Morgunblaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. júlí 1957 MOKKTllKBL 4nm 9 Dýrtíðarmál og tjár- málaþœttir Vísiföluskrúfan o.fl. eftir Jón Pálmason, alþingismann FRAMLEIÐSLA OG VINNA Allur fjármálahagur byggist á framleiðslu úr skauti náttúrunn- ar, að svo miklu leyti, sem ekki koma annarlegar tekjur til. Að framleiðslan geti gengið, borið sig og gefið arð, er undirstaða allrar velgengni. Þegar út af því bregður, þá er um að kenna ó- stjórn í einhverri mynd. En fram- leiðslan getur því aðeins staðizt að til hennar séu eigi gerðar hærri kröfur í tilkostnaði, en tekjunum samsvarar. f tekjum og gjöldum verður að vera sam- ræmi (j öfnuður). „Vinnan er xnóðir auðæfanna" segir fornt spakmæli og í því felst mikill vísdómur. Að vel sé unnið og hyggilega er aðalatriði allrar framleiðslu og fram- kvæmda svo hér á landi sem annars staðar. Um leið verður það augljóst, að þegar vinnan er seld hærra verði en tekjum fram- leiðslunnar samsvarar, þá hlýtur það að koma fram sem halli á öllum rekstri. Annar aðalþáttur í tilkostnaði framleiðslunnar af þeim sem inn- anlands er hægt að hafa áhrif á, er opinber útgjöld, þ. e. skattar, tollar, útsvör o. fl. Þetta tvennt, vinna og skattar, verka á til- kostnað framleiðslunnar í marg- víslegum myndum og á víxl. Vinnan er ekki einungis það sem greitt er fyrir verkin við framleiðsluna beinlínis, heldur verkar hún á allan annan kostn- að, svo sem flutningsgjöld á vör- um innanlands og frá útlöndum, vinnslu á vörum, uppskipun, út- skipun, sölukostnað og hvað ann- að. Sama er að segja um tolla, skatta og önnur gjöld, sem á eru lögð. Því hærri sem þau eru, þeim mun hærra verður allt vöru verð, er framl. þarf að kaupa og þeim mun meira er dregið beint og óbeint frá söluverði þeirra af- urða sem framl. gefur. Jafn- framt er það ljóst, að því hærri sem útgjöldin eru, og vöruverð- um leið hærra, þeim mun hærra þarf allt kaupgj. að vera til þess að fólkið geti lifað viðun- andi lífi. Þetta bindur því hvað annað: kaupgjald, skattar og vöruverð. Það skrúfar hvað ann- að upp á víxl og því hærra sem það verður þeim mun vonlausara er fyrir framleiðsluna að geta þrifizt, þ.e. gefið arð eða borið sig. Á síðustu áratugum hafa orðið geysilegar framfarir við alla verk lega tækni til umbóta fyrir alla framleiðslu og verklegar fram- kvæmdir. Vélaaflið hefur komið til sögunnar í vaxandi mæli og í margvíslegum myndum. Marg- ir hlutir eru því mögulegir nú sem áður voru vonlausir. Okkar fiskiskip veiða nú á opnu hafi og fara veiðiferðir til annarra landa. Mikil björg og mikið fjár- magn fæst á þann hátt. í okkar landbúnaði er þannig um að litast, að gámlar aðferðir við heyöflun eru að hverfa. Ræktuninni hefur fleygt fram og vélaaflið á sviði heyöflunar, rækt unar og flutninga orðið til ómet- anlegs hagræðis, Iðnaðurinn íslenzki, sem nú orðið veitir fjölda manna at- vinnu, er að miklu leyti vélaiðn- aður. Án vélatækninnar væri hann lítill til. Allt þetta hefur stefnt í þá átt, að tryggja velgengni þjóð- ar vorrar og skapa lífskjör og lífshamingju, er áður var óþekkt. Að vissu leyti hefir þetta líka orðið svo, því betri og jafnari lífskjör almennings munu óvíða þekkjast, en í okkar afskekkta landi. Því miður er sú velgengni þó að verulegu leyti fengin á kostnað framtíðarinnar og líka vegna þeirra