Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 8

Morgunblaðið - 03.09.1957, Page 8
 MORGUyBI. AÐIÐ !>ri8judagur 3. september 1957 JMwgitstMðfrifr Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Augiýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr 1.50 eintakið. TÆKNIÞRÓUNIN, KAUPGJALDIÐ OG LIFSKJÖRIN r AÞAÐ hefur nýlega verið bent hér í blaðinu, að tækniþróunin, ný og full- komin framleiðslutæki, eigi mest an þátt í hinum bættu lífskjörum íslenzku þjóðarinnar. í skjóli hinna nýju tækja hafi framleiðsl an gefið aukinn arð. Af því hafi svo aftur leitt aukna möguleika til þess að greiða fólkinu hærra kaupgjald. Flest vitiborið fólk skilur þetta áreiðanlega. En blað kommúnista streitist við að halda því fram, að einhliða kaupgjalds barátta síðustu áratuga eigi rík- astan þátt í hinum bættu lífs- kjörum íslenzku þjóðarinnar. Auðvitað er þetta hrein fjar- stæða og blekking. Hvað hefði það t.d. þýtt fyrir verkalýðinn að krefjast stórhækkaðs kaupgjalds ef aðalframleiðslutæki þjóðarinn ar hefðu verið litlir árabátar? Hvernig hefðu bændur farið að því að stækka bú sín og auka af- rekstur þeirra ef þeir hefðu ekki átt kost á að rækta landið með öðrum tækjum en skóflu og ristu spaða? Svörin við þessum spurning um liggja í augum uppi. Án bættra tækja og aukinnar framleiðslu hefði kaupgjalds- baráttan orðið þýðingarlítil eða þýðingarlaus. Raunhæfasta kjarabaráttan Enginn stjórnmálaflokkur hef ur haft eins glöggan skilning á því og Sjálfstæðisflokkurinn, að raunhæfasta kjarabaráttan er í því fólgin að tryggja þjóðinni góð og fullkomin tæki til þess að bjarga sér með. Hann hefur að sjálfsögðu einnig haft skilning á því, að hæð kaupgjaldsins hefur mikil áhrif á afkomu fólksins. En frumskilyrði þess að hægt sé að greiða hátt kaupgjald eru stór- virk og fullkomin framleiðslu- tæki. Það hefur líka komið í hlut Sjálfstæðismanna að hafa for- göngu um hina miklu uppbygg- ingu íslenzkra bjargræðisvega á þessari öid. Ýmsir af fyrstu for- ystumönnum og stuðningsmönn- um flokksins höfðu á fyrstu ára- tugum aldarinnar átt frumkvæði að uppbyggingu togaraútgerðar í landinu. Sú útgerð, ásamt þrótt- mikilli vélbátaútgerð í öllum landshlutum lagði grundvöll að nýtízku sjávarútvegi á íslandi. Þjóðin aflaði sér aukins fjár- magns, sem hún hagnýtti á marga vegu. Verklegar framkvæmdir hófust, hafnir og brýr voru byggð ar, vegir lagðir og húsakostur þjóðarinnar bættur. Jafnhliða hófst stórfelld sókn í ræktunar- málum landsmanna. Engum getur llandazt hug- ur um, að það var þessi upp- bygging atvinnulífsins á fyrstu þremur áratugum 20. aldarinnar, sem gerði kaup- hækkanir mögulegar og stór- bætti lífskjör almennings. Árið 1929 fluttu svo þeir Jón Þorláksson og Jón á Reynistað fyrsta frumvarpið um rafvæð- ingu landsins. Kyrrstöðutímabil hinnar fyrstu vinstri stjórnar. En þessi áform leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins árið 1929 komust ekki í framkvæmd. Framsóknar- flokkurinn hafði tekið við völd- um í landinu og var með Alþýðu- flokknum einráður um stjórnar- stefnuna fram til ársins 1939. Á því tímabili má segja að kyrr- staða hafi ríkt í atvinnumálum fslendinga. Víðtæk kreppa skall! yfir, að verulegu leyti heimatil- búin. Höft og bönn voru einu úr- ræði hinnar fyrstu vinstri stjórn- ar. Sjálfstæðismönnum í bæjar- stjórn Reykjavíkur tókst að vísu að knýja fram fyrstu virkjun Sogsins þrátt fyrir fullan fjand- skap Framsóknarflokksins. Það er einkar athyglisvert, að valdatímabil hinnar fyrstu vinstri stjórnar leiddi einstæða erfiðleika og vandræði yfir verka lýðinn í landinu. S j álf stæðisf lokkurinn beðinn aðstoðar Þegar hin fyrsta vinstri stjórn hafði þannig komið öllu í öng- þveiti, stórskert lífskjör almenn- ings, stöðvað atvinnulífsupp- bygginguna, eyðilagt lánstraust landsins út á við og fellt gengi íslenzkrar krónu snéri Hermann Jónasson sér til Sjálfstæðisflokks ins og bað hann aðstoðar. Vegna þjóðarhagsmuna ui'ðu Sjálfstæðismenn við þeirri beiðni. Ólafur Thors tók við stjórn atvinnumálanna og Jakob Möller við fjármálaráðuneytinu. Um það verður ekki deilt með rökum, að tilkoma Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn árið 1939 átti ríkastan þátt í því að rétta þjóðina við, draga hana upp úr því feni, sem vinstri stjórn Her- manns Jónassonar og Alþýðu- flokksins hafði sökkt henni í. Ný atvinnulífsupp- bygging í þann mund, sem fsland varð lýðveldi kom það svo að nýju í hlut Sjálfstæðisflokksins að hafa forystu um stórfelldustu tækniþróun og atvinnulífsupp- byggingu, sem átt hefur sér stað á íslandi. Það var í skjóli þessarar þró unar, sem kaupgjald verkalýðs ins, sjómanna og alls landslýðs gat hækkað og lífskjörin batn- að að miklum mun. En þvi miður var þess ekki gætt jafn- hliða að framleiðslan gæti bor ið sig. Þjóðin gerði of miklar kröfur á hendur hcnni. Henni var ekki nóg að láta fram- leiðsluaukninguna og kaup- hækkunina haldast nokkurn veginn í hendur. Þess vegna er nú komið, sem komið er, hallareksturinn setur svip sinn á svo að segja allt atvinnulíf. Á því ber kröfustefna komm- únista langsamiega mesta á- byrgð. KÍBlUTAN UR HEIMI ) A 40 árum gátu kommúnistar ekki útrýmt skækjulifnaði í HINNI stóru rússnesku alfræði- orðabók stendur eftirfarandi um skækjulifnað: „Skækjulifnaður á rætur að rekja til þess, að konan nýtur ekki jafnréttis við karlmenn; hún hefur lítil réttindi, lág laun og verður að þola hin hræðilegu kjör vinnu og þrælkunar. f auðvalds- löndum geta hvorki endurbæt- ur né lagasetningar, ræður né blaðagreinar upprætt skækjulifn- að. En þegar auðvaldsskipulag- inu hefur verið rutt úr vegi, mun skækjulifnaður líka hverfa. í Sovétríkjunum er ekki lengur til skækjulifnaður, með því að öll skilyrði til að efla hann og halda honum uppi eru úr sögunni. í alþýðulýðveldunum er skækju- lifnaður einnig horfinn". Þetta stendur í alfræðiorðabók- inni, en veruleikinn er allur ann- ar. Það kemur m.a. fram í blaði verkalýðssamtakanna, „Trud“, en þar sagði nýlega: „Menn geta ekki lengur þagað, lokað áugun- um feimnir og sagt, að slíkt (skækjulifnaður) sé ekki lengur til í Sovétríkjunum. Við brenni- merkjum þau mein, sem fortíðin hefur fært okkur í arf, við hegn- um þjófum og rónum og sendum slæpingja í þvingunaruppeldi, en jafnskjótt og talið berst að þessu erfiða vandamáli (skækjulifn- aði), þá þegjum við vandræða- lega“, segir „Trud“. Næturlíf í Moskvu Til þess að hinn óreyndi rúss- neski lesandi skilji, hvað um er að ræða, birtir „Trud“ nokkur dæmi úr daglegu lífi í Moskvu: „Það er kvöld. Götur höfuð- borgarinnar eru baðaðar ljósum. í manngrúanum, sem hraðar sér til leikhúsa og kvikmyndahúsa, kemur maður allt í einu auga á ögrandi málað kvenmannsandlit. Gervibros, áleitið andlit, kæru- leysislegt látæði. Kvenmaðurinn labbar hægt eftir gangstéttinni og lítur í augu karlmannanna‘\ „Trud“ kynnir líka nokkrar af skækjum Moskvu, t.d. Nadesju M., sem er saumakona að atvinnu. „Hún hefur unnið einhvers stað- ar og grætt mikið fé, en svo spilltu veitingahúsin og svallið henni, og hún lenti á hinum hættulega vegi smánarinnar". Um Galinu G. er sagt, að hún hafi hætt í gagnfræðaskóla ekki alls fyrir löngu. Hún gæti hafa farði að dæmi jafnaldra sinna, ferðazt til Síberíu og byggt borg- ir og orkuver eða haldið áfram að nema, en Galina vísaði því öllu á bug og kaus sér heldur hlutskipti götudrósarinnar. Kvennaklæðskerinn Walentina L. er sízt betri, og sögur hinna stúiknanna líkjast hver annarri eins og einn vatnsdropi líkist öðrum. „Trud“ slær því föstu, að það sé ekki sultur eða neyð, sem hef- ur rekið þessar stúlkur inn á braut skækjulifnaðar. Allar hefðu þær getað unnið fyrir sér með heiðarlegri atvinnu, ef þær hefðu kært sig um, en þær skorti viljann. „Trud“ lýkur grein sinni með því að staðhæfa, að fram- ferði ungu stúlknanna sé brot á sovézku siðgæði og stríði gegn stjórnarskrá Sovétríkjanna. Sá sem ekki vinnur á ekki heldur að borða; það verður að hegna stúlkunum fyrir afbrot þeirra, og setja lög þar að lútandi, en þau hafa ekki verið til hingað til. Líka slæmt » Póllandi Það er augljóst, að ekki er á- standið betra í Póllandi. Blaða- maðurinn Janusiwicz skrifar í blaðið „Kurjer Szczecinski“ í Stettin: „Skækjulifnaður hefur verið til, er til og mun halda áfram að vera til. Hann er ekki afkvæmi auðvaldsskipulagsins og mun ekki hverfa við tilkomu sósíal- ismans. Ég veit ekki, hve lengi við verðum að bíða þess, að skækjulifnaður hverfi, því í Sovétríkjunum hafa menn þegar beðið þess í 40 ár, án þess að nokkur merki þess sjáist, að þetta ógeðslega fyrirbæri hverfi“. Árið 1951 leystu Pólverjar upp þær deildir lögreglunnar, sem höfðu það að verkefni að berjast Áleitið andlit, kæruleysislegt látæði .... gegn skækjulifnaði. Þá var eng- inn skækjulifnaður í landinu, sögðu yfirvöldin, af þeirri ein- földu ástæðu að hann mátti ekki vera til. Eftir að Gomulka komst til valda hafa menn aftur farið að horfast í augu við sannleik- ann, og pólsk blöð tekið þetta hvimleiða vandamál föstum tök- UM síðustu helgi höfðu tæplega átta þúsund Reykvíkingar tekið þátt í norrænu sundkeppninni og er það tæpur helmingur þess fjölda er þátt tók í keppninni 1954. Gaf bikar til keppninnar Eins og kunnugt er, gaf bæjar- stjórn Hafnarfjarðar bikar sem keppt skyldi um milli Hafnar- fjarðar, Akureyrar og Reykjavík ur innan ramma sundkeppninnar í ár. Skyldi það bæjarfélagið, sem næði hæstri hundraðstölu þátt- takenda, hreppa bikarinn. í keppninni 1954 gaf Vélasalan hf. bikar til sams konar keppni milli sömu aðila og sigraði Hafnar- fjörður í það sinn. Þátttakan nú Þátttakan á þessum stöðum var orðin fyrir nokkru sem hér segir. Hafnarfjörður 1000 eða 16% (1954 1541 eða 28,1%) ! Þannig skrifaði t.d. „Dziennik Polski“ í Krakow nýlega: „Gagn- stætt opinberum yfirlýsingum, og þrátt fyrir það að Pólland er ekki lengur borgaralegt ríki, var skækjulifnaður í landinu og hélt áfram að blómgast". Og „Slowo Lugu“ í Kielce skrif aði: „Siðgæðislögreglan hefur verið leyst upp hjá okkur, það er ekki lengur vakað yfir skækj- unum, og hugtakið skækjulifnað- ur var strikað út úr lífinu og lögunum og til þess vísað sem leifa frá tímum auðvaldsins. En eigi að síður er skækjulifnaður til. Og þess vegna ætti að draga hann upp úr undirheimum og fram í dagsljósið. Aldurstakmörkin hafa lækkað Einnig í Ungverjalandi er nú rætt um þessi mál, enda þótt þau hafi ekki mátt nefnast á nafn árum saman, og þrátt fyrir þaö að ritskoðun Kadars er ströng. Menn viðurkenna það opinber- lega, að það sé fjarri öllum sanni, að skækjulifnaði hafi verið út- rýmt í landinu. Gagnstætt Sovétríkjunum, þar sem menn halda, að þeir geti leyst vandamálið með þvingun- um og hegningum, eru Pólverjar nú að velta því fyrir sér, hvaða leið sé skynsamlegust og hald- bezt til að útrýma skækjulifnaði. í skýrslu frá heilbrigðisyfirvöld- unum í Gdansk segir, að yfir- gnæfandi meirihluti af skækjum borgarinnar séu stúlkur og kon- ur, sem hafa atvinnu og eru sæmi lega fjáðar. Blaðið „Kronik" í Lodz heldur því fram, að aldur þeirra stúlkna, sem eiga mök við karlmenn, hafi lækkað síðustu árin. Við höfum losað okkur við hið gamla borgaralega siðgæði, segir einn af fulltrúum æskulýðs ins, en við höfum ekki fundið grundvöll nýs siðgæðis ennþá. Þess vegna eru svo margir á villu vegum núna. „Ég trúi ekki á Guð, en ég trúi ekki heldur á kommúnism- ann“, er algeng játning pólskra æskumanna og kvenna, sem lent hafa í ógöngum. Hvernig koma á þessu æskufólki inn á betri vegi, vita Pólverjar ekki ennþá. Akureyri 1060 eða 13% (1954 1958 eða 25%) Reykjavík 8000 eða 12% (1954 16478 eða 27,6%) Rúmur helmingur Er þátttakan ennþá aðeins rúmur helmingur þess sem var í síðustu keppni, en þess ber að geta, að þá syntu margar þúsund- ir síðustu dagana. Þeim sem ætla sér að taka þátt í keppninni er því ráðlagt, að geyma ekki til síðustu stundar að synda, til þess að komast hjá óþarfa töfum og þrengslum. Syndið 200 nuitra um. Næstum helmiogi færri hafa tekið þátt í Norrænu sundkeppnimii en 1954 Þá synfu þúsundir manna síðustu dagana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.