Morgunblaðið - 18.07.1957, Side 16

Morgunblaðið - 18.07.1957, Side 16
158. tbl. — Fimmtudagur 18. júlí 1957. 2-24-80 2-24-80 Engin síldveiði Veður heldur grálynt SKÖMMU fyrir miðnætti í' nótt er Mbl. átti tal við Rauf- arhöfn var engar síldarfrétt- ir að hafa og ekki útlit fyrir síld næsta sólarhringinn. — Kom þar bæði til slæmt veiði- veður og lítill sem enginn afli. ★ Undir miðnættið voru um 30 bátar að koma inn, þeir sem verið höfðu að veiðum austur af Langanesi og allt austur á Hér- aðsflóa. Var búizt við að þeir væru með um 10.000 mál, en sú síld fer öll í bræðslu, en er ósölt- unarhæf fyrir það hve hún er mögur. Flestir bátar voru úti í gær- kvöldi, en veður var kalt og norðan kæla og ekki gott í sjó- inn. Menn voru þó sæmilega von góðir því síld sást víða í leitar- tækjum, beðið var bara eftir þvi að hún kæmi upp. — Allri bræðslu var lokið á Raufarhöfn og ekkert var saltað þar í gær. Þegar síðast fréttist hafði einn Norðmaður séð síld við Kolbeins- ey og annar bátur torfu við Grímsey. Flotinn heldur út SIGLUFIRÐI, 17. júlí: — í dag er lygnara á miðunum en verið hefur undanfarið og er síldveiði- flotinn að halda úr höfn. Er óslitin skipalest út fjörðinn og út- lit fyrir að öll skipin verði kom- in á miðin í kvöld. Frétzt hefur að síld hafi sézt hér úti í morgun en ekki hefur heyrzt að neitt hafi veiðzt ennþá enda ekki orðið það lygnt að þess sé að vænta. — Guðjón. Bræðsla hafin á Seyðisfirði í gær SEYÐISFIRÐI, 17. júlí: — Síld- arverksmiðjan hér hefur nú feng ið rúmlega 2000 mál til bræðslui og verður bræðsla hafin í kvöld. Mörg skip hafa beðið um af- greiðslu nú í kvöld en engin síld| er ennþá söltunarhæf. Nokkuð hefur verið fryst af síld. — Benedik.. Fjölmargir hafa stundað sól og sjóböð í Nauthólsvíkinni að undanförnu, og þar hitti ljós- myndari Mbl. þessar fjórar ungu blómarósir. Áhöfn Sólfaxa í sóttkví vegna hættu á Asíu-inflúenzunni Brauðgerðarhúsum lokað frá og með deginum í dag Kartöf luley si yf irvofandi f AUGLÝSINGU, sem birtist blaðinu í gær, lýsti Bakarameist- arafélag Reykjavíkur, Alþýðu- brauðgerðin h.f. og Brauðgerðar- húsin í Hafnarfirði því yfir, að öll brauðgerðarhús yrðu lokuð frá og með fimmtudeginum 18. þessa mánaðar um óákveðinn tíma. Að undanförnu hafa verðlags- yfirvöldin verið að gera reki- stefnu út af verði ó flatkökum og mun það hafa verið lækkað um 5 aura eða úr 1,40 í 1,35. Leituðu verðlagsyfirvöldin upp alla þá, sem bökuðu flatkökur, sem fyrst og fremst munu vera konur, til þess að koma sínum lögum yfir þær. Mun þessi flat- kökuhernaður vera hið eina fram lag ríkisstjórnarinnar til lausnar því vandræðaástandi, sem lokun brauðgerðahúsanna leiddi til. 250 hvalir hafa veiðst AKRANESI, 17. júlí: — 250 hval- ir hafa nú veiðst hjá Hvalveiði- stöðinni í vor og sumar. Það sagði Loftur Bjarnason mér í dag. Það hefir verið meir en nóg að starfa í Hvalstöðinni undanfarið, við að taka á móti þessari miklu og góðu veiði. Hingað kom í dag frá Eng- landi norska skipið sem flutti fyrsta hvalkjötsfarminn þangað. í gær tók skipið 160 lestir af hval kjöti í Hafnarfirði og hér tekur það 550 lestir af kjöti en þrátt fyrir það mun þriðji farmurinn bíða útflutnings í hraðfrystihúsi Heimaskaga h.f., enda hefir þar verið óhemjumikið að gera í Nú eru brátt sjö vikur liðnar síðan bakarasveinaverkfallið sumar. — Oddur. hófst. Engar líkur eru til þess að það fari að leysast og ekkert hefir þar gerzt til sátta síðustu vikurnar. Fáir samningafundir hafa ver- ið haldnir. Aðilar hittust að til- hlutun sáttasemjara sl. föstudag en þá þokaðist ekkert um. Hafði þá ekki verið haldinn sáttafund- ur hálfa þriðju viku. Ástæðan til lokunarinnar nú er sú, að bakarameistarar, sem unnið hafa baki brotnu undan- farið og starfsfólk þeirra, taka nú allir sumarfrí á sama tíma. Lokað verður um óákveðinn tíma, en væntanlega opnað aft- ur að sumarfríum loknum. ÞAÐ hefur frétzt að yfirvofandi væri kartöfluskortur. Er það mjög