Morgunblaðið - 18.08.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 18.08.1957, Síða 3
Sunnudagur 18. ágúst 1957 MORCVyBLAÐIÐ s Helgi Pálsson stjórnarformaður Útgerðarfélagsins flakar fyrsta fiskinn. Stúlkan heldur á fyrsta pakkanum, sem gengið var frá. Ljósm. vig. Hraðfrystihúsið tekið til starfa Er eitt hið fullkomnasta hér á landi á Akureyri Þórir Þórðarson, dósent: Hver var hann ? Akureyri, 16. ágúst: I DAG tók hið nýja hraðfrysti- hús Útgerðarfélags Akureyringa h.f. til starfa. Klukkan hálftíu í morgun var stjórn félagsins ásamt bæjarstjórn og fleiri gest- um mætt í hinu glæsilega húsi. Bauð framkvæmdastjóri féiags- ins, Guðmundur Gruðmundsson, gesti velkomna og bað frysti- hússtjórann, Elías Ingimarsson, að láta setja vélar hússins af stað. Var svo gert. Hófst síðan vinnslan með Jiví að Helgi Páls- son formaður félagsins flakaði fyrsta karfann. En starfsemin Færibandakerfi það sem not- að er í frystihúsinu er eitt hið fullkomnasta sem enn hefir ver- ið smíðað hér á landi. Er það en smíðað og sett upp af Jóni Guðmundssyni yfirverkstjóra hjá Vélsmiðjunni Kletti í Hafnar- firði, ásamt aðstoðarmanni hans. Er lokið miklu ofsorði á alla byggingu þessara banda og frá- gang þeirra. Vélkerfi hússins er að öllu leyti sett upp og að mestu smíðað í Vélsmiðjunni Héðni í Reykja- vík. Stjórnaði því verki Þor- bergur Þórarinsson vélsmiður Hér sjást talið frá vinstri: Sigurður Sölvason byggingameistari, Karl Bjarnason vinnslusérfræðingur Sölumiðstöðvarinnar, Helgi Pálsson formaður Ú. A. og Guðmundur Guðmundsson forstjóri Ú. A. — Ljósm. J. E. hófst með því að flökuð voru nokkur tonn af karfa, sem elzti togari félagsins, Kaldbakur, hafði komið með að landi. Síðan voru gestir leiddir um húsið og þeim sýnt það af hús- inu, sem þegar er fullgert. Fiskurinn á færiböndum frá skipi að frysti Rétt fyrir framan húsið er bryggja, sem togararnir munu leggjast að. Er hún að verða full- gerð og verða þá færibönd not- uð til þess að landa fiskinum, en þegar hann er kominn inn í hús- ið tekur við honum annað færi- bandakerfi, sem flytur fiskinn gegnum alla vinnsluna allt að fi’ystiklefa. teiknað af Kaarli Bjarnasyni vinnslusérfræðingi Sölumiðstöðv *r hraðfrystihúsanna, og hefir hann séð um fyrirkomulag þess, ásamt Jóni Einarssyni yfirvél- stjóra frystihússins. Húsið hefir teiknað og skipu- lagt Gísli Hermannsson verk- fræðingur Sölumiðstöðvarinnar en allt vélakerfi er smíðað í samráði við Bjarna Guðjónsson vélfræðing Sölumiðstöðvarinnar og Gísla Hermannsson. Er all- ur frágangur véla hinn snyrtileg- asti. í upphafi voru byggingarmeist arar hússins þrír, þeir Óskar heitinn Gíslason múrarameistari og trésmíðameistararnir Sigurð- ur Sölvason og Páll Friðfinnsson. Eftir lát Óskars Gíslasonar á si. ári tók Gunnar sonur hans við störfum hans við bygginguna. Raflagnir hafa annazt Sigtryggur Þorbjarnarson og Hrólfur Stur- laugsson rafvirkjameistarar. Málningu alla annaðist Jón Davíðsson málarameistari. Vél- smiðjur bæjarins og margir fleiri aðilar hafa aðstoðað við þetta mikla verk. Gjörbreytir afkomu skipanna Reiknað er með að þetta nýja frystihús gjörbreyti allri afkomu skipa Útgerðarfélagsins með því að nýting alls afla verður nú mun betri þar sem skipin þurfa ekki að leita annarra hafna til þess að losna við afla sinn. Auk finskvinnslunnar, sem fram fer í húsinu er starfrækt þar ísframleiðsla og notaðar til þess skelísvélasamstæður smíð- aðar í Héðni. Einnig er þarna ísgeymsla, sem tekur 300 tonn af ís. Hafa vélar þessar verið starf- ræktar frá því í október í fyrra. Ennfremur er áætlað að í húsinu verði netjaverkstæði og skrifstof ur Útgerðarfélagsins. Verður því öll starfsemi félagsins þarna saman komin, en rétt við frysti- húsið stendur saltfiskverkunar- hús þess. Með þessari byggingu er mikl- um áfanga náð til hagsbóta at- vinnulífi Akureyrarbæjar. — vig. í vélasal. Þórbcrgur Þórarinsson vélsmiður í Héðni, Bjarni Guðjónsson vélfræðingur Sölumiðstöðvarinnar, Jón Sigurðs- son vélamaður og Jón Einarsson yfirvélstjóri frystihússins. Ljósmynd: vig. í 8. KAPÍTULA Markúsarguð- spjalls segir frá því, er Jesús tók sér ferð á hendur til héraðanna umhverfis uppsprettur Jórdanar, þar sem nú eru suðurhéruð Sýr- lands. Hann vildi flýja mannhaf- ið og eiga kyrrlátar stundir með vinum sínum í hinu yndislega umhverfi þar norðurfrá. Tilgang- ur Jesú hefur vafalaust verið sá að búa vinum sínum stað, þar sem þeir gætu hugleitt hina dýpstu spurningu, sem nokkur maður getur lagt fyrir sjálfan sig. Svarið við henni setur mann- inn á krossgötur lífs hans, þaðan liggja tvær leiðir, leið jákvæðis- ins við krafti Guðs, leið nei- kvæðisins, er hafnar Guðs náð. Jesús spurði vini sína: „Hvern segja menn mig vera?“ Af nær- færni og alúð spurði hann, hann spurði óbeint, gekk ekki á læri- sveinana og sagði: Hvern segið þið mig vera? Hann vildi vekja þá til þess að taka afstöðu, ekki þröngva þeim til svars. Hver var Jesús? Lærisvein- arnir hugsuðu á máli Nýja testa- mentisins, og vér verðum því fyrst að huga að þeim hlutum. Messías var orð, sem var á hvers manns vörum. Spámennirnir höfðu prédikað hjálpræði Guðs í mynd manns, er hann myndi senda til þess að leysa lýð sinn úr viðjum. Messíasarvonir síð- gyðingdómsins er því baksviðið, sem vér verðum að þekkja til þess að skilja þá tungu, sc-m töl- uð er á blaðsíðum Nýja testa- mentisins. Gyðingar væntu sér Messíasar, sumir eins og Essenar í Qumran, væntu sér tveggja, annars af konungakyni, hins af prestaættum. Hinn þjakaði al- menningur, er stundi undir oki Rómverja, vænti sér lausnara, er brýti á bak aftur vald kúgarans. Þeir væntu sér konungs,- er ynni þeim frelsi og sjálfstæði, lausn undan skattaáþján framandi drottna. Þeir voru fáir, er sáu svo djúpt, að lausn Guðs vferi fólgin í raunverulegu hjálpræði, að Messías væri frelsari, sem leysti þá einnig undan helsi þess lífs, sem er hlutskipti mannsins á mörkum tveggja heima, Guðs og Satans, hins illa og hins góða, hins fullkomna og hins ófull- komna, hins uppbyggjandi mátt- ar og þeirra afla, er rífa niður, tortíma, að Messías kæmi ekki til þess að sigra einhverja skammæva hérstjóra heldur sjálft hið illa afl í heiminum. Jesús spyr. Nýja testamentið er fáort, setningarnar oft sem meitlaðar í stein, eigi greint frá svipbrigðum manna, viðbrögðum þeirra, sálarstríði og öðrum at- vikum, sem fylla blaðsíður nú- tíma skáldsögu. Vér sjáum því í anda, hvernig lærisveinarnir líta niður í grasið eða horfa á skýjafarið í djúpum þönkum, unz Pétur, sem ávallt var skjótur til svars og athafnar, lítur upp úr greipum sínum og segir með ákefð eftir langa þögn: „Þú ert Kristur". Það merkir: Þú ert hinn útvaldi Guðs, þú ert hinn smurði, Messías, er Guð hefur sent mönnunum til hjálpræðis. Jesús sagðist aldrei vera Messías. Hann talaði aftur á móti unj sjálfan sig sem „Mannsscn- inn“, sem var skylt hugtak en dýpri merkingar. Vildi hann með því móti þröngva njönnum til þess að hugsa um hann, sem sendiboða Guðs, hvers hlutverk væri hulið mistri torræðra raka, er ekki yrðu mönnum ljós fyrr en síðar, í upprisunni? Samt er Pétur á réttri leið, og Jesús tek- ur játningu hans með fögnuði. En Pétur þarf að sjá dýpra en þetta. Jesús byrjar að kenna lærisvein um sínum, „að mannssonurinn ætti margt að líða og honum að verða útskúfað af öldungum og æðstú prestunum og fræðimönn- unum og hann deyddur verða, og rísa upp eftir þrjá daga“. Nú var Pétri nóg boðið. Hvera- ig gat það hugsazt, að leiðin tS sigurs lægi gegnum þröngar dyr ósigursins? — að vegurinn tál fullnunar Guðs kraftar og fagn- aðar væri þjáningaleið? Jesúg svarar Pétri hörðum orðum. Hann ávítar hann fyrir að hugsa ekki um vegi Guðs, sem eru oíar vorum skilningi eins og himinn- inn er ofar jörðinni, heldur að hugsa um vegi manna. Ákafinn í svari Jesú vekur oss furðu. Hann segir: „Haf þig á burt frá mér, Satan, því að þú hugsar eigi »m það, sem Guðs er, heldur það sem manna er“. Pétur verður honum Satan með því að tala þannig. Það er að segja freistari. Vér sjáum, að það var Jesú freisting að hugsa eins og Pétur. Jesú var freistað, það vitum vér af freistingarsögunni, hér mætir hann enn einu sinni gömlum óvini: lát þér ekki til hugar koma að ganga braut þjáningar- innar, sjálfsfórnarinnar. Þín bíða öll þægindi, ef þú fellur fram og tilbiður mig. En Jesús var þegar búinn að færa fórnina. Hann var þegar orðinn sameinaður vilja föðursins. Hans vilji var viiji Jesú. Hans andi Jesú andi. Dýpstu rök lífsins voru orðin honum leiðarvísir um lífsins haf. Hann stefndi þegar að marki krossins. Aftur varð ekki snúið nema sannleiknum skyldi snúið í lygi, Guðs náðarvilja í djöfuls dóm. Vík frá mér, Satan. Svo angistarfull var grasgarðsbarátta Jesú, er hann háði þegar. Jesús kenndi þeim, og Markús kýs að greina frá orðum hans með því að setja hér orð Jesú, er hann talaði til mannfjöldans, er þeir voru komnir til byggða. „Vilji einhver fylgja mér, þá af- neiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi 'sínu, mun týna því, en hver sem týnir lífi sínu mín vegna og fagnaðar- erindisins, mun bjarga því. Þvi að hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrir- gjöra sáiu sinni (betur færi að þýða „lífi sínu“, andlegu og lík- amlegu).“ Hver var Jesús? Hann var sá, sem gekk hina einu færu leið lífsins á undan oss og gerði oss hana færa. Leið krossins. Leið fórnarinnar, sem Guði er íærð, sem öðrum mönnum er færð. Hann gekk ekki leið krossins, svo að vér þyrftum ekki að ganga hana. Hann fór hana, til þess að hún yrði oss fær. Sigur- inn fæst í ósigrinum, gleðin íþján ingunni, lífið fyrir dauða þess, sem ekki er af Guði getið. Þá upp rís hinn nýi maður, maður Guðs kærleika. Og þótt hann sé ekki nýr nema í baráttunni gegn ill— um öflum hins persónulega lífs, þá stefnir hann sífellt til hins nýja lífs í Guði, sem færir hon- um gleði Guðs barna. Jesús var ekki kennarinn, hinn góðlátiegi boðberi þess, að menn skyldu elska hver annan, þá væri allt gott og blessað, Jesús var ekki hinn andlitspúðursliti góði fjár- hirðir, sem tók upp veslings litla lambið, af því það var svo sár- fætt, Jesús var ekki hinn spaki vitringur, sem alltaf gat sagt eitthvað háleitt og.fengið alla til þess að dást að hnyttni sinni. Hann var allt þetta. En hann var miklu meira. Hann er vor herra Jesús. Hann er Drottinn. Hann sigraði Satans vald, sem bugar menn í þjáningunni, tryllir þá í gleðinni. Hann blandaði vínið og vatnið. Gleðina gerði hann að gesti á heimili sorgarinnar og þjáninguna að uppsprettu fagn'- aðarins. Bikarinn drakk hann sjálfur og dreggjar hans drekk- um vér. Þær eru siguróður sjálfs Guðs. Ef Guð er með oss, hver cr þá á móti oss?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.