Morgunblaðið - 18.07.1957, Qupperneq 1
44. árgangur.
158. tW. — Fimmtudagur 18. júlí 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins,
,Pabhi, pabbf hrópabi stúlkan
— Þegar verðirnir leiddu hina dauBadæmdu úr salnum
Áfakanlegt að heyra<
til fólksins, sem
missti ástvini sína
í snörur Kadars
BÚDAPEST, 17. júlí. — Fólfc
á áheyrendabekkjum grét og
barmaði sér, þegar hæstirétt-
urinn í Búdapest kvað í dag
upp dauðadóm yfir sjö ung-
um mönnum, sem ákærðir
voru fyrir að hafa myrt leyni
lögreglumenn í uppreisninni í
haust.
Einn hinna sjö dauðadæmdu
snéri sér til dómarans, þegar
dómurinn hafði verið lesinn
upp, og bað hann um að leyfa |
sér að segja nokkur orð viðl
konu sína í síðasta sinn.
Kona hans var stödd í rétt-
arsalnum og hann veifaði til
hennar um leið og hann hróp-
aði: Ég bið þig einskis. Guð
mun hjálpa mér.
Konan hrópaði: Hengið mig
með honum.
Sá yngsti hinna dauða-
dæmdu, 21 árs, féll saman og
grét þar sem hann sat á bekk
með hinum dauðadæmdu.
Maður, sem sat ekki alls
fjarri meðal áheyrenda hróp-
aði til hans:
Gráttu ekki barnið gott!
Konur hrópuðu í örvænt-
ingu og báðu um réttlæti.
Þegar verðirnir leiddu hina
dauðadæmdu út úr salnum,
hrópaði ung stúlka, undir tví
tugsaldri, í örvæntingu:
„Pabbi, pabbi“.
Dauðadómur yfir nokkrum
öðrum mönnum var mildaður
í réttinum í dag — Reuter,
Ekki skaðaði, að Zhukov
og Wilson rœddust við
— segir Eisenhower
WASHINGTON, 17. júlí: — A
fundi með blaðamönnum í dag
fórust Eisenhower svo orð, að
gagnlegt gæti orðið, að varnar-
málaráðherrar Ráðstjórnarríkj-
anna og Bandaríkjanna, þeir
Zhukov og Wilson, ræddust við.
Kvaðst Eisenhower vera reiðu-
búinn til þess að gera allt, sem í
hans valdi stæði til þess að jafna
öldurnar milli austurs og vest-
urs.
En Eisenhower bætti því við,
að slíkur fundur mætti ekki
verða til þess að vekja falskar
vonir í brjóstum manna um góð-
an árangur. Nú væri aðaláherzlan
lögð á viðræðurnar í afvopnun-
arnefndinni — og það væri betra
en að sitja auðum höndum, enda;
þótt lítið miðaði áfram þar.
Minntist Eisenhower lítillega
að kynni þeirra Zhukovs. í lok
síðustu styrjaldar — og lauk
hann lofsorði á viðkynninguna.
Var hann loks spurður álits á
síðustu hreinsunum í Kreml.
Sagði Eisenhower, að ekki væri
hægt að loka augunum fyrir því,
að mennirnir, sem nú hefðu ver-
ið fjarlægðir, hefðu verið úr
flokki Bolsivikanna, sem hefðu
verið rígbundnir í kenningunni.
12 mílna landhelgi?
OSLO 17. júlí. — Innan nokkurra
mánaða verður efnt til alþjóða-
ráðstefnu um landhelgismál á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Oslo gengur sá orðrómur, að
norska stjórnin muni á þessari
ráðstefnu krefjast 12 mílna land-
helgi — og búizt er við því, að
mörg önnur lönd muni fara að
dæmi Norðmanna og krefjast út-
vökkunar landhelginnar. Einkum
er reiknað með því að, Kanada-
menn fylgi fordæmi Norðmanna.
Mynd þessi er tekin, er nokkrir foringjanna í Kreml létu í
fyrsta skipti sjá sig opinberlega í Moskvu eftir hreinsanirnar
á dögunum. Var það í síðdegisboði í bandaríska sendiráðinu
í borginni. Þarna er Mikojan (t. v.) í samræðum við Richard
Davis, bandarískan sendiherra.
