Morgunblaðið - 18.08.1957, Side 10

Morgunblaðið - 18.08.1957, Side 10
MORCVTSBT 4Ð1Ð Sunnudagur 18. ágóst 195% s í ★ Heimsókn til Búoa- kauptuns Fáskrúðs- firði Búðakauptún við 1‘áskiúðsfjörí Pompólabrauð og konjak fyrir vabmálsbrækur og rauðhæröa stráka í beitu í BREKKUNUM niður af Kjapp- •yrarmúla og Búðafelli stendur snoturt kauptún, sem ber nafnið Búðir, en er jafnaðariega nefnt Fáskrúðsfjörð'ur eftir firðinum, sem það stendur við. Naínið á þessum firði er nokkuð sérkenni- legt. Norðan til við fjarðarkjaft- inn rís hin stóra og mikla hamra- ey Skrúður, sem mjög er kunnur af þjóðsögnum og yrkingum bæði ljóða og íeikrita. Munu margir kannast við Skrúðsbóndann, sem gekk um í mannheimum sem glæsilegt skraulmenni, en var i Skrúðnum ferlegt tröll í likingu við djöfulinn sjálfan. Skrúður- inn er sígrænn og veldur því fjöiskrúðugt íuglalíf. Er aí sum- um ætlað að mönnum hafi þótt strendur Fáskúðsfjarðar iaskrúð- ugar, borið saman Við Skrúðinn á vetrardegi og bæði hafi af þessm hlotið nafngii'tirnar. Hins vegar finnst mér nafn fjarðarins sannkallað öfugnefni, er ég kom þangað nú á sólheitum sun.ar- degi. Snyrtilegur staður. Er við fórum yfir Staðarskarð lyíti austfjarðaþokan sér upp af Seley og við sáum til hafs. Land- ið og firðirnir Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður var allt baðað í sól og hitinn var eins og í suöu- potti. Jafnvel uppi á háskaroinu bærðist ekki hár á höfði. Mér finnst í rauninni ails stað- ar fagurt á íslandi í fögru veðri, aðeins eru staðirnir mismunandi hlýlegir. Búðakauptún er einmitt einn þessara hlýju staða. Maður hefir það á tilfinningunni að manni verði þar aldrei kalt. En einkenniiegt er bæjarstæðið þar. Allt ein brekka. Hvergi svo mik- ið sem lófastór undirlendisblett- ur. Ég er viss um að ef einhver húsmóðirin þar missti niður köku keflið sitt mundi það velta niður i sjó. Og eins og staðurinn er brattur eins er hann mjór og langur, aðeins nokkrar núslengd- ir á breidd, tn fast að tveimur kiiómetrum á lengd. Þetta gerið það að verkum, að þegar maður ekur gegnum kauptúnið finnst Edisons-fónninn manni staðurinn mun stærri og mannfleiri en raun ber vitni, því þarna búa ekki nema rétt um 580 manns. En gestsaugað rekur augun í fleira í Búðakaup- túni. Þetta er yfir höfuð snyrti- legur staður, húsin velflest máluð og snotrir trjálundir kringum mörg þeirra. Auðvitað er allt á rúf og stúf á helztu athafnasvæð- I I Þetta gamla hús v.u opphaíiega Kirkja, siðar sjúkrahús, en nú er það ibúðarhús. Fyrir frainan húsið er minnismcrki um Cail D. C. Tulinius kaupmann, sem vinir hans reistu honum. um staðarins svo sem á bryggj- unum og í kringum fiskvinnslu- stöðvarnar, en það er bara eins og gerist og gengur. Rætt við kunnan athafnamann. Það var núna einn góðviðris- daginn um verzlunarmar.naheig- ina, sem ég átti þess kost að dveljast nokkrar klukkustúndir á Fáskrúðsfirði. Harma ég það eitt í sambandi vi'ð komuna þangað, að geta ekki dvalizt þar lengur. Þetta rabb mitt um stað- inn getur því ekki verið nema svipmynd gestsins. Strax eftir komu mína til Búða var mér af greinargó'ðum manni vísað á einn kunnasta og athaínamesta borg- ara staðarins. Hefir hann átt ein- hvern þátt í velflestum fram- kvæmdum þar á Búðum nú síð- ustu hálfa höldina. Þetta er Einar Sigurðsson byggingameistari. Annars mun erfitt að velja hon- um titil, því hann gerir flest, sem nöfnum tjáir að nefna og smíðar flest innan húss og utan, jafnt á sjó og landi. Ég átti þess ein- mitt kost að ganga með Einari um ríki hans, þar sem voru véla- verkstæði, ein tvö eða þrjú tré- smíðaverkstæði og skipasmíða- stöð, þótt dráttarbrautina vant- aði. Og ég hitti Einar fyrst þar sem hann var að byggja bryggju við hraðfrystihús kaupfélagsins. En þrátt fyrir sínar miklu ann- ir gaf Einar sér tíma til þess að vera með mér þá stund, sem ég stóð við á Búðum og fræða mig svo sem kostur var á svo stuttri stundu. Kann ég honum beztu þakkir fyrir og bið hann velvirð- wgar ef eitthvað kynni að skol- ast í meðförum mínurr Bær Fransmanna Eins og velflest kauptún á Aust urlandi eru Búðir næsta ungar að árum. Staðurinn byggist fyrst skörnmu fyrir aldamótin á síldár- árum Norðmanna hér við austur- land. Upphaflega eru Búðir sveitabær. Á skútuöldinni um og upp úr aldamótunum, og allt fram um fyrri heimsstyrjöld mátti eiginlega segja að Búðir væru langa tíma úr árinu frem- ur íranskur en íslenzkur bær. Frakkar byggðu þar líka bæði kirkju, sjúkrahús og konsúlstað, jnda höfðu þeir þar ræðismann. Á Fáslcrúðsfirði er einnig graf- citur, þar sem grafnir eru 49 I’rakkar. Á þessu má sjá, að íikil hafa verið viðskipti Frans- lanna við staðinn og enn eru nargir þar eystra, sem kunna iðskiptafrasana frá skútuöldinni vo sem „alabadarí fransí", biskvi“ og hvað það nú allt heitir og er ég kann ekki að nefna og enn síður að skrii'a. En á þess- ari golfrönsku töluðu menn við fransmanninn með góðum ár- angri, seldu þeim vaömálsbrækur og vettlinga, kjöt og rauðhærða stráka í beitu og fengu í staöinn pompólabrauð, kex, konjak og rauðvín, svo einhver viðskipta- varningur sé nefndur. Eitt með elztu húsum staðarins er einmitt byggt af Frökkum. Þar var fyrst sjúkrahús, síðan kirkja, en í dag er þetta venjulegt íbúðarhús. Oft mun hafa verið glatt á hjalla á Fáskrúðsfirði á skútuöld- inni, þegar frönsku skútuimar lágu hundruð saman á firðinum og heljarmikil frönsk herskip Þessi míiuiisvuiói er reisvur í grafreit þar sem jarðsettir hafa verið 49 Frakkar. Á steininum stendur áletrun á bæði frönsku og íslenzku svohljóðandi: — ICI RE- POSENT 49 PECHHEURS FRANCAIS. — Hér hvíla 49 franskir fiskimenn. — REQUIESCANT IN FACE!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.