Morgunblaðið - 03.09.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. september 1957 MINNISLAUSI VERKALYÐSLEIÐ■ TOGINN JAMES R. HOFFA JAMES Riddle Hoffa heitir mað- f ur einn í Bandaríkjunum. Um langt skeið hefur hann verið valdamikill í hinu volduga verka- lýðssambandi flutningaverka- manna í Bandarikjunum. Snemma á þessu ári varð upp- James R. Hoffa víst um stórfellda fjárglæfra Dave Beeks, form. sambandsins og misnotkun hans á valdi verka- lýðsfélaganna. Varð Dave Beck eftir þessar uppljóstranir að hrökklast úr fomennskusæti og skulu kosningar til þess fara fram í haust eftir mánaðartíma. Þegar Beck hrökklaðist í bui tu var það álit flestra að aðems einn maður væri sjálfkjörinn í hans sæti og það var fyrrnefnd- ur James R. Hoffa. Fyrir nokkru hélt rannsóknar- nefnd Bandaríkjaþings áfram at- hugunum sínum á fjárreiðum og stjórn sambands flutningaverka- manna og kallaði m. a. á sinn fund James Hoffa og bað hann að svara ýmsum spurningum í sambandi við félagsmál. Vitna- leiðslum Hoffas er nýlega lokið og hafa þær vakið fádæma eftir- tekt um öll Bandaríkin. Heita má að ölj bandaríska þjóðin hafi fyigzt í sjónvarpstækjum með því sem fram fór. Fyrstu dagana kom Hoffa fram, sem hinn trúverðugi umboðsmað ur verkalýðsfélaganna, fullur af sjálfstrausti og sjálfsánægju. Hann var svo lítillátur að hann kvaðst fús að gefa allar upplýs- . ingar sem verða mættu til að efla drengskap 1 stéttabaráttunni og sagði m.a.: — Ég veit það að heið arleiki og drengskapur hefur ekki alltaf verið hið ríkjandi sjónarmið hjá leiðtogum verka- lýðsfélaganna. En nauðsynlegt er | einmitt, að það sé ríkjandi því að , forystumönnum verkalýðsfélag- j anna er falið mjög ábyrgðármik- ' ið starf. Svo bætti hann við: — | Ég hef í starfi mínu ætíð leitazt við að sýna algeran heiðarleika. Yfirheyrslurnar yfir Jimmy Hoffa héldu áfram nokkra daga, 1 en þegar fór að líða á þær varð , það mjög áberandi, hve minni j vitnisins fór að verða ábótavant. Þetta byrjaði svona á þriðja degi með því að hann fór að taka fram varðandi svör þau er hann gaf, að hann væri ekki alveg viss um þetta, hann minnti að eitthvað væri svona, máske væri þetta öðru visi o.s.frv. Og þar kom, að Hoffa fór að svara næstum hverri einustu spurningu svo: — Mig rámar ekkert í þetta. — Það þýðir ekki að spyrja mig um þetta, því að ég man það ekki, o.s.frv. Það sem hér var að gerast var ekkert annað, en að formaður nefndarinnar, McClellan öldunga deildarþingmaður, hafði í poka- horninu nokkrar persónulegar spurningar til Hoffas. Spurningu eins og t.d. þessa: — Er það rétt að þér hafið persónulega fengið lánaða 20 þús. dollara (320 þús. kr.) hjá flutningafélagi einu, sem þuríti að komast að hagkvæmum samningum við yður um launa- kjör vörubílstjóra? Og svar Hoffa var: — Ég man það ekki. — Munið þér ekki heldur eftir því, að þér gáfuð aldrei út neitt skuldabréf eða skuldakvittun? — Nei, ég man það ekki. — Þér munið þá náttúrulega heldur ekki, að þér hafið enga vexti þurft að greiða og aldrei hefur verið talað við yður um endurgreiðslu lánsins? Nei, því var líka alveg stolið úr minni Hoffas. Það kom æ betur í ljós, eftir því sem leið á vitnaleiðsluna, að þingnefndin bar ekki fullkomið trúnaðartraust til Jimmy Hoffa. Svo kom að lokum, að McClellan formaður nefndarinnar stpð upp og sagði, að nú þýddi ekki að halda