Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.08.1957, Qupperneq 12
12 MORGVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 18. ágúst 195T I' A ustan Edens eftir John Steinbeck 108 I „Þér eruð ekki orðinn of gam- all til þess ennþá“. „Nei, ég er kannske líkamlega fær um að eignast börn. En það var ekki það sem ég meinti. Ég hef víst alltof lengi verið kvænt- ur hljóðlátum lestrarlampa. Vit- ið þér það, hr. Trask, að einu sinni átti ég líka konu? Ég bjó hana til sjálfur, eins og þér. Mun urinn var einungis sá, að mín kona var aðeins til í huga mínum, en hvorki gædd holdi né blóði. Það var skemmtilegt að hafa hana hjá sér í litla herberginu. Ég var van- ur að tala, en hún sat og hlustaði og svo fór hún að tala og sagði mér frá öllu því, sem fyrir kon- una kemur í önnum dagsins. Hún var mjög falleg og hún kunni sér staklega vel þá list að gera að gamni sínu. En nú veit ég ekki hvort ég vildi hlusta á hana. Og ég myndi ekki vilja gera hana hrygga og einmana. Og þannig varð fyrsta áformið mitt að engu“. „Hvert var svo næsta áform yðar?“ „Ég talaði einu sinni um það við hr. Hamilton. Mig langaði til að stofna bókaverzlun í kínverska hverfinu í San Francisco. Ég ætl aði að búa í bakherbergi og hver dagur átti að líða við samræður og rannsóknir. Og mig hefði lang- að til að eiga heilan fjölda af fal- legu, útskornu blekbyttunum frá Sung-konugsættinni. Þær eru smíð aðar úr tré, með útskornum dreka myndum og blekið er búið til úr sóti og lími, sem aðeins fæst úr hám villihesta. Þegar teiknað er með þessu bleki, er það eðlisfræði lega svart á litinn, en í augum manns sýnist það hafa alla heims ins liti til að bera. Kannske kæmi svo málari inn í búðina og þá gæt um við rætt um aðferðir og þrátt- að um verðið". „Er þetta líka eitthvað sem þú býrð sjálfur til?“ sagði Adam. „Nei, ef þér eruð heilbrigður og ef þér eruð frjáls, þá myndi mig 1) — Nei, heyrðu nú. Má ég ekki einu sinni skýra málið fyrir Sirrí? Þýðing Sverru Haraldsson D----------------------□ langa til að eignast loksins litlu bókabúðina mína. Ég vildi helzt af öllu deyja þar“. Adam sat þögull nokkra stund og hrærði sykri saman við heitt teið. Loks sagði hann: — „Und- arlegt. Það hvarflaði að mér sú ósk að þér væruð þræll, svo að ég gæti neitað yður um frelsi. Auð- vitað getið þér farið hvert sem þér viljið og hvenær sem þér vilj- ið. Ég skal m. a. s. lána yður pen- inga til að kaupa þessa bókabúð yðar“. „O, peningana á ég. Hef átt þá lengi“. „Mér kom það aldrei til hugar, að þér mynduC fara frá mér“, sagði Adam. — „Ég leit á það sem sjálfsagðan hlut að þér yrðuð allt- af hjá mér“. Hann rétti úr bak- inu. — „Gætuð þér frestað brott- förinni um lítinn tíma?“ „Hvers vegna?“ „Mig langar til að þér hjálpuð- uð mér við það, að kynnast drengj unum, venjast þeim. Mig langar til að endurbæta staðinn hérna, eða kannske elja hann eða leigja. Ég verð að fá glöggar upplýsing- ar um það, hversu mikið fé ég á eftir og hvað ég get gert fyrir það“. „Þér eruð þó líklega ekki að leggja gildru fyrir mig með því að segja þetta?“ spurði Lee. — „Ósk mín er ekki jafnsterk nú orðið og hún einu sinni var. Ég er hræddur um að þér gætuð tal- að mig frá henni, eða það sem verra væri, haldið mér kyrrum vegna þess að þér hefðuð þörf fyrir mig. Reynið að þarfnast mín ekki, því að það er hættulegasta tálbeitan fyrir einmana mann“. „Einmana mann“, endurtók — Nei, en þú getur verið ró- legur. Ég skal skýra málið fyrir henni á eftir. 2) — Andi, hvers vegna þarf Adam. — „Ég hlýt að hafa verið blindur og tilfinningalaus fyrst ég hugsaði aldrei út í það“. „Hr. Hamilton skildi það“, sagði Lee. — Hann lyfti höfðinu og það brá fyrir snöggum glampa í aug- um hans. — „Við Kínverjarnir stjórnum vel geði okkar“, sagði hann. — „Við látum engar tilfinn ingar í ljós. Mér þótti vænt um hr. Hamilton. Ég vildi gjarnan fara til Salinas á morgun, ef þér leyfið það“. „Gerið bara það sem yður sýn- ist“, sagði Adam. — „Guð veit að þér hafið gert meira en nóg fyrir mig“. „Mig langar til að dreifa djöfla- miðum", sagði Lee. — „Mig lang ar til þess að leggja steiktan grís á gröf föður míns“. Adam reis svo snöggt á fætur að hann velti bollanum sínum um koll. Svo gekk hann út án þess að líta á Lee, sem hreyfði sig ekki í sætinu. 