Morgunblaðið - 18.08.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 18.08.1957, Síða 8
f MORCIJHBT 4Ð1Ð Sunnudagur 18. ágdst 1937 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. UTAN UR HEIMI ) Sitt at hverju í myndum Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aígreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. V i rðu m staðreyndirnar SENNILEGA er blaða- mennska eitt það , starf, sem erfiðast er að kom- ast hjá að gera sig sekan um yfirsjónir í. Um alla mannlega viðleitni er það svo, að menn eru stöðugt að gera skyssur. Svo er gert jafnvel þótt nægur timi sé til undirbúnings og umhugsunar. Við útgáfu dagblaðs vill aftur á móti mjög skorta á um tímann, sem er til íhugunar og rannsókn- ar málefnum, sem frá er sagt. í>ess vegna er það engann veg- inn tiltökumál, þótt þar faii margt aflaga. Leiðin til þess að bæta úr er að gera sér yfirsjón- irnar ljósar og reyna að gera bet- ur næst. Óþarf ætti að vera að rifja þetta upp. Samt er það sá lær- dómur, sem íslenzkir blaðamenn öðru fremur sífellt þurfa að hafa í huga. Afsakanir fyrir yfirsjón- um þeirra eru miklar, en við- leitnina til að bæta um má alls ekki bresta. Umfram allt verða þeir að festa sjálfum sér í huga óhagganlega virðingu fyrir stað- reyndunum. Túlkun staðreynd- anna getur og hlýtur að vera misjöfn. Staðreyndirnar eru sjálf ar sú undirstaða, sem byggja verður á. Ef þess er ekki gætt, þá er allt unnið til einskis. Þá er verið að blekkja og svíkja í stað þess að byggja upp og bæta um. í hinu ágæta kvæði sínu Kveðja til Finnlands segir þjóð- skáldið Davíð Stefánsson: „Hver sem lýginni lýtur lögmálið æðsta brýtur. Heill þeim, er sannleikann segja, að svíkja hann er að deyja.“ Enginn er fullkominn, en mark ið verður að hafa fyrir augum og sóknin eftir því má ekki bresta. Út af fyrir sig er það skiljan- legt og jafnvel fyrirgefanlegt, að Tíminn skyldi missjá sig á um- mælum, sem prentuð voru upp í Morgunblaðinu sl. janúar eftir Alþýðublaðinu. Við mjög snögg- an yfirlestur gat þetta vafizt fyrir þeim, sem las. Þó verður að segja, að áður en nota átti um- mælin til árásar á tiltekinn mann eða flokk, hefði rækilegri íhug- unar þurft við. Tíminn hirti ekki um það heldur greip margra mánaða gömul ummæli, sem svona voru til komin og kenndi þau varaformanni Sjálfstæðis- flokksins og raunar áður en varði flokknum í heild. Á þessu var svo hamrað dag eftir dag. Einn daginn var m.a.s. vitnað- til þess, „að kunnur bóndi“, sem fylgt hefði Sjálf- stæðisflokknum að málum, hefði hneykslazt svo á þessum til- greindu ummælum, þegar hann las þau í Morgunblaðinu, að hann hefði snúið baki við flokknum. Til frekari áherzlu sagði Tíminn að svo mundu fleiri gera. Allur hvíldi þessi áróður ann- að hvort á alltof flausturslegri athugun eða beinum ósannind- rnti. Ef róð er gert fyrir hinu fyrra, hefði Tíminn, þetta mál- gagn sjálfs forsætisráðherra landsins, átt að sjá sóma sinn í því að viðurkenna villu sína og biðja alla aðila afsökunnar, bæði þá, sem skrökvað var til um og hina, sem verið var að blekkja með skröksögunni. Tíminn hefur ekki gert þetta. Hann hefur ekki reynt að gefa neina skjú-ingu á frumhlaupi sinu, en að vísu ekki endurtekið skröksöguna eftir að Morgun- blaðið rakti hvernig hún var til orðin. ★ Enginn skyldi halda að þetta atvik væri lítilvægt. Það er því miður aðeins eitt dæmi um ávirð- ingar íslenzkrar blaðamennsku. Ávirðingar, sem menn verða að venja sig af, ef þeir vilja gera þjóð sinni gagn með starfi sínu. Að óreyndu er engin ástæða til að efast um að það vilji flestir gera. Því miður