þessum vitnaleiðslum leng ur áfram, því að það undarlega fyrirbæri hefði gerzt, að öllu minni væri gersamlega stol- ið úr vitninu. En um leið og hann lauk vitna leiðslunum flutti hann þá skýrslu nefndarinnar, að James Hoffa væri grunaður um eftir- farandi brot: 1) að hafa tekið að láni, og að líkindum þvingað út persónuleg lán frá ýmsum atvinnurekend- um, sem þurftu að gera hag- kvæma kjarasamninga. Upplýs- ingar liggja fyrir um „lán“ sam- tals að upphæð 90 þús. dollara (1,4 millj. kr.). Líkur til að hér sé um miklu stórfellaari fjár- þvingun að ræða. 2) að hann hafi skráð eigin- konu sína, undir skírnarnafni hennar sem meðeiganda í stóru flutningafyrirtæki. Hún keypti 4 þús. dollara hlutabréf. En arð- ur hennar af þessum 4 þús. doll- urum nam á átta árum 125 þús. dollurum (nærri 2 millj. kr.). 3) eiginkona Hoffas var skráð starfsstúlka í skrifstofu vörubíl- stjórafélags, sem kunningi Hoffa stjórnaði. Hún fékk 6000 dollara (100 þús. kr.) í laun, en vann aldrei handtak. 4) Hoffa hafði í sinni þjónustu fjölda hreinna glæpamanna, sem komu af stað sundrungu og ó- kyrrð í verkalýðsfélögum innan flutningasambandsins. Þessa ó- kyrrð kunni Hoffa að færa sér persönulega í nyt fjárhagslega. Vitnaleiðslurnar fyrir rann- sóknarnefnd Bandaríkjaþings hafa lyft hulunni, af verulegri ó- reiðu og misbeitingu valds í verkalýðsfélögum Bandaríkj- anna. Upplýsingarnar virðast benda til þess að spillingin sé mjög djúptæk í sambaridi flutn- ingaverkamanna, fyrst þegar for maður sambandsins Dave Beck varð uppvís að stórfelldum fjár- drætti og nú þegar næst-valda- mesti maður þess sambands verð ur uppvís að allskyns glæpsam- legri starfsemi. Eftir þetta er það orðin mjög víðtæk krafa í Bandaríkjunum að löggj afarvaldið taki málefni verkalýðsfélaganna upp til ýtar- iegrar endurskoðunar. Það hefur sem sé komið greinilega í Ijós, að í verkalýðsfélögunum skortir mjög á allt öryggi um réttláta meðferð verkalýðsvaldsins. Verkalýðsfélögin eru orðin eitt voldugasta aflið í þjóðfélaginu. Stundum lítur jafnvel út fyrir að þau séu voldugri en sjálft rík- isvaldið. En meðan strangar regl ur eru um val þeirra fulltrúa sem eiga að beita rikisvaldinu, kosn- ngar fara þar fram, þar sem tryggt er að rétt álit kjósend- anna birtist og nákvæmt eítirlit er með öllum fjárreiðum, þá er ástandið slíkt í hinum vo'dugu verkalýðsfélögum, að hreinrækt- aðir glæpamenn geta rekið þau eins og einkafyrirtæki sín, sjálf- um sér og glæpaklíku sinni til persónulegs ávinnings. Þannig má það ekki lengur til ganga. Sigtryggur Jónsson Hrappsstöðum sjötugur I DAG er Sigtryggur Jónsson hreppstjóri á Hrappsstöðum í Laxárdal, Dalasýslu, sjötugur. Foreldrar hans voru Jón Jónsson hreppstjóri og bóndi að Hömrum og Hrappsstöðum og Ástríður Jónsdóttir bónda að Másstöðum í Vatnsdal, Þorsteinssonar. Kona Sigtryggs er Guðrún Sigurbjörns- dóttir f.b. á Svarfhóli, og eiga þau þrjú uppkomin, og mjög vel gefin börn öll búsett í Reykjavík. Tvo syni Jón og Sigurbjörn, báð- ir bankastarfsmenn, og eina dótt ur Margréti, starfar á sauma- stofu. Sigtryggur hefir um áratugi búið á Hrappsstöðum. Byggt þar upp öll hús og fært út ræktun, en er nú að mestu hættur bú- skapnum, enda svo upptekinn af öðrum störfum að ókleift er öldr- uðum manni með búskap. Hann hefir nú um skeið verið gjald- keri Sparisjóðs Dalasýslu með daglegri