Morgunblaðið - 03.09.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur.
197. tbl. — Þriðjudagur 3. september 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins-
Finnska stjórnin endur-
skipulögð
HELSINKI, 2. sept. — Pinnska
stjórnin var endurskipulögð í dag
og hefur hin nýja stjórn breiðari
grundvöll en fyrri stjórn. Nokkr-
ir ráðherranna hafa dregið sig
út úr stjórninni, en Sukselainen
frá Bændaflokknum *er áfram for
sætisráðherra. í stjórninni eru nú
6 menn frá Bændaflokknum, 5
frá öðru broti Jafnaðarmanna, 2
frá Finnska þjóðflokknum og
tveir óháðir ráðherrar.
Kekkonen forseti samþ. ráð-
herralistann í kvöld. Fyrr í dag
hafði Sukselainen gengið á fund
forseta og spurt hann, hvort þörf
væri nýrra kosninga, en Kekkon-
en á að hafa svarað, að hann
væri ekki hlynntur nýjum kosn-
ingum, því þær mundu tefja nauð
synlegar aðgerðir til að tryggja
áframhaldandi framleiðslu og
koma í veg fyrir atvinnuleysi.
Mundi það hafa afdrifaríkar af-
leiðingar.
Fréttir í stuttu máli
Lútherska helmssambandið hélt nýlega 10 daga þing í St. Paul í Minnesota-fylki í Bandaríkj-
unum. Þar er mjög heitt á sumrin, og þar sem margir fundanna voru haldnir undir berum
himni, urðu þátttakendur að nota stráhatta í brennandi sólarhitanum. Eins og sjá má á mynd-
inni eru þetta þægileg og klæðileg höfuðföt. Mennirnir eru frá vinstri: Ásmundur Guðmunds-
son biskup, séra Benjamín Kristjánsson og séra Tennyson Liu frá Hong Kong.
Sundurlyndi ríkisstjórnannnar
um lausn farmannadeilunnar
ÞREFÖLD UMMYNDUN LUÐVIKS
MERKILEGAR upplýsingar
um ósamlyndi ríkisstjórnar-
innar og furðuleg vinnubrögð
Lúðvíks Jósefssonar í sam-
bandi við lausn farmanna-
deilunnar síðustu koma fram
í grein eftir Örn Steinsson í
nýkomnu hefti sjómanna-
blaðsins Víkings.
Ummæli Arnar eru enn
eftirtektarverðari fyrir það,
að Þjóðviljinn prentar s.l.
sunnudag með augljósri
ánægju og mótmælalaust upp
nokkurn hluta þeirra. En
samkvæmt frásögn Arnar,
sem á þennan veg hefur ver-
ið staðfest af Þjóðviljanum,
verður ekki um það deilt, að
Lúðvík Jósefsson hefur talið
farmönnunum trú um, að
ágreiningur væri milli sín og
hinna ráðherranna um lausn
málsins. Fyrst þykist Lúðvík
einungis skipta sér af deil-
unni „sem einstaklingur“. A
næsta stigi kom hann með
„takmarkað“ umboð frá rík-
isstjórninni. Það var ekki fyrr
en hann hafði „fullkomið“
umboð, þ. e. a. s. samráðherr-
arnir gátu ekki lengur spillt
fyrir, að lausnin fékkst! Sér-
staklega er sveigt að Hanni-
bal um fjandskap við sjó-
menn. Vitnisburður Arnar
um dæmafá óheilindi Lúðvíks
Jósefssonar fær aukið gildi,
af því að Örn hefur sjálfur
íátið ánetjast í blekkingum
ráðherrans og hyggur sig vera
að hrósa honum, þegar hann
gefur. hinar fellandi upplýs-
ingar fyrir Lúðvík.
Þá kemur og berlega fram.
að samningsaðilar farmanna
hafi einskis ágreinings orðið
varir milli útgerðarfélaganna
innbyrðis, enda stóð ekki á
þeirh um lausn deilunnar eft-
ir að ríkisstjórnin hafði gert
upp sinn hug.
Loks lýsa ummæli Arnar
greinilega, hversu fráleitar
ásakanirnar eru um, að aðrir
en farmennirnir sjálfir hafi
hrint deilunni af stað eða
hvatt þá til óbilgirni.
