vegna urðu Bretar og Frakk ar að hörfa þaðan eftir hina flónskulegu árás sína á síðast liðnu hausti. Járntjaldið skilur á milli. Fyrir austan það ríkja hvorki lög né réttur, og heil- brigt almenningsálit má sín lítils. Þess vegna verður ungverska þjóðin nú að þola raunir sínar með þögn og þolinmæði. Talað er um að kalla eigi saman alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna, til að ræða Ungverjalandsskýrsl- una. Allir vita, að þær umræður koma að litlu gagni fyrir hinar kúguðu þjóðir sjálfar. Engu að síður geta þær gert gagn og orð- ið öðrum til frelsunar með því að draga úr hættunni á því að fleiri láti ginnast af falsi og fagurgala kommúnista. Áróður kommúnista og niður- rifsstarf þeirra heldur ótrautt áfram. Enda birti Brynjólfur Bjarnason ekki alls fyrir löngu skorinorða áminningu til eins af blaðamönnum Þjóðviljans fyrir það að hann hefði verið of óminnugur hinnar réttu línu í skrifum sínum um Ungverjalands málin. Rússneska áróðursvélin dreifir stöðugt út áróðurssögum sínum. T.d. var sagt frá því hér í blaðinu í vetur, að í leppríkjum Rússa var sú saga borin út, að Bandaríkjamenn hefðu sent skemmdarverkamenn í Rauða- krossbílum til að koma upp- þotum af stað. Þar var stað- reyndunum alveg snúið við eins og oft ella í áróðri komm- únista. Eitt af þeim atvik- um, sem í Ungverjalandsskýrsl- unni er rakið, er einmitt, að 24. október þegar fyrst fór að harðna á útifundum í Búdapest, „jókst reiði fjöldans, þegar hvítir vagn ar með Rauða-krossmerkinu komu á vettvang. f stað hjálpar- liðs komu út (vopnaðir) AVO- lögreglumenn sem voru í hvítúm lækniskuflum". Hér birtist hin alþekkta aðferð kommúnista að ásaka andstæð- inga sína einmitt fyrir það, sem þeir sjálfir aðhafast. íslendingar kannast ofur vel við þau vinnu- brögð, því að hér á landi eru það ekki kommúnistar einir, sem þá aðferð nota,heldur hefur forsætis ráðherrann, Hermann Jónasson, lengi farið svo að, sem berlegast kemur fram í því, þegar hann lætur málgögn sín látlaust sví- virða Sjálfstæðismenn fyrir að koma af stað verkföllum, sem spretta af hans eigin vanmætti og ráðaleysi um að leysa vanda- mál þjóðfélagsins. Samvinna Her manns Jónassonar og kommún- ista hvílir ekki á tilviljun heldur miklum andlegum skyldleika. S. Þ.: Meiri tækniaðstoð en áður rjár af stofnunum Sameinuðu þjóðanna stuðla að rannsóknum, sem miða að því að finna nýjar fæðutegundir, sem eru auðugar að eggjahvítuefnum og þar af leiðandi hentug næring fyrir börn og mæður, sem ekki eiga kost á mjólkurmat. Þessar stofnanir eru Barnasjóður Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF), Matvæla og landbúnaðarstofnun in (FAO) og Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO). Hafa þær stuðlað að því, að komið hefir verið upp samtals 13 rannsóknar- stofum, — sex í Afríku fjórum í Bandaríkjunum og einni í hverju þessara landa: Bretlandi, Frakklandi og Mið-Ameríku — sem vinna að þessum málum. Rockefellerstofnunin hefir veitt 250,000 dollara styrk til rann- sóknanna og Barnasjóður Sam- einuðu þjóðanna leggur fram 100,000 dollara til kaupa á vélum og verkfærum. Það verður fyrst og fremst lögð áherzla á, að framleiða fæðu- tegundir, sem