afgreiðslu, verið settur fulltrúi fyrrv. og núverandi sýslu manna um áraraðir á meðan þeir hafa setið Alþingi, haft að miklu leyti afgreiðslu Almannatrygg- inga á hendi, auk þess að vera falin nálega öll félagsmálastörf er fyrir koma í einu sveitarfélagi og í flestum verið forystumaður þeirra. Sigtryggur stundaði barna- kennslu um 20 ára skeið og kom þá í hlut hans dugmiklu og góðu konu að vera forsjá heimilisins auk þess að sinna ljósmóðurstarfi. Sýnir það dug og starfsvilja hús freyjunnar. Til undirbúnings barnakennslu og annarri starfsemi í lífinu naut Sigtryggur á unglingsárum tveggja vetra náms í hinum góð- kunna lýðskóla merkismannsins Ólafs prófasts Ólafssonar í Hjarð arholti og hefir sá lærdómur orð- ið honum drjúgt vegnesti á lífs- leiðinni. Sigtryggur er greindur vel, skýr í hugsun og skoðanafastur, at- hugull og orðsnjall í rökræðum án persónulegra ádeilna. Það er því réttmætt að hreppsbúar hans, sem fleiri, hafa falið honum hin fjölmörgu trúnaðarstörf er hann hefur innt af hendi með trú- mennsku og reglusemi, og sérlega prýðilegum frágangi á öllu því er til bókar þarf að færa. Hann er ófeiminn og ákveðinn í stjórn- málaskoðunum hefir fylgt Sjálf- stæðisflokknum að málum síðan hann var stofnaður, hefir ekki stundað að vera viðhlæjandi allra pólitískra fræðara er héraðið hafa heimsótt. Er einhuga sam- vinnufélagsmaður og hefir starf- að að ýmsu við sitt kaupfélag, m.a. verið fulltrúi á fundum þess og endurskoðandi aðalreikninga um árabil og vill heill þess og hag í hvívetna. Kynni mín við Sigtrygg á Hrappsstöðum hófust fyrir nær 30 árum og hafa æ síðan verið með ágætum, þótt fyrir kæmi ágreiningur í málefnum, stóð hann ekki nema þá stund er deilt var og vinskapur samur og jafn eftir. Ég vil með þessum fáu línum færa Sigtryggi beztu þakkir fyr- ir ágæt kynni og samstarf á liðn um árum, og þeim hjónum báð- um fyrir rausnarlegar móttökur og glaðar stundir á hinu prýði- lega heimili þeirra. Óska honum þess að hann fái sem lengst að njóta starfsorku sinnar, sér til ánægju og öðrum til hags og heilla. Sigtryggur Jónsson Sigtryggur og kona hans munu í dag vera stödd á heimili son- ar síns að Tómasarhaga 20 í Reykjavík. Jón Sumarliðason. Slættí nær því loieið Valdastöðum, 31. ágúst. SLÆTTI er nú um það bil lokið, og eru þeir fyrstu hættir, en aðr- ir langt komnir. í ágústmánuði hefur verið heldur lítið um þurrk. Þó hafa komið góðir þurrkdagar, svo að ekki hafa hey hrakizt til neinna muna. Hey- skapur mun nú orðinn mikill og góður, og sums staðar með bezta móti. Víða má sjá hey úti við hlöður, sem ekki hafa sézt áður. Þeir fyrstu byrjuðu að slá um 20. júní, og upp úr því. Var þá grasspretta orðin allgóð víða, og tíðarfar mjög hagstætt til hey- skapar. Frá því að sláttur hófst, þar til seinast í júlí, var óslitinn þurrkur, og einstakt blíðviðri, svo ekki varð á betra kosið til heyöflunar. En ekki voru allir bændur þá tilbúnir að hefja sláttinn sökum ýmissa anna, og þó sérstaklega vegna þess að smalanir voru eft- ir og rúningi sauðfjár ólokið, og misstu þeir því nokkuð af hinum hagstæða góðviðriskafla frá hey- skapnum. Uppskeruhorfur Ekki er annað að heyra, en að mjög gott útlit sé með góða kartöfluuppskeru 'í þetta sinn. Var þó víða sett niður í seinna lagi í vor, vegna óhagstæðs veðurs. Fé kemur af fjalli Nú er fé sem óðast að koma