Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 6
í MORCV1SB1 AÐ1Ð Sunnudagur 18. ágúst 1957 Spjallað við forsetana ú norrænu borgaráðstefnunni ET og ýtarlega heíir verið skýrt frá í blöðum og út- varpi hófst sjöunda norræna höfuðborgaráðstefnan hér í Reykjavík á föstudaginn. Er þetta í fyrsta sinn, sem ráð- stefna þessi er haldin hér- lendis, en hana hafa sótt Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri og bæjarfulltrúar, er hún hefir á undanförnum ár- um verið haldin erlendis. Mbl. kom að máli við þá af forset- um þessarar höfuðborgaráð- stefnu, sem erlendis frá eru komnir, og að auki S. Munk, yfirborgarstjóra Kaupmanna- hafnar og spurði þá lítillega fregna af störfum ráðstefn- unnar og hvert gildi þeir teldu að þessar norrænu höf- uðborgaráðstefnur hefðu. Os/Ó ■m™ *«" Rolf Stranger HINN norski forseti ráðstefnunn- ar er Rolf Stranger, formaður bæjarstjórnarinnar í Osló. Stranger hefir um langt skeið haft afskipti af bæjarstjórnar- málum í Ósló. Þegar við hittum hann, ásamt hinum forsetunum, að máli, gat hann þess, að sann- trúaður væri hann á gildi hinna norrænu höfuðborgaráðstefna. — Þar eigum við samræður og spjöllum í sameiningu um vanda- málin, og það er mun betra að finna lausn á þeim, þegar maður heyrir svo margra manna álit, og getur þá miklu fremur mynd- að sér heildaryfirsýn yfir málin. Ég var nýlega á bæjarstjórna- móti í Júgóslavíu. Maður skyldi eklci halda að óreyndu að við Norðmenn ættum margt sameig- inlegt í bæjarmálefnum okkar með Júgóslövum, svo ólíkir sem allir staðhættir eru. En hið gagn- stæða kom á daginn. Og því frekar er það okkur til gagns að ráða ráðum okkar frændþjóðirn- ar á Norðurlöndum. Stokkhól mur um Stokkhólms. Kona hans er hér í för með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem HUss kemur hingað til Islands og hið sama er að segja um alla hina forsetana. — Ég vil leggja á það áherzlu, segir Huss, að hin persónulegu kynni, sem mótast á ráðstefnum sem þessari eru mjög mikilvæg fyrir starf okkar borgarstjóranna, miklu mikilvægari en í fljótu bragði kann að virðast. Spyrja má hvort ekki sé unnt að afla sér allra upplýsinga um það hvernig málin séu leyst með bréfaskrift- um, t. d. vandkvæði í umferðar- málum, fjársýslu o. s. frv. En svarið verður að miklu leyti neit- andi. Það er svo margt s’em ávinnst við að hitta þá menn sem gleggst skil kunna á stjórn bæjarmálefn- anna, og reynsla annarra er þar oft notadrjúg. Auðvitað eru það ekki nema höfuðdrættirnir í hverju máli, sem ræddir eru á þessum ráðstefnum, en við fyll- um síðar út í myndina þegar heim kemur, og næði gefst til þess að rannsaka betur þær nýjungar og hugmyndir sem upp á hefir verið brotið á ráðstefnunum. Kaupmannahöfn mjög fjarskyld eins og gefur að I skilja. En um eitt erum við þó Jsammála: gildi þessara ráðstefna * höf uðborganna. | Auðvitað eru hinar ýmsu höf- ' uðborgir staddar á mismunandi þróunar og framfarastigum.En þó eru aðaldrættirnir þeir sömu og vandamálin svipuð, aðalmunur- inn á þessum fundum nú og fyrir ca 10 árum er að þá var mest rætt um vandamálin á fræðileg- um grundvelli, ef svo mætti segja, einkarekstur eða bæjarrekstur, en nú eru þær umræður gengnar hjá garði. Nú eru það fram- kvæmdaratriðin, hagsýniatriðin, sem rædd eru, og það tel ég mjög gagnlegt. Helsingfors Erik Huss SÆNSKI forsetinn er Erik Huss, en hann er einn af borgarstjór- Sigv. Heliberg DANSKI forseti ráðstefnunnar er Sigv. Hetlberg, forseti