Morgunblaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 2
2 M6RGVNBL4ÐIÐ Miðvikudagur 10. júlí 1957 P5íPSfSpppPf?5?!| Vaðalfjöll í Reykhólasveit í Barðastrandasýslu. sýni í sjö sýslur landsins. Af þeim er út- Ferðafélagið efnir til ferðar um Vesftfirði Eins dags skemmlisigling um Isafjðrðardjúp FRAMUNDAN er nú mesti ferðatími ársins og fara stórir ferða- mannahópar úr bænum um hverja helgi. Ferðafélag íslands efnir til sex ferða um næstu helgi. Meðal þeirra er átta daga ferð um Vesturland. 1 vesturferðinni, sem hefst hinn 11. júlí næstk. verður ekið vestur Dali, út Barðastrand- arsýslu til Patreksfjarðar. Þaðan til Bíldudals, yfir í Dýrafjörð um önundarfjörð vestur í ísafjarðar- djúp. Einn dag verður siglt um Djúpið og komið í Vigur og Æðey, Reykjanes og Kaldalón. Síðan verður farið með bílum yfir Þorskafjarðarheiði til Reyk- hóla og síðan heim. Komið verð- ur um Uxahryggi og Þingvöll til Reykjavíkur. 13. júlí verður farin ferð um Kjalveg og Kerlingarfjöll. í þeirri ferð verður gist í sæluhúsum félagsins við Hagavatn, Hvítár- vatn, Kerlingarfjöli og á Hvera- völlum. Gert er ráð fyrir að geng- ið verði á Langjökul, í Kerlingar- fjöll, í Þjófadali og á Strýtur í Kjalhrauni. Á laugardaginn verður efnt til fjögurra eins og hálfs dags ferða, eru þær á Tindafjallajökul, í Landmannalaugar, á Þörsmörk og til Hveravalla og Kerlingarfjalla. Eins og venja er verða kunnug- ir fararstjórar með í öllum ferð- unum. . Yfir 70 erlendir skdksnillingnr komn hingnð í kvöld til keppni Alþióðaskákmót stúdenta hefst á morgan IDAG síðdegis, koma hingað flugleiðis margir af beztu skák- mönnum heims og flestir þeir beztu af hinum yngri skák- mönnum. Verða þeir hér þátttakendur í 4. heimsmeistarakeppni stúdenta í skák, en mótið hefst hér á morgun. Verður það sett ki. 2 í hátíðasal Háskólans, en fyrsta umferð tefld sama kvöld kl. 7—12 í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en þar fer keppnin fram. kvað sterkustu sveitirnar senni- lega vera Rússa, Búlgara og ís- lendinga, en þó kvað hann erfitt að spá. — Hann lét í ljós á- nægju yfir góðri þátttöku, t.d. landanna tveggja sem nú koma í fyrsta sinn. * 14 ÞÁTT’fÖKUÞJÓBIR Þegar er vitað um þátttöku eftirtalinna landa: Rússland, Ung verjaland, Tékkóslóvakía, Búlg- aría, Rúmenía, Austur-Þýzka- land, Danmörk, Svíþjóð, Finn- land, Bretland, Equador, Banda- ríkin, Mongólía og ísland. Sqmir keppenda eru komnir t.d. Banda- ríkjamenn. Equador og Mongólía eru nú meðal þátttökulanda í fyrsta sinn. Teflt verður í einum riðli og gerir það mótið mjög spennandi. Hver sveit er skipuð fjórum mönnum, en sérhver þjóð kemur með varamenn og er ein þátttöku sveitin sem hingað kemur t.d. skipuð 9 mönnum! Flestir skák- mannanna er koma, eru kunnir skákmenn, sumir heimsfrægir. Nefna má dr. Filip (Tékki), Spassky og Tal (Rússar), Bent Larsen, Friðrik Ólafsson, Padev- sky Búlgaríu, Benkö Ungverjal. Allir þessir (að Tal undanskild- um) tefla á 1. borði og keppnin þar verður stórmót út af fyrir sig og mun hver þeirra hafa full- an hug á sigri. Keppt er um marga verðlauna gripi, sem nú eru til sýnis í m Þýzk ópeinsöngkona syngur á vegum Tónlistariélagsins Dr. Franz Mixa annasf undirleik NÆSTKÖMANDI fimmtudag og laugardag kl. 7, heldur Tón- listarfélagið tónleika fyrir styrktarfélaga sína í Austurbæjar- bíói. Eru hér staddir tveir listamenn, dr. Franz Mixa, sem margir fslendingar þekkja frá því er hann dvaldist hér fyrir tæpum 30 árum og kona hans frú Herta Töpper, sem undanfarin 5 ár hefur verið aðalsöngkonan við Múnchen-óperuna. Ræddu fréttamenn við þau hjónin í gær ásamt Ragnari Jónssyni og Birni Jónssyni. Söngkonan, frú Herta Töpper hefur s.l. 5 ár verið aðalsöng- konan við Múnchen-óperuna og á s.l. ári söng hún í óperunni í 70 kvöld. — Þá hefur frúin sem hefur altrödd sungið inn á fjöl- margar plötur. Á efnisskránni á tónleikunum á fimmtudaginn og laugardaginn eru verk eftir Branms, Schubert, Mixa, Wolf, Saint-Saens, Thomas, syngja á 15 hljómleikum í sam- bandi við tónlistarhátíðina sem hefst í Múnchen 15. ágúst. Dr. Franz Mixa kom hingað til lands 1929 til að vinna að undir- búningi alþingishátíðarinnar. Hann er vel þekktur tónlistarmað ur og hefir um langt skeið verið skólastjóri tónlistarskólans í Gratz. Hann er jafnframt einn af stofnendum tónlistarskólans hér og Bizet, Undirleik á hljómleik- í Reykjavík og fyrstu 8 árin var Dr. Franz Mixa unum annast dr. Mixa. Þau hjónin koma hingað í sum- arleyfi sínu og ætla að ferðast um landið um þriggja vikna skeið, en söngkonan verður að vera komin út til Múnchen fyrir mánaðamótin, þar sem hún á að Fjölmennasta skáta- mótinu lokið Á SUNNUDAGINN kl. 4 sleit dr. Helgi Tómasson skátahöfðingi Is- lands móti skáta á Suðvestur- Landi, sem þá hafði staðið í Botns dal í Hvalfirði í 4 daga. Þátt tóku í móti þessu 440 skátar auk gesta, og mun þetta vera fjölmennasta skátamót sem haldið hefur verið hérlendis. Tókst það mjög vel. Gengið var á flest fjöll í ná- grenni við mótsstaðinn, m. a. Súlur og Þyril, farið í leiki, úti- legur, margs konar skátakeppn- ir og setið við varðelda og sung- ið. Þá voru og sýningar á mót- inu. Mótsstjóri var Páll Gíslason yfirlæknir á Akranesi, en skátar frá Akranesi önnuðust mestallan undirbúning mótsins. Ágætisveður var alla móts- dagana hann einn af aðalkennurunum við skólann og réð: hann hingað tvo kennara í celló- og fiðluleik, * _ en sjálfur er hann píanó- og tón- fræðikennari. Þá var hann einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Hljómsveitar Reykjavíkur sem segja má að sé undanfari sinfóníu hljómsveitarinnar. Var dr.Mixa aðalstjórnandi hennar fyrstu ár- in. Jafnframt því að vera skóla- stjóri þekkts tónlistarskóla er dr. Mixa þekktur fyrir tónsmíðar sínar og hefur oftlega stjórnað sinfóníuhljómsveitum í heima- landi sínu. DALVÍK, 9. júlí. — Sláttur hófst hér í sveitinni fyrir um það bil þrem vikum. Er grasspretta held- ur léleg vegna þurrkanna og vor- kulda. — FréttaritarL glugga Lárusar Blöndals í Vest- urveri. ★ SETNING — OG KEPPNIN Mótið verður sett í hátíðasal Háskólans á morgun klukkan 2, eins og áður er sagt, og hefst kennin þá um kvöldið og verður teflt hvert kvöld frá kL 7—12 í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Isl. stúdentarnir, sem áður hafa tekið þátt í slíkum mótum segja aðstæður þar betri en þeir áður hafi kynnzt. Er það sannar- léga ánægjulegt að hægt er að bjóða slíkum stórmeisturum í skák, sem hér eru á ferð, aðstæð- ur sem þeir munu minnast. Sýningarborð verða í kennslustofum en teflt verður í sal. Aðgangseyrir verður 15 kr., en 20% afsláttur veittur, ef menn kaupa fyrir allt mót- ið. ísl. framkvæmdanefndin væntir þess að þetta fyrsta alþjóðamót í skák, sem fram fer hér á landi megi á allan hátt fara vel úr hendi og verða þjóð vorri til sæmdar. Heitir hún því á alla unnendur skák- listarinnar, að sækja vel mót ið dag hvern, svo að hinir er- lendu gestir geti af eigin raun sannfærzt um hve áhugi ís- lendinga á skáklistinni er mikill og almennur. ★ ÞAKKLÆTI Form. framkvæmdanefndar, Pétur Sigurðsson, háskólaritari, hafði orð fyrir nefndinni er hún ræddi við blaðamenn. Vildi hann láta í ljós þakklæti til margra stuðningsmanna mótsins t.d. aug lýsenda í leikskrá, skólastjóra Stýrimannaskólans og skólastj. Vélskólans fyrir afnot af heima- vist, skólastj. Matsveinaskólans vegna fyrirgreiðslu um fæði og skólastj. Gagnfr.sk. Austurbæjar fyrir afnot af húsnæði. ★ ÁNÆGÐUR Hingað er kominn Kurt Vogel, fulltrúi alþjóðasambands stúd- enta og á hann sæti í fram- kvæmdanefndinni. Lét hann í ljós ánægju yfir góðum undir- búningi mótsins. Sagði hann að Svíar hefðu líka sótt um að halda mótið, en að ráði hefði orðið að það yrði hér, því hér væri skák- áhugi almennur, jafnvel hvergi jafn nema þá í Rússlandi, og ísl. skákmenn hefðu sýnt svo góðann árangur á mótum að sómi væri af að sækja þá heim. Hann Frú Herta Töpper Nýr hæsfaréttar- lögmaður SÍÐAST í júní lauk Geir Hall- grímsson hdl. flutningi prófmála fyrir hæstarétti og hefir nýlega fengið viðurkenningu sem hæsta- réttarmálflutningsmaður. Geir Hallgrímsson er fæddur árið 1925 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi 1944 frá Mennta- skólanum í Reykjavík, og lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1948 með 1. einkunn. Að af- loknu prófi fór Geir til Banda- ríkjanna og stundaði þar fram- haldsnám í lögfræði og hagfræði um eins árs skeið. Héraðsdóms- lögmaður varð hann 1951. Geir Hallgrímsson er nú yngst- ur lögfræðinga, sem hlotið hafa viðurkenningu sem hæstaréttar- lögmenn. „Brúðuheimil- inu4í vel fagnað á Akranesi AKRANESI, 8. júlí — Brúðu- heimilið eftir Ibsen, var leikið hér í Bíóhöllinni kl. 9 s. 1. sunnu- dagskvöld. Sýndi það leikflokk- ur frá Riksteatret í Osló. Að- sókn var ekki sem bezt. Þóttu þessir norsku gestir okkar leika vel þó leikur Liv Strömsted bæri af. — í leikslok dundi lófatakið við og fararstjóra og aðalleikara bárust blóm. Síðan ávarpaði Ragnar Jóhannesson leikarana á norsku og þakkaði þeim fyrir leiksýninguna og komuna til Akraness. —Oddur. Ferðir Ortofs og B.S.Í. Föstudaginn 12. júlí er lagt af stað í 8 daga orlofsferð um Aust- ur- og Norðurland. Laugardaginn 13. júlí hefst 8 daga sumarleyfisferð um Snæ. fellsnes, Skógarströnd, Klofning og Vestfirði. Þriðjudaginn 16. júlí hefst 18 daga sumarleyfisferð um Hrein- dýraslóðir. Fjallabílar frá Guð- mundi Jónassyni. Laugardaginn 13. júlí hefjast 4 tveggja daga ferðir: í Þórsmörk; um Snæfellsnes; Skógarströnd og Borgarfjörð; í Landmannalaug- ar; í Húsafellsskóg og Surtshelli. Sunnudaginn 14. júlí verða S skemmtiferðir: Farið um sögu- staði Njálu; Hringferð um Borg- arfjörð; farið að Gullfossi, Geysi, Skálholti og á Þingvöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.