Þeir kaflar úr grein Arnar
Steinssonar, sem máli skipta
eru þessir:
„Fagnaðarstund rann upp, þeg-
ar verkfalli yfirmanna kaup-
skipaflotans lauk eftir nær Ö
vikna harða baráttu. Þessi feikna
átök urðu svo sterk, að allur
þjóðarlíkaminn komst á hreyf-
ingu. Einmitt þessi sannindi
sýndu hversu ómetanleg störf
íslenzki sjómaðurinn vinnur fyr-
ir okkar litla þjóðfélag. Mat
manna á launakjörum sjómanns-
ins stóð þó engan veginn í réttu
hlutfalli við þær staðreyndir, að
við lifum ekki hér án fiski- og
farmanna. Aurkast af versta tagi
gat að líta aaglega, meðan verk-
fallið stóð, í dagblöðum lands-
manna. Almenningur á manna-
mótum og klerkur í ræðustól
smjattaði á gífuryrðum. Forseti
Alþýðusambands íslands ásamt
halarófu af verkalýðsfélögum
norðanlands sendu „vinsamleg-
ar“ vítur á samtök sjómanna
Farmennirnir unnu þó ekkert
annað til saka en það, að þeir
Framh. á bls. 3.
Norðmeim hrósa
iiæloii-neium
ÁLASUNDI, 2. sept. — Vélskipið
„Gisköy“ er komið til Álasunds
af íslandsmiðum með rúmar 1000
tunnur af síld. Skipið fór frá
Álasundi 24. júlí, og þykir veiðin
mjög góð á ekki lengri tíma.
Ástæðan er talin vera sú, að skip-
ið notaði mjög nælon-net, og
sögðu sjómennirnir, að það væri
merkilegt, hve miklu meira fisk-
aðist í nælon-net en í venjuleg
baðmullar-net. Skip, sem fóru
frá Noregi á undan „Gisköy"
með venjuleg net, höfðu ekki
fiskað nærri eins vel.
GENF, 2. sept. — Kjarnageislun
frá Röntgen-tækjum og kjarn-
orkuverum eykur ár fr,á ári hætt
una á erfðasjúkdómum, segir í
skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar. sem birt var í
dag. Skýrslan er samin af 20 sér-
fræðingum frá 9 löndum, sem
rannsakað hafa áhrif kjarnageisl
unar á erfðir. Sérstaklega benda
sérfræðingarnir á hættuna frá
alls konar tækjum, sem notuð
eru í læknisfræði. Heilbrigði
næstu kynslóða stafar mikil
hætta frá kjarnorkunni og öðr-
um uppsprettum geislunar, þar
sem geislun getur leitt af sér alls
konar stökkbreytingar í líffær-
um manna.
í sérstöku fylgiskjali bendir
prófessor Court Brown á, að hin
auknu mannslát af völdum hvít-
blæðis kunni að eiga rætur að
rekja til stóraukinnar notkunar
á geislavirkum efnum, ekki sízt
i læknisfræSi.
KAÍRÓ, 2. sept. — Enginn af ut-
anríkisráðherrum Arabaríkjanna
9 tekur þátt í fundum Araba-
bandalagsins, sem hófust í Kaíró
á mánudag. Utanríkisráðherra
Súdans var hinn eini, sem kom
á vettvang, en hann fór heim
aftur eftir að hann hafði látið í
ljós vonir um, að fjarvera ann-
arra utanríkisráðherra stafaði
ekki af misklíð milli Arabaríkj-
anna. Venjulega taka utanríkis-
ráðherrar þátt í umræðum hinn-
ar pólitísku nefndar Arababanda
lagsins.