bæjar- stjórnar Kaupmannahafnar. — Nýlega var ég á borgar- stjórafundi í Tokýó 1 Japan, seg- ir hann. Og þá varð mér enn ljósara en fyrr hve lík þau mál eru, sem bæjarstjórnir fjalla um í heiminum. Það eru húsnæðis- vandamálin og bilastæðin sem rædd eru bæði í Kaupmannahöfn og Tokýó — já, og einnig hér í Reykjavík. Og það er svo, að er menn eiga við sömu vandamálin að etja, þá er þeim mikið gagn í því að hitta menn frá öðrum löndum sem gegna svipuðum störfum. Yrjö Rantala FINNSKI þingforsetinn er Yrjö Rantala, fyrsti varaforseti bæjar- ráðsins í Helsingfors. Hann mælir aðeins á finnska tungu og túlkur þýðir orð hans á sænsku. — Ég gæti næstum því kallað ráðstefnur þessar „heilabað", seg- ir hann. Hér spretta upp nýjar hugmyndir og nýjungar eru kynntar, t. d. í mörgum tæknileg- um efnum, sem okkur gefst tæki- færi til þess að hugleiða og fram- kvæma ef fýsilegar eru, þegar við höfum aftur snúið heim til starfa okkar fyrir málefni borga okkar. Þeir eru báðir „hryllilegir“. James Cagney er til vinstri og er hann óneitanlega líkur I.on Chaney, sem er til hægri á myndinni. Kvikmyndir: Andlitið kostnði 25 þús. doilara Kv i kmy nd um * Lon Chaney NÝLEGA hefur verið gerð í Hollywood kvikmynd um líf hins fræga „hryllingsleikara" Lon Chaney, en myndin hefur hlotið nafnið „Maðurinn með þúsund andlit". Er það James Cagney sem leikur Chaney í myndinni og þykir honum takast mjög vel upp, og segir um myndina í bandarísku tímariti að vegna þess hve hann leiki vel, virðist bera enn meira á hve myndin sé í rauninni léleg. Líf Chaneys var í rauninni mikil raunasaga. Foreldrar hans voru báðir daufdumbar og er hann var ungur revíuleikari kvæntist hann ungri leikkonu sem varð strax vanfær. Hafði hann ekki sagt henni frá foreldr- um sínum heldur, fer með hana heim til þeirra og lætur hana sjálfa komast að raun um hvern- ig þau eru. Verður það skiljan- lega mikið áfall fyrir hina ungu konu, og er barn þeirra fæðist alveg heilbrigt, fer hjónabandið út um þúfur og barnið er látið á munaðarleysingjahæli en Chaney fer til Hollywood og á þar fyrir höndum óhamingjusamt líf sem kvikmyndaleikari. Chaney var aðallega frægur fyrir að leggja „maska“. Hann gerði það á mjög frumstæðaa hátt, t.d. notaði hann gamla öngla til þess að stækka nef sitt, og jók á kjálka sína með dagblöð- um. Þá lét hann við eitt tæki- færi eggjahvítu í augu sín, til þess að fá hvítuna stærri . . . (í dag er notuð sérstök linsa á kvikmyndatökuvélina til þess að ná sama árangri). í dag eru „maskarnir“ lagaðir á annan hátt. Til þess að búa til andlitsmaska er notað frauð- gúmmí (skum-gummi), og eru það mjög dýrar grímur. Andlits- grímur James Cagneys fyrir mynd Chaneys kostuðu hvorki meira né minna en 25 þúsund dollara. í einu atriði kvikmyndar- innar þurfti Cagney að nota mjög ljótar og afskræmilegar tennur er Chaney hafði í myndinni „Phantom of the opera“. Chaney hafði skorið þær út sjálfur í balsa-tré og þær höfðu verið til mikilla óþæginda fyrir hann, Frh. á bls. li sferiítar úr daqlega lífinu J S. Munk S. MIJNK, sem nýlega varð yfir- borgarstjóri Kaupmannahafnar tekur í sama streng og Sigv. Hell- berg. — Við erum hér frá ýmsum flokkum, segir hann, já, öllum flokkurn í heimalöndum okkar, og sjónarmiðin eru þess vegna ÞAÐ mun mörgum hafa þótt skemmtilegt að lesa um það, er þeir tveir vinirnir og forset- arnir, Asgeir Asgeirsson og dr. Kekkonen, fóru saman til veiða í fyrradag. Forsetar á laxveiðum ÞEIR renndu bæði í