27. KAFLI. I. Þetta ár kom regnið svo jafnt og hægt, að Salinas-fljótið flæddi ekki yfir bakka sína. Mjór lækur féll í krókum og lykkjum eftir hin um breiða, gráa sandfarvegi og vatnið var ekki skolbrúnt af leðju, heldur tært og blátt. Víðirinn sem óx í árfarveginum var grænn og laufgaður og brómberjarunnarnir teygðu ungu, ’iroddóttu greinarn- ar meðfram jörðinni. í marz var tíð mjög heit og sunnanvindurinn blés stöðugt, svo að laufið á trjánum verptist og siifurgrá neðri hlið blaðanna sneri upp. 1 ágætu fylgsni bak við runna og kjarr og gamla rekaviðar- kubba sat lítil, grá kanína og sleikti sólskinið og þurrkaði loðna bringuna, sem hafði vöknað í dögginni, þegar hún reikaði um engið í rökkrinu og leitaði ætis. Kanínan hrukkaði trýnið og blak aði eyrunum öðr” hverju, til þess að heyra betur ýmiss konar hljóð, sem e. t. v. gátu boðað hættu. — Hún hafði orðið ver við einhvern undarlegan titring undir fótum sér og þess vegna þefaði hún út í loftið og blakaði eyrunum, en nú var allt kyrrt og hljótt. Svo hafði líka eitthvað verið á hreyfingu í víðirunna, skammt í burtu, en vindurinn kom ekki úr þeirri átt, svo að kanínan fann enga lykt af nálægri hættu. Undanfarnar tvær mínútur hafði hún heyrt hljóð sem vöktu forvitni hennar, en ekki ótta. — Smellur og því næst þytur, eins og af vængjum villidúfnanna. Kan ínan teygði letilega fram aðra afturlöppina og naut sólarhitans. Svo heyrðist smellur, þytur og dauft hljóð, #ins og þegar eggjárn fistir skinn. Kanínan sat alveg hreyfingarlaus og augun í henni ég alltaf að lenda í svona erfiðleik um. 3 — Sirrí, ég er búinn að breyta um skoðun. Ég þarf á pen- urðu undarlega stór. Bambusör stóð í gegnum loðnu bringuna og járnoddurinn hafði rekist á kaf í jörðina, hinum megin. Kanínan valt á hliðina og lappirnar spörk- uðu og teygðust út í loftið litla stund. Svo lá hún hreyfingarleus með öllu. Tveir drengir skriðu fram úr laufþykkninu. Þeir báru langa boga og örvaskúfar stóðu upp úr örvamælunum sem þeir báru á vinstri öxl. Þeir voru í vinnubux- um og upplituðum, bláum treyjum, en báðir höfðu þeir stóra stélfjöö ur af kalkúna bundna við ennið með Iéreftsborða. Drengirnir hreyfðu sig með ýtr ustu varkárni, hlustandi og hálf- bognir, en gleymdu þó ekki að ganga innskeifir að hætti Indíána. Dauðateygjur kanínunnar voru hættar, þegar þei- lutu yfir fórn- ardýrið og skoðuðu það. „Beint í gegnum hjartað", sagði Cal, eins og það gæti ekki öðru vísi verið. Aron - leit niður og mælti ekki orð. „Ég skal segja að það hafi ver ið þú sem skau- , hana“, hélt Cal áfram. — „Og þú skalt fá heiður- inn af því. Ég ætla að segja að það hafi verið mjög vandasamt skot“. „Það var þaö líka“, sagði Aron. „Já, þú heyrir að ég er einmitt að segja það. Ég ætla að hrósa þér við Lee og pabba“. „Ég kæri mig ekkert um að fá hrós — ekki einn a. m. k.“, sagði Aron. — „Veiztu hvað við skulum gera? Ef við veiðum aðra kanínu, þá segjum við að þú hafir skotið hana. Og ef við fáum ekki fleiri en þessa, þá segjum við að við höf um báðir skotið samtímis og vit- um því ekki hvor okkar hafi hitt hana“. „Ætlarðu þá e!:ki að segja, að það hafi verið þú?“ spurði Cal. „Nei, við getum báðir haft heið- urinn af því“. „Reyndar var þetta nú mín ör“, sagði Cal. „Þín ör? Ég held nú síður". „Líttu á fjaðrirnar. Sérðu skor- una þarna? Þetta er víst mín ör“. „Hvernig komst hún þá í örva- mælinn minn? Ég man ekki eftir neinni skoru“. „Það getur vel verið að þú mun ir það ekki. En ég skal nú samt leyfa þér að njóta heiðursins". „Nei, Cal“, sagði Aron hrærð- ur. — „Ég vil það ekki. Við segj- um að við höfum báðir skotið samtímis". „Jæja, fyrst þú vilt það endi- lega. En ef Lee skyldi nú upp- götva að það hefði verið mín ör?