Morgunblaðið - 18.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. júlí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 11 — Úr víðri veröld — Rússi selur heimsmel í húslökki gkesilegt mót á Bislet — spennondi mílnblnnp Fram-Valur leika í kvöld í KVÖLD kl. 20,30 fer fram 9. leikur 1. deildarkeppninnar og eigast þá við Reykjavíkurfélögin Valur og Fram. Leikurinn fer fram á Melavellinum. Bæði hafa leikið 2 leiki í mótinu, Valur hef- ur tapað fyrir Akumesingum og sigrað Hafnfirðinga, en Fram hef- ur sigrað K.R. og Akureyringa, og hefur því enn möguieika á að halda í við Akurnesinga, sem leiða greinlega í mótinu. Valur er enn í fallhættu, að- eins stigi fyrir ofan K.R. og Hafn- arfjörð, og mundi jafntefli í kvöld bæta stöðu félagsins mjög mikið. Staðan í mótinu er nú: L U J T M S Akranes .... 3 3 0 0 8—1 6 Fram ........ 2 2 0 0 3—0 4 Valur ....... 2 10 1 4—4 2 Akureyri .. 4 0 2 2 4—9 2 K.R........,, 2 012 2—3 1 Hafnarfjörður 3 0 1 2 2—6 1 S.L. LAUGARDAD settí Rúss- inn Jurij Stepanov nýtt heims- met í hástökki, stökk 2,16 m. Gerðist þetta í íþróttakeppni milli Leningradborgar og Helsingforsborgar. Keppnin fór fram í Leningrad. Stepanov stökk þessa hæð í annarri stökktilraun. Hann var mjög nálægt því að fara yfir 2,18 m, en hné hans snerti rána svo að hún féll. Gildandi héimsmet var 2,15 m af Bandaríkjamanninum Dumas 29. júní í fyrra. Stepanov hafði áður stokkið hæst 2,07 m. Þeirri hæð náði hann fyrr á þessu ári. í fyrra var Stepanov í 19. sæti á heims afrekaskránni í hástökki — hafði stokkið 2,04 m.M ★ ★ ★ OSLO 10. júlí NTB. — Á afmælis- mótoi norska félagsins Ready móti norska félagsins Ready voru unnin ýmisleg glæsileg afrek. — Það er ekki algengt að ný vallar- met á Bisletleikvanginum komi eins og á færibandi, en það gerð- ist þetta kvöld, enda voru aðstæð ur allar góðar og mikil og góð þátttaka beztu íþróttamanna heims. Lemon King hljóp 100 m á 10,2 eek. Dan Waern hljóp 1500 m á 3:43,2, Ernst Larsen vann 3000 m hindrunarhlaup á 8:44,4 og Tom Courtney Bandar. vann 400 m hlaup á 46,0 sek. Þetta er bezti tími Cortneys í 400 m. Hann átti mjög vel útfært hlaup og stakk keppinauta sína m.a. Olympíumeistarann Jenk- ins hreinlega af eftir mitt hlaup- ið. Er 800 m voru af 1500 m hlaup- Inu og millitíminn 2:05 sagði Waern takk fyrir og kvaddi og sigraði með miklum yfirburðum 2-24-80 Þessa mynd tók Gunnar Rúnar ljósmyndari nýlega á nám- skeiði er IBR stóð fyrir. Voru börnum þar kenndar íþróttir og leikir. Fjöldi barna notfærði sér þá kennslu og varð mikill árangur af. Þessir tveir drengir höfðu gaman af knattspyrn- unni og bera sig vel að. Hvað skyldu líða mörg ár þangað til þeir verða í landsliðinu? RITSTJORN AFGREIÐSLA AUGLÝSINGAR BÓKHALD PRENTSMIÐJA Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu þá Boysen, Hammarsland og ýmsa fleiri. ★ ★ ★ HINN 1. ágúst munu nokkrir