eru lífsskoðanir sumra þannig, að blekkingum og svikum ekki aðeins megi heldur eigi að beita til að koma fyrir- ætlunum sínum fram. Þá reglu tóku nazistar upp eftir kommún- istum og báðir hafa fylgt henni dyggilega í framkvæmd. Af kommúnistum er þess vegna ekki við miklu að búast í þessum efn- um. Ritstjóri Þjóðviljans hrós- aði sér og einu sinni af því hversu hatursfullur og óbilgjarn hann væri í skrifum sínum. Þessum mönnum þykir beint sómi að skömmunum og stæra sig af þeim. Vissulega hafa þeir valið sér hið verra hlutskipti. Þó verður að segja eins og er, að oft hefur Tíminn farið þar fram úr því, sem verst er í fari Þjóðviljans. Kommúnistar hafa þá afsökun, að þeir aðhyllast annarlegar kenningar. Tíminn þykist aftur á móti vera fylgjandi lýðræðinu, og vafalaust er yfirgnæfandi meirihluti Framsóknarmanna í raun og veru fylgjandi þeirri lífs- skoðun. Engu að síður láta þeir það stöðugt viðgangast, að Tíminn er aðalmálgagn ósannindanna í land inu. Sjónarmiðin eru svo ólík, að ærið er að deila um, þótt hver um sig haldi sig að því er hann telur satt og rétt. Tíminn er hins vegar staðinn að því æ ofan í æ, áratug eftir áratug, að „lúta lýginni" og grípa til vís- vitandi ósanninda og sðguburðar hvenær, sem hann telur það vera sér til andartaks ávinnings. Með þessu óvirðir Tíminn ekki aðeins þá, sem honum trúa, held- ur dregur íslenzk stjórnmál nið- ur á lægra stig en viðunandi er. Til langframa er þetta öllum til óþurftar. Tímamönnum sjálfum ekki síður en öðrum. Ógifta þeirra í -núverandi ríkisstjórn, sífelld svik við öll þau loforð, sem gefm voru áður en stjórnin tók við, koma einmitt af þess- um virðingarskorti á staðreynd- unum. Andrúmsloftið við Tímann hef- ur að vísu frá upphafi verið lævi blandið. Engir hafa gefið ófegurri lýsingar á blaðinu og á þeim anda, sem þar ríkti, held- ur en þeir tveir menn, sem mest- an þátt áttu í að byggja það upp. Báðir hurfu þeir frá því fullir af kala og andúð. Núverandi rit- stjórar eru enn ungir menn. Þeir hafa eflaust góða greind. Víst gerðu þeir sér og málstað sínum mest gagn og sæmd með því að breyta um starfshætti og taka upp þá virðingu á staðreyndun- um, sem er undirstaða lýðræðis- ins. BANDARÍKIN búast við að hefja byggingu fyrsta flutninga- skipsins, sem knúið verður kjarn- orku, árið 1959, og ætti það a# geta hafið siglingar árið 1960. Búizt er við, að skipið muni kosta um iZlA milljón dollara, og það mun geta siglt 350.000 mílur eða um 3!4 ár á einni hleðslu af kjarnorku. Skipið verður 21.000 tonn og áhöfnin verður 150 manns. Auk þess verður rúm fyr- • ir 60 farþega og 10.000 tonna farm. Skipið verður 587 feta langt og mun að jafnaði sigla 20 hnúta. Myndin sýnir teikningu af ytra borði hins væntanlega atóm- skips, og niá meö sanni segja, að rennilegur er daliurinn! SUMO, hin þjóðlega glima Jap- ana er mjög vinsæl meðal æsku- lýðsins. S u m o er í senn íþrótt og helgiathöfn, og hinir þrír kappleikir, sem fram fara árlega, eru sóttir af miklum mann- f jölda. S u m o er einkum iðk- uð af stórum og þungum (125 kg.) mönnum, sem hafa ótrúlega þjálfaða vöðva. Myndin sýnir unga sveina æfa glímuna undir leiðsögn kennara. ÞEGAR bílstjóri nokkur í Kaup- mannahöfn ók gegnum Abenrá með dóttur sinni, stanzaði hann við eina af gryfjunum, sem grafnar höfðu verið í sambandi við hitalagnir. Hann sagði í glensi við dóttur sína: „f svona holu þorir þú ekki að baða þig“. Úr þessu varð veðmál, og sjá má, vann dóttir ans. En hún varð að fá aftur, þegar heim kom. og ems bílstjór- sér bað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.