Morgunblaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐ1Ð
Föstudagur 5. júlí 1957
A
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
73 i
hana — hann tók á móti börn-
unum, eftir því sem Rabbit sagði
mér. Og frú Hamilton annaðist
hana, meðan hún lá á sæng.
Hvers vegna skreppurðu ekki
til þeirra og færð hjá þeim ná-
kvæma lýsingu?“
„Ég held næstum að þú ættir
að halda stjörnunni eftirleiðis",
sagði Horace. — „Þetta var hrein
asta snjallræði. Ég fer þangað
undir eins“.
„Viltu að ég geri nokkuð sér-
stakt á meðan?“
„Ég vil bara að þú gætir þess,
að hann strjúki ekki í burtu —
eða vinni sjálfum sér tjón. Skil-
urðu það? Vertu varkár.
2.
Um miðnættið steig Horace
upp í flutningalest í King City.
Hann sat frammi í vagninum hjá
lestarstjóranum og kom til Salin-
as í dögun.
Salinas var aðseturstaður hér-
aðsstjórnarinnar í Monterry-fylk
inu og ört vaxandi borg. íbúatal-
an var brátt orðin 2000. Það var
stærsta borgin á milli San Jose og
San Luis Obispo og öllum var
ljóst að hennar beið glæsileg
framtíð.
Horace gekk frá Southern Paci
fic brautarstöðinni og byrjaði á
því að skreppa inn í veitingahús,
til að f ásér einhvern morgun-
verðarbita. Hann viidi líka síður
ónáða héraðsfógetann svo árla
dags og gera honum gramara í
geði, en nauðsynlegt var.
Inni í veitingahúsinu rakst
hann á hinn unga Will Hamilton,
sem var í spánnýjum fötum og
hinn glæsilegasti útlits. Horace
tók sér sæti við borðið hjá hon-
D-
—□
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□-----------------------□
u.m: — „Hvað er að frétta, Will?
Hvernig gengur það?“
„Alveg prýðilega, þakka þér
fyrir?“
„Ertu hér í viðskiptaerindum?"
„Já, ég þarf að ljúka hér smá
erindum“.
„Þú gætir kannske tekið mig í
þína þjónustu, svona einhvern-
tíma seinna?" Horace fannst það
dálítið skrítið að tala þannig við
svo ungan mann. En Will Ham-
ilton var óvenjulega efnilegur
maður og allir vissu að brátt
myndi hann verða mikill áhrifa-
maður í héraðinu.
„Það væri mér sönn ánægja,
Horace. Annars hélt ég að þú
mættir engan tíma missa frá bú-
skapnum".
„Ég væri fús til að leigja jörð-
ina, ef mér byðist eitthvert sæmi
legt starf“.
Will laut fram yfir borðið: „Þú
veizt það sjálfur, Horance, að við,
sem búum í þessu héraði, erum
mjög hafðir útundan. Hefur þér
aldrei dottið í hug, að bjóða þig
fram?“
„Hvað áttu við?“
„Jú, þú ert undir-fógeti. Hefur
þú ekki hugsað þér að sækja um
héraðsfógetastöðuna?“
Ja, nei, eiginlega ekki“.
„Jæja, en hugsaðu nú betur um
það. Og minnztu ekki á það við
nokkurn mann. Ég heimsæki þig
svo eftir tvær, þrjár vikur og þá
getum við rætt málið ýtarlega.
En nefndu það bara ekki við
nokkurn lifandi mann“.
„Ég skal hugsa um það, Will.
Annars er ekkert út á héraðsfó-
getann okkar að setja. Það er á-
gætasti maður í alla staði“.
„Já, ég veit það. En það kemur
samt ekkert málinu við. King
City þarf að fá sinn eigin fógeta.
Við höfum ekki eitt einasta yfir-
vald í þessari borg“.
„Já, ég veit hvað fyrir þér vak-
ir. Ég skal hugsa um það. Já, vel
á minnzt. — Ég skrapp heim til
foreldra þinna í gær.
Will varð sviphýr: — „Nei,
gerðirðu það? Hvernig leið
þeim?“ f
„Ágætlega held ég. Þú veizt
pabbi þinn er alveg óvenjulega
léttlyndur og gamansamur mað-
ur“.
