Morgunblaðið - 03.09.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.09.1957, Qupperneq 2
2 MORGVIXBI 4ÐIÐ Þriðjudagur 3. september 1957 Dagar Krúsjeífs brátt taldir WASHINGTON, 2. sept. — Spá- dómur þess efuis, að Georgi Sjúkov marskálkur og landvarna ráðherra Rússa muni innan átta mánaða binda endi á valdaferil Nikita Krúsjeffs sem æðsta manns Sovétríkjanna, var í gær birtur i Washington í sambandi við yfirheyrslur „óamerísku nefndarinnar", sem starfar á vegum fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings. Það var hinn kunni kvikmynda maður og gagnnjósnari Boris Morros (sem Mbl. sagði ýtarlega frá nýlega), sem kom fram með þennan spádóm. Sagði hann, að öll njósnastarfsemi Rússa væri nú undir yfirstjórn Sjúkovs, en áður höfðu kommúnistaflokkur- inn, ríkið og herinn sameiginlega á hendi stjórn njósnamála. I skýrslu nefndarinnar segir, að hinn öri uppgangur Sjúkovs í Sovétríkjunum sé fyrirboði þess, að þar verði brátt komið á algeru einræði hersins. Benkö varð efstur með 8 vinmnga HAFNARFIRÐI, — Skákmótinu lauk á sunnudagskvöldið með sigri Benkö, sem hlaut 8 vinn- inga, vann 7 skákir og gerði tvö jafnteflL í síðustu umferð vann Benkö Inga, Friðrik Árna, Pilnik Kára, en Sigurgeir og Jón Pálsson gerðu jafntefli. Slcák þeirra Jóns Kr. og Stígs var frestað sökum veikinda. Að öðru leyti urðu úr- slit mótsins sem hér segir: Benkö 8 vinninga, Friðrik og Pilnik 7Vz, Ingi R. 5, Árni 4, Jón Pálsson og Kári 3y2, Sigurgeir 3, Jón Kr. lVz (ein skák ó- tefld), Stígur % (ein skák ót.). Mótið var vel skipulagt og hið skemmtilegasta. Var oft margt um áhorfendur, sem fylgdust með skákunum af sýningar- spjöldunum. — Mótstjóri var Ól- afur Stephensen tannlæknir. — G.E. Akureyri féll í aðra deild Leikhús Heimdallar S. 1. föstudagskvöld tók Leik hús Heimdallar til starfa að nýju með því að sýna gaman- leikinn „Sápukúlur" eftii George Kelly. Nokkur eftir- vænting ríkti meðal frumsýn- ingargesta, því að lítið hafði kvisast um leikinn, aðcins vit að að leikstjórn og hlutv'erk voru í höndum þekktra leik- ara. Fullvíst má telja, að eng- inn hafi orðið fyrir vonbrigð- um. Gamanleikurinn uppfyl'ti öll skilyrði góðs einþáttungs, var stuttur en jafnframt bráð- fyndinn. Og leikendur stóðu sig með miklum sóma enda létu frumsýningargestir ánægju sína óspart í ljós. Myndin sýnir Róbert Arn- finnsson í aðalhlutverkinu (Aubrey Piper) og Arndís Björnsdótlmr sem frú Fisher. Næsta sýning hjá Leikbúsi Heimdallar mun verða á fimmtudagskvöld. Aðgungu- miðar að henni verða seldir kl. 2—5 á morgun í Sjálfstæðis- húsinu og frá kl. 2 á fimmtu- dag. Skrifaði skáldsögu um ódæðið áður en hann drap foreldrana KAUPMANNAHÖFN, 2. sept. — Mogens Karlshöj, 25 ára gamall Dani, sem myrti foreldra sína í Valby á dögunum, skrifaði heila skáldsögu um glæp sinn, áður en hann tók endanlega ákvörðun um að ryðja gömlu hjónunum úr vegi. Handritið að skáldsög- S. L. laugardag kepptu KR og unni fannst heima hjá honum, Akureyri um það í aukaleik í | þegar lögreglan gerði húsrann- fyrstu deildarkeppninni hvort1 sókn. liðið skyldi falla í 2. deild, en er ' Karlshöj reyndi að koma lög- venjulegum leikum var lokið reglunni á villuspor með því að voru þessi félög neðst og jöfrt. [ láta líta svo út sem faðir hans hefði drepið konu sína og síðan framið sjálfsmorð. Hann gaf sér líka tíma til að fara burt með hunda foreldranna og biðja símastöðina að taka skilaboð, ef hringt yrði í númer föður hans í Valby. Lögreglan var því meira en lítið undrandi, þegar hún fann, hve vel allt hafði verið undirbúið. Um „skáldsögu“ Karlshöjs er lítið vitað ennþá, en hún verður að líkindum höfð til hliðsjónar, þegar mál hans verður tekið fyr- ir, til að sanna, að hér hafi verið um vel undirbúinn glæp