Elliðaárn- ar og Laxá í Kjós og fengu nokkra veiði, en misjafna og er það eins með forseta og aðra dauðlega menn að ekki eru þeir allir jafnfisknir. En þessi við- burður, veiðiferð þeirra forset- anna er skemmtilegur og minnir óneitanlega á góða íþrótt annars forseta, Eisenhowers, sem ver öllum sínum frístundum á golf- vellinum. Almenningur hefur gaman að fregna um það, að merkir menn, sem sífellt eru í fréttunum, hafi sér einhverja hjástund, sem þeir iðka þegar færi gefst, og óneit- anlega er það skemmtileg til- breyting að sjá þjóðhöfðingja við málaratrönurnar, með tónsprota í hendi eða í laxveiðibússum úti í straumharðri á. Aðvörunarorð á vegum úti VIÐ blaðamennirnir tölum oft við lögregluna, því þar er ein af okkar megin fréttauppsprett- um. Margt af því sem á seyði er í bæjarlífinu fregnar lögreglan á undan öðrum, þó heldur það sem aflaga fer en hitt, verður að játa, og því reynum við. að hafa sem nánast og sem bezt samband við verði laga okkar og réttar. Og hér um daginn, þegar ég hringdi að venju niður á sakadómara- skrifstofur og spjallaði í frétta- leit við rannsóknarlögreglum, hafði einn rannsóknarlögreglu- maðurinn orð á því við mig, að gjarnan mætti skrifa um þá ný- breytni, sem upp hefur verið tek- in hér í Reykjavík að festa borða yfir vegi með aðvörunum til öku- manna um að aka varlega. Þetta taldi lögreglumaðurinn mjög vel farið og sagði, að það væri sín skoðun að þetta hjálp- aði til þess að draga úr slysun- um. Og ég er alveg á sömu skoð- un. Við höfum tekið eftir þessu yfir Suðurlandsbraut og víðar, en svipuð skilti hefur Slysavarna félagið látið setja upp við hættu- lega staði í nágrenni bæjarins og öll eru - þessi skilti og borðar þannig, að þau lýsa í myrkri. Borðana hafa tryggingafélögin látið setja upp og er það góð þjónusta við almenning. Það er oft svo, að þegar maður les aðvörunarorð, er maður ekur á góðum vegum, dregur maður oft úr hraðanum og beitir meiri varkárni en ella. Þannig munu flestir vera gerðir. — Erlendis tíðkast þetta mjög og hér á landi verður að telja þetta mjög gleði- lega framtaksemi og góða ný- breytni. Það er einmitt svona ókeypis þjónusta við fólkið, sem þarf að koma fram á fleiri svið- um í þjóðfélagi okkar, þar sem unnið er af viti, forsjálni og góðri og réttri hugsun að afstýra því sem illa g»ti farið og bæta hag manna. Lemstraðir bílar til aðvörunar EN þegar ég er farinn að skrifa um bifreiðaslys og varúðar- reglur þá dettur mér í hug á- hrifaríkt ráð til þess að benda mönnum á það hve mikilvægt er að sýna gætni í akstri. Erlendis, einkum í Bandaríkj- unum, eru þeir bílar sem illa fara í árekstrum og þar sem menn láta lífið, teknir jafnilla útlítandi og þeir eru, og settur upp á lágan pall fast við veginn, þar sem slysið skeði. Þar standa þeir síðan limlest- ir, beyglaðir og brotnir; ferlíki dauðans, sem ævarandi vottur ó- aðgætninnar, sem olli dauða- slysi, drykkju við stýrið eða ann- ars þess sem slysinu olli. Þetta hefur reynzt mjög áhrifarlkt ar- lendis. Hví ekki hafa þennan háttinn á hér heima? Doktorinn! STUNDUM eru blöðin skömm- uð fyrir að fara vitlaust með nöfn og staðreyndir, og engum er það betur kunnugt en blaða- mönnunum sjálfum. En þetta getur fleiri hent, jafnvel Ríkis- útvarpið okkar, því hér nýlega ræddi einn þulanna um hið gamla og góða skip Dr. Alex andrine og skýrði frá því að „Doktor Alexandrine" væri væntanleg til Reykjavíkur btáð- lega!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.