af fjalli í heimahaga. Má sjá margt fallegt lambið í þeim hóp- um. Leiðinlegast er, hvað þau fá að vera stutt í heimahögum, flest af þeim, þar sem líður að því að þau verði send í burtu til förgunar. Sauðkindin þráir frelsið og sækir því til fjallanna ó vorin, en heldur svo á heima- slóð, þegar haustar að, líkt og farfuglarnir. Er ekki þetta líkt með manninn? Hann þráir að skoða sig um og gista ókunn lönd, en vill svo gjarnan koma heim aftur. Og reyndin mun oft- ast verða sú, „að heima er alltaf bezt“, þrátt fyrir allt. Frekar lítið um ber Ber munu heldur með minna móti í þetta sinn. Þó mun vera nokkur bláberjaspretta, en minna um krækjuber. St. G. sbrif*ar ur dagBega lifinu Illt framferði — Á SUNNUDAGINN, 25. ágúst, Fx var 10 ára drengur niður við tjörn kl. um þrjú. Hann sat þar og horfði á fuglana, en fámennt var þá þar um slóðir. Allt í einu viku sér að honum þrír piltar líkl. 15—17 ára, stórir og miklir menn. Tóku tveir þeirra dreuginn og héldu honum en einn kveikti á eldspýtum og hélt loganum að andliti litla drengsins, svo nærri, að sviðnuðu af honum augna- hárin. Eftir þetta þrekvirki hlupu þessir -óþokkar burtu og skildu litla drenginn eftir. Svo var dreng urinn hræddur, eðlilega, að hann þorði ekki að æpa á hjálp. Ég hef séð brunamerkin á andliti drengs- ins enda hefur móðir hans kært þetta athæfi fyrir rannsóknar- lögreglunni. Mér finnst rétt að birta þetta í blaði öðrum til við- vörunnar. — Hvernig fer þegar dimma tekur, þegar piltar leika slíka leiki í glaða sólskini úm miðjan dag á einni af aðalgötum bæjarins? Mann hryllir við að slíkur óaldalýður skuli leika hér lausum hala. Þorsteinn Jónsson. Illa merkt hús LÆKNIR kom að máli við Vel- vakanda í gær og ræddi við hann mikið nauðsynjamál, og kvaðst hann mæla fyrir munn fjölda stéttarbræðra sinna. Hann sagði: , Við læknar skiptum með okk- ur næturvöktum hér í bænum og eigum þá erindi víða um bæinn. Á ferðum mínum að næturþeli í sjúkravitjanir hér í Reykjavík, hefi ég rekið mig á það að víða skortir númer á hús. Getur því svo farið að all- langan tíma taki að komast á áfangastað þar sem sjúklingurinn bíður. Man ég eftir því að nýlega tók það mig nær hálftíma að komast leiðar minnar og varð ég að fara inn í allmörg nálæg hús og spyrja til vegar. Þetta er slæmt eins og gefur að skilja. Bæði er oft svo málum háttað að afdrifaríkt getur verið fyrir sjúkl ing ef mjög lengi dregst að lækn- ir komi á vettvang og eins er það mikill erill fyrir lækna að ganga hús úr húsi að nætur- þeli og leita uppi sjúklinga sök- um ónógrar merkingar á húsun- um. Nokkrir húseigendur sem ég hefi rætt þetta við hafa tekið máli mínu mjög vel og sagt að þetta væri aðeins trassaskapur sem sjálfsagt væri að bæta úr, Og vildi ég hvetja alla húseig- endur til þess að merkja hús sin sem greinilegast, því fylgir sára- lítill kostnaður en mikið hagræði fyrir okkur læknana, og stunduin ekki síður fyrir sjúklinginn. Og víst eru það fleiri sem þurfa að komast leiðar sinnar en læknar um bæinn, og myndu ekki síður fagna því ef hér yrði góð breyting á, Ég vil líka beina peim tilmælum til þeirra sem eldri hús eiga, að mörg þeirra eru inni í görðum og hefir trjágróður vax- ið fyrir húsin svo götunúmerið sést ekki. Þau númer ætti að f æra af húshliðinni á hliðastólpana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.