Danir telja eðlilegt að tiskveiðUand-
helgin við Fcereyjar verði stœkkuð
Inflúenzan
BAGDAD og Nicosia 17. júlí. —
Asíuinflúenzan hefur stungið sér
niður í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafsins og virðist vera
að breiðast út. í írak hafa marg-
ir tekið veikina, þar af tæplega
3,000 í Bagdad. í Jórdaníu er
vitað um 1,700 tilfelli — og sér-
stakar varúðarráðstafanir hafa
verið gerðar á Kýpur til þess að
forðast að veikin leggist þungt á
eyjarskeggja.
Nýtt hrabamet
LONDON 17. júlí. — Brezku
hernaðaryfirvöldin skýrðu frá
því í dag, að þota af gerðinni
P-l, smíðuð hjá English Electric,
hefði flogið hraðar en 1,132 mílur
á klst., en það er núgildandi
hraðamet, sem brezk flugvél á. —
Af öryggisástæðum er ekki gefið
upp hve langt flugvélin fór fram
úr gamla metinu.
Fœkkar í hernum
WASHINGTON 17. júlí. — Wil-
son landvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna skýrði svo frá í
dag, að fyrir lok þessa árs
yrði fækkað um 100 þús. manns
í bandaríska hernum. Nær fækk-
un þessi til landhers, flughers og
flota. Lét Wilson þess getið, að
fækkunin mundi ekki draga úr
herstyrk Bandaríkjanna. Fyrir-
hugað væri að fækka nokkuð enn.
Sagt er, að franska kvik-
myndadísin Anne Marle Mer-
sen, sé eina stúlkan, sem
Karim prins, nú Aga Khan
IV., hafi nokkru sinni litið
verulega hýru auga. Hún er
nú í París, en er að ferðbú-
ast og fara til fundar við
Karim. Þau hittust fyrst fyrir
einu ári í Cannes. Myndin er
af ungu stúlkunni.
Mörg hundruð
drukknuðu
HONG KONG 17. júlí. — Felli-
bylurinn, sem geisað hefur á vest-
anverðu Kyrrahafi að undan-
förnu, gekk í dag inn yfir Kína.
Olli hann miklum spjöllum í
sjávarþorpum og á fiskibátum,
sem voru að veiðum undan suður
ströndinni. Útjaðar bylsins fór
yfir Hong Kong og olli einnig þar
spjöllum. Reisti bylurinn mikla
flóðbylgju, sem olli mikiu tjóni
á Filippseyjum. Mörg hundruð
manns drukknuðu og þúsundir
eru heimilislausar.
„Flokksíjandi44
LONDON, 17. júlí: — Búlg-
arska fréttastofan skýrir svo
frá, að æðstaráð búlgarska
þingsins hefði svipt Georgi
Chankov embætti fyrsta að-
stoðarforsætisráðherra. Var
honum gefið að sök að hafa
lagt stund á starfsemi fjand-
samlega flokknum.
— eftir að íslendingar riðu á vaðið
EINS og áður hefir verið frá
skýrt hér í blaðinu var nýlega
haldin ráðstefna í London og
önnur i Kaupmannahöfn um
stærð fiskveiðilandhelginnar við
Færeyjar. Fyrir skömmu sendi
danski sendiherrann í London
orðsendingu frá ríkisstjórn sinni
til utanríkisráðuneytisins brezka
þar sem lagt er til að viðræður
Heldur Cromyko velli?
Verður Patolitjev arftaki hans?
LONDON — Búizt er við því að
forystan í Kreml útnefni innan
skamms menn í embætti fyrsta
aðstoðarutanríkisráðherra í stað
þeirra, sem vikið var úr stöðum
á dögunum.
Molotov, Kaganovitj, Saburov
og Pervukhin gegndu allir em-
bætti fyrsta aðstoSarforsætisráð-
herra, en Malenkov gegndi auk
raforkumálaráðherraembættis-
ins, aðstoðarforsætisráðherraem-
bætti. Eftir hreinsanirnar á dög-
unum sitja nú einungis tveir að-
stoðarforsætisráðherrar í stjórn-
inni, en þeir eru Mikojan og Kuz-
min.