atvika, að stórveldi heimsins eru í stöðugum ófriði og af þeim leiðinlegu ástæðum, hafa flotið á fjörur okkar íslend- inga miklir rekar og margir til fjármálalegs hagnaðar fyrir okk- ar þjóð, í bili að minnsta kosti. En allt slíkt og allar hinar verk- legu framfarir og vélatækni hef- ur ekki megnað að standa gegn heimskulegri fjármálastjórn og þeim afleiðingum sem henni fylgja. Þess vegna er undirstaða fjár- málalífsins sjálf framleiðslan komin í þrot. Henni er fleytt áfram með margvíslegum opin- berum ráðstöfunum frá ári til árs. Algeru strandi er forðað á mismunandi vegu, alltaf til bráða birgða í meira og minna ráðleysi og fyrirhyggj uleysi. Svo langt er komið á -þessari óheillabraut, að útlendir fjármála sérfræðingar, sem hingað voru fengnir s. 1. haust, komust að þeirri niðurstöðu, að framleiðsl- an hér á landi þyrfti að fá 500 milljónir króna annars staðar frá til þess að hún gæti gengið halla- laust. Þetta miðaðist þó við það ástand, sem gilti þá og var bund- ið eingöngu við landbúnað og sjávarútveg. VÍSITÖLUSKRÚFAN Það ömurlega ástand, sem hér að framan er stuttlega lýst, á fleiri en eina orsök og hefur haft langan aðdraganda. En ein ráð- stöfun hefur á því sviði verkað meira en allar aðrar til samans og það er vísitöluskrúfan, sem upphaflega var sett í gang árið 1940 og alltaf síðan hefur gilt, með nokkuð mismunandi afbrigð- um þó. Aðalatriði hennar er sem kunnugt er það, að reikna út vísitölu framfærslukostnaðar, þar sem dýrast er að lifa á landinu, um hver mánaðamót og borga hækkunina upp í topp með hærri launum og hærra kaupgjaldi. Allt var þetta að fyrirlagi félags fast- launamanna annars vegar og Al- þýðusambands fslands hins veg- ar, gert til tryggingar því, að engin verðhækkun, engin dýrtíð, skyldi verða að tjóni fyrir launa- stéttirnar. Það skyldi allt skella á framleiðslunni. Fyrirsjáanlegt mátti þó vera, að þetta glæfraspil gæti aldrei gengið til lengdar áfallalaust. Að minnsta kosti var mér það ljóst strax í upphafi og alltaf síðan. Ég tók það fram, að slíka aðferð gæti ekkert þjóðfélag þolað. Við þá hugsun hefi ég alltaf staðið síðan og aldrei samþykkt neitt annað á þessu sviði, en það, sem miðað hefur að takmörkun þeirr- ar endemis vitleysu, sem þar er um að ræða. En afgreiðsla þess- ara mála hefur gengið svo á Al- þingi, að í upphafi var yfirgnæf- andi meirihluti þingmanna með því, að setja spilið í gang og allt- af síðan hafa verið nægilega mörg atkvæði til taks til að við- halda því og framlengja það með nokkrum mismunandi til- brigðum. Fyrir löngu hefði þessi heimsku lega aðferð verið búin að stöðva og drepa alla framleiðslu í landi voru, ef eigi hefði fljótlega verið hafizt handa af framleiðendum og þeirra fulltrúum til mótvarna. Fyrst í stað stóð þó sjávarút- vegurinn allvel að vígi, til að mæta árásunum, á meðan heims- styrjöldin stóð og verð hækkaði á útfluttum afurðum frá ári til árs. En þau gæði stóðu eigi lengi eins og kunnugt er. Landbúnaðurinn var lamaður eftir hallærisstjórn Framsóknar og krata og stóð í alla staði illa að vígi til að mæta svo gífur- legri árás, sem vísitöluskrúfan er. Það sem honum hefur helzt orðið til bjargar er þrennt: 1. Hækkun kjötverðsins, sem Ingólfur Jónsson ákvað 1942. 2. Sexmannanefndar lögin 1943 og framkvæmd þeirra. 