Morgunblaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Austan gola og suðaustan gola þykknar upp síðdegis. omwttMaliitiíi S.U.S.-síða S já bls. 14. 147. tbl. — Föstudagur 5. júlí 1957 Tómas Jónsson skip- aður horgarlögma&ur Gunnlaugur Péfursson borgarritarí og Páll Líndal skritstofustjóri og varaborgarritari AFTJNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær lágu fyrir tillögur bæjarráðs um að Tómas Jónsson yrði samkv. eigin ósk leystur frá borgarritarastörfum. Lagði bæjarráð tU að hann yrði skipaður borgarlögmaður, en það er nýtt starf. Bæjarráð lagði einnig til að Gunnlaugur Pétursson yrði skipaður borgarritari og Páll Líndal varaborgarritari og skrifstofustjóri borgarstjóra. Voru þessar til- lögur bæjarráðs allar samþykktar á bæjarstjónarfundinum. STARF BORGARLÖGMANNS Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri gerði grein fyrir tillögun- um. Gat hann þess að Tómas Jónsson hefði hafið starf sitt sem borgarritari fyrir rúml. 23 árum, árið 1934. Hann hefði gegnt um- Tómas Jónsson fangsmiklu og erilsömu starfi af sérstakri samvizkusemi og dugn- aði, enda öllum bæjarfulltrúum kunnugt að hér væri um óvenju- legan hæfileikamann að ræða. Síðari ár hefði orðið ljóst, að starf borgarritara væri orðið svo umfangsmikið, að ekki væri á eins manns færi. Málin hefðu nú svo ráðizt að Tómas Jónsson hefði óskað eftir að fá lausn frá starfinU. I mörgum borgum ná- grannalandanna störfuðu sér- stakir lögfræðilegir ráðunautar með bæjarstjórn og borgarstjór- um, og eftir athugun á þeim störfum, sem undir borogarritara embættið falla, var talið rétt að stofna hér einnig embætti borg- arlögmanns. Annaðist hann mál- flutnmg fyrir bæjarfélagið, semdi Gunnlaugur Pétursson lögfræðilegar álitsgerðir, annað- ist samningagerðir fyrir bæinn, en hefði auk þess forstöðu trygg- ingarmála bæjarins á sinni hendi, en Tómas hefði að undanförnu haft sérstakt eftirlit á hendi með þeim málum. Væri því vel ráðið að Tómas Jónsson tæki við þessu nýja starfi. Vottaði borgarstjóri síðan Tómasi þakkir fyrir ágætt starf, um leið og hann tæki við hinu nýja starfi sínu. Óskar Hallgríms son færði Tómasi einnig beztu þakkir fyrir gott samstarf á liðn- um árum, af hálfu Alþýðuflokks- manna í bæjarstjórn. BORGARRITARI OG SKRIFSTOFUSTJÓRI Þá gat borgarstjóri þess að við störfum borgarritara tæki Gunn- laugur Pétursson, sem fyrir tæpu ári hefði verið falið að gegna starfi borgarritara í veikindafor- föllum Tómasar. — Ætti Gunn- laugur langan feril að baki sér í utanríkisþjónustunni, og það ár sem hann hefði starfað hjá bænum hefði hann reynzt með starfhæfustu mönnum, sem bærinn hefði fengið í þjónustu sína. Páll Líndal fulltrúi á skrif- stofu Reykjavíkurbæjar var sett- ur skrifstofustjóri borgarstjóra Páll Líndal. í fyrra er Tómas Jónsson fékk leyfi frá störfum. Nú var hann skipaður í þá stöðu og einnig gert það nýmæli að skipa vara- borgarritara, og gegnir Páll einn- ig þeirri stöðu. Páll hefur starfað hjá bænum í nokkur ár, sagði borgarstjóri og reynzt með ágæt- um vel. Útsýn frá Hjálparfossi. í baksýn er Búrfell Mikil þátttuku í snmarferð Varðar MIKILL áhnigi er á skemmti- ferð Varöar, sem farin verður næstkomandi sunnudag utn Ár- nesþing. Er það líka mjög að von- um. Farið verður um hin fegurstu héröð og merkustu sögustaði. Fólk fýsir mjög að koma í Þjórs- árdalinn og sjá þar hina sérstæðu náttúrufegurð. Svo og verður fróðlegt að sjá rústirnar í Stóng. Þessar fornleifar verða útskýrðar fyrir ferðafólkinu. Gert er ráð fyrir að komið verið í Álfaskeið, hinn fagra og rómaða skemmtistað Árnesinga. Margir eru svo þeir, sem hafa gaman af að koma í Skálholt og sjá þar hina nýju dómkirkju stað arins, sem nú er verið að reisa Frekari aðgerða beðið FUNDUR dciluaðila í far- mannadeilunni stóð til kl. nær því 5 í gærborgun. Enginn árangur náðist á fundinum. Allákveðnar fregnir eru á lofti um það að miðlunartillaga sé i uppsiglingu, en samningaum- leitanir í fyrrakvöld og fyrri- nótt, hafi sýnt að þær tillög- ur sem samninganefndin hafði hugsað sér væru ekki vænleg- ar til árangurs. Sú skýrsla af hálfu ríkis- stjórnarinnar sem menn bjugg ust við eftir ummæli Tímans fyrir skemmslu, hefur ekki enn þá birzt og bíða menn nú frekari aðgerða ríkisstjórnar- og önnur mannvirki. Þá verður farin fegursta leiðin frá Skál- holti til Reykjavíkur um Gríms- nes, upp með Sogi og umhverfis Þingvallavatn. Mikil viðbúnaður er hjá Varð- arfélögum við undirbúning fararinnar. Er allt gert til að að ferðin megi verða hin ánægju legasta. Með í förinni verður Nýr forstöðumaður Ahaldalmssins Á FUNDI bæjarráðs í gær var samþykkt að fela Birni Árna syni vélaverkfræðingi að hafa með höndum fyrst um sinn for- stöðu Áhaldahúss bæjarins. Hann hefir starfað þar í tvö ár. Tekur hann við störfum af Sigmundi Halldórssyni arkitekt, sem tók við starfi byggingafull- trúa af Sigurði Péturssyni, er baðst lausnar frá starfi vegna heilsubrests. kunnugur leiðsögumaður. Þá verð ur og með kvikmyndatökumaður og læknir. Þegar eru seldir um 300 far- miðar, en sala heldur áfram í dag í skrifstofu félagsins í Sjálfstæð- ishúsinu til kl. 7 e.h. — Fráteknir farmiðar óskast sóttir í dag. Hlé á fundum bæjarstjórnar Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í gær bar Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri fram tillögu um það að síðari fundur bæjar- stjórnar í júlí og fyrri fundur í ágúst yrðu felldir niður svo sem jafnan hefur verið venja. Var þessi tillaga borgarstjóra samþykkt samhljóða, og er sum- arleyfi bæjarstjórnar því hafið. BÍLDUDAL, 2. júií. — Nokkrir trillubátar stunda nú færaveiðar héðan. Hefur afli verið f.emur tregur. Undanfarna daga hefur ekki gefið á sjó vegna storms. Rækjuveiðar liggja nú niðri um tíma. — Friðrik. Gangbrautir gerðar ineð ellefu götum Dregið úr slysahœftu gangandi fólks í GÆR samþykkti bæjarráð á fundi sinum tillögur umferðar- nefndar um að gerðar verði hið skjótasta gangbrautir við 11 göt- Síld á mjög stóm svæði í gærkvöldi SÍLDIN lét ekki á sér standa, því um leið og komið var veiðiveður á vestursvæðinu, í gærkvöldi, bárust fyrstu síldar- fregnirnar til Siglufjarðar. Það var um klukkan 7. — Það var um líkt leyti sem vélbáturinn Jón Finnsson fékk góðan afla í tveim köstum, og síldarleitarflugvélin tilkynnti, að síldin væri uppi. Á þeim slóðum sem flugvélin sá síldina og þar sem Jón Finnsson var, voru þá fá skip. Flotinn var dreifður yfir mikið svæði. 1 allt gærkvöld voru stöðugt að berast fregnir af meiri og meiri síld á stærra og stærra svæði og á miðnætti hermdu fregnir, að síldin væri á svæði, allt frá Kol- beinsey og vestur á Stranda- grunn. Á Austursvæðinu var stinningskaldi í gærkvöldi og síldarflugvélin hafði ekki séð neina síld þar. — Síldin á vest- ursvæðinu var sögð vera á belti 60—80 mílur út frá landi. Um miðnætti í nótt er fregn þessi er skrifuð, var talið full- víst, að nokkur veiði hefði ver- ið í gærkvöldi og voru taldar góðar veiðihorfur í nótt. Einn bátur, Grundfirðingur, var á leið til lands og var með síld til sölt- unar 600 tunnur. Jón Finnsson var einnig á leið til lands með 450 tunnur. Munu skipin bæði reyna að fá þessa síld saltaða þar eð sjómönnunum virtist hún vera söltunarhæf. Já, það má búast við góðum fréttum af síldarflotanum með morgninum, sagði síldarleitin á Siglufirði í gærkvöldi. ur í úthverfum bæjarins. Verða þessar gangbrautir gerðar til ör- yggis fyrir gangandi fólk í um- ferðinni, þar sem götur eru ekki fullgerðar. Er með gerð gang- brautanna dregið úr slysahættu á þessum götum. Bæjarráð fól bæjarverkfræð- ingi framkvæmdir málsins. Byrjað verður á gerð gang- brauta með þessum götum: 1. Miklabraut 2. Reykjanesbraut 3. Langahlíð 4. Suðurlandsbraut 5. Nesvegur 6. Borgartún 7. Sundlaugavegur 8. Langholtsvegur 9. Stórholt 10. Eskihlíð 11. Njarðargata Jafnframt verður aðstaða gang andi fólks á Miklubraut frá Stakkahlíð að Eskihlíð og á Hofs- vallagötu bætt með lögn umferð- arsteina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.