Morgunblaðið - 10.08.1957, Side 10

Morgunblaðið - 10.08.1957, Side 10
10 MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur10. ágúst1957 Þessi mynd var tekin af hertogahjónunum af Windsor í Þýzkalandi ekki alls fyrir löngu, cn þá voru þau á Ieið tii Austurríkis til að heimsækja kastalann þar sem þau eyddu liveilibrauðs- dögunum fyrir 20 árum. — Utan úr heimi Frh. af bls. 8 brezka hásætið. Þau reyndust þess bæði ómegnug að losa sig undan vanabundnum hugsana- gangi, því þau svöruðu bæði, að eftir afsögn hertogans væri hon- um ekki mögulegt að taka við konungdómi á ný. Þegar hinn leynilegi sendiboði gaf í skyn, að gangur stríðsins kynni að leiða af sér ýmsar breytingar, einnig í brezku stjórnskipulagi, varð hertogafrúin greinilega hugsi. ..“ Bretar skerast í leikinn Hin ötula starfsemi Schellen- bergs, sem sá svo um að þýzkir njósnarar fylgdust með hertoga- hjónunum dag og nótt og sendi þeim boð með jöfnu millibili, gat naumast farið fram hjá brezku njósnaþjónustunni. Þar sem skjöl in, sem hér um ræðir, hafa ein- göngu að geyma þýzkar skýrslur, »r lítið vitað um þá hlið máls- ins, sem að Bretum snýr, en sam- kvæmt skýrslum Þjóðverja kem- ur allt í einu hinn góði vinur hertogans, sir Walter Monckton, til Lissabon, annaðhvort kvadd- ur þangað af hertoganum í sam- bandi við tilboð Þjóðverja eða sendur af brezku stjórninni, sem kann að hafa verið orðin áhyggju full. Eftir því sem sá dagur nálg- aðist, er hertogahjónin skyldu sigla til Bahama-eyja, urðu skýrslur hinna þýzku sendi- manna örvæntingarfyllri. Þeir reyndu nú að sannfæra hjónin um, að yfir þeim vofði bráð lífs- hætta, og leituðust við að lokka þau til Spánar með alls konar fjarstæðum. í skýrslunni frá 30. júlí segir t.d., að sendiboðinn hafi „kurteislega en ákveðið undirstrikað nauðsyn þess, að hertoginn og innanríkisráðherra Spánar ættu með sér ráðstefnu“. Hertoginn svaraði þessu með því að biðja um 48 klukkustunda umhugsunarfrest. Þegar hér var komið sögu, hafði Schellenberg algerlega misst þolinmæðina og hóf rót- tækari aðgerðir. Hann sendi her- Fegurstu konur heims ...velju Drene shumpoo Takið eftír hinum gullfallegu kvikmynda- •tjörnum, heillandi dansmeyjum og hrífandi tizkusýnum. Sjáið hve hárið er mikill feg- urðarauki. Og flestar þeirra velja DRENE —shampooið, sem gerir hárið silkimjúkt og auðvelt við að eiga. Hár yðar getur orðið ei»s undurfagurt . . . ef þér notið DRENE SHAMPOO. DRENE SHAMPOO gerir hárið silkimjúkt og auðvelt við að eiga. togahjónunum blómvendi, nafn- laus hótanabréf og bréf með alls konar óljósum viðvörunum. Spænsk kona var send til her- togafrúarinnar með bón um að fara ekki til Bahama-eyja, þar sem settar hefðu verið sprengj- ur í skipið. Kvaðst hún hafa þær upplýsingar frá leynilegum heim ildamönnum. Þegar lögreglan rannsakaði skipið, fannst efni, sem gera hefði mátt úr tíma- sprengjur. Einum af bílstjórum hertogans var mútað til að biðja um lausn frá störfum, þar sem hann óttaðist morðtilraun. Síðasta tilraunin Það sem þýzka stjórnin gerði í málinu sýnir líka, að hún var farin að örvænta. Hinn 31. júlí gaf Ribbentrop hinum