3. Gerbreytt löggjöf um styrkt- ar og lánakerfi til verklegra fram kvæmda, er sett var á tímabili nýsköpunarstjórnarinnar 1944— 1947. Hefur þetta til samans miðað að því að landbúnaðarmenn hafa eigi eingöngu orðið þolendur fyr- ir hringavitleysu skrúfunnar. Þeir hafa komist inn í spilið, sem eitt af hjólunum til að skrúfa áfram hærra og hærra. Þess vegna er enn stundaður landbún- aður á Islandi. Ella væri hann allur fallinn í rúst. Sjávarútvegur, iðnaður og verzlun hefur allt breytt sínu skipulagi þannig að þessir at- vinnuvegir eru nær eingöngu reknir í félagsformi. Hlutafélög, samvinnufél. og sameignarfélög. Það þýðir, að allir eigendur, for- stöðumenn og starfsmenn eru á launum og um leið innvígðir í vísitölu og verðlagsuppbótakerf- ið. Margir þeirra hafa því getað hagnast persónulega, þó að fyrir- tækin væru rekin með halla, eða færu á hausinn. Síðustu árin eftir að framleiðsl- an hefur að nafninu til komið sín- um varnarráðum gegn öfgunum í það horf, sem þegar er lýst, þá hefur spilið rúllað til hækk- unar hér um bil á þessa leið: Vísitala og verðlagsuppbót á laun hækkar vegna hærri skatta og hærra vöruverðs, sem leiddi af næstu vísitöluhækkun á undan. Af hærra kaupgjaldi leiðir meiri tilkostnað við framleiðsluna beint, og meiri tilkostnað óbeint með hærri flutningsgjöldum að og frá landinu og milli staða inn- anlands, hærri uppskipunarkostn aði, framskipunarkostnaði, slát- urkostnaði, vinnslukostnaði og sölukostnaði á vörum. Allt þetta leiðir af sér hærra vöruverð, síð- an hærri skatta, tolla og útsvör og af öllu saman leiðir hærri vísitölu og verðlagsupp- bót. Þá er vitleysan komin í hring, orðin fullkomin hringa- vitleysa og hringferðin byrjar á ný með hærri vísitölu og svo koll af kolli. Þannig hefur lengi gengið og gengur enn og þá er komið á það stig, að allir þeir menn, sem ekki hafa lokuð skilningarvit, hljóta að sjá, að öll þessi rúllandi hækk- un, sem vísitöluskrúfan hefur leitt af sér er öllum stéttum og allri þjóðinni til hinnar mestu bölvunar. Verðgildi peninga er á hverfanda hveli og allt í óvissu um kostnað við framkvæmdir og allt annað, því enginn veit um það, til hvaða örþrifaráða verður gripið næst. Núverandi stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar og fulltrúar þeirra hafa látið svo, að allt þetta væri auðvelt að laga og yrði lagað. í því trausti, að við þetta yrði staðið, fengu þeir ótrúlega mikið fylgi. Það byggðist á því, að þeir, sem átt hafa aðalsök á bölinu væru líklegastir til að lækna það og koma í veg fyrir áframhald. Reynslan virðist hins vegar ætla að verða sú, að þessir menn hugsi sér að fylgja reglu Grettis Ásmundssonar .þessari: „Svo skal böl bæta, að bíða annað meira“. Um það vitnar hið mikla helj- arstökk, sem þessir menn tóku rétt fyrir jólin síðustu og sem miðar í sömu átt sem undanfar- ið, nema í miklu stærri stíl. Bráðabirgðalög þessara manna frá því í fyrra sumar um stöðvun kaupgjalds og verðlags gáfu von- ir um verulegar umbætur í þess- um efnum. En þau máttu ómögu- lega gilda nema til ársloka 1956. Með ársbyrjun 1957 skyldi sami hráskinnaleikurinn hafinn á ný. Hann mun koma betur í ljós þeg- ar lengra líður. UPPLÝSINGAR UM FRAMLEIÐSLUHAG í janúarmánuði s. 1. bar ég upp á Alþingi fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar um framleiðsluhag. Ég fékk við