NEVADA, 2. sept. — Á föstudag-
inn gerðu Bandaríkjamenn 16.
kjarnorkutilraun sína á Nevada-
eyðimörkinni. Sprengjan var lát-
in springa uppi á háum turm, en
hún var um helmingi minni en
sprengjurnar, sem notaðar voru
gegn Japönum 1945. Áhorfend-
urnir, sem voru í 13 kílómetra
fjarlægð, sögðu, að áhrif spreng
ingarinnar hefðu verið meiri en
þeir hefðu nokkurn tíma séð
fyrr. Hundrað hermenn voru um
4 km frá hinum 150 metra háa
turni, og eftir sprenginguna voru
þeir látnir hlaupa hindrunar-
hlaup og taka sundur byssur sín
ar og setja saman aftur. Var það
gert til að sjá, hvaða áhrif spreng
ingin hefði haft á viðbragðsflýti
þeirra.
Nehru varar við ástandimi í Sýrlandi
NYJU DELHI, 2. sept. — Jawa-
harlal Nehru, forsætisráðherra
Indlands, sagði í utanríkismála-
umræðum þingsins í dag, að
ástandið í Sýrlandi fæli í sér
mikla hættu. Beindi hann þeirri
áskorun bæði til Rússa og Vest-
urveldanna að nota ekki löndin
fyrir botni Miðjarðárhafs sem
reynslurýju í valdastreitu sinni.
Nehru benti á, að við austan-
vert Miðjarðarhaf váeri nú hættu
legra ástand í alþjóðamálum en
á nokkrum öðrum stað i
heiminum, og hvert lítið deilu-
mál gæti orðið neisti, sem kveikti
stórbál. „Við þekkjum ekki allt
það, sem er að gerast á bak við
tjöldin“, sagði hann, „en sá hlut-
ur er vís, að ástandið í Sýrlandi
er stórhættulegt“.
Nehru var mjög fylgjandi því,
að stórveldin kæmu sér sem fyrst
saman um takmarkaða afvopnun,
þar sem slíkt samkomulag væri
þó skárra en ekkert samkomu-
lag, en ef afvopnun ætti að vera
háð lausn annarra pólitískra
vandamála, þá væri hvorki útlit
fyrir samkomulag um afvopnun
né um lausn pólitískra vanda-
mála, sagði Nehru.
Bréf Macmillans til Búlganins
LONDON, 2. sept, — Macmillan
forsætisráðherra Breta, hefur
farið þess á leit við Búlganin
forsætisráðherra Rússa, að hann
taki til vinsamlegrar athugunar
tillögur Vesturveldanna um tak-
markaða afvopnun, sem var lögð
fram á afvopnunarráðstefnunni í
London í siðustu viku.
Bréf Macmillans var afhent í
Moskvu á föstudaginn og birt í
dag, en á morgun mun undir-
nefnd afvopnunarnefndarinnar
koma saman aftur eftir 5 daga
hlé. Macmillan bendir Búlganin
á, að það sé á valdi hans að
greiða fyrir samningum um af-
vopnun, en tónn og efni þeirra
ummæla, sem Zorin fulltrúi
Rússa hafi látið frá sér fara 27.
ágúst, séu allt annað en upp-
örvandi.
Macmillan lætur í ljós von-
brigði yfir því, að Búlganin hafi
látið hjá líða að svara spurning-
um hans varðandi Þýzkalands-
vandamálið og leggur eftirfar-
andi spurningar fyrir hann:
1) Viðurkennir Sovétstjórnin
enn ábyrgð sína á sameiningu
Þýzkalands, eins og hún lýsti
yfir í sameiginlegri yfirlýsingu
leiðtoga stórveldanna í Genf
sumarið 1955?
2) VilJ Sovétstjórnin enn, að
Þýzkaland verði sameinað svo
fljótt sem auðið er?
3) Styður Sovétstjórnin hug-
myndina um frjálsar kosningar
í Þýzkalandi öllu?
4) Viðurkennir Sovétstjórnin,
að þýzk stjórn, sem kosin er
frjálsum kosningum, hafi rétt til
að reka sína eigin sjálfstæðu
stefnu í innanríkis- og utanríkis-
málum?
Macmillan ræðir líka ástand-
ið við austanvert Miðjarðarhaf
og kveðst vona, að Sovétríkin
vilji leggja sitt til þess, að frið-
ur verði tryggður þar. En hins
vegar verð ég að játa, að aðgerð-
ir Rússa virðast gefa allt annað
í skyn, segir forsætisráðherrann.
—NTB-Reuter.