Morgunblaðið - 18.07.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1957, Blaðsíða 10
MORCVNBLAÐIÐ Flmmtudagur 18. Júll 1957 ■— Á síld Framh. af bls. 9 Bt« Digranes og hafði á tilfinn- ingunni að það væri í nánd við Vopnafjörð. En hvaða „flak“ þetta var, það var mér algerlega hulin ráðgáta. Með lagi tókst mér að fá mig leiddan í allan sann- leikann, án þess að láta mikið hera á fávizku minni. Og sjókort- ið sýndi að þangað var heill mý- grútur af sjómílum. Digranesflak er sem sagt grunn eitt mikið, sem liggur austur af Digranesi. 40 MÍLUR AXJSTUR f HAFI Loksins vorum við komnir á þær slóðir, sem Norðmenn- irnir höfuð séð síldina. Og það var hvorki meira né minna en 40 sjómílur ASA af Langanesi. — Dagurinn hafði allur farið í enda laust „stím“ á fullri ferð. Með kunnáttu fyrirsvarsmanna skips- ins í siglingafræði og galdratækj- tun nútímans, svo sem radar, dýptarmæli og mílumæli, sem sjómenn kalla „logg“, hafði okk- ur þrátt fyrir kolsvarta Aust- fjarðaþoku, sem jafnvel Lundúna búar hefðu getað verið montir af, tekizt að finna nákvæmlega þann stað, sem upp hafði verið gefinn. En lánið vildi ekki leika við okkur, Hér var SA-bræla, ein 5— 6 vindstig, og talsverð alda, svo það var vart talið bátaveður, þótt síldin hefði nú viljað vera svo elskulega að vaða, sem hún kvað gjarna láta ógert í veðri sem þessu. Þarna er nú lónað í þokunni á mánudagsnóttina og allan mánu- daginn, ýmist látið reka eða keyrt með hægri ferð. Átumæli er sökkt niður á nokkrum stöð- um, en ekkert kemur í hann. Átu- mælirinn er stór stauplaga poki, sem sökkt er nokkra faðma í sjó niður, en í botni hans er grisja og í hana sezt átan, ef nokkur er. Á þriðjudaginn er haldið norður á Langanesgrunn og inn á Þistilfjörð. Einhver hafði séð síld þar. En það er sama sagan. Alltaf bræla. FLOGIZT Á, F/F.GT OG FÁGA® Mannskapurinn hafði í upp- ' hafi verið léttlyndur. Það var spilað og teflt, hlustað á út- varp og sjóferðasögur sagðar, ýmist frá löngu liðnum síldveiði- íbúðir óskast Höfum verið beðnir að útvega til kaups 3ja her- bergja íbúð á hæð í Norðurmýri og einbýlishús með bílskúr eða bílskúrsréttindum í Kleppsholti eða Laugarnesi. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAK Austurstræti 9, Sími 14400 I M iðstöðvarkatlar og olíugeymar fyrir húsaupphitun sími 24400 Rangæingafélagið heldur skemmtun í hinu glæsilega húsi að Gunnarshólma í Landeyjum, laugardaginn 20. þ.m. Farið verður frá B. S. í. kl. 14 á laugardag og ekið um Fljótshlíð og undir Eyjafjöll meðal annars skoðað byggðasafnið að Skógum. Til skemmtunar verður m.a. Kvikmynd úr Rangárþingi og dans. — Góð músík. Þátttaka tilkynnist í Klæðaverzlun Andrésar Andrés- sonar, Laugavegi 2. Fargjald er kr. 105.00. STJÓRNIN. fVBænusottarbólusetning í Reykjavík Bólusett verður fyrst um sinn í Heilsuvemdar- stoðinni við Barónsstíg: Þriðjudaga kl. 4—7 og laugardaga kl. 9—11 f.h. Athygli skal vakin á, að til þess að bólusetningin komi að gagni verður að bólusetja þrisvar sinnum. Önnur bólusetning á að fara fram sem næst einum mánuði eftir frumbólusetningu, en sú þriðja eftir eitt ár. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. sumrum eða úr erlendum höfn- um, en þar gerast gjarna einhver ævintýr. Strákarnir höfðu flogizt á og það svo allt ætlaði niður að ganga. Það kemur í ljós að um borð í Jörundi eru hraustmenni á borð við aflraunakappa hákarla tímans. Eitt sinn gerðu þrír strákar aðför að einum og hugð- ust binda hann. Þetta tókst ekki betur en svo að þeim tókst aðeins að binda hann á fótunum og þeg- ar upp var staðið voru þeir þrí- menningarnir lafmóðir, en eng- inn sá heljarmennið svo mikið sem blása úr nös. En úr því að brælan hélzt var jafngott að taka sér eitthvað þarflegt fyrir hend- ur. Það er alltaf eitthvað á stóru skipi, sem hægt er að lagfæra svo að áflogaseggirnir tóku sig til og þvoðu allt og fægðu og dyttuðu að ýmsu smálegu. Hvert sem litið var voru menn að þrifa og mála, uppi í brú, niðri í vélar- rúmi og aftur í kokkhúsi. UNNIÖ ÞEGAR VINNA ÞARF Einu sinni spurði kona sjó- mann að því hvað þeir gerðu á kvöldin, þegar þeir væru hætt- ir að vinna. Sjómaðurinn sagði að auðvitað pússuðu þeir sig upp á og færu í betri fötin, brygðu sér stundum á barinn og fengju sér sjúss og settust svo með hann og horfðu á sjónvarpið, sem væri í öllum íslenzkum fiskiskipum. Ekki er þess getið hverju konan svaraði þessum fróðlegu upplýs- ingum en svo mikið er víst að harla hefur hún verið fáfróð um vinnudag sjómannanna, þar sem hún hélt að þeir hættu að vinna klukkan fimm á daginn. LAUS VH) LANDVANANN ^ Eftir nokkra daga var ég laus við allan landvana. Ég svaf þegar ég var syfjaður og vakti þegar eitthvað var um að vera, hvort sem það var að nóttu eða degi. Á síld er unnið þegar þarf að vinna, hvað sem tím- anum líður, utan hvað hásetarnir ganga reglulegar vaktir að stýr- inu, þegar skipið er á siglingu og standa vörð í brúnni, þegar legið er við fast, eða látið reka. Ég man því ekki hvort það var kvöld eitt, eða morgun einn eða jafnvel um miðjan dag, sem við sátum saman við Guðmundur Jörunds- son í hinni þægilegu íbúð hans um borð og röbbuðum um allt milli himins og jarðar. Við höfð- um ætlað okkur að fara að sofa, en þar sem við að undanförnu höfðum fengið nóg af slíku höfð- um við nægan tíma til skrafs. GRÚSKAR í SPÍRITÍSKUM FR/FÐUM Ég hef oft heyrt að sjómenn væru hjátrúarfullir. Ekki finnst mér það af kynnum mín- um af skipshöfninni á Jörundi. Hins vegar hef ég orðið var við margt annað í fari þeirra skip- verja. Þeir eru velflestir léttlynd ir og kátir hvað sem á gengur, enda er skipstjóri þeirra svo skapi farinn að hann er lítt gefinn fyrir að barma sér. Hann er búinn að vera of lengi á síld til þess að hann þekki ekki hve þessi undra- fiskur getur verið dyntóttur. — Þessa stund er við sátum og röbbuðum bar meðal annars eilífð armálin á góma. Ég hafði vart getað látið mér detta I hug, að þessi rösklegi maður, sem nótt sem nýtan dag er með hugann við starf sitt og rekur með prýði um- fangsmikla útgerð, gæfi sér tíma til þess að grufla í málefnum eilífðarinnar. Þegar við ætluðum að fara að sofa dró hann bók undan koddanum sínum. — Ég spurði hann hvað hann væri að lesa. „Þessa bók hef ég haft með mér í fjölda ára á síldina. Og ég les hana aftur og aftur. En hana met ég einna mest allra bóka“. Og bókin var „Árin og eilífðin" eftir prófessor Harald Níelsson. Það gefst oft tími til þess á síld- inni að líta i bók, þegar lítið er um að vera. Margur mundi án efa drepa tímann með léttu lestrar- efni, en hinn kviki, léttlyndi og káti síldarkóngur eyðir frístund- um sínum til þess að þroska Við stýrið. Á síld er ekki alltaf tími til þess að raka sig. skilning sinn á málefnum eilífð- arinnar. Eitt aðaláhugamál hans er sem sé rannsóknir á spíritísk- um