að ræða. í sögunni, sem höfundur nefnir „Reikningsskil ungs manns“, fremur aðalpersónan tvöfalt morð. Mogens Karlshöj hafði verið rannsakaður af geðlæknum, sem kom’ust að þeirri niðurstöðu, að hann væri sálsjúkur og ætti að vera á hæli. Hann var síðast dæmdur í 1% árs fangelsi fyrir Leiknum, sem var heldur þóf- kenndur ög sýndi lítið af góðri knattspyrnu, lyktaði með sigri KR 1:0. Leikurinn var mjög jafn og hefðí sigurinn eins getað tæki- færanna vegna verið Akureyr- inga. En KR-ingar voru meira í sókn í leiknum. í fyrstu deild næsta ár verða því þessi félög talin eftir stiga- röð þeirra í mótinu: Akranes, Fram, Valur, Hafnarfjörður og KR — og 6. liðið verður annað hvort Kefiavík eða ísafjörður, eftir því hvort sigrar í úrslita- leik félaganná sem enn er ó- ákveðið hvenær fram fer. SÚGANDAFIRÐI, 2. sept. — Átta reknetjabátar hafa lagt upp síld hér til söltunar og frystingar. Afli hefur verið daglega 20—100 tunnur á bát. Sjómenn eru ó- ánægðir með það, að Ægir skuli ekki leita síldar út af Vestfjörð- um. —Fréttaritari. fjársvik og þjófnað, en var lát- inn laus til reynslu 6. ágúst s. 1. Sex dögum síðar lamdi hann for- íslenzkur læknir hlýtur viðurkenningu MBL. hefur nýlega fregnað, að íslenzkum lækni, dr. Birni Sig- urðssyni hafi verið veitt athygl- isverð viðurkenming á alþjóðlegu læknaþingi, sem haldið var í Genf í sumar. Það var í júlí í sumar, sem Al- þjóðlega mænusóttarnefndin gekkst fyrir þingi vísindamanna um mænusótt og vírusrannsókn- ir. Sæmdi forseti þingsins þá nokkra menn heiðursrnerkjum fyrir framlag til læknisfræði og visinda. Var dr. Björn Sigurðs- son einn í þeim hópi. luvsens Karlshöj eldra sína niður með öxi, kyrkti þau síðan og tók 2000 krónur úr peningaveski föður síns. Síðan fór hann í Nýhöfnina og sólund- aði peningunum með kvensnift- um, sem hann hafði kynnzt þar. JAMAICA, 2. sept. — Talið er, að 150 manns hafi látið lífið og 400 særzt í járnbrautarslysi á eynni Jamaica í Karíbahafi. Slys- ið vildi til í kvöld með þeim hætti, að járnbrautarlest með 12 fullsetna farþegavagna fór af teinunum. Fólkið var í skemmti- ferð, sem kaþólskur félagsskap- ur hafði skipulagt. Er þetta mesta slys, sem nokkurn tíma hefur orðið á Jamaica. Stóri gufuborinn kominn í EINNI af burðarmestu bómum Tröllafoss, sem nýkominn er drekkhlaðinn frá New York, hékk í gærmorg. feikilegur vagn, og sögðu verkstjórarnir hjá Eim- skip að með því sem á honum væri, væri hann yfir 10 tonn að þyngd. — Þetta var tilheyrandi stóra gufubornum sem Reykja- víkurbær og ríkissjóður hafa keypt í félagi. Gufuborinn og öll þau mörgu og þungu stykki sem honum tii- heyra, ásamt verulegum vara- hlutabirgðum, vegur alls nokkur hundruð tonn sagði Þorbjörr* Karlsson vélaverkfræðingur hjá jarðboranadeild Raforkumála- stjórnarinnar. Það stóð til að hægt yrði að hefja boranir með þessum stóra bor nú í haust, en vegna far- mannaverkfallsins getur ekki af því orðið,. Frekar ósennilegt er talið að borinn verði tekinn í nótkun fyrr en næsta vor. Það er mikið verk að setja bor inn saman og munu hingað verða fengnir verkfræðingar frá bor- verksmiðjunni. Er það talið um 2 mánaða vinna að setja borinn saman. Þegar tíðindamaður blaðsins spurði Þorbjörn Karlsson verk- fræðing, hve þungur borinn yrði þá er flytja þyrfti hann, sagði hann að ekkert stykki myndi flutt þyngra en 10 tonn. Honnibal ValdimorssoB peip inn í er lausn var í vænium SÍÐARIHLUTA fyrri viku var gert ráð fyrir að bakaraverkfall- inu hér í Reykjavík myndi verða aflétt. Deiluaðilar höfðu sem kunnugt er, samþykkt miðlun- artillögu þá sem sáttasemjari bar fram og vonir stóðu til að ríkis- stjórnin myndi fyrir sitt leyti samþykkja þær verðbreytingar sem gera þarf til lausnar þessa langvinna verkfalls. Árdegis