Morgunblaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. júlí 1957 MORGVyBl'AÐlÐ 8 Eitt af litlu bifhjólunum á sýningunni. Mikil vörusýning opnuB á morgun Tilkynninff til viðskiptomanna Þegar nýja símstöðin í Reykjavík verður tekin í notkun verða símanúmer vor þessi: 2-43-90 Afgreiðslan á Reykj avíkurflugvelli (olíupantanir) 2-43-80 Aðalskrifstofan, Sambandshúsinu 1-19-68 Benzínafgreiðsla og smurstöð, Hafnarstræti 23 1 -83 - 20 Olíustöðin, Örfirisey 1-83-20 Olíustöðin. Örfirisey (bryggjan). 5-00-57 Olíustöðin, Hafnarfirði (olíupantanir) Verður í porfi Austurbœjarskólans AMORGUN verður opnuð hér 1 bæ vörusýning sem Tékkó- slóvakía, Austur-Þýzkaland og Rúmenía standa að. Verður sýning þessi í porti Austurbæjarbarnaskólans, en unnið hefir verið við það að undanförnu að byggja yfir portið og koma sýningunni þar fyrir. Vörusýning þessi stendur til 21. júlí. Fréttamaður Mbl. átti í gær stutt viðtal við auglýsinga- og upplýsingastjóra tékknesku sýn- ingarinnar, Zednék Reiser, og gekk með honum um sýningar- svæðið. Svæði tékknesku sýning- ardeildarinnar er langstærst, 1200 fermetrar, og sýna þar 8 deildir útflutningsverzlunarinnar tékknesku, en alls eru þær 18 talsins. Þarna sýna margar stærstu déildirnar, svo sem Moto- kov (bilar, vélar) Strojexport og Glassexport (glös og glervarn- ingur). Þar sýna mörg þekkt firmu, m. a. sýna Skodaverk- smiðjurnar þarna 4 bíla. Þá má og sjá þarna lítil bifhjól, hús- gögn, keramik, rafmagnsvélar og skipsvélar, rafmagnslyftur litlar til nota við uppskipun og margt fleira. Tékkneska sýningin var öll undirbúin í Prag, og undanfarn- ar vikur hafa 9 verkamenn tékk- neskir unnið við að setja hana upp. Allmikil upplýsingastarfsemi er rekin í sambandi við sýning- una, og nákvæmar upplýsingar gefnar um viðskipti við Tékkó- slóvakíu og hin tvö löndin sem þarna sýna. Hefur verið gefin út bók mjög myndskreytt á ís- lenzku í tilefni af sýningunni, er skýrir frá högum Tékka og fram- leiðslu þeirra. Austur-þýzka deildin er einnig nú í undirbúningi, en rúmenska deildin verður aðeins upplýsinga- deild. Virðingarfyllst, OLÍUFÉLAGIÐ HF. HIÐ ÍSLENZKA STEINOLÍUHLUTAFÉLAG M afráðskonu vantar á oliustöð B P í Laugarnesi, til þess að leysa af vegna sumar- leyfis. — Upplýsingar i síma 6690 „Eg er ekki mannœta” segir Horslad í svari til Gromykos á milli klukkan I og 5. RÓMABORG: — Eins og kunn- ugt er af fréttum, kallaði Grom- yko, utanríkisráðherra Rússa, blaðamenn á fund fyrir nokkru cg réðist á það, sem hann kallaði stríðsæsingaræður Norstads, yfir- manns Atlantshafsbandalagsins. Þá kallaði hann hershöfðingjann „mannætu og hermangara", auk nokkurra annarra viðurnefna sem hsmn gaf honum. Nú hefur Norstad svarað ásök- unum utanríkisráðherrans og getur þess m.a., að hann sé ekki mannæta. Þá segir hann enn- fremur: „Ég óska eftir fram- kvæmd afvopnunar jafnmikið og hver annar og það er einlæg von mín, að umræðurnar um afvopn- unarmálin í Lundúnum leiði til þess, að við getum afvopnazt stig af stigi án þess þó að þurfa að hætta öryggi okkar og frelsi. Ferðir Orlofs og BSÍ FÖSTUDAGINN 5. júlí hefst 3ja daga ferð um Skaftafellssýslu. — Ekið um Vík í Mýrdal, Kirkju- bæjarklaustur og Kálfafell. Laugardag kl. 1,30 lagt af stað 1 hringferð um Suðurnes. Farið verður að Höfnum, Sandgerði, Keflavík og Grindavík. Síðdegis- kaffi í Flugvallarhótelinu. Laugardaginn 6. júlí hefst 7 daga sumarleyfisferð til Norður- og Austurlands. Gist á hótelum. Fararstjóri Brandur Jónsson. Lagt af stað í 10 daga ferð þann 16. um Kjöl, Mývatnssveit, Snæfell, Hallormsstað, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsafellsskóg, Uxa- hryggi. RAFMAGNSVERKFÆRI FRÁ ZWENKAUER MASCHINENFABRIK ZWENKAU — A ustur-Þýzkalandi í heildsölu og umboðssölu til verzlana og innflytjenda. Einkaumooösiueim á íslandi: K. ÞORSTEINSSON & CO. Umboðs- og heildverzlun, Vesturgötu 5 sími — 1 93 40 Notendur athugið JOHAN RÖNNI.NG HF. raftækjavinnustofa hefur tekið að sér að annast allar viðgerðir á tækjunum, og hefur varahluti á lager.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.