tilfinanlegt, vegna þess hve kartöflur eru mikill þáttur í daglegri fæðu manna. Ekki er vitað, hvort hér er um að ræða fyrirhyggjuleysi af hálfu Grænmetisverzlunar ríkis- ins, eða hvort aðrar orsakir er hér að verki. Góð laxveiði HÚSAVÍK, 17. júlí. — í Laxá í Þingeyjarsýslu hefur laxveiði verið frekar treg undanfarið en þó misjöfn. Frá hádegi í gær að hádegi í dag veiddust 21 lax á 14 stengur. Var sá stærsti 22 pund. Mest af veiðinni er í Laxa- mýrarlandi en í gær og í dag tóku 8 laxar á í Heiðarendanum. Laxveiðimenn telja töluverða laxagegnd í ánni og segja að veð- urbreyting geti gefið góða veiði en í staðviðri veiðist oft lítið. — Fréttaritari. Vöttur landar ESKIFIRÐI 17. júlí. — Á mánu- dag og þriðjudag landaði togarinn Vöttur 330 lestum af ísvörðum fiski á Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Fiskurinn fer til vnnslu í hrað- írysthúsunum. — Gunnar. Síðastliðinn sunnudag var haldið hestamót á Sandlæk í Gnúpverjahreppi. Á mótinu voru hross svo tugum, jafnvel hundruðum skipti. Mynd þessa tók Elías Hannesson, er bænd- ur úr Hreppum og Skeiðum voru að kveðjast eftir ánægju- legan dag. ’ Kom frá Thule þár sem inflúenza geisar og situr nú í Heilsuverndarsföðinni U P PI í bæjarsjúkrahúsinu í Heilsuverndarstöðiifni situr áhöfn einnar millilandaflugvélar Flugfélags íslands í sóttkví sökum þess að hætta var talin á því að hin skæða Asíuinflúenza bærist með henni til íslands. Nú sitja flugmennirnir og flugfreyjurnar í einangrunarstofum í bæjarspítalanum og una hag sínum sæmi- lega og tala við gesti sína út um gluggana. SNÉRU STRAX HEIM Nánari atvik þess að sóttkvía varð flugáhöfnina eru þau að á sunnudaginn fór ein millilanda- flugvélin, Sólfaxi í leiguflug til Grænlands, bæði með farþega og varning. Var förinni heitið til Thule. Er þangað kom fregnuðu flugmenn skjótt að þar geisaði skæð inflúenza sem allar líkur bentu til að væri Asíuinflúenzan svonefnda en það er mjög skæð- ur faraldur. Höfðu þeir því mun skemmri viðdvöl í Thule en ætlað var og snéru strax heim aftur. Flugstjórinn, Björn Guðmunds- son frá Grjótnesi hafði samband við flugumferðastjórnina í Reykjavík og tjáði þeim hvernig komið var og bað um að heil- brigðisyfirvöldunum yrði gert aðvart. ENGINN VEIKST Þegar fugvélin lenti hér á Reykjavíkurflugvelli aðfararnótt mánudagsins hafði borgarlæknir ákveðið að setja skyldi flugáhöfn ina í sóttkví af öryggisástæðum og var áhöfninni ekið rakleiðis á sjúkrahúsið. Þar þarf áhöfnin að dveljast í 4—5 sólarhringa. Enginn þeirra mun hafa veikst af inflúenzunni eftir því sem bezt er vitað. Auk Björns voru með vélinni Karl Schiöth, annar flugmaður, Ingólfur Guðmunds- son vélamaður Eiríkur Loftsson loftsiglingafræðingur og flug- freyjurnar Ása Andersen og Brynhildur Matthíasdóttir. Líkast til mun Asíuinflúenzan hafa bor- izt til Thule frá Bandaríkjunum. Karfaflök til Rússlands AKRANESI, 17. júlí: — Reknetja bátar reyndu fyrir sér á nýjum stað vestur í djúpinu í nótt. Fékk annar 10 tunnur en hinn 8 tunn- ur. Hér kom norskt skip sem lest- aði 250 lestir af hraðfrystum karfaflökum til Rússlands. — O. Vísitalan 191 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. júlí s.L og reyndist hún vera 191 stig. ( V iðskiptamálar áðuney tið 17. júlí 1957). För Heinttdallar ó Kerlimgarfföll UM næstu helgi efnir Heimdall- ur F.U.S. til ferðar á Kerlingar- fjöll og um Kjalveg. Ráðgert er að leggja af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl. 4.30 á föstudag, og verður ekið austur að Kerlingarfjöllum og gist þar. Á leiðinni austur verður stanz- að við Gullfoss. Á laugardaginn verður gengið á Snækoll, en seinna um daginn verður ekið til Hveravalla og gist þar aðfaranótt sunnudagsins. —• Lagt verður af stað til Reykja- víkur um hádegi á sunnudag. Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu félagsins í Valhöll all avirka daga frá kL 10—5, sími 17103.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.