portú- galska gestgjafa hertogans heim- ild til að leggja spilin á borðið og bjóða hertoganum beint sam- band við þýzku stjórnina. Ef hann geti ekki á síðasta andar- taki fengið hertogahjónin til að fara til Spánar, verði hann að tryggja það, að hægt verði að halda leynilegu sambandi við hann eftir að hann sé kominn til Bahama-eyja. f orðsendingu Ribbentrops segir að lokum: „Þetta verðið þér auðvitað að flytja hertoganum í einrúmi og munnlega, en ef einhver ófyrir- sjáanleg ógætni skyldi koma fyr- ir, þá verðið þér auðvitað að neita því, að þér vitið nokkuð um mál- ið“. Jafnframt þessu reynir þýzki sendiherrann í Lissabon að fá portúgalska forsætisráðherrann, dr. Salazar, til að telja hertogann á að hætta við för sína. En allt kom fyrir ekki. Hertogahjónin sigldu áleiðis til Bahama-eyja. í síðustu skýrslunni segir Schellenberg, að sér háfi sanit tekizt að vinna skemmdarverk á bílnum, sem flutti farangur þeirra hjóna, þannig að brottför skipsins var seinkað um eina klukkustund. Hann heldur því líka fram, að hertoginn hafi ver- ið tvíráður til síðustu stundar og siglt af stað aðeins fyrir á- eggjan sir Walters Monckton, en slíkar fullyrðingar verður að taka sem afsökun Schellenbergs á misheppnuðum tilraunum hans til að stöðva hertogann og sem viðleitni til að koma sér í mjúk- inn hjá yfirboðurunum. Skýrslurnar taka aðeins yfir tímabilið frá 23. júní til 31. ágúst 1940, og þess vegna fáum við ekkert að vita um „þau góðu sambönd", sem þýzka leyniþjón- ustan taldi sig hafa við hertog- ann. Ein af ástæðum þess, að ekki reyndist mögulegt að fá her togann til að fara til Spánar, kann að vera sú staðreynd, sem bent er á í einni skýrslunni, að hann var „svo hefðbundinn og brezkur í hugsunarhætti". Af þýzkum sjónarhóli séð var það einmitt gallinn á Bretum: Þeir gátu alls ekki skilið, að þeir voru búnir að tapa stríðinu —■ og þess vegna unnu þeir það. Jensína CuBmundsdóttir — minningarorb 1 DAG er til moldar borin að Óspakseyri í Bitrufirði frú Jens- ína Guðmundsdóttir, ekkja Sig- urgeirs Ásgeirssonar, kaupmanns og bónda þar. Jensína lézt í sjúkrahúsinu á Blönduósi 4. þ.m. Jensína var fædd í Ófeigsfirði í Strandasýslu 25. nóv. 1875, og var því tæplega 82ja ára gömul er hún lézt. Hún var elzt fimm barna sæmdarhjónanna Guðmund ar Péturssonar í Ófeigsfirði, hins kunna atorkumanms og sjósókn- ara, og fyrri konu hans, Elísabet- ar Þorkelsdóttur. Þrjú börn misstu þau í æsku, og er Elísabet á Melum í Árneshreppi ein þeirra barna sem eftir er á lífi. Átta ára gömul missti Jensína móður sína. Er Sigrún, seinni kona Guð- mundar, lézt árið 1902 frá tíu börnum, því elzta um fermingu, gekk Jensína systkinum sínum í móður stað. Annaðist hún heim- ilið af mestu prýði, og hvarf ekki úr föðurgarði fyrr en elztu syst- ur hennar voru uppkomnar ogtóku við búforráðum. Má nærri geta að það hefur verið mikið starf sem hún leysti af hendi fyrir föð- ur sinn og systkini. Árið 1911 giftist Jensína Sig- urgeiri Ásgeirssyni, kennara frá Heydalsá í Steingrímsfirði. Hófu þau búskap að Felli í Kolla- firði árið 1912 og bjuggu þar í tvö ár, en þá keyptu þau jörðina