á laugardaginn var búizt við að málið hlyti endan- iega afgreiðslu ríkisstjórnarinn- ar og hægt yrði þá um daginr. að aflýsa verkfallinu. Þá kom aftur- kippur í málið. Hannibal Vaidi- marsson sem verið hefur erlend- is greip inn í lausn deilunnar. Málið strandaði, en talið var að það myndi strax á mánudaginn, þ.e.a.s. í gær, verða tekið upp aftur. í gærkvöldi var samt allt tíð- indalaust af lausn verkfallsins og engar getgátur um það nær rík- isstjórnin myndi aftur láta til sín heyra varðandi lausn þess. Sýning á verkum Jóns Engilberls stendur yiir í Sýningarsainum Yerður epin til SÍÐASTLIÐINN sunnudag var opnuð í Sýningasalnum við Hverfisgötu, sýning á verkum Jóns Engilberts, listmálara. Er þetta fimmta sjálfstæða sýning- in, sem haldin hefur verið í saln- um í sumar og 10. sýningin þar. Þrjár samsýningar hafa verið haldnar þar og einn myndlista- markaður. Sýning þessi verður opin daglega til 11. sept. frá lrl. 10—12 og 2—10. Á sýningunni eru 16 málverk frá ólíkum tímum, það elzta frá 1933 og svo allt fram til 1956. Er þetta olíumálverk, vatnslita- myndir, tréskurðarmyndir og pastel. Jón Engilberts hefur haldið mikinn fjölda sýninga á verkum sínum bæði hér heima og er- 11. september lendis. Bæði sjálfstæðar sýning- ar og tekið þátt í samsýningum. Hann hefur undanfarið dvalizt mikið erlendis, sérstaklega í Hol- landi, Frakklandi og á Ítalíu. Verk hans hafa einnig verið keypt víða erlendis bæði í Evrópu og Ameríku. Honum hafa borizt mörg tilboð um að halda sýningar í Ameríku og í haust verður þar byrjað á að gera kvik- mynd. af verkum hans. í haust mun Jón Engilberts taka þátt í norrænni mál- verkasýningu í Gautaborg og einnig í Kaupmannahöfn. Þá hef- ur honum verið boðið að halda yfirlitssýningu á verkum sínum í Kaupmannahöfn næsta haust í tilefni af 50 ára afmæli hans og hefur hann þegið það boð. ítölsk smáflugvél lenti í Keflavík á úthafsftugi Frægur ítalskur hlaðamaður í heimsókn til Vestur-ítala. í GÆR kom til Keflavíkurflug- vallar lítil einhreyfils ítölsk flug- vél. Hún er á leiðinni yfir Atlants hafið. Með henni voru tveir menn, víðfrægur ítalskur blaða- maður að nafni Lualdi og félagi hans Ruccieri, sem er flugmað- ur. Lualdi, sem er blaðamaður við Corriere della Sera í Milano og vikublaðið Tempo í sömu borg, skýrði fréttamanni Mbl. svo frá, að hann væri á hringferðalagi til flestra þeirra landa, þar sem ítalskir menn eru búsettir. Ferð- in fram til þessa hefur tekið fjóra mánuði. Þeir félagarnir lögðu af stað frá Rómaborg til Parísar síðan til Madrid og Lissabon. Hafa þeir dvalizt nokkuð í hverju landi til að ræða við ítali, sem þar eru búsettir. Skrifar Lualdi greinar um þá í Tempo og víðar. Nú síðast flaug hann gegnum Shann- on flugvöll á írlandi, Stornoway á Suðureyjum og til Keflavíkur- I flugvallar. Hér munu þeir dvelj- ast fram á miðvikudagsmorgun. Þá er ætlun þeirra að halda ferð- inni áfram til Ameríku. Italirnir ætla að heimsækja flest lönd í Vesturálfu, allt frá Kanada og suður að Magellan- sundi. Lualdi skýrði fréttamanni Mbl. svo frá, að íbúatala Ítalíu væri um 45 milljónir, en hvorki meira né minna en 26 milljómr byggju sem landnemar í öðr- um löndum. Þar af eru Vestur- ítalir, þ. e. í Ameríku 22 millj. talsins. Mikill hluti þessa fólks reynir að viðhalda sambandi sínu við móðurlandið og það er áhugi á því í Ítalíu, að lesa greinar um lífskjör þessa fólks sem flutt hefur úr landi. Ferðin frá Stornoway til fs- lands gekk vel. Flugvélin hefur benzín til 15 klst. flugs. Á leið- inni kom nokkur leki að benzín- kerfinu, en ekki þó svo að hann væri hættulegur. Var verið að gera við bilunina í gær. Flug- vélin er af tegundinni Fiat G-24, en það er lágþekja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.