Morgunblaðið - 13.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1957, Blaðsíða 2
s morcvmu 4ðið Föstudagur 13. sept. 195T Framleiðsluráð landbúnaðarins á stéttarsambandsfundi í gær, talið frá vinstri: Helgi Pétursson, Jón Gauti Pétursson, Páll Methúsalemsson, Sverrir Gíslason, Bjarni Bjarnason, Einar Ólafsson, Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri framleiðsluráðs, Pétur Ottesen og Jón Sigurðsson. Á mynd- ina vantar séra Sveinbjörn Högnason. — Stéttarsamband Framh. af bls. 1 þar sem hagkvæmara væri að flytja þær út en mjóikurafurðir. Skattlagning eriends fóðurbætis Innflutningur erlends fóður- bætis væri meðal annars grund- völlur aukinnar mjólkurfram- leiðslu, sagði formaður. En hinn mikli fóðurbætisinnflutningur til þess að auka framleiðslu á vöru, sem óhagkvæmt væri að flytja út, væri mjög hæpinn. Kæmi mjög til athugunar að skatt- leggja innfluttan fóðurbæti og nota þann skatt til verðbóta fyr- ir þá bændur, sem erfiðastar hefðu aðstæðurnar. Þá gaf formaður þær upp- lýsingar, að 2290 sveitabæir á landinu hefðu nú fengið raf- magn, þar af 1390 frá Rafveit- um ríkisins, 400 frá öðrum opinberum rafveitum og 507 frá einkarafveitum. 4300 dráttarvélar í landinu Þá gat formaður þess að 4200 —4300 heimilisdráttarvélar væru nú til í landinu. Samsvarar það því að 2 af hverjum 3 bændum hafi dráttarvél á heimili sínu. Fjárfesting í landbúnaðinum hefði á árinu 1956 numið um tvö hundruð og fimm millj. króna. Af þeirri upph. mætti reikna með að skuldaaukning hjá bændum hefði orðið um 50—70 millj. kr. á árinu. Þá ræddi formaður um bústærð ina og komst þannig að orði, að á 5. þúsund bænda væru enn- þá með það lítil bú, að þau þyldu enga fjárfestingu. Innan við 800 bændur hefðu yfir 10 kýr og 100 fjár. 185 bændur hefðu 13,3 kýr, 5,3 geldneyti og 121 kind. 82 bænd ur hefðu 16,7 kýr, 6 geldneyti og 128 fjár. 67 bændur hefðu 22,8 kýr, 9,4 geldneyti og 162 kindur. Af þessu mætti sjá sagði Sverr ir Gíslason að tiltölulega fáir bændur hér á landi gætu talizt stórbændur. Þess væri þó að gæta að þessi skýrsla væri mið- uð við búnaðarskýrslur ársins 1954, en síðan hefðu búin stækk- að eitthvað. Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins, las því næst reikninga þess. Tekjur þess voru samtals 573 þús. kr. á árinu 1956. Tekjuafgangur varð samtals 348 þúsund. Grænme tisverzlun landbúnaðarins Jóhann Jónsson forstjóri Græn metisverzlunar landbúnaðarins, flutti því næst skýrslu um starf- semi stofnunarinnar. Hann kvað samtals hafa verið seldar 30 þús. tunnur af kartöflum, af innlendri framleiðslu á tímabilinu 1. sept. 1956 til 1. sept. 1957. Inn hefðu verið fluttar 40 þúsund tunnur af kartöflum á þessu tímabili, svo að samtals hefðu veiið seld- ar hér 70 þúsund tunnur af kart- öflum Næmi verðmæti þessa magns samtals 12,4 millj. króna en 5,2 millj. króna hefði verið varið til niðurgreiðslu á kartöflu verðinu úr ríkissjóði. Þá hefði Grænmetisverzlunin selt 750 tunnur af gulrófum, 278 tonn af lauk og 162 tonn af hvítkáli, samtals næmi sala verzlunarinn- ar á árinu rúmum 10 millj. kr. Var nú gert matarhlé. Umræður um skýrslu formanns Eftir hádegið hófust síðan um- ræður um skýrslu formanns. Tók fyrstur til máls Guðjón Hallgríms son á Marðarnúpi. Kvað hann Rifkelsstöðum taldi rétt að kom- ið yrði upp búum af vísitölu- stærð víðs vegar um landið. Ætti að rannsaka þau gaumgæfilega og leggja til grundvallar í út- reikingi verðlagsgrundvallarins. Hann taldi einstaka liði verðlags- grundvallarins allt of lága. Hins vegar væru garðávextir reiknaðir of háir. Sigurjón Sig- urðsson i Raftholti sagðist hafa á tilfinningunni að í verðlagsgrund vellinum væru tekjuliðirnir tald- ir betur fram en útgjaldaliðirn- ir. Ræddi hann síðan hina mis- jöfnu aðstöðu búanna, skort á lánsfé til bústofnunar og nauð- syn þess að efla veðdeild Búnað- arbankans. Fundarritarnir: Séra Gísli Brynjólfsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. hinn nýja verðlagsgrundvöll hinn óhagstæðasta fyrir bændur. Frá- leitt væri að lækka aðkeypta vinnu um leið og búin stækkuðu. Jónas Pétursson á Skriðu- klaustri kvað útilokað að bænd- ur næðu rétti sínum með því að byggja á þessum verðlagsgrund- velli. Gerði hann síðan ýtarlega grein fyrir rekstri tilraunabúsins á Skriðuklaustri. Lagði hann til að komið yrði upp sérstökum vísitölubúum, sem hægt væri að byggja á við útreikning verðlags- grundvallarins. Næstir töluðu Páll Methúsalemsson á Refstað og Erlendur Árnason á Skíð- bakka. Taldi hinn síðarnefndi að í verðlagsgrundvellinum væri vélakostnaður reiknaður alltof lágur, ennfremur flutningskostn- aður. Það er eitthvað bogið við allar þessar tölur, sagði ræðu- maður. Guðmundur Ingi Krist- jánsson taldi að of fáir bændur héldu búreikninga. Auðsætt væri að aukin tækni hefði minnkað vinnukostnaðinn. Rétt væri að örva sauðfjárræktina vegna út- flutningsins. Ólafur Bjarnason í Brautar- holti taldi varhugavert að draga úr mjólkurframleiðslunni. Einar Ólafsson í Lækjarhvammi var á sömu skoðun. Sagði hann mjólk- urframleiðsluna sízt hafa verið of mikla undanfarin ár, fyrst nú væri um offramleiðslu að ræða á mjólk. Garðar Halldórsson á Sverrir Gíslason svaraði ýms- um athugasemdum, sem fram höfðu komið við verðlagsgrund- völlinn. Hann kvað hann byggð- an á úrtaki hagstofustjóra á bú- um í 20 hreppum á sauðfjárrækt- arsvæðum og 20 hreppum á mjólk urframleiðslusvæðum. Hann kvað brýna nauðsyn bera til þess að bændur gætu selt sem mest af afurðum sínum innanlands, því óvíst væri um möguleika ríkisins til verðuppbóta á afurðirnar. Þegar hér var komið var klukk- an orðin hálffjögur. Var fundi þá frestað þar til lokið var heim- sókn fulltrúanna að Bessastöðum. Fundinum lýkur í kvöld Mjög miklar umræður urðu áfram um skýrslu formanns og tóku milli 20 og 30 menn til máls. Voru sumar ræðurnar alllangar enda var ræðutíminn ekki tak markaður. Að lokum svaraði for- maður ýmsum fyrirspurnum sem fram höfðu komið í umræðunum. Eftir kvöldverðarhlé fór fram kosning í 4 nefndir: Framleiðslu- nefnd, verðlagsnefnd, allsherjar' nefnd, og fjárhags og reikninga- nefnd. Fundinum var ekki lokið fyrr en á ellefta tímanum í gær. Nefnd ir munu starfa fyrir hádegi í dag en ráðgert er að fundinum ljúki í kvöld. Búizt við mikilli þátttöku í þýzku kosningunum á sunnudag BONN, 12. sept. — Ef dæma á af utankjörstaðaatkvæðum í þýzku þingkosningunum er fyrir- sjáanlegt, að þátttaka verður mikil, þegar Vestur-Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudag. Langar biðraðir hafa verið á kjörstöðum, þar sem utankjör- staðaatkvæði eru greidd. Um 35 millj. Þjóðverja eru á kjörskrá og eiga þeir að kjósa 494 þingmenn. Fréttaritarar AFP segja, að búizt sé við, að um 80% þeirra, sem eru á kjörskrá, greiði atkvæði. Frambjóðendur eru um 3000 frá 13 flokkum og flokksbrot- um, en víðast hvar verða átökin einkum milli frambjóðenda stóru flokkanna. — Stærsti flokkurinn er Kristilegi demókrataflokkur- inn, sem Adenauer forsætisráð- herra Veitir forystu. Hann hafði 255 þingmenn á síðasta þingi. Að- alandstöðuflokkur Kristilegra er Jafnaðarmannaflokkurinn, sem hafði 153 fulltrúa á þingi. Flokk- ur frjálsra demókrata er þriðji stærsti flokkurinn með 36 þing- menn. Hann hefur einnig verið Lýðræði og ekki lýðræði LUNDÚNUM, 12. sept. — Ráð- stefna Alþjóða þingmannasam- bandsins var sett hér í dag. Elísa- bet drottning hélt opnunarræð- una, en síðan tók Macmillan, for sætisráðherra Bretlands, til máls og benti m.a. á, að þingið sætu fulltrúar ólikra stjórnarstefna. Hann sagði, að lýðræði gæti ekki þróazt, þar sem fólkið fengi ekki að kjósa þingfulltrúa sína frjáls- um, leynilegum kosningum. Full trúar Rússa sitja þetta þing, svo og bandarískir fulltrúar. — 500 fulltrúar frá 49 löndum sitja þing þetta. Bílar teppastí snjóþimgu Siglu- fjarðarskarði Siglufirði, 12. sept. SIGLFIRÐINGAR hafa þegar á þessu hausti verið á það minntir hve bær þeirra er í lélegu ak- vegasambandi við aðrar byggðir landsins. í nótt var allmargt fólk héðan úr bænum teppt við Siglu- fjarðarskarð, en á þessum fjall- hve bær þeirra er í lélegu ak- vegakerfi landsins var bráðófært í gærkvöldi vegna hríðar þar uppi. Allmargir bílar voru þá á leið hingað, m. a. „rútan“ úr Varmahlíð. Urðu bílarnir að bíða langt fram á nótt þar til ýtunni hafði tekizt að ryðja leið- ina um skarðið. Það mun nú verða lögð áherzla á að halda Siglufjarðarskarði opnu þó að þar kunni að snjóa upp á hvern dag þar til kjöt- flutningum til bæjarins frá slát- urhúsunum í Skagafirði er að fullu og öllu lokið. Hér hefur verið nokkur bleytu- hríð í dag og snjókoma er vafa- lítið til fjalla, en dimmt er yfir og lágskýjað. St. Hraðfrystihús Heimaskaga endurbyggt AKRANESI 12 september. — Nú undanfarið hefir verið unnið að því að endurbyggja efri hæð hraðfrystihússins Heimaskaga hí. Hefir verkinu miðað vel áfram. Er nú verið að reisa sperrur og er húsið hækkað nokkuð frá því sem áður var og fyrirkomulagi breytt á sem hagkvæmastan hátt — Oddur. í stjórnarandstöðu. — Þýzki flokk urinn er fjórði stærsti flokkur Vestur-Þýzkalands með 33 þing- menn. Hann hefur stutt stjórn Adenauers og nú gert við hann samning þess efnis, að kristilegir bjóða ekki fram í allmörgum kjördæmum, þar sem Þýzki flokkurinn hefur menn í kjöri og munu kristilegir styðja fram- bjóðendur hans þar. — Fáheyrt ofbeldi Framh. af bls. 1 útsvar margra gjaldenda hafi verið reiknað út í sérstökum vél um samkvæmt útsvarsstiga. Hér er um furðulegan misskilning ráðuneytisins að ræða, því að vit- anlega eru útsvör lögð á eftir efnum og ástæðum, þótt notaður sé útsvarsstigi, sem bæði er stig hækkandi og veitir fjölskyldufrá- drátt. Hingað til hafa ádeilurnar á nið urjöfnunarnefnd beinst að hinu, að útsvarsstiga hafi ekki verið nægilega fylgt. En ef ráðuneytið ætlar að banna bæjarfélögum að nota bókhaldsvélar í sambandi við álagningu bæjargjalda, þá er vissulega horfið langt aftur í tímann. Þessi önnur meginástæða ráðu- neytisins, er því byggð á hrein- um misskilningi. Það er þess vegna ljóst, að for- sendur „úrskurðarins" fá alls ekki staðist út frá heilbrigðri skynsemi. Veldur töfum og tjónl Hver verður þá framvinda þess ara mála? — Um það munu bæjarstjóm og niðurjöfnunarnefnd taka á- kvörðun, segir borgarstjóri. Þær leiðir, sem til greina koma, eru að framkvæma nýja niðurjöfnun eða láta dómstóla skera úr. Ný niðurjöfnun með nýjum frest um myndi taka alllangan tíma, málaférli jafnvel enn lengri. En hvor leiðin, sem verður far in, hvort, sem tekið verðnr mark á „úrskurðinum“ eða ekki, þá hefir „úrskurður*4 Ilannibals þegar náð þelm til- gangi, að skaða Reykjavikur- bæ. „Úrskurðurinn" hlýtur al hafa þau áhrif að tefja og tor- velda innheimtu útsvara. En þar sem allar framkvæmdir bæjarfélagsins byggjast á þeim, þá þýðir þetta um leið að tefja og torvelda nauðsyn- legustu stórframkvæmdir bæj- arfélagsins, svo sem bygglngn íbúða, skóla, bæjarsjúkrahúss, sorphreinsunarstöðvar, hlta. veitu í Hlíðahverfinu og undir búning lóða. Árás á sjálfstæðl bæjarfélagm Hvað er að öðru leytin að segja um þetta frumhlaup Hanni- bals? Ein alvarlegasta hliðin á þessu máli, er sú árás á sjálflstæði bæj ar- og sveitarfélaga, sem þarna kemur fram. Það hefir aldrei gerzt fyrr í sögu Reykjavíkur- borgar, að ráðherra hafi leyft sér að grípa þannig inn í fjár- hagsmálefni hennar og fótum- troða lögmætar ákvarðanir rétt- kjörinna stjórnarvalda bæjarins. Einn af hyrningarsteinum lýð- ræðisins er réttur sveitafélag- anna til sjálfsforræðis. Hér hefir verið traðkað á þeim helga rétti með ósvífnum hætti. Lækkar ekki útsvar eins einasta manns Á það má benda í þessu sambandi, að „úrskurður4* —váðuneytisins þýðir ekki lækkun á útsvari eins einasta manns í bænum. Með honum er aðeins verið að valda töf- um og koma fram pólitískum hrekkjabrögðum, segir Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.