Morgunblaðið - 03.09.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. september 1957
MORCVNBLAÐ1Ð
3
Samkomugestir nlýða á ræðu Péturs Ottesens, alþm.
Efla þarf þann vísi
skála, sem þegar er
Ánægjulegur bændadagur
á Hvanneyri s.l. sunnudag
Hvanneyri, 2. sept.
BORGFIRÐINGAR fjölmenntu
hingað á sunnudaginn er hér var
haldinn hinn árlegi bændadagur
Borgfirðinga. Var veður gott og
fjölmenni mætt, svo 'sem vænta
mátti, en þó höfðu samkomugest-
ir orð á því, að æskilegra hefði
verið að héraðsbúar hefðu mætt
þar enn fjölmennari, en um 400
manns komu. Bændadagurinn hef
ur verið hvorttveggja í senn
skemmti- og fræðsludagur fyrir
bændur og búalið, og svo varð
einnig að þessu sinni. Tókst
bændahátíðin í hvívetna mjög
vel og voru samkomugestir á
einu máli um það.
Hafði safnazt saman mikið
fjölmenni hér á staðnum laust
fyrir klukkan 2 er samkomugest-
ir gengu til kirkju og hlýddu þar
messu. Sr. Bergur Björnsson
prestur í Stafholti prédikaði, en
Guðmundur Þorsteinsson prestur
staðarins þjónaði fyrir altari.
Úr ræðustól setti Ingimundur
Ásgeirsson formaður Búnaðar-
samb. Borgarfjarðar, samkom-
una. Bændadagur er nú að verða
fastur liður í skemmtanalífi hér-
aðsins. Er það fyrir prýðissam-
vinnu búnaðarsambandsins og
Hvanneyrarskóla að til bænda-
dagsins er svo vel vandað.
Pétur Ottesen alþingismaður
Borgfirðinga, flutti aðalræðuna.
Ræðumaður minntist HvanneyrT
arskóla. Kvað, hann mikla og
knýjandi nauðsyn að bæta og efla
enn frekar þann vísi að búnaðar-
að búnaðarhá-
f £ I háskóla, sem við skolann er.
Taldi hann það metnaðarmá)
Borgfirðinga að efla þessa land
búnaðarmiðstöð. í þessari ágætu
ræðu sinni vék Pétur Ottesen
einnig að bændadeginum, ekki að
eins sem samkomudegi borg-
firzkra bænda, heldur bæri að
stuðla að því að bændastéttin um
land allt ætti sinn eigin „dag“
líkt og aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Ræðumaður vék og máli sínu að
markaðshorfum landbúnaðarins
og kvað bændur ekki mega láta
stundarerfiðleika á sölu landbún
aðarafurða buga sig, því úr myndi
rætast með síaukinni fólksfjölg-
un og aukinni iðnvæðingu lands-
ins og benti þar á mikla mögu-
léika. Var gerður góður rómur
að ræðu alþingismannsins.
Björn Blöndal bóndi og rithöf-
undur í Laugarholti las ágæta
frumsamda sögu. Milli þess sem
ræður voru haldnar skemmtu
þeir Sigurður Ólafsson og Guð-
mundur Guðjónsson með söng,
sungu tvísöng við hinar beztu
undirtektir.
Þessu næst var gengið austur
á tún, þar sem sýndar voru ýms-
ar landbúnaðarvélar við vinnu.
Einkum beindist athygli manna
að nýrri gerð sláttuvéla, sem
notuð hefur verið í Gunnarsholti.
Vélin er mjög frábrugðin þeim
sláttuvélum sem hér hafa tíðkazt.
í stað venjulegs ljás, eru valsar
á þessari vél, alsettir hnífum, en
þeir snúast með feikilegum
hraða. Um leið og hún slær
saxar hún grasið og þeytir pví
upp í heyvagn, sem dreginn er á
eftir vélinni. Þykir mönnum þessi
vél muni bezt henta þeim bænd
um sem því koma við að hafa
samvinnu um votheysgerð, en
þó nokkrir bændur í sveitunum
fyrir austan Fjall og eins hér í
Borgarfirði hafa tekið upp slíkt
samstarf. Fylgdust samkomugest-
ir af áhuga með vinnu vélanna
sem sýndar voru.
Samtímis þessari vélasýningu
voru kvikmyndir sýndar heima
á staðnum. Að lokum var svo
stiginn dans af fjöri fram á kvöld
Var komið brúnamyrkur er
samkomugestir héldu heim til
sín glaðir í bragði, og margs fróð-
ari, en slíkt er einmitt einn helzti
tilgangurinn með hinum borg -
firzka bændadegi. — J.F.
Bændadagsgestir horfa á amerísku sláttuvélina að slætti.
— Sundurlyndi
rikisstjórnarinnar
Frh. af bls. 1.
gerðu kröfu til launasamræming-
ar við alla fyrrgreinda aðila.