henni góð og glögg svör frá forsætisráðherranum, Hermanni Jónassyni, þann 13. febrúar. Þau hafa verið birt í blöðum og útvarpi. Ég náði að fullu mínum tilgangi. Hann var sá, að fá því til vegar komið, að þjóðin hefði það ljóst fyrir aug- um hvernig ástandið er, svo um það væri ekki hægt að þræta af neinú viti. Upplýsingarnar eru í aðalatrið- um þessar: 1. Þær 500 milljónir króna, sem sérfræðingar telja, að framleiðsl- an þurfi að fá annars staðar að, til að geta verið rekin hallalaust eru árlegt framlag. Þetta er á- ætlað 515 milljónir króna árið 1957. Sýnt fram á það að vísu, að af því séu 35 milljónir, sem skuld frá 1956. En hver segir, að sú skuld verði minni eftir árið 1957. Það eina sem komið gæti í veg fyrir það er að útflutnings- framleiðslan verði miklu minni 1957 en 1956 vegna hallæris. 2. Þessi upphæð er eingöngu bundin við sjávarútveginn og landbúnaðinn, og að miklum meirihluta við sjávarútveginn, sem lengi var arðsamasti atvinnu vegur þessa lands. 3. Upphæðin 500 milljónir kr. er miðuð við óbreytt framleiðslu- magn sjávarútvegs og landbún- aðar eins og gert var ráð fyrir því 1956. Ef að það vex þarf hærri upphæð. Ef það minnkar þarf minna framlag. 4. Þetta framlag, 500 milljónir króna, er byggt á því að kaup- gjald sé óbreytt, vísitala óbreytt og óbreytt Vöruverð til kostn- aðar, sem þýðir meðal annars að opinber gjöld, skattar, tollar og útsvör verði eins og var 1956. Öll hækkun á tilkostnaði heimt- ar því hækkun á framlaginu. Um lækkun þarf væntanlega ekki að tala eftir horfum. 5. Þá er það upplýst, að miðað sé við sama útflutningsverð sjávarafurða, sem var 1956, en lítið eitt hærra á útfluttum land- búnaðarafurðum en var árið 1956. Þessar upplýsingar erú mjög góðar, það sem þær ná og alveg í samræmi við það, sem ég gerði ráð fyrir. En þeim fylgja engar tillögur um læknisráð og er það ekki óeðlilegt. Síðan þetta gerðist hefur allt spilið hækkað mjög stórkostlega. Skattar og tollar mest. Þar næst vöruverð og allur kostnaður ann- ar en kaupgjald. Og síðan öll laun og kaupgjald. Ef nýja út- tekt ætti að gera næsta haust, eins og í fyrra, þá mundi hún sýna 650 til 750 milljónir króna í stað 500 milljóna í fyrra. Vit- leysan hefur aldrei rúllað eins hart eins og síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Og það er eins og við mátti búast. MÍNAR TILLÖGUR 1955 OG SPILIÐ SÍÐAN Árið 1955 var það aúgljóst hverjum hugsandi manni, að meðlög með framleiðslunni þurftu að aukast mjög verulega frá því sem verið hafði, ef hún ætti ekki að stranda um óákveð- inn tíma. Þetta stafaði af þeim samningum sem gerðir voru eftir verkfallið vorið 1955 og allri þeirri hækkun, sem þeim samn- ingum hlaut að fylgja. Frá því eftir gengisfallið 1950 og þær ráðstafanir, sem þá voru gerðar hafði verið með rólegra móti í okkar atvinnulífi, þó alltaf sigi nokkuð á ógæfuhlið sökum ó- gæfulegrar fjármálastjórnar. En verkfallið 1955 og þeir samning- ar, sem því fylgdu, var þó aðal rothöggið á það jafnvægi, sem reynt var að ná með gengisbreyt- ingunni 1950. Ég vissi að forystumenn míns flokks, Sj álfstæðisflokksins, voru bundnir stjórnarsamningum við Framsóknarmenn, sem þeir vildu ógjarnan sleppa fyrr en í fulla hnefana. Þeir voru því eigi fúsir til ráðstafana í andstöðu við fjár- málaráðherrann, Eystein J óns- son. En