Morgunblaðið - 18.07.1957, Side 8
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 18. júlí 1957
t
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Lúðvík sjálfum sér líkur
ALLA menn hendir það að gera
skyssu. Munurinn á manngildi
kemur fram í því, hvernig þeir
bregðast við, eftir að ljóst er, að
þeim hefur skjátlazt. Taka þeir
á sig ábyrgð verka sinna og reyna
að læra af því, sem misfarið hef-
ur, og gera betur næst? — Eða
reyna þeir að dylja misgjörðirn-
ar fyrir sjálfum sér og öðrum og
velta ábyrgðinni yfir á aðra og
svara með illindum ef bent er á
staðreyndirnar?
Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs
málaráðherra, hefur nú að undan
förnu orðið ber af hverju glappa-
skotinu eftir annað. Veiting hans
á leyfum til „humarveiða" og
framkvæmd leyfanna var með
þeim hætti, að jafnvel Tíminn gat
ekki orða bundizt. Morgunblaðið
og Vísir tóku málið síðan upp.
Eftir það var ljóst, að opinber
rannsókn varð ekki umflúin. —
Þangað til hafði ráðherrann engu
skeytt framkomnum aðvörunum,
heldur haldið sitt strik.
Af staðreyndum málsins var
þó óumdeilanlegt, að í skjóli leyf-
anna var verið að fara í kringum
friðun fiskimiðanna. Veiðarfæri,
sem algerlega eru bönnuð innan
landhelgi voru þar notuð til fisk-
veiða, einkum á flatfiski en einn-
ig bolfiski, undir því yfirskini, að
um humarveiðar væri að ræða.
Með þessu atferli var tiltrú
manna á einlægni íslenzkra stjórn
valda, þegar þau krefjast friðun-
ar fiskimiðanna og gefa hátíðleg-
ar yfirlýsingar um það efni,
stefnt í geigvænlegan voða. Allt
hlaut þetta að vera ráðherranum
ljóst, strax og veiðar samkvæmt
leyfunum hófust.
En Lúðvík Jósefsson lét sér
ekki bregða. Hann hafði gefið
leyfin fyrir tilstilli Karls Guð-
jónssonar, flokksbróður síns, al-
þingismanns úr Vestmannaeyj-
um. Ætlunin var frá upphafi að
nota leyfisveitinguna til að sýna
fram á, hvílík örvun atvinnulífs-
ins stafaði af stjórnarráðstöfun-
um kommúnistaleiðtoganna. Hin-
ir seku í þessu máli eru fyrst og
fremst Lúðvík Jósefsson og Karl
Guðjónsson. Þeir hlutu að vita
hverju fram fór, ekki sízt Karl
Guðjónsson, sem þó hafðist ekki
að. Leyfishafar töldu því, að þeir
væru í skjóli hinna voldugustu
manna, er þeir stunduðu iðju
sína, og héldu að þessi hefði ætíð
verið tilætlunin.
En þegar Lúðvík Jósefsson
áttaði sig á, að opinber rannsókn
varð ekki lengur umflúin, sá
hann að sér. Hann afturkallaði
fyrirvaralaust 30 leyfi. — Með
þessu játaði hann yfirsjón sina,
svo að ekki verður um deilt. Það
er út af fyrir sig þakkarvert. En
er Lúðvík þá maður til þess að
taka á sig ábyrgð verka sinna?
Nei, það er eitthvað annað. —
Þjóðviljinn þagði um málið á
meðan allt það gerðist, sem þýð-
ingu hafði. Fyrst viku síðar er
blaðinu ekki lengur varnað máls.
Þá er framlag þess að skýra frá,
að skrif Morgunblaðsins um þessi
afglöp Lúðviks Jósefssonar beri
vitni „alkunnri rætni og skepnu-
skap“. Til frekari skýringar segir
svo Þjóðviljinn: „Upplýst er að
sjávarútvegs-ráðuneytið hefur
veitt umrædd leyfi á nákvæm-
lega sama hátt og undanfarin ár,
og engum bát er veitt undanþága
nema Fiskifélag íslands hafi mælt
með því. Þegar Fiskifélagið telur
að um misnotkun hafi verið að
ræða, voru bátarnir sviftir veiði-
leyfi“.
Hér er þá skriðið á bak við
fyrri _ sjávarútvegsmálaráðherra,
þ.e. Ólafs Thors, og Fiskifélagið
og þá væntanlega fyrst og fremst
Davíð Ólafsson. Hingað til hefur
Þjóðviljinn ekki átt nógu hörð
orð til að fordæma einmitt þessa
menn. Nú eru þeir allt í einu
orðnir fyrirmyndin s em l.úðvík
Jósefsson á hiklaust að fylgja!