fræðum. Um þau hefur hann margt og mikið lesið. Og Guð- mundur sagði mér mörg merk atvik, sem ekki eru af þessum heimi, en hvorki hann né aðrir geta vefengt. STADDIR A OFUGUM ENDA ^ Það er kominn fimmtudagur og enn höfum við enga síld fengið. Síðasta sólarhringinn höf- um við legið við fast undir Digra- nesi í hvössum aflandsvindi. En nú berast fréttir um batnandi veð ur á vestursvæðinu og Ægir hef- ur fundið mikla síld vestur á Húnaflóadýpi. Ekki gátum við talizt heppnir að vera alveg á öfugum enda síldarsvæðisins þeg- ar fréttirnar bárust. En það þýddi ekki að fást um það. Þessar frétt- ir eru svo miklar að ekki er um annað ræða en setja á fulla ferð og halda vestur á bóginn. Guðmundur bregður sér niður í vélarrúm og fær bætt við nokkr- um snúningum. Skipið öslar nú áfram með 11 mílna hraða, en siglingin er löng. Allur síðari hluti dagsins og öll nóttin fer í stanzlausa siglingu. Á leiðinni berast fréttir um síld norður af Kolbeinsey, það er að sönnu styttra þangað og um tíma er sveigt af stefnunni. Guðmundur sezt nú við talstöðina og heldur stöðugu sambandi við bátana, sem eru við Kolbeinsey, en að lokum fær hann þær fréttir að þar sé heldur lítið að hafa svo að strikið er tekið á ný vestur á Húnaflóadýpi og þangað komum við á föstudagsmorguninn. FYRSTA SÍLDIN ^ Strax og við komum á veiði- svæðið sjáum við torfur uppi og nú færist líf í tuskurnar. Skip- anirnar heyrast háar og hvellar. „Stoppa". „Hart í stjór“. „Til að fíra bátunum". Allir sjást á harða hlaupum um skipið og á auga- bragði er hver kominn á sinn stað. Eftir stend ég einn í brúnni, steini lostinn yfir öllum þessum látum. Skammt frá okkur veður lagleg torfa og myndar dökkt gráð á spegilsléttan sjóinn. Enn- þá stendur „bassinn" uppi í leit- arskýlinu uppi á stýrishúsinu. — Hann athugar vel torfuna úr kík- inum sínum, hvað hún muni vera stór og hvernig hún veður. En svo hvín skipunin, sem allir bíða eftir. „Fíra bátunum". Guð- mundur hendist ofan úr „bassa- skýlinu" og stekkur út í stjórn- borðsbátinn, sem er að síga niður í sjóinn. „Sleppa“. Og bátarntr renna á fullri ferð í áttina að torfunni. Frá skipinu sýnist mér að þeir ætli að ana beint á torf- una, en skyndilega ýta stafnbú- arnir, sem halda á sinni árinni hvor, bátunum í sundur og þeir þjóta sinn í hvora áttina, en nótin rennur út úr þeim báðum. Síðan sveigja þeir í boga og mætast hinum megin við torfuna, sem enn veður hin rólegasta í nótinni miðri. Einar 1. stýrimaður er kyrr um borð í skipinu. Eftir skamma stund segir hann mér að kastið hafi heppnazt, en fljótt sér hann að það muni ekki vera mjög stórt. Þessir fjórtán menn, sem í bátunum eru láta nú hendur standa fram úr sjóstökkum og rífa hina 190 faðma löngu nót inn í bátana og áður en klukkustund er liðin frá því skipunin um að stöðva vélina var gefin eru 150 mál síldar komin ofan í lest og skipið komið á ferð að nýju. vig. Til sölu er Silver Cross barnavagn vel með farinn. Verð kr. 1500.00. Langholteveg 105. T imbur ágætt í mót eða vinnupaila, til sölu að Kvisthaga 1. — Uppl. í símum 1-63-99 og 1-96-92. Dönsk stúlka óskar eftir að komast í víet á gott heimili hér í bænum um næstu mánaða- mót. Tilboð sendist Mbl. fyr- ir 25. þ. m. merkt: „19 ára — 5847“. Kaiser ‘52 Til sölu og sýnis við Leifs- styttu eftir kl. 7 í kvöld mjög ódýr. Uppl. í súaoa 34391.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.