Rökin fyrir kaupkröfunum voru
svo sterk, að enginn gat hrakið
þau. Þó nægðu þau ekki til að
sannfæra ábyrga menn, sem
skelltu skollaeyrum við, og bera
því tvímælalaust ábyrgð á hinu
langa verkfalli og því tjóni sem
af hlauzt.
Á síðasta ári eða allt frá þvi
að stóra verkfallinu lauk ár>ð
1955, og sjálft Alþýðusamband
íslands skipulagði, hafa yfirmenn
kaupskipanna kvartað mjög við
stéttafélög sín yfir því hversu
afkoma þeirra færi versnandi.
Og ennfremur, að launakjör há-
seta og kyndara væru orðin
hærri en yfirmanna. Af þessu
tilefni hóf stjórn Vélstjórafélags
Islands rannsókn á launakjörum
allmargra stétta. Launakjara-
rannsóknin náði allt aftur til árs-
ins 1938. Fram að þeim tíma
voru launakjör hér á landi all-
stöðug um langan tíma. Tel ég
því eðlilegt að taka tillit til
þeirra launahlutfalla.
Að rannsókn lokinni, sem var
mjög athyglisverð, kom í ljós að
stéttir í landi fylgdust mjög að
við að bæta kjör sín. Yfirmenn
kaupskipanna drógust hins vegar
stórkostlega aftur úr, á sama
tíma sem hásetar þessara skipa
gnæfðu upp úr kauphækkunar-
öldunni.
Ég læt hér fylgja nokkrar töl-
ur máli mínu til staðfestingar.
Verkalýðspostular Alþýðusam-
bands íslands ættu að íhuga þær
gaumgæfilega, áður en þeir kasta
næsta steini.-------
1) Verkamaður hefur rúmlega
7-faldað kaup sitt á árunum 1938
til 1957. — 2) Háseti kaupskip-
anna hefur 9-faldað grunnlaun
sín. Þegar tillit er tekið til sæng-
ur- og vinnufatapeninga, sem nú
eru komnir inn í grunnkaupið
hefur hásetinn 8,3-faldað sitr.
kaup. — 3) Járnsmiðir hafa
hækkað sín grunnlaun 6,47-falt
en raunverulega 6,75-falt, ef tek
ið er tillit til þess bvað föst viku-
laun þýða umfram tímakaup
sem var 1938. — 4) Bæjarstarfs-
menn hafa 7-faldað sín laun og
verkamenn þar yfirleitt 7,7-fald-
að launin frá 1939. — 5) Vélstjór-
ar kaupskipanna í 5. fl. hafa 6,13
faldað sín grunnlaun að með
taldri þeirri hækkun, sem verk
fallið gaf. Ef mótorþóknunin er
tekin með, sem er hliðstæð við
það sem verkamenn og járn-
smiðir fá fyrir sérlega slæm
störf, hafa vélstjórar 6,4-faldað
sitt grunnkaup miðað við árið
1938.
Til gamans get ég þess hér, að
verkamenn við vélgæzlustörf í
Aburðarverksmiðjunni fá 3400
kr. í grunn pr. mánuð, eða 350
kr. hærra en 3. vélstjóri á Gull-
fossi fær eftir fjögra ára starf <
þjónustu útgerðar. Dagsbrún
samdi svona vel án þess að nokk-
ur hefði við það að athuga.
Ég læt þessar staðreyndir
nægja til að sýna, að yfirmenn
kaupskipanna hafa enn ekki
hlotið fullan launajöfnuð við
stéttir í landi. Yfirmenn verða
því ekki sakaðir með réttu að
hafa hleypt kaupskr'ðu á stað
Sjávarútvegsmálaráðherra var
og þetta ljóst, þegar hann kynnti
sér málin. Hins vegar benti hann
réttilega á, að ekki væri nokkur
möguleiki á, að ná fullkomnum
iöfnuði, þar sem bilið væri svona
stórt og aðstæður í þjóðfélaginu
slæmar. Þgssa ábendingu tóku
farmenn gilda og gengu að samn-
ingum, sem voru mun lakari en
ætlað var að ná.
Það sem mér fannst athyglis-
verðast í deilunni, var að útgerð-
arfélögin sjálf virtust algjörlega
úr leik. Þau lögðu árar í bát án
þess að gera nokkra tilraun til
bjargar. Þetta áttu útgerðarfé-
lögin ekki að gera, og af þessu
leiddi hið hörmulega verkfall. —
Útgerðirnar áttu að taka vanda-
málinu, eins og það kom fyrir
Athuga í samvinnu við farmenn
hvað væri eðlilegt og úhjákvæmi
legt í kröfunum. Síðan gátu báð •
ir aðilar ’ sótt sameiginlega á
stjórnarvöldin, ef þyrfti lausn á
fj árhagshliðinni.
Sjávarútvegsmálaráðherra, sem
ég þakka fyrst og ’ fremst, að
deilan er leyst, kom í fyrstu sem
einstaklingur til okkar og kynnti
sér málin. Sýndi hann þar mjög
mikinn dugnað og þekkingu á
störfum sjómanna. Síðar kom
hann méð takmarkað. að því er
virtist, og seinna með fullkomið
umboð frá ríkisstjórninni til af-
skipta af deilunni. Greiddist þá
mjög fljótt úr deiluatriðunum.
Síðasti samningasólarhringurinn
var mjög skemmtilegur, en pá
fengum við að ræða við útgerð
armennina, sem þá reyndar köll-
uðu sig blaðamenn.
Þjóðarmein okkar íslendinga,
sjúkt stjórnmálalíf, lék lausum
hala á siðum dagblaða lands-
manna og spilaði á taugar al-
mennings. Farmennirnir sjálfir
stóðu utan við þann skrípaleik.
Áhugi þeirra beindist einungis
að því að leysa deiluna sem
skjótast og koma skipunum á sjó
að nýju.
Farmenn lærðu mikið í deil-
unni, en þó fyrst og fremst, að
mestu varðar að standa fast sam-
an með rökfastan og heilan mál-
stað. Það var og verður gert hvað
svo sem aðrir mæla.“
STAKSTEIIVAR
Ungir jafnaðarmenn
fordæma Hamrafells-
hneyksli Lúðvíks.
Á síðu Sambands ungra jafn-
aðarmana í Alþýðublaðinu, er
nefnist Æskan og landið, segir
s.l. föstudag 30. ágúst m.a. svo:
„En hafa kommúnistar efni á
að brigzla öðrum um svik við
neytendur í þessum málum. Var
það ekki Lúðvík Jósefsson, ráð-
herra kommúnista, er samdi sjálf
ur við eigendur Hamrafells um
farmgjöld, er voru mun hærri
en eigendur Hamrafells höfðu
sjálfir gert sér vonir um, er þeir
létu smíða skipið. Einungis vegna
þess, að farmgjöldin hækkuðu
erlendis af völdum Súez-deilunn
ar, fóru eigendur Hamrafells
fram á hærri farmgjöld en ástæða
var til að fallast á. Það stóð þá
ekki á Lúðvík Jósefsson, ráð-
herra kommúnista, að fallast á
þau, enda þótt með því yrðu neyt-
endur að greiða nokkrum millj.
kr. meira en ella hefði orðið.
Kommúnistar ættu því svo
sannarlega að fara sér hægt í
skrifum um olíumálin. Þeir hafa
ekki svo hreinan skjöld þar“.
Segja má, að flest snúist nú
Lúðvík til óhags, þegar ungir
jafnaðarmenn gera einmitt árás
á hann af þessu tilefni, þvi að
víst bera þeirra ráðherrar sinn
hlut af þessari sök.
„12 hræður á Alþvðu-
bandalagsfundiíl!
Sunnudaginn 1. sept. minnt-
ist Alþýðublaðið Lúðvíks enn:
„Lúðvík Jósepsson ráðherra
kommúnista hefur undanfarið
verið á ferðalagi út um land til
þess að kanna lið sitt. Ekki hefur
hann þó haldið marga opinbera
fundi, en blaðinu er þó kunnugt
um, að hann hélt opinberan fund
á Siglufirði. Árangurinn af þeim
fundi var þó slíkur, að ekki þarf
að búast við, að Lúðvík reyni
að halda fleiri í bráð.
Fundurinn var auglýstur með
götuauglýsingum víðs vegar út
um bæ —--------. Árangurinn af
auglýsingaraðferðinni varð þó
ekki glæsilegur: Aðeins 12 hræð-
ur komu á fundinn“.
*
„Bar ráðherrum Fram-
sóknar verr söguna“.
Enn segir í þessari Alþýðublaðs
grein:
„--------Með því að grjót
harðir kommúnistar voru á fund-
inum höfðu þeir einkum hug á
að vita hvernig „kratarnir í rík-
isstjórninni" höguðu sér. Munu
þeir hafa orðið fyrir vonbrigð-
um, þar eð Lúðvík fékkst ekki
til að segja neitt illt um ráðherra
Alþýðuflokksins. Hins vegar bar
hann ráðherrum Framsóknar
verr söguna og kvað þá illa við-
ureignar í oliumálunum".
Lúðvík hefur auðsjáanlega
skilning á nytsemi „kratanna i
ríkisstjórninni". Með vist sinni
þar veita þeir kommúnistum það
skjól, sem þeir þurfa nú á að
halda. Mörgum kjósendum Al-
þýðuflokksins ofbýður hins veg-
ar hlífðin við kommúnista, ekki
sízt þögn Alþýðublaðsins yfir öll-
um hneykslisverkum Lúðvíks
Jósefssonar. Orð hinna ungu jafn
aðarmanna um Hamrafells--
hneykslið eru eitt merki þess að
almenningur i flokknum hefur
á þessu allt aðrar skoðanir en
broddarnir. Ætlun Lúðvíks er
auðsjáanlega að beina gremjunni
að Framsókn. Hann veit, að Her-
mann setur ekki fyrir sig, þótt
hann fái smáhnútur, aðeins ef
hann fær að sitja í stólnum.