En á síðasta ári, í stjórnartíð
Ólafs Thors, voru aðeins veitt 8
humarveiðileyfi og engin grun-
semd hefur komið upp um, að
leyfin hafi verið misnotuð. — Á
fyrsta stjórnarári Lúðvíks voru
aftúr á móti veitt a.m.k. 40 leyfi
og hann hefur nú sjálfur neyðzt
til að afturkalla 30 þeirra, þegar
hann sá að ella varð opinber rann
sókn ekki umflúin. Er þessu því
mjög á annan veg farið en áður
var.
Fiskifélagið hefur að vísu mælt
með hverju einstöku leyfi, en sett
ströng skilyrði, sem fylgja bær:
til að tryggja, að þau yrðu ekki
misnotuð. Ráðherrans er að
ákveða fjölda leyfisveitinganna í
heild og sjá um, að settum skil-
yrðum sé fullnægt. f hvoru
tveggja þessu brást Lúðvík Jós-
efsson, áreiðanlega ekki sízt
vegna ofurkapps Karls Guðjóns-
sonar. Ofurkapps, sem hefur leitt
til þess, að fjöldi manna hefur
nú misst sumaratvinnu, er þeir
treystu á.
Ef Davíð Ólafsson hefði úr-
skurðarvald ráðherra og færi með
löggæzlu, fengi skrif Þjóðviljans
staðið. En hvorugt er fyrir hendi,
og væri þó málum mun betur
farið hér á landi, ef svo væri.
Lúðvík Jósefsson sleppur ekki
frá ábyrgð sinni á leyfaveiting-
unni. Hann átti að hafa nána
samvinnu við dómsmálastjórnina
um, að með settum skilyrðum
yrði fylgzt. í því efni hafa báðir
brugðizt, Lúðvík og Hermann
Jónasson.
Háttalag Lúðvíks Jósefssonar í
sambandi við farmannadeiluna
er sizt lofsverðara. Þar er aðferð
hans sú að hann makkar á bak
við sáttanefndina og sáttasemj-
ara, og hampar tylliboðum, sem
ekki fá staðizt. Hann lætur at-
vinnurekendur skilja, að þeir
I muni fá bætur að tilstuðlan ríkis-
stjórnarinnar fyrir þá hækkun, er
þeir veiti launþegum. Launþeg-
um gefur hann í skyn, að þeir
eigi kost á betri kjörum en sátta-
tillagan síðar gefur til kynna. Um
svipað leyti og sáttatillagan loks
keraur fram lætur hann svo,
að horfur muni á a. m. k.
tveimur sáttatillögum til viðbót-
ar. Sú var hvatningin, sem sátta-
tillögunni fylgdi.
Nú sér Lúðvík, að þessi fram-
koma hefur hvorki orðið sjálfum
honum né ' lausn deilunnar til
framdráttar. Þá skortir hann auð-
vitað kjark til að játa yfirsjónir
sínar og birtir í gær yfirlýsingu
um, að staðreyndirnar séu ósann-
ar. Sú yfirlýsing er honum lík.
Hún er enn ein staðfesting á því
við hvern mann er að eiga, en
haggar ekki neinu um sanngildi
þess, sem Morgunblaðið hefur
sagt um þetta mál.
Nœsta skrefiB verður:
Kjarnorkuknúin flugvél
í fyrra ferðuðust 78
milljónir manna .með flugvélum
231 flugfélags. Til samans flugu
farþegar þessir 72 milljarða kíló-
metra.
Fyrir 10 árum voru flugfarþeg-
ar einungis 21 milljón og flognir
farþegakílómetrar voru 16 millj-
arðar.
Á þessum 10 síðustu árum hafa
farþegaflutningar 1 lofti meira
að því að auðvelda flugfélögun-
um að byggja upp framtíðar-
starfið. f slíku starfi er margs að
gæta. Verzlun, iðnaður, sam-
göngur, efnahagsástand, stjórn-
málaástand, lífsafkoma almenn-
ings viðkomandi landa — svo
lítið eitt sé nefnt. Þá ber einnig
að taka tillit til ástandsins á al-
þjóðavettvangi, „spennunnar"
milli austurs og vesturs og margs
annars á þeim vettvangi.
mestu yfirhöndinni í farþegaflug
inu — a. m. k. á lengri flugleið-
um. Reikna sérfræðingarnir með
því, að á árunum 1975—80 muni
flugið ganga í gegnum enn eitt
þróunarstigið. Þá verði kjarnork-
an tekin í þjónustu flugsins.