ég vildi þó sýna lit og leggja fyrir sjónir almennings ákveðnar tillögur um afgreiðslu þess höfuð vandamáls, sem fyrir lá, enda þó ég teldi eigi víst, að Alþingi væri farið að átta sig svo á málinu, að þær næðu fram að ganga þá þegar. Ég flutti því frumvarp um „Verðtryggingarsjóð“, er hafa skyldi þann tilgang, í fyrsta lagi, að halda framleiðslunni gang- andi. í öðru lagi, að koma í veg fyrir gengisfall. í þriðja lagi, að stöðva verðskrúfuna. Allt er þetta nátengt hvað öðru og í órjúf- andi samhengi. Mín aðaltillaga var sú: að leggja kostnaðinn við að halda uppi framleiðslunni beint á laun- in hjá öllu vinnandi fólki í land- inu, sem hundraðsgjald. Skyldi sá skattur vera frádráttarbær við hið almenna skattaframtal og borgast eftir því sem við yrði komið um leið og launagreiðsla fer fram. Um leið skyldi hætta að hækka tolla og aðra skatta nema þá á beina eyðslu, svo sem skemmtanir og ferðalög. Launa- skattinn skyldu framleiðendur greiða á sama hátt og launastétt- ir, af þeim launum, sem þeim eru reiknuð í fyrirtækjum s. *. í verzlun, iðnaði og útgerð, eða því sem þeim er áætlað í verðlagi, eins og á sér stað með bændur, og hjá þeim útgerðarmönnum, sem ekki eru í félagsrekstri með sína starfsemi. Með öðrum orðum skyldi skatt- ur þessi leggjast á þjóðina alla. Ekki til að hækka vöruverð held- ur til að halda því niðri. Svörin sem ég fékk, voru víða þau, að þetta væri allt of skyn- samlegt til þess að líkur væru til að fá það samþykkt. En á Alþingi voru næstu ráðstafanir þær, að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því, að hækka öll laun embættismanna ríkisins með nýj- um launalögum, afnámi allra takmarkana á verðlagsuppbót o. fl. Gilti þetta á einu ári hækkun við þenna flokk launamanna um 65 milljónir króna á ári fram- vegis og auðvitað samsvarandi viðbætur með hækkaðri dýrtíð. Svo viturlega!!! var að gengið að hinir lægst launuðu fengu 10% hækkun, en þeir hæst laun- uðu allt að 40% hækkun. Með svo miklu kappi var að gengið að þetta var eina málið er nokkru skipti, sem afgreitt var á tíma- bilinu frá því í október til jóla. Önnur umræða fjárlaganna komst þó af, sem ekki tókst á s. 1. þingi. Eftir nýjárið var svo tekið til við ráðstafanir fyrir framleiðsl- una með nýjum tollum og skött- um upp í 150 milljónir króna. Það eina sem tekið var úr mínu frumvarpi var að setja þetta í sérstakan sjóð, en „Verðtrygging- arsjóður" mátti hann eigi heita, enda var það ekki. „Framleiðslu- sjóður“ varð nafnið. Þriðja spor Tímamanna var svo að slíta stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðismenn, stofna til þing- rofs, með tilheyrandi kosninga- lagabrotum, stjórnarskrárbrot- um, svikum við erlendar sam- vinnuþjóðir o. fl. Nú skyldi þó eitt gerast, sem um munaði: „Varanlegar ráðstafanir í efna- hagsmálum“, sparnaður, lægri útgjöld o. fl. o. fl. Afleiðingar þessa alls höfum við fengið að sjá á byrjunarstigi. Á fyrsta þinginu nærri 400 millj. króna skattur ofan á allt sem fyr- ir var og þar til viðbótar eigna- skattur, sem áætlaður er 80 millj. króna, en sem má borga með vöxtum á 10 árum. Þegar launalögin voru til með- ferðar í desember 1955 benti ég á það, meðal margs annars, að þau hlytu að hafa í för með sér þá aðleiðingu, að laun allra fast- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.