Morgunblaðið - 13.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. sept. 1957 MORCVNBLAÐIÐ 11 Arnheiður Magnúsdóttir Minningarorð í DAG er borin til hinztu hvíld- ar eftir langt og mikið ævistarf merkiskonan Arnheiður Magnús- dóttir, sem lézt eftir stutta van- heilsu hinn 8. þ. m. á nxtugasta aldursári. Hún var fædd 23. febrúar 1868 á Bjalla í Landsveit, dóttir hjón- anna Magnúsar Magnússonar og Arnheiðar Böðvarsdóttur. Að henni stóðu stórmerkar og traust- ar ættir austur þar. Verður þeirra ekki getið nánar hér, enda hefur Böðvar að Laugarvatni, hinn þjóðkunni bændahöfðingi, bróðir Arnheiðar, gert því máli glögg skil í riti sínu „Undir tindum“. Arnheiður var ein af 9 systkin- um, og lifa auk Böðvars tvær systur hennar, Guðrún og Vigdís. Má nærri geta, að á svo stóru heimili með lítil efni hafa börn- in snemma verið vanin á að láta hendur standa fram úr ermum, og mun það hafa komið sér vel fyrir Arnheiði, er hún sjálf hafði fyrir stóru heimili að sjá, enda mim hún líka hafa vanið börn sín á iðjusemi. Foreldrar hennar fluttust frá Bjalla að Holtsmúla í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1880, er þaú fluttu búferl- um að Úthlíð i Biskupstungum. Sambýlismaður þeirra í Úthlíð var Jón bóndi Collin Þorsteins- son. Þorsteinn sonur hans og Arn- heiður felldu hugi saman, gift- ust og stofnuðu bú, fyrst að Stekkholti í Biskupstungum, þar sem þau voru í tvö ár, en síðan fluttust þau aftur að Úthlíð, þar sem Þorsteinn tók við búi af föð- ur sírium. Árið 1899 fluttust þau svo að Eyvindartungu í Laugar- dal, þar sem þau bjuggu æ síðan. Fluttist Jón faðir Þorsteins til þeirra á efri árum og dó hjá þeim í hárri elli árið 1909. Þeim Arnheiði og Þorsteini varð 11 barna auðið. Dóu tvö ný- fædd, 9 náðu fullorðinsárum, 2 dætur og 7 synir, en þau eru þessi, talin eftir aldri: Jónína, húsfreyja að Apavatni, Magnús, lengi starfsmaður hjá Sláturfél. Suðurlands, Jón, bóndi að Þór- oddsstöðum í ölfusi, Þorsteinn, sem lézt árið 1935, Ari, bifreiða- stjóri í Reykjavík, Ingólfur, yfir- varðstjóri rannsóknarlögreglunn- ar í Reykjavík, Hjörtur, bóndi á Eyri í Kjós, Sesselja, ekkja Arreboe Clausens og móðir íþróttamannanna Hauks og Arn ar Clausens, og Georg, starfs- maður í bæjarskrifstofu Reykja- víkur. Ætt Arnheiðar er ákaflega frjósöm og fjölmenn, munu bein- ir niðjar hennar, börn, barnabörn og barnabarnabörn, nú vera um 70 talsins, og er það fríður og föngulegur hópur. Eftir andlát manns síns árið 1919 fluttist Arnheiður alfarin til Reykjavíkur ásamt nokkrum barna sinna. Hún bjó framan af með Sesselju dóttur sinni, en hin síðari ár hjá Ara syni sínum, og á heimili hans andaðist hún, en mikillar ástúðar og umhyggju allra barna sinna naut hún ávallt. Fyrsta árið, sem Arnheiður dvald ist í Reykjavík, bjó hún í húsi foreldra minna. Tókst með henni og fjölskyldu okkar hin trygg- asta vinátta, er hélzt æ síðan. Arnheiður var í meðallagi há, fríð kona og svipmikil. Mátti þegar sjá, að þarna var kona traust og skapföst, sem oft hafði háð baráttu við örðugleika lífs- ins og gengið með sigur af hólmi. Hún var heilsugóð með afbrigð- um alla ævi, varð naumast