Morgunblaðið - 11.08.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.08.1957, Qupperneq 2
< 2 MORCTjnjnr 4 ÐIÐ Sunnudagur 11. ágúst 1957 STAKSTEIiVIAH Það er drengskapar skylda Dana að afhendc íslenzku handritin Til hvers? Þjóðviljinn spyr Tímann að því í gær, hvort hann haldi að vinstri stjórn hafi verið mynduð til þess að Samband ísl. Sam- vinnuféiaga gæti grætt á olíu. En það eru áreiðanlega margir fleiri en Þjóðviljinn, sem spyrja til hvers „vinstri“-stjórnin hafi verið mynduð og flestum er far- in að finnast biðin nokkuð löng eftir því að fá að sjá ávextina af tilveru þessarar ríkisstjórnar. Það, sem lofað var fyrir kosn- ingar var bókstaflega allt svikið nema eitt atriði og það var hin svonefnda „endurskoðun banka- löggjafarinnar“ en helzta og fremsta afleiðing hennar var, að stjórnarflokkarnir fengu nýja bankastjóra, eins og Finnboga Rút og Emil. Það var árangur á „sinn máta“. Þegar litið er á feril stjórnar- innar er það engin furða þó blöð um hennar þætti ekki taka því að minnast þess, þegar hún átti árs afmæli. Viðunanle»asta nevðarúrræðið“ f Alþýðublaðinu í gær birtist eftirfarandi kiausa. Stendur hún í forystugrein blaðsins og hljóð- ar svo: „Núverandi skipun efnahags- mála atvinnuveganna á Íslandi fær ekki staðizt til langframa. Svo stórt er málið í raun og veru. Ríkið getur ekki von úr viti borið þær drápsklyfjar, að tapið sé þjóðnýtt. Nú er vist öll íslenzk framleiðsla styrkt af al- mannafé nema hvalveiðarnar. Hjólið þyngist í falli sinu með hverju árinu, sem líður. Og þetta er ekki hægt, Matihías. Atvinnu- vegirnir verða auðvitað þjóð- nýttir fyrr eða síðar á undan eða eftir ríkisgjaldþroti, ef núver- andi skipun á enn að haldast. Þetta er öllum aðilum hollt að gera sér Ijóst. Andstæðingar þjóðnýtingarinnar ættu í tíma að átta sig á því, hvert okkur ber í þessu efni. Og núverandi vand- ræðaástand er sannarlega ekki þjóðnýtingarmönnum að skapi. Það hefur aldrei staðið til, að þjóðnýtingin byggðist upp á glundroða og kannski hruni. Hitt er annað mál, að hún verður við- unanlegasta neyðarúræðið og raunar eina ráðið, ef svo skal fram haldið sem nú horfir“. Þetta er mjög svo fróðleg klausa og vafalaust ágætt dæmi um sáiarástandið innan viss hluta af Alþýðuflokknum, eins og nú er. Það sem við blasir er „vandræðaástand“, „grundroði“, „hrun“ og svo „viðunanlegasta neyðarúrræðið": Þjóðnýting! Það er von að spurt sé í Þjóð- viljanum, til hvers vinstri- stjórnin var mynduð? O" ^að varð Fregnir herma að átökin i Litlu-Kreml við Skólavörðustig . haldi áfram. Ingi R. er hættur | að skrifa um útsvörin síðan Guðmundur Vigfússon, mágur niðurjöfnunarnefndarmanns kommúnista, kora heim. Sagt er, að Guðmundur hafi fallizt á að skrifa undir málamyndakæruna til Hannibals, ef Ingi-þar á eftir „héldi sér saman“! Og það varð. TSókstaftirinn hlívur“ „Tíminn“ er stundum að kvarta yfir, að Mbl. taki setningar upp úr blaðinu og rangfæri þær. Það gerir Mbl. aidrei. Hins vegar sýnist það vera furðulega oft svo hjá Tímanum að blaöið gerir sér fyrst Ijóst hvað það raunveru- lega hefur sagt, þegar það les sín eigin orð hjá öðrum og þýðir þá ekki að afsaka sig með rang færsluiu. - - segir rithöfundurinn Jörgen Bukdah: 1 DANMÖRKU veit hvert manns- barn við hvern er átt, ef talað er um „digteren pá bjerget". — „Bjerget" heitir sem sé húsið, þar sem íslandsvinurxnn Jörgen Bukdahl á heima. í>að er hjá Askov. Þarna hitti fréttamaður Morgunblaðsins hann nýlega að máli. Var hann þá nýkominn heim úr fyrirlestraferð til Sví- þjóðar og hafði þar meðal ann- ars talað um handritamálið í lýð- háskólanum hjá Gautaborg. Tal- ið barst þegar að handritamál- inu og væntanlegri lausn þess. „Enginn getur efazt um hver úrslit þess máls verða“, sagði Bukhdal. „Er Danir