Will hló: — „Já, hann lét okk-
ur hlæja öll uppvaxtarárin“.
„En hann er líka gáfaður og
hugmyndaríkur maður, Will.
Hann sýndi mér alveg nýja gerð
af vindmyllum, sem hann hefur
sjálfur fundið upp — sú sniðug-
asta uppfinning sem ég hefi
nokkurn tíma séð“.
„Oh, hjálpi mér nú allir heil-
agir“ .hrópaði Will. — „Ætlar
hann nú að fleygja peningum sín-
um í eitt einkaleyfið. Það er nú
hans stóri galli“.
„Og samt myndir þú ekki kæra
þig um að hann væri neitt öðru
vísi en hann nú er, eða heldurðu
það?“
„Nei, það veit sá sem allt veit“,
sagði Will brosandi. „Jæja, þú
hugsar svo um þetta, sem ég
sagði áðan“.
„Já, já. Það skal ég gera“.
„Og minztu ekki á það við
r.okkurn mann“, bætti Will við.
Starf héraðsfógetans var hvorki
auðvelt né vandalaust og hvert
það hérað, sem hitti á að velja
góðan fógeta úr mannmörgum
hóp umsækjenda, var sannarlega
heppið. Það var flókið starf. Hin-
ar augljósustu skyldur héraðs-
fógetans — að þjóna lögunum og
vernda frið og rétt — voru eng-
an vegin þær mikilvægustu.
Að vísu var fógetinn fulltrúi og
formælandi hins vopnaða valds í
héraðinu, en í byggðarlagi, þar
sem einstaklingshyggjan var
sterk og útbreidd, varð starfstími
ruddalegs og heimsks héraðs-
fógeta aldrei langur. Hvarvetna
voru landamerkjadeilur, fjöl-
skylduerjur, barnsfaðernismál o.
fl. o. fl. og allt þetta varð að út-
kljá án vopna. Það var einungis
þegar öll önnur ráð brugðust, að
góður héraðsfógeti framkvæmdi
fangelsanir. Bezti fógetinn var
ekki bezti bardagamaðurinn,
heldur bezti málamiðlarinn, sátta
semjarinn. Og Monterrý-héraðið
hafði góðan fógeta, sem hafði m.
a. þann. ágæta eiginleika, að
skipta sér af því einu, er honum
kom eitthvað við.
Horace hélt til fógetaskrifstof-
unnar í gamla héraðs-fangelsinu
klukkan rúmlega níu. Þeir tók-
ust í hendur og ræddu svo stund-
arkorn um veðurfar og uppskeru,
áður en Horace hafði safnað nógu
miklum kjarki, til að víkja að er-
indi sínu.
„Jæja, sir“, sagði Horace loks.
— ,.Ég varð að leita á yðar fund
til þess að biðja um ráðlegging-
ar“. Og svo sagði hann sögu sína
eins nákvæmt og hann frekast
gat, — sagði frá því hvað þessi
_ og hinn hefði sagt, hvernig þessi
' °S hinn hefðu litið út og hvenær
þetta óg hitt hefði gerzt — allt.
Eftir stundarkorn lokaði hér-
aðsfógetinn augunum og spennti
greipar. Öðru hverju gaf
hann til kynna eftirtekt sína
með því að opna augun, en sagði
ekki eitt einasta orð.
„Og þarna stóð ég gersamlega
ráðþrota“, sagði Horace. „Ég gat
ekki með nokkru móti fundið það
Ný íslenzk hljómplata:
Erla Þorsteinsdóttir
syngur:
TVÖ EIN í TANGO (Tango for toj
SOF LÍNA (Bamhsno)
Undirleik annast 12 manna hliómsveit
Jörn Grauensards
ODEON
Heildsala — Smásala — Póstsendum
FÁLKINN HF.
—hljómplctudeild —
D K 1428
THANK HSAVEH,
THEY'VE EVEN
LíðHTED mv
runway/ .
M A R K Ú S F.ftir Ed Dodd
1 og 2)
Hallur.
Hún kemur þarna,
3) Guði sé lof. Þeir hafa einn-
ig kveikt bál við brautina.
út hvað raunverulega hafði gerzt.
Ég gat jafnvel ekki fengið neinar
upplýsingar um útlit konunnar.
Það var Julius Euskadi sem stakk
upp á því, að ég færi og fyndi
Samúel Hamilton að máli“.
Héraðsfógetinn hreyfði sig lít-
illega, krosslagði fæturna og hugs
aði málið: — „Og haldið þér að
hann hafi myrt hana?“
„Já, í fyrstu hélt ég það helzt.
En hr. Hamilíon eyddi alveg
þeim grunsemdum mínum. Hann
fullyrti að hr. Trask myndi ekki
geta gert flugu mein, hvað þá
drepið mann“.
„Það getur hver einasti mað-
ur“, sagði fógetinn.
„Hr. Hamilton sagði mér líka
margt skrítið um hana. Þegar
hann var t.d. að taka á móti börn
unum hennar, beit hún hann í
hendina. Þér ættuð bara að sjá
það — líkast úlfsbiti“.
„Gaf hann yður nokkra lýs-
ingu af manneskjunni?"
„Já, hann gerði það og konan
hans líka“.
Horace tók blað upp úr vasa
sínum og las upp mjög nákvæma
lýsingu af Cathy. Þegar lestrin-
um lauk, andvarpaði héraðsfóget
inn: — „Höfðu þau bæði tekið
eftir örinu?“
„Já, já. Og þau sögðu bæði, að
stundum yrði það dekkra en
venjulega".
Héraðsfógetinn lokaði aftur
augunum og hallaði sér aftur á
bak í stólnum. Svo rétti hann
sig skyndilega upp, dró eina skrif
borðsskúffuna út og tók þar upp
viskíflösku: — „Fáið yður sopa“,
sagði hann.
„Já, þökk fyrir. Skál“. Horace
þurrkaði sér um munninn og rétti
fógetanum flöskuna. — „Hefur
yður nokkuð dottið í hug?“,
spurði hann.
Héraðsfógetinn tók sér þrjá
væna sopa, setti tappann í flösk.
una og lagði hana niður í skúff-
una aftur, áður en hann svaraði
spurningunni. — „Héraðið okkar
er mjög rólegt _og reglusamt",
sagði hann. — „Ég hefi duglega
lögregluþjóna, rétti þeim hjálp-
arhönd, þegar þeir þarfnast þess
og þeir veita mér aðstoð, þegar
ég hefi þörf fyrir það. Salinas er
vaxandi borg og hingað liggur
stöðugur straumur aðkomu-.
SHUtvarpiö
Föstudagur 5. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Létt lög (plötur). 20.30 „Um
víða veröld“. — Ævar Kvaran
leikari flytur þáttinn. 21.15. Al.
þjóðasamtök stúdenta í Reykja.
vík: Viðtöl og frásagnir (Friðrik
Ólafsson skákmeistari o. fl.). 21,
40 Tónleikar (plötur). 22.10 Garð
yrkjuþáttur: Eyðing illgresis
(Agnar Guðnason, ráðunautur),
22.25 Harmonikulög: (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 6. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14.00 Útvarp
frá Austurbæj arbíói: Opnun 2.
vörusýningar Kaupstefnunnar í
Reykjavík. Sýndar tékkneskar,
austur-þýzkar og rúmenskar vör.
ur. a) Tónlist frá aðildarlöndum
sýningarinnar. b) Ávörp og ræð-
ur flytja: Lúðvík Jósefsson, við-
skiptamálaraðherra, Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri, Gunn-
ar Guðjónsson, form. Verzlunar.
ráðs íslands, Jaroslav Zantowsky
sendifulltrúi Tékkóslóvakíu, dr.
Kugel fulltrúi Verzlunarráðs
Austur-Þýzkalands og frú
Martha Abraham forseti Verzl-
unarráðs Rúmeníu. 13.30 Einsöng
ur: Karl Erb syngur (plötur).
20.30 Tónleikar (plötur). 20.45
Upplestur: Helgi Skúlason leik-
ari les smásögu. 21.05 Tónleikar:
(plötur). 21.45 Leikrit: „Skradd-
araþankar frú Smith“ eftir Leon-
ard White — Valur Gíslason
þýddi og staðfærði. — Leikstjóri
Valur Gíslason. 22.10 Dacnslög
(plötur). 24.00 Dagskrálok