mis- dægurt, hið eina, sem háði henni nokkuð var heyrnarleysi hin síð- ari ár. Hún var ágætum gáfum gædd og var furðuvel menntuð, þegar þess er gætt, að í hennar æsku nutu sveitastúlkur ekki skólavistar að jafnaði. Hún hafði mikið yndi af lestri góðra bóka og var mjög söngelsk eins og margir ættingjar hennar og niðj- ar. Arnheiður var trúkona mikil, vönduð til orðs og æðis og mátti ekki vamm sitt vita. Hún var hógvær, en ófeimin að verja það, sem henni þótti satt og rétt. Slíkri konu er ánægja að hafa kynnzt og gott til að vita, að enn fóstrar ísland svo ágætar dætur. Kristinn Ármannsson. Fiskimatsnienn í Norðlendinga- f jórðungi á nám- skeiði HÚSAVÍK, 9. september: — Á laugardaginn var, var haldið hér í Húsavík skyndinámskeið á veg- um Fiskimats riktsins, fyrir mats menn hraðfrystihúsanna í Norð- lendingf j órðungi. Þeir Bergsteinn A. Bergsteins- son fiskimatsstjóri, og Þorleifur Ágústsson yfirfiskimatsmaður, mættu á námskeiðinu ásamt full- trúum frá sölusamtökum frysti- húsnna þeir Snæbjörn Bjarnason húsanna þeir Snæbjörn Bjarna- son og Valdimar Þórðarson frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Einar M. Jóhannsson frá SÍS. Það mættu 13 matsmenn frá þeim 14 hraðfrystihúsum sem starfandi eru í fjórðungnum. — Skoðuð voru sýnishorn af fram- leiðslu frystihúsanna og rædd mál varðandi freðfiskframleiðsl- una og kom fram áhugi fyrir mikilvægi slíkra námskeiða og auknu samstarfi þeirra aðila, sem að freðfiskframleiðslunni starfa. Að námskeiðinu loknu bauð Fiskiðjusamlag Húsavíkur þátt- takendum til hófs í salarkynnum frystihússins. — SPB KÓPASKERI, 11. sept. — í dag hófust göngur í Kelduhverfi. Fóru menn í dag að smala heið- arlöndin inn af Kelduhverfi. Sauðfjárslátrun mun byrja hér næsta laugardag, Verður slátrað fleira fé hér í haust en gert var í fyrra. — Jósep. Hótel til leigu Hótel og veitingahús í nágrenni Reykjavíkur til leigu. Þeir, sem hefðjj áhuga fyrir leigunni sendi nöfn sín til Mbl. fyrir n.k. mánudag merkt: Hótel 6533. Fyrirframgreiðsla æskileg. Afgreiðslu og pakkhúsmaður Iðnaðar- og heildsölufyrirtæki óskar að ráða af- greiðslu- og pakkhúsmann. Æskilegt að viðkom- andi hafi bílpróf. Tilboð, er greini aldur og upp- lýsingar um fyrri störf, merkt: „Föst atvinna — 6528“ sendist blaðinu fyrir 15. þ.m. Tilkynning til skattgreiðenda í Reykjavík um gjalddaga og dráttarvexti - Annar gjalddagi þinggjalda 1957 var 1. þ.m. og bar mönnum þá að greiða annan fjórðung þinggjaldanna, svo samtals er nú í gjalddaga fallinn helmingur þeirra. Hafi þessi hluti gjaldanna ekki verið greiddur í síðasta lagi 15. þ.m., falla skattarnir allir í eindaga og eru lög- takskræfir, og kemur frekari skipting á þeim í gjalddaga þá ekki til greina. Jafnframt falla dráttarvextir frá 1. ágúst sl. á alla skatt'a, sem ekki hafa verið greiddir að hálfu 15. þ.m. TOLLST JÓR ASKRIFSTOF AN Arnarhvoli. Borðstofuskápar Úr ljósri eik með skúffum, færanlegum hillum og draghurðum. — Hæð 130x103 cm. Guðmundur og Oskar Húsgagnavinnustofa við Sogaveg, sími 14681 Til leigu er ca. 130 ferm. húsnæði í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg. — Hentugt fