Morgunblaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. júlí 1957 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Var&arferðin VARÐARFÉLAGIÐ hefur hin síðari ár haft þann hátt að fara á hverju sumri eina ferð til að skoða merka staði utan Reykja- víkur. S.l. sunnudag var hin ár- lega sumarferð farin. Að þessu sinni var haldið víðs vegar um Árnessýslu og skoðaðar þar sveit ir, náttúrufegurð og mannvirki. Slíkar ferðir undir leiðsögn kunnugra manna eru mikilvægur þáttur félagslífsins. Af ferðinni á sunnudaginn mátti t.d. glögglega sjá, hvílikum auðæfum hin íslenzka gróður- mold býr yfir. Þó eru ann ekki ræktaðir nema smáblettir. Megin- hluti landsins er litt notaður. Þarna er geymdur verðmætur varasjóður fyrir komandi kyn- slóðir íslendinga. Því fer svo fjarri, að nú búi of margir úti á landsbyggðinni, að hitt er sann- mæli, að líf allra yrði miklu létt- ara, ef þar væri meira fjölmenni en nú. Aðalhindrun margra fram fara á þessum slóðum er einmitt fámenni og hin mikla dreifð byggðarinnar. Með auknu fjöl- menni og þéttbýli skapast mögu- leikar til margháttaðra lifskjara- bóta, sem nú er erfitt að koma við. Þá var ekki síður ánægjulegt að hugleiða, þegar menn voru stadd- ir inni á auðnum Þjórsárdals, að skammt þaðan í burtu, i enn geigvænlegri auðn, brýzt fram ónotaður kraftur Þjórsár, er gæti orðið þúsundum til framfærslu. Hér er ekki um tómt mál að tala, heldur raunveruleika. Hvað eftir annað hafa erlendir kunnáttu- menn leitað fyr’’r sér um mögu- leika til virkjunar vatnsafls á þessum slóðum. Ekki hefur úr framkvæmdum orðið og þarf e.t.v. m.a. að breyta íslenzkri lög- gjðf til þess að svo verði. Álita- mál er einnig, hvort ís'lendingar eigi að hafa um slíka stór- framkvæmd samvinnu við er- lenda menn, þannig að þeir verði virkir aðilar eða hvort við eigum að bíða þar til okkur vex svo fiskur um hrygg, að við getum einir ráðizt í framkvæmdirnar einungis með erlendu lánsfé, og með erlendri tæknilegri aðstoð, ef á þarf að halda. Allt eru þetta atriði, sem þurfa íhugunar við og skoða verður án fordóma með það eitt í huga, hvað verða muni þjóðarheild- inni fyrir beztu. Lífsmöguieikarn ir bíða bæði í óyrktri jörðinni og óvirkjuðum fallvötnum. Til þess að nota hina miklu möguleika til hlítar, þarf sam- henta og stórhuga forystu. Einnig að því leyti gera ferðir slíkar sem Varðar sitt gagn. í þeim kynn ast menn ekki einungis landinu heldur og hver öðrum. Þátttak- endur eru ungir og gamlir, börn sem rétt geta gengið, og níræðir öldungar, flestir að vísu einhvers staðar þar á milli. Ferðafólkið er ólíkt að stétt og stöðu, en þótt dagleg störf þess séu mismunandi ríkir þess á meðal andi sem einnar fjölskyldu. 'Siáifstæðis- menn horfa vonglaðir fram í tímann af því að þeir vita að fram tíðin er þeirra. Því fer fjarri, að það sé sann- mæli hjá stjórnarliðum, að Sjálfstæðismenn gleðjist yfir úr- UTAN ÚR HEIMI ] Zhukov hefur í hendi sér aflið, sem skipulagið byggir á H ræðaleysi ríkisstjórnarinnar og vilji auka á örðugleika þjóðfélags ins. Sjálfstæðismenn vita ofurvel, að þjóðunum er þá bezt stjórnað, ef til eru tveir ólíkir hópar, eða flokkar, í landi hverju, sem skipt ast á um að fara með völdin og hver leysir þann vanda, sem hann er líklegastur til að ráða við. Sjálfstæðismenn hafa aldrei hald- ið því fram, að þeim einum væri ig allt gott gefið, og engar aðrar skoðanir en þeirra ættu tilveru- rétt í þjóðfélaginu. Þeim hefur aldrei dulizt, að þær ríkisstjórnir, sem flokkur þeirra átti hlut að, höfðu ekki ráð við öllu, þó að margt færist þeim vel. Því meiri verða vonbrigði Sjálf stæðismannna yfir, hversu hörmu lega núv. stjórn hefur til tekizt. Hún hefur nú setið nærri eitt ár að völdum og ekki tekizt að ráða fram úr neinum þeim vanda, er óleystur var, þegar fyrrverandi stjórn fór frá. Vissulega er orð að sönnu, þegar Tíminn segir: reinsanirnar í Kreml í síðustu viku eru taldar hafa í för með sér stórfelldustu breytingu á forystuliði alþjóðakommúnism- ans síðan Stalin leið. Augljóst er, að mikil togstreita hefur ríkt meðal æðstu valdamanna í Kreml allt frá dauða Stalins og eilífur eldur logað undir niðri. Víst má telja, að eldur sá hafi magnazt um allan helming eftir hina sögu frægu ræðu Krúsjeffs á 20. flokks þinginu í fyrra. Síðan hefur aldr- ei soðið eins alvarlega upp úr og einmitt nú, þegar meðlimir hinn- ar „samvirku forystu" gerðu svo eftirminnilega upp reikninga hver við annan. Marga greinir á um það, hvort valdið hafi ágrein- ingur um stefnu kommúnista- flokksins, eða eingöngu hafi ver- um valdabaráttu að ræða. Margt bendir hins vegar til þess, að hið síðarnefnda hafi verið þyngra á metaskálunum. F, „Gengur lítt að leysa vanda og líkur til að fleiri strandi. Því auðveldlega öllu stranda einnig má á þurru landi'*. Nærri má geta, að ekki sé að tilefnislausu komizt að orði á þennan veg i aðalmálgagni ríkis- stjórnarinnar. Enda fer því svo fjarri, að núverandi ríkisstjórn hafi tekizt að leysa vandann, að ný vandamál eru stöðugt sköpuð. Ekki einungis innanlands heldur og út á við. Á einu ári hefur þjóð in verið gerð að viðundri erlend- is. Vantraust og lítilsvirðing hafa verið sköpuð í stað trausts og viðurkenningar. Inn á við er ástandið slíkt, að Þjóðviljinn kunni það helzt rík- isstjórninni til hróss, ekki alls fyrir löngu, að ekki væri sólin hætt að skína né grasið að spretta! Ekki er nú af miklu að státa, þegar grípa þarf til þvilíks lofs. En stuðningsmenn stjórnar- innar finna það auðvitað jafnt og aðrir, að hér hefur flest, sem stjórnarvöldunum er sjálfrátt sigið á ógæfuhlið. Þess vegna er því hampað, að enn hafi náttúru- lögmálið ekki gengið úr skorð- um! Úr þessu úrræðaieysi og álits- hnekki verður ekki bætt nema með styrkri forystu, en hennar er hvergi að leita eins og nú horfir, nema hjá Sjálfstæðis- mönnum. Þess vegna er mikils- vert að Sjálfstæðismenn efii sam- tök sín og kynningu. Þeir leggja hvarvetna ótrauðir til baráttu. Sjálfstæðismenn telja rétt að efnt hefði verið til Alþingiskosninga nú í vor af því, að úrslit hinna síðustu fengust með rangindum og rofnar hafa verið flestar for- sendur, sem kjósendur stjórnar- flokkanna þá byggðu á. Stjóm- arliðið vill af skiljanlegum ástæð um fresta kosningum sem lengst. En fram hjá bæjarstjórnarkosn- ingum í vetur kemst það ekki. Þá munu Sjálfstæðismenn sýna, að styrkur þeirra hefur aldrei verið meiri. ullljóst er, að Krúsjeff hefur nú náð undirtökunum í Kreml og margt þykir benda til þess, að hann ætli sér að verða annar Stalin. Aðstæðurnar eru samt aðrar nú heldur en var á dögum Stalins. Krúsjeff hefir ekki þau tök á hernum, sem Stalin hafði. Mað- urinn, sem hefur tögl og hagldir á Rauða hernum, er Zukov mar- skálkur — og án hans hjálpar situr Krúsjeff ekki í Kreml fram á gamals aldur. Enda þót.t Krú- sjeff hafi nú náð löngu settu tak- marki beinist athyglin ekki öll að honum. Sá, sem miklu fremur hefur vakið athygli heimsins þessa dagana, er Zukov, því að Krúsjeff hefði vafalaust ekki lagt út á þessa braut að svo komnu máli án fulltingis Zukovs og Rauðá hersins. Zukov hefur í hendi sér hið volduga afl, sem skipulagið byggir beinlínis á: Herinn. i mt ess vegna er vert að gefa því gaum, að einmitt um leið og hreinsanir fóru fram í fyrri viku, var enn hlaðið undir Zukov og honum opnuð leið i)in í innsta hring valdamanna í Kreml. Voru það einungis laun fyrir stuðning hersins eða er Zukov eindreginn stuðningsmað- ur Krúsjeffs? Fórnaði Krúsjeff einhverju með því að veita Zukov inngöngu í innsta hringinn, eða var það hon um styrkur? Slíku og þvilíku velta menn nú fyrir sér, en tim- ínn ljós. einn leiðir sannleikann í E, hennar steig Zukov hið örlaga- ríka skref. Hann gekk í kommún- istaflokkinn. Ta.ð borgarastyrjöldinni lokinni innritaðist Zukov í her- skóla í Moskvu og gat sér þar góðan orðstír. Var hann sendur til frekara framhaldsnáms í Ber- lín. Sagt er, að þýzku herforingj- arnir hefðu orðið hvumsa við að sjá þennan sveitastrák, sem Rússarnir sendu til þess að læra styrjaldarinnar, því að þá fór fyrst að halla á Þjóðverja. Þeir, sem til herstjórnar þekkja, segja, að enginn sé snjallari Zukov í liðsflutningum. Enginn geti flutt jafnfjölmennt lið jafnmiklar vega lengdir á jafnskömmum tíma og Zukov. A.ð styrjöldinni lokinni varð Zukov yfirmaður rússneska hernámsliðsins í Þýzkalandi. Var hann þá orðinn mjög frægur, ekki síður utan heimalandsins en innan. Eignaðist Zukov þá ■ ■ ■)> n við skulum víkja lítið eitt að þessum athyglisverða manni, Zukov marskálki og land- varnamálaráðherra Ráðstjórnar- innar. Hann er fæddur árið 1395 í Kalugahéraðinu, kominn af bændafólki eins og flestir aðrir jafnaidrar hans, því að Rússar voru bændaþjóð miklu fremur en allt annað á þeim tíma. En hugur Zukovs stóð ekki til jarð- yrkju. Hann lét innritast í her keisarans og barðist í fyrri heimsstyrjöldinni með mönnum hans. Vann Zukov mörg hreysti- verk á vígvellinum og var sæmd- ur keisaralegri orðu í styrjöld- inni. Fyrir byltinguna í Rússlandi snérist Zukov á sveif með komm únistum og gekk i Rauða herinn. Barðist hann m.a. undir stjórn þeirra Voroshilovs og Stalins í borgarastyrjöldinni, en í lok Eisenhower, Zhukov og kona hans í Berlín í lok styrjaldarinnar. herstjórnarfræði. En sveitastrák- urinn reyndist þegar fram í sótti snjall á mörgum sviðum. Fimi hans í skilmingum var t.d. við brugðið. Er það haft eftir Zukov sjálfum, að hann hafi lært það af Þjóðverjum, sem síðar kom hon- um mest að haldi, bæði í baráttu hans gegn Þjóðverjum og öðrum. Þ, egar hann kom til Rússlands frá náminu í Berlín, var honum fyrst falið að þjálfa nýliða í Hvíta-Rússlandi. En svo virðist sem Sfalin hafi farið að veita Zukov athygli upp úr 1930. Stóðu þá fyrir dyrum hreinsan- irnar miklu innan hersins, sem Stalin lét öryggislögregluna fram kvæma. Talið er, að þá hafi ver- ið líflátnir 374 herforingjar og um 30,000 undirforingjar í hern- um. Sennilegt má telja. að líf Zukovs hafi oft verið í hættu á þessum tíma, en hins vegar á hann hinn skjóta frama eftir þetta að þakka því, hve Stalin lét lífláta marga af starfsbratðr- um hans og keppinautum. Þeir sem umgengust Zukov á þessu tímabili, segja, að hann hafi aldrei sézt glaður í bragði þau árin og meira að segja sé ekki vitað til þess, að hann hafi sézt brosa hvað þá heldur meira. marga vinl meðal bandarískra og brezkra herforingja — og kynnt- ust þeir Eisenhower m a. þá. Bauð Eisenhower Zukov til Bandaríkjanna, en Zukov hefur aldrei þegið það boð. E: kki hafði Zukov ver- ið lengi í Berlín, er hann var skyndilega kvaddur heim — og lengi heyrðist ekkert frá honum. Einn góðan veðurdag barst til- kynning um það, að hann hefði orðið að draga sig í hlé vegna heilsubrests. Var Zukov sendur suður til Odessa. Þar gegndi hann herstjórnarstörfum um fimm ára skeið. Síðar hefur komið í ljós, að ástæðan til þessara flutninga var alls ekki sú, að Zukov ætti við vanheilsu að stríða. Staiin var orðið ljóst, að vinsældir Zukovs í heimalandinu voru orðnar það miklar, að Zukov var jafnvel farinn að skyggja á hann sjálfan Stalin varð var við það, að marg- ir Rússar vildu þakka Zukov það fremur en honum hver gang- ur styrjaldarinnar varð. Þess vegna sendi Stalin hann í hólf- gerða útlegð og vildi láta hann falla í gleymsku. Þegar Kóreu- styrjöldin brauzt út var þörf á ráðum Zukovs og einangrun hans því rofin af illri nauðsyn. N, afn Zukovs vakti fyrst athygli utan Rússiands í vetrarstríðinu í Finnlandi. Það var hann ásamt Timosjenko, sem stjórnaði árásinni á Mannerheim- línuna svonefndu. Síðar átti Zu- kov í höggi við þýzka herinn, er hann óð norður eftir hátfu öðru E ftir lát Stalins og fall Beria hlaut Zukov síðan sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins — og þegar Malenkov féll ári síðar, erfði Zukov embætti Bulg- anins og varð varnarmálaráð- herra. Enn hefur vegur Zukovs ári síðar. Zukov er sagður hafa vaxið —• og hver veit nema eitt- átt heiðurinn af þvi að stöðva framsókn Þjóðverja, og einnig fól Stalin honum vörn Moskvu, þegar Þjóðverjar voru skammt undan. Þá stjórnuðu þeir Zukov og Vassilefski vörninni við Stalin grad, sem fræg er — og talin hafa markað tímamót i gangi hvað sé til í þeirri tilgótu dansks stjórnmálasérfræðings á dögun- um, að Zukov bíði nú átekta og afli sér vina í Kreml til þess einn góðan Veðurdag að varpa Krú- sjeff fyrir borð og setjast sjálfur í einvaldsstólinn með stuðningi hersins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.