Óspakseyri í Bitrufirði og bjuggu þar rausnarbúi til árs- ins 1936, er Sigurgeir andaðist. Bjó Jensína svo næstu þrjú árin með Þorkatli systursyni sínum er kom til þeirra hjóna á fermingar- aldri. Gengu þau honum í for- eldrastað, enda reyndist hann þeim sem bezti sonur og varð þeim stoð og stytta í einu og öllu. Yar ávallt mikill kærleikur milli hans og þeirra hjóna. Er Jensína 3ét af búskap tók Þorkell við jörð- inni, ásamt konu sinni, Ástu Stef- ánsdóttur frá Kleifum í Gilsfirði. Þeim Jensínu og Sigurgeiri varð aðeins eins barns auðið, en misstu það nýfætt. Tvö fóstur- börn tóku þau, Maríu Benedikts- dóttur, nú gift í Skagafirði, og Guðmund Helgason, sem andaðist aðeins rúmlega tvítugur. Einnig Manntalsþing í Kópavogi í Kópavogi, verður haldið Neðstutröð 4, mánudaginn Hið árlega manntalsþing í skrifstofu bæjarfógeta, 12. ágúst nk. kl. 4 e. h. Falla þá í fyrsta gjalddaga skattar og önnur þing- gjöld ársins 1957, sem ekki eru áður í gjalddaga fallin. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Vinna Okkur vantar nokkra bílaviðgerðamenn — réttinga- menn — járniðnaðarmenn — pípulagningameiui og suðumenn — Mikil vinna. Uppl. í Reykjavík í síma 18467, laugardag kl. 3—8. Vélsmiðja Njarðvíkur hf. Innri Njarðvík — Sími 750. dvaldi hjá þeira hjónum Magnús, bróðir Þorkels, frá átta ára aldri til fullorðinsára. Öllum þessum börnum reyndust þau hjónin framúrskarandi vel. Óspakseyri var á þeim árum og er enn miðstöð verzlunar, við- skipta og félagslífs í sveitinni. — Ráku þau hjón jöfnum höndum verzlun og mikinn búskap. Var þar því mjög erilsamt á heimil- inu og mæddi það að sjálfsögðu mest á húsmóðurinni, því ölium, sem að garði bar, var veitt af mikilli rausn. Eg átti því láni að fagna að dvelja á Óspakseyri sem barn að aldri, í sjö sumur, fyrst hjá Jens- ínu og Sigurgeiri og síðar njá Ástu og Þorkatli. Frá þeim sumr- um á ég margra ánægjulegra stunda að minnast, enda var það svo, að strax er sól hækkaði á lofti þráði ég sem fyrst að komast í sveitina. Ætíð var Jensína mér hugstæðust frá þessari æskudvöl minni. Skapi hennar var þannig varið, að börn hændust sérstak- lega að henni. Ég man ekki eftir að hafa séð hana bregða skapi við nokkurn mann, ætíð þetta Ijúf mannlega viðmót við hvern sem var, og þá ekki sízt við þá, sem minna máttu sín. Hún var næm fyrir öllum fróðleik og góðum gáf um gædd. Vegna þessara kosta held ég að öllum hafi liðið vel í návist hennar. Þessar fátæklegu línur eiga að vera hinzta kveðja min til henn- a-\ með þökk fyrir allt, sem hún var mér. Eg m-un ávallt minnast liennar með virðingu og þakklæti. Hún var drengur góður. Torfi Þ. Ólafsson. ___4 SKIP4UTGCR9 RIKISINS Pantaðir farseðlar með næstu Norðurlandaferð m.s. Heklu óskast vinsamlega inn- hystir á næstu dögum. — Lausir farmiðar verða seldir jafnhliða. Skipaútgerð ríktsina, SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 14. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar, — Húnaflóa og Skagafjarðarhafna, Ólafsfjarðar og Dalvíkur, árdeg- is í dag og á mánudag. Fareeðlar seldir á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.