Fastlega er búizt við því, að
Zhukov verði einn þeirra, sem
hreppa embætti þessi.
Mikið er rætt um stöðu Gro-
mykos. Hann var, eins og al-
kunna er, náinn samherji
Molotovs og allt þykir benda
til þess, að þess verði ekki
ýkjalangt að bíða, að hann
verði látinn hverfa úr utan-
ríkisráðherraembætti. Það eitt
að Gromyko fylgdi Krúsjeff
og Búlganin ekki til Tékkó-
slóvakúu, færir mönnum
heim sanninn um það, að hann
er ekki fastur í sessi. Fyrsti
aðstoðarutanríkisráðherra, Ni-
kolai Patolitjev að nafni, var
með þeim félögum í förinni
til Tékkóslóvakíu. — Margir
stjórnmálasérfræðingar telja
mjög líklegt, að hann verði
eftirmaður Gromykos.
Kjarnorkuvopn
tií NATO-ríkja
WASHINGTON, 17. júlí: — Eis-
enhower Bandaríkjaforseti lét
svo um mælt á fundi með blaða-
mönnum í dag, að sjálfsagt og
eðlilegt væri að Atlantshafs-
bandalagið hefði yfir að ráða
byrgðum kjarnorkuvopna, sem
hægt yrði að grípa til fyrirvara-
laust, ef til styrjaldar kæmi.
Ekki kvað forsetinn neinar
áætlanir hafa verið gerðar um
að Bandaríkin létu eitthvað
ákveðið magn kjarnorkuvopna af
hendi við Atlantshafsbandalagið,
en málið væri í rannsókn.
Sagði forsetinn, að bandalags-
ríkjunum væri það brýn nauðsyn
að hafa slík vopn undir höndum,
ef á þau yrði ráðist, því að rík-
in gætu ekki varið hendur sínar
án slíkra vopna. Frá fjárhagslegu
sjónarmiði væri það ekki hag-
fellt, að bandaríkin framleiddu
hvert í sínu lagi kjarnorkuvopn,
því að framleiðsla þeirra væri
mjög dýr.
um málið hefjist aftur, og verði
síðar ákveðið hvenær ráðstefn-
an hefjist. Frá þessu er skýrt í
siðasta blaði „Fishing News“.
FORDÆMI ÍSLENDINGA
Ráðstefna var haldin í Kaup-
mannahöfn dagana 18. og 19. júní
og var þá rætt um landhelgis-
mál Færeyinga, og ræddust þar
við fulltrúar danskra stjórnar-
valda og færeyskra.
í orðsendingu danska sendi-
herrans í London til Breta segir:
„Það er mjög skiljanlegt að
íbúar Færeyja vænti þess að
fiskveiðilandhelgin við eyj-
arnar verði færð út eftir að
Bretar hafa sætt sig við að
íslendingar stækkuðu sina
fiskveiðilandhelgi“.
Gildandi fiskveiðitakmörk við
Færeyjar voru ákveðin í viðræð-
um Dana og Breta 1955. Á fund-
inum í Kaupmannahöfn í júni
var einnig rætt um vernd fiski-
miðanna við Færeyjar. Mun
danska stjórnin síðar leggja fram
tillögur um friðun miða.
Brezka stjórnin hefir enn ekki
svarað orðsendingunni sem
danski sendiherrann kom áleiðis.
Safit er. að hún sé löng og ítarleg
oe er hún enn í athugun í utaö-
ríkisráðunevtinu.
Rússinn þa«;ði
LONDON og WASHINGTON, 1’
júlí: — Selwyn Lloyd, ut&nríkis
ráðherra Breta, mætti í dag
fundi undirnefndar afvopnunai
nefndar S.Þ. í London. Lag?
hann til, að komið yrði á fót séi
stökum nefndum til þess að ræð
fimm höfuðatriði afvopnunai
Fækkun hermanna, minnku
vopnabúnaðar, gagnkvæmt eftii
lit úr lofti, eftirlitsstöðvar á lanc
og stöðvun tilrauna með kjarri
orkuvopn. Fulltrúar Frakk;
Kanadamanna og Bandaríkjc
manna lýstu sig hliðholla tillög
unni í meginatriðum, en Rúss
neski fulltrúinn vildi ekki lát
skoðanir sínar í ljós.