T
Ailkoma kjarnorkunnar
skapar breytt viðhorf og senni-
lega miklu víðtækari byltingu í
fluginu en þrýstiloftið hefur
valdið. Enn sem komið er hefur
ekki tekizt að byggja kjarnorku-
flugvél, sem er það lítil fyrir-
ferðar, að henni megi koma fyrir
í flugvélum þeim, sem við höf-
jjP£y..........................
Bandaríkjamenn hafa að undanförnu gert tilraunir með kjarnorkuknúar flugvélar. Litið hefur
verið látið uppi um árangurinn, en þó hefur þessi mynd verið birt þar vestra með þeim ummæl-
um, að þetta sé fyrsta kjarnorkuknúna flugvélin.
en fjórfaldazt. Á síðasta ári jókst
farþegatalan um 15% miðað við
árið áður.
Framþróunin í farþega-
fluginu er því geysimikil, eins og
þessar tölur bera skýrast vott
um. Um framtíðina er erfitt að
spá með nákvæmni. Það er á allra
vitorði, að framþróimin verður
enn hröð — og víst er talið, að
farþegaflutningar eigi eftir að
S amkvæmt niðurstöð-
um af rannsóknum þessum hafa
flugmálasérfræðingar, sem fjalla
um þessi mál, látið eftir sér fram-
tíðarspár um þróun farþegaflugs-
ins:
1958 mun farþegatalan komast
upp í 100 milljónir.
1980 fljúga farþegaflugvélar
800 milljarða farþegakílómetra —
og munu fljúga fjórum sinnum
lengra en á síðasta ári.
um yfir að ráða í dag, án þess al
skerða farþegarýmið. Þess vegna
er búizt við því, að vöruflutninga
flugvélar verði þær fyrstu, sem
knúnar verði kjarnorku — og
sennilegt þykir, að þær flugvélar
verði langtum stærri en stærstu
flugvélar okkar í dag.
S tóru farþegaflugvélara
ar, sem eiga að bera 150 far-
þega vega liðlega 100 lestir, en
B-52 hefur flogið 6,000 mílur í einum áfanga. Þegar kjarnorkuknúnu flugvélarnar koma til sög-
unnar verða 6,000 mílu áfangar sennilega ekki taldir til stórtíðinda, því að eldsneyti kjarnorku-
hreyfla er endurnýjað á margra mánaða fresti.
aukast til mikilla muna. En það
er margt, sem hér kemur til
greina og taka verður tillit til.
Um allan heim sitja menn með
sveittan skalla frá morgni til
kvölds og gera ýmsa útreikn-
inga um framtíð flugsins. Stóru
flugfélögin verða að eyða miklu
fé til þess að reyna að fá innsýn
í framtíðina — og síðan eru fram-
tíðaráætlanirnar gerðar samkv.
áliti sérfræðinganna á því hvað
áherzlu beri að leggja á og á
hváða sviðum samkeppnin verði
hörðust.
Alþjóða flugmálastofn-
unin leggur mikið af mörkum í
þessu skyni. Á vegum hennar
. starfar her manns, sem vinnur
1985 mun farþegaflugflotinn
rúma langtum fleiri farþega en
hann gerir í dag — og þá munu
stóru farþegaflugvélarnar fljúga
með 1,600 km hraða á klst., en
það er mun hraðar en hljóðið.
fyrstu flugvélarnar, sem knúnar
verða kjarnorku koma sennilega
til með að vega 250 lestir. Sér-
fræðingarnir telja og að eftir 15
ár verði búið að smíða flugvélar,
sem vega 500 lestir.
i
fyrra lagði sérfræð-
inganefnd Alþjóða flugmálastofn
unarinnar fram greinargerð um
farþegaflug framtíðarinnar, en
tilgangurinn var að gefa stjórn-
um aðildarríkja stofnunarinnar
sem hagfelldasta aðstoð við fram-
kvæmdir og breytingar á skipu-
lagningu flugmálanna, sem óhjá-
kvæmilegar eru vegna breyttra
og fullkomnari farartækja.
Segir þar, að upp úr 1960 muni
þrýstiloftsflugvélarnar ná að
E f til vill finnst ykkur
þessir sérfræðingar hljóti að vera
nokkuð hátt uppi í skýjunum,
því að sannarlega hljómar allt
þetta óraunverulega. En skyldi
þeim Wright-bræðrum nokkru
sinni hafa komið til hugar, að
árið 1957 yrðu til flugvélar, sem
flygju með margföldum hraða
hljóðsins, eða flugvélar, sem gætu
borið hátt á annað himdrað far-
þega?