verða að fá tíma til þess að átta sxg, og drátt- urinn verður aðeins tslendingum í hag. öllum heilvita mönnum er það Ijóst, að handritin eru eign íslenzku þjóðarinnar og engra annarra og að það er drengskap- arskylda Dana að afhenda þau íslenzku þjóðinni, því að þessi handrit lentu hér vegna þess að stjóm íslands var þá í Danmörk og hér sameiginlegur háskóli beggja þjóða. Allt skraf um sam- eiginlega eign í þessa sambandi, er tóm heimska. Sameíginleg nor- ræn menning stendur á allt öðr- um grundvelli. Þegar öll kurl koma til grafar er ekki um neina norræna sameign að ræða, held- ur samfélag á öðru sviði, sem sé því er vér eigum sameiginlegt með öðrum lýðfrjálsum vestræn- um þjóðum: Viðhoríl til göfgi mannsins, einstaklingsfrelsis og þjóðfrelsis." — Haldið þér að stjórnin, sem nú situr í Danmörh. muni ætla sér að reyna að leysa handrita- málið? „Kæri vinur, eg hefi ekki hug- mynd um hvað einhverri stjórn kemur til hugar að fást við, en hitt veit eg, að mikill áhugi er fyrir því meðal dönsku þjóðar- innar, að íslendingar fái hand- ritin aftur, og slíkan þjóðarvilja getur engin ríkisstjórn sniðgeng- ið til lengdar. Og þetta er ís- landi mjög mikilsvert, að hafa dönsku þjóðina með sér. Það mega íslendingar þakka dönsku lýðháskólunum og afstöðu þeirra til þjóðmenningar. Þér voruð að spyrja um stjórnina. Jörgen Jörg- ensen er framar öllum öðrum dönskum stjórnmálamönnum lýð- háskólamaður, og nú ætti hann sem menntamálaráðherra að setja smiðshöggið á vilja almenn- ings og senda handritin til ís- lands. Hann er að vísu ekki ein- ráður um þetta mál, en þér meg- ið vera vissir um, að hann hefir opin eyru fyrir því, sem lýðhá- skólarnir leggja til málanna.“ — Þér gerið mikið úr afstöðu lýðháskólanna, en skjalaverðir og háskólaprófessorar eru víst ekki sama sinnis? „Nei, það er satt. En öllun. þeim, sem undir illa dulinni vís- inda-gerfimennsku og í „oldnord- isk“ skjálkaskjóli haida því fram að handritamálið sé danskt þjóð- ernismál, þeim bendi eg á að nær sé að rétta hlut hins hálfþýzka og gleymda danska pjóðarbrots í Suðurslésvík. Það er þjóðernis- mál, en hitt er aðeins vetrarút- sala á þjóðernislegu glamri. Ann- ars mega Islendingar vera þakk- látir fyrir, að handritamálið er ekki lengur sérmálefni skjala- verða og prófessora, heldur al- þjóðarmálefni. Allt, sem prófess- orarnir hafa lagt til málsins án þess að hirða um álit þjóðarinn- ar, hefir lent í ruslakörfunni. Bók Bjarna Gíslasonar hefir átt sinn þátt í því. Það er afreksverk Bjarna, að hann hefir um alla framtíð komið í veg fyrir að hand ritamálið verði skoðað svo sem eitthvert sérmál prófessora. Það er orðið að alþjóðarmáli, og þann ig verður það leyst til blessunar fyrir bæði ríkin. Bjarni hefir verið tryggur sonur fósturjarðar sinnar. Um mörg ár hefir hann talað í dönskum fundarsölum og barizt fyrir handritamálinu og auk þess hefir hann sent greinar um öll Norðurlönd. Allar sam- þykktir og áskoranir um að af- henda handritin, eiga rætur sín- ar að rekja til hans. Ef íslend- ingar kunna ekki að meta þetta, þá vanþakka þeir þeim mönnum erlendis, er bezt hafa stutt mál- stað þess, og munu áður en lýk- ur færa því sigurinn heim.“ — Hvenær verður það? „Ha, eru íslendingar orðnir óþolinmóðir? Þeir afbáru þó ein- okunarverzlunina og gátu beðið eftir sjálfstæði sínu í 600 ár. Geta þeir þá ekki beðið lausnar hand- ritamálsins í fáein ár? Ekki velt- ur allt á því að málið leysist sem fyrst, heldur að það leysist á rétt- an og sanngjarnan hátt í norræn- um anda, og laust við allan yfir- drepsskap. Þá munu klukkurnar í Reykholti aftur hljóma um öll Norðurlönd." — Um öll Norðurlönd? ,„Já, því að mínu áliti er þetta norrænt mál, en ekki aðeins mál milli Islendinga og Dana. Nýa heftið af Askov-tímaritinu „Dansk Udsyn“ verður helgað ís- landi. Þar ritar forseti íslands á- varp og þar verða margar grein- ar eftir íslenzka og danska menn. Mikill hluti heftisins fjallar um handritamálið og starf Bjarna Gíslasonar að koma því undir al- mennan norrænan dóm. En það hefir hrundið málinu mest áleið- is. Þetta stóra íslandshefti verð- ur svo sent í bókarformi út um öll Norðurlönd. Og almennings- dóm á Norðurlöndum getur engin ríkisstjórn hummað fram af sér til langframa. I dag (súnnadag) leggur „Haförninn" upp frá bátahöfninni í Kaupmannahöfn með tvo Dani og tvo Norðmenn innanborðs. Þeir ætla í ævintýraferð umhverfis jörðina. Ferðin er nokkuð undir því komin hve langt peningarnir hrökkva, en fjórmenn- ingarnir hafa lagt 100.000 danskar krónur í fyrirtækið og búast við að komast a. m. k. til Pólynesíu á Kyrrahafi. Á myndinni eru þrír þeirra félaga; frá vinstri Daninn Erik Jensen og Norð- mennirnir Ivar Solsvik, sem er skipstjórinn, og Alf Larson. Yarúðarráðsfafanir Banda- ríkjanna vegna Asíuinflúensu EFTIRFARANDI grein birtist í nýútkomnu hefti af bandaríska vikuritinu Time: „Asíuinflúensan kemur til Bandaríkjanna í haust, áður en almenn bólusetning get- ur farið fram og þjóðin horfist í augu við faraldur, sem getur náð til 15—30 milljóna manna. Veikin er tiltölulega væg (á eng- an hátt sambærileg við drepsótt- ina „Spænsku veikina, sem herj- aði 1918—1919), og er sennilegt, að aðeins fáir muni deyja úr henni, veikluð börn og gamal- menni. En veikin getur neytt 10%—20% þjóðarinnar til að leggjast í rúmið á sáma tíma og lamað þannig nauðsynleg þjón- ustustörf. Þessar slæmu staðreyndir komu fram í sl. viku á ráðstefnu, þar sem fjallað var um inflúens- una og bólusetningu við henni. Var ráðstefna þessi haldin að til- hlutan bandarísku heilbrigðisyfir valdanna. Nokkur vandamál: Bandaríkjamenn hafa ekki ónæmi fyrir hinni nýju veiruteg- und og geta aðeins fengið það með því að taka veikina eða láta bólusetja sig með nýju bólefni, sem er sérstaklega ætlað að hindra útbíeiðslu veikinnar.Þrátt fyrir mikla vinnu sérfræðinga og bóluefnaframleiðenda um víða veröld, verða engin tök á því að bólusetja nema brot af banda- rísku þjóðinni, áður en veikin kemur með öllum sínum þunga. Þá segir tímaritið, að ekki sé áætlað, að Bandaríkjamenn geti framleitt meira en 8 millj. skammta fyrir miðjan september nk., en þá er búizt við, að sval- ara veður komi faraldrinum af stað. Helminguiínn af þessu bólu efni fer til hersins, hinn helming- urinn til lækna, hjúkrunar- kvenna, starfsmanna við sam- göngutæki og nauðsynlegan op- inberan rekstur. I október verður svo farið að bólusetja almenning, og gera Bandaríkjamenn ráð fyr- ir, að geta framleitt 60 millj. skammta af bóluefni fyrir febrú- ar nk. Loks segir í greininni: Þar sem vitað er um nokkur þúsund dreifð tilfelli hingað og þangað um landið, má gera ráð fyrir því, að veiran hafi nú borizt til allra hluta Bandaríkjanna. Ef far aldurinn hegðar sér, þegar kólna tekur, eins og búizt er við, þá fer veikin eins og eldur í sinu milli San Francisco og Boston á einum mánuði. Sprengjuárás á upp■ reisnarmenn í Oman LUNÐÚNUM, 10. ágúst. — Brezk ar sprengjuflugvélar köstuðu í morgun í fyrsta skipti sprengjum á stöðvar uppreisnarmanna við Nizwan. Brezki hershöfðinginn á þessum slóðum hefir sagt, að tvær sprengjuflugvélar af Shackleton-gerð hafi annazt sprengjukast þetta. Gengið var úr skugga um, að engir óbreytt- ir borgarar væru á þessum slóð- um. Um 100 sprengjum var kast- að. — * Þess má geta, að uppreisnar- menn veittu harðvítuga mót- spyrnu á þessum slóðum, þegar her soldáns og Breta hugðist brjóta vöm þeirra á bak aftur. Var mótspyrna þeirra mun öfl- ugri en gert var ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.