af beztu millivegalengdarhlaupur- um Evrópu reyna að bæta heims- met John Landys á mílunni. Með- al þeirra eru Olympíuverðlauna- maðurinn á 1500 m Delany, Eng- lendingurinn Gordon Pirie, sem hlaut silfur í 5 km í Melbourne, Svíinn Dan Wárn og Finnarnir 3 sem á fimmtudaginn hlupu met hlaupið fræga í Ábo. Ennfremur er líklegt að Tékkinn Jungwirth, nýji heimsmethafinn á 1500 m verði með í hlaupinu. Fímokeppu Golfbl. Árnesinga FIRMAKEPPNX Golfklúbbs Árnessýslu er hafin og taka fjöru- tíu og tvö firmu þátt í henni, 26 firmu úr Reykjavík, 8 úr Hvera- gerði og 8 frá Selfossi. Hafa firm- un með þátttöku sinni veitt golf- klúbbnum ómetanlega aðstoð í byrjunarerfiðleikum hans. FRÁ REYKJAVÍK Almennar tryggingar hf. Al- aska Gróðrarstöðin, Blómaverzl. Flóra, Blómaverzl. Hraun, Blóma- verzl. Litla Blómabúðin hf., Blómaverzl. Rósin, Endurskoðun- arskrifstofa Sigurðar Stefánsson- ar, Guðjón Bernhardsson, Heild- verzl. Ákur hf., Heildverzl. Al- bert Guðmundsson, Heildverzl. Ásgeir Ólafsson, Heildverzl. Har- aldar Árnasonar, Bókabúðin Norðri, Bókabúðin Sigfús Ey- mundsson, íslenzk-erlenda verzl- unarfélagið, íslenzka verzlunar- félagið, Kol & Salt hf., Kr. Þor- valdsson & Co. Northen Trading Company, Ólafur Gíslason & Co., S. A. V. A., Sjálfstæðishúsið, Verzlunin Hans Petersen, Verzl- unin Laugarnesbúðin, Verzlunin Málarinn, Verzlunin Sæbergsbúð, FRÁ SELFOSSI Brauðgerðarhús Kaupfél. Ár- nesinga, Ferðaskrifstofa Kaupfél. Árnesinga, Kaupfélag Árnesinga, Mjólkurbú Flóamanna, Selfoss Apotek, Selfossbíó, S. Ó. Ólafs- son & Co. Útibú Landsbanka ís- lands. FRÁ HVERAGERÐI Garðyrkjustöðin Fagrihvamm- ur hf., Hverabakarí, Jóhann Karls son & Co., Skafti & Christiansen, Steingerði hf., Trésmiðja Hvera- gerðis hf., Útibú Kaupfélags Ár- nesinga, Verzlunin Reykjafoss hf. Eftir fjórar umferðir voru þessi firmu eftir: Blómaverzl. Flóra, Kol & Salt, Ólafur Gíslason & Co., og S. Ó. Ólafsson & Co., sem leika áfram til úrslita. Keppt er með forgjöf og hafa því allir keppendur mjög svipaða mögu- leika. TIL SOLU hrinqnót og hringnótabátur hvorttveggja tilbúið til notkunar. Uppl. gefur: Karvel Ögmundsson Ytri-Njarðvík, sími 201. 1. til 22. september 1957 Víðtœkt yfirlit yfir véltœkni Tékkóslóvakíu Þriðja tékkneska vélasýningin er hvað stærð snertir ein af stærstu sýningum heimsins. Tvær fyrri sýningar vöktu mikla athygli vegna hins fjölbreytta úrvals nýunga og framúrskarandi tækni. Þriðja vélasýningin mun einnig sýna nýjustu upp- drætti af vélum og síðustu endurbætur, jafnframt því sem hægt er að sjá þessar framleiðsluvélar í fullum gangi. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá tékkneska sendiráðinu, Smáragötu 16, hér í bænum eða beint frá Tékkneska verzlunarráðinu, Prag, Ulice 28. ríjna c. 13, Tékkóslóvakíu Þriðja tékkneska vélasýningin, Brno.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.