“ „Þá segjum vi< að hún hafi ver- ið í örvamælinum mínum“. „Og heldurðu að hann muni trúa því? Nei, hann heldur bara að þú sért að ljúga“. „Ef hann heldur að þú hafir skotið hana“, sagði Aron, úrræða- laus, „þá leyfum við honum bara að halda það“ „Ég vildi bara vara þig við, þessu“, sagði Cal. Hann kippti örinni í gegnum kanínuna, svo að hvítu fjaðrirnar urðu dökkrauðar af blóði. Svo stakk hann örinni í örvamæli sinn. — „Þú mátt halda á henni“, sagði hann veglyndur. „Það er víst bezt fyrir okkur að halda heimleiðis", sagði Aron. „Pabbi er kannske kominn". „Við gætum steikt kanínuna á teini“, sagði Cal, — „og borðað ingunum að halda og ég hef á- kveðið að ráða mig hjá Lovísu. — Hvað segirðu? hana og legið svo úti í alla nótt“. „Það er kalt á nóttunum, Cal“, sagði Aron. — „Manstu ekki hvað þ- skalfst í morgun?“ „Það er ekki of kalt fyrir mig. Mér er aldrei kalt“. „Þér var nú samt kalt í morg- un“. „Nei, það er ekki satt. Ég var bara að gera að gamni mínu. Mér var alls ekki kalt. Ætlarðu kannske að segja að ég ljúgi því?“ „Nei“, sagði Aron. — „Ég kæri mig ekkert um að slást“. „Ertu hræddur við að slást?“ „Nei, ég vil það bara ekki“. „En ef ég segð! nú að þú værir hræddur, myndirðu þá kalla mig lygara?“ „Nei“. „Þá ertu líka hræddur, er það ekki ?“ „Það getur vel verið“. Aron gekk hægt af stað og lét kaníuna liggja þar sem hún var. Hann hafði langt bil á milli augn- anna og munnurinn var fríður og fíngerður. Fjarlægðin milli augn- anna gaf honum barnslegan sak- leysissvip. Hárið var mjúkt og Ijósgult og það var eins og sólar- geislarnir mynduðu geislabaug um höfuð hans. Hann var gersam lega ráðþrota, en það var hann oft. Hann fann að bróðir hans hafði eitthvað í hyggju, en hann vissi ekki hvað það var. Cal var honum hreinasta ráðgáta. Hann gat, ekki skilið hugsanir hans og furðaði sig alltaf á þeim. Cal var líkari Adam í ytra út- liti. Hann hafði dökkjarpt hár og hann var stærri en Aron, beina- SHÍItvarpiö Sunnudagur 18. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Lar.garneskirkju. Prestur séra Garðar Svavarsson. Organleikari Kristinn Ingvarsson. ir,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16.30 Veðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta. Sakaris Brimnes prédikar. 17,00 Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 19,30 Tónleikar — (plötur). 20,20 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Stjórnandi Thor Johnson (Hljóðritað á tónleikum í Þjóðleikhúsinu 28. maí s.l.). — 20,40 1 áföngum; IX. erindi: Mið fjörður í samtíð og sögu (Jón Eyþórsson). 21,00 David Oistrakh leikur vinsæl fiðlulög. Vladimir Yampolskij leikui undir á píanó. 21,25 „Á ferð og flugi". Stjórn- andi þáttarins: Gunnar G. Schram. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 19. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. '9,30 Lög úr kvikmyndum (pl.). 20.30 Tónleikar (plötur). — 20,50 Um daginn og yeginn (Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur). 21,10 Einsöngur: Feodor Sjalja- pin syngur (plötur). 21,30 Út- varpssagan: „Hetjulund" eftir Láru Goodman Salverson; VIII (Sigríður Thorlacius). — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. Síldveiði- skýrsla. 22,20 Búnaðarþáttur: — Drepið á vandamál (Guðmundur Jósafatsson bóndi í Austurhlíð). 22,35 Nútímatónlist (plötur). — 23,15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19,00 Hús í smíðum; XXIII. Máln ing húsa (Jökull Pétursson mál- arameistari). 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). — 20,30 Erindi: Norska skáldið Tarje Vesás (Ivar Orgland). 20,55 Tón- leikar: Frá Tónlistarskólanum: Tveir nemendur, er luku prófi á síðastliðnu vori leika. a) Atli Heimir Sveinsson leikur sónötu nr. 3 eftir Prokoffiev. b) Selma Gunnarsdóttir leikur Chaconne eftir Baeh-Busoni. 21,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). — 21,45 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöld- sagan: „Ivar hlújárn" eftir Walter Scott, XXIV (Þorsteinn Hannesson). 22,30 „Þriðjudags- þátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutning inn. 23,20 Dagskrárlok. S'imanúmer á lækningastofum okkar, Hverfisgötu 5 0 er 1-57-20 Árni Björnsson, læknir Viðtalstími kl. 5,30—6,30 e. h. Páll Sigurðsson læknir Viðtalstími kl. 1,30—2,30 e. h. Tómas Jónasson læknir Viðtalstími kl. 1—2 e. h. Tryggvi Þorsteinsson læknir Viðtalstími kl. 3,30—4 e. h MARKUS Eftir Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.