eru ódýrar og geymast vel. Það er til dæmis mikilsvert, að varan sé auðveld í meðförum til flutnings, því skortur á fæðutegundum er mest- ur þar sem erfitt er um flutninga í hinum vanræktu löndum. I Dakar í frönsku Vest- ur-Afríku og Nígeríu á vestur- strönd Afríku er verið að gera til raunir með matvælaframleiðslu úr jarðhnetum og fiskimjöli, sem blandað er með þurrmjólk. Hafa þessar tilraunir þegar gefizt vel. í Kampala í Uganda hafa verið framleiddar bollur, sem gerðar eru úr jarðhneturn og fiski og maís eða hveiti. Hefir þegar kom ið ljós, að þegar unglingar neyta þessarar fæðu vaxa þeir örar en á meðan þeir neyttu eingöngu hinnar gömlu fæðu. Fiskimjöl og jarðhnetur eiga vel saman segja sérfræðingar, sem starfað hafa í Afríku, og ber þeim saman við starfsbræður sína sem vinna að sams konar rannsóknum í Mið- Ameríku. Þegar ekki er hægt að framkvæma efnagreiningar á staðnum eru sýnishorn send flug- leiðis til efnarannsókna í London, París eða New York. IVÍeðal annarra fæðuteg unda, sem eru auðugar af eggja- hvítuefnum, og hefir tekizt að framleiða á einfaldan og ódýran hátt, er soyabauna-duft, sem líkist mjög nýmjólk, en það er blandað með vatni. duftið geym ist vel og er auðvelt í meðförum. Þykir drykkur sá, sem úr því er gerður, vera mjólkur ígildi. Barna hjálpin (UNICEF) og Matvæla og landbúnaðarstofnunin (FAO) hafa veitt Indónesíumönnum styrk til þess að koma upp verk smiðju í Djakarta, sem á að vinna soyjabaunaduft til „mjólk ur“framleiðslu. Búizt er við, að framleiðsla hefjist í næsta mún- uði. Á sama hátt hefir FAO veitt styrk til Chile til þess að reisa verksmiðju í Quintero, sem á að vinna fiskimjöl í allstórum stíl. Sú verksmiðja mun taka til starfa í september í haust. A rið sem leið var met- ár hjá Sameinuðu þjóðunum og sjö sérstofnunum þeirra hvað snerti tæknilega aðstoð til van ræktu landanna. Framlög þátt- tökuþjóðanna voru meiri en nokkru sinni fyrr ó einu ári frá því að Tækniaðstoð Sameinuðu þjóðanna tók til starfa 1950. Á árinu lögðu 77 þjóðir fram fé, sem svara til 28,8 milljóna dollara til starfseminnar. 69% fjársins voru notuð til þess að kosta 2346 sérfræðinga, er send ir voru víðs vegar um heim. 18% af upphæðinni voru notuð til námsstyrkja til samtals 2128 styrkþega. Árið 1956 nutu 56 þjóðir og 47 lendur sem ekki eru sjálfstæð ríki, aðstoðar frá Tækniaðstoð- inni. Á þessu sést, að aðstoðinni hefir verið skipt á milli margra. Áherzla var lögð á að hjálpa þeim löndum og lendum, sem mesta þörf hafa fyrir tæknilega aðstoð. Einkum var a.ðstoðinni beint til þeirra þjóða, sem ný- lega hafa öðlazt sjálfstæði og stjórhmálalegt fullveldi. Hin síð- ari ár hefir tækniaðstoð t.d. ver ið aukin til Líbýu, Víetnam, Kam bódíu, Laos, Súdan, Túnis, Mar- okkó og Ghana. Aðstoðin til þessara landa var þrefölduð á árunum 1954—1956, og er í ráði að auka hana enn til muna. Tækniaðstoð Samein- uðu þjóðanna til vanyrktu land- anna er greidd með frjálsum framlögum frá meðlimum Sam- einuðu þjóðanna. í ár munu um 80 þjóðir leggja fé af mörkum, og eru þegar fengin loforð fyrir samtals 30,8 milljónum dollara. 30 þjóðir hafa aukið framlög sín miðað við framlög fyrri ára. Þrátt fyrir þetta ráða S.Þ. ekki yfir nægjanlegu fé til þess að hægt sé að veita alla þá tækni- aðstoð, sem um er beðið. Þegar athugað er hvaða lönd það eru, sem njóta tækniaðstoðar innar, kemur í ljós, að hún skipt ist á eftirfarandi hátt milli heims- álfa: 32% aðstoðarinnar eru veitt þjóðum í Asíu, 28% fara til þjóða í Suður-Ameríku og 19,6% renna til landanna við austanvert Mið- jarðarhaf Af þeim 2346 sérfræð- ingum, sem sendir voru út af örkinni í fyrra, voru 465 á veg- um Tækniaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, 726 á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), 435 á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) 284 á vegum UNESCO. Al- þjóðavinnumálastofnumn sendi út 289 sérfræðinga. Á vegum Al- þjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) voru 102, á vegum Veður fræðistofnunarinnar (WMO) 25 og á vegum Alþjóðafriðar- sambandsstofnunarinnar (ITU) voru 20 sérfræðingar. Hið mikla umfang Tækniað- aðstoðar Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra má greina af því, hvert sérfræðingarnir voru sendir, og hvaðan þeir komu. fs- lenzkur fiskifræðingur var send- ur til Indlands. Sérfræðingur í avaxta og grænmetisrækt frá ísrael kenndi bændum í Guate- mala. Sænskur handverksmaður kenndi starfsbræðrum sínum á Ceylon. Finnskur skógræktar- fræðingur fór til Chile og Ind- lands að beiðni yfirvaldanna þar. Sex danskir landbúnaðarfræði- kandidatar voru sendir til Ceylon, írlands, íraks, Chiie, Kolombíu og El. Salvador til að kenna land- búnað og miðla af reynslu Dana í þeim efnum. v . v eittir voru 2128 nams- og ferðastyrkir til manna er ferð uðust til annarra landa til þess að fullnuma sig í iðn sinni. Þessir menn komu frá samtals 88 lönd um. Námsferðir voru skipulagðar fyrir bændur, iðnaðarmenn og aðrar stéttir manna frá van- ræktu löndunum. Þannig voru t.d. 10 raffræðingar frá Austur- Asíuþjóðunum við nám í Banda ríkjunum, og í Sovétríkjunum og öðrum Evrópuríkjum. í Danmörku voru haldin nám- skeið fyrir fólk frá Burma, Ind- landi og Thailandi í meðferð mjólkur og mjólkurafurða. Og þannig mætti lengi telja. A lþjóðaheilbrigðismála stofnunin (WHO) hefir flutt um dæmisdeild sína fyrir Evrópu til Kaupmannahafnar. Þessi skrif- stofa var áður í Genf. Danska stjórnin veitti skrifstofunni hús- næði í nýju húsi, er hún hefir látið byggja í þessum tilgangi. H.C. Hansen, forsætis- og utan- ríkisráðherra Dana opnaði skrif- stofuna þann 15. júní. Forstöðumaður skrifstofunnar er dr. P. van de Calseyde,- holl- enzkur maður. Reknetjaveiðar haf nar á Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 3. júlí. — Núna í vikunni byrjuðu 8 bátar reknetja- veiðar. Aflinn hefur verið tregur, en er nú heldur að glæðast. Einmuna veðurblíða hefur ver- ið hér upp á síðkastið og heyskap- ur almennt byrjaður í nágrena- inu. Grasspretta er mjög góð, — Fréttaritari. UN Myndin er af fundi í Gæzluverndarráði S.Þ., en það hefur umsjón með þeim löndum, sem eru á leið til sjálfstæðis undir umsjón einhvers af meðlimaríkjunum. Það var þetta ráð, sem ákvað, að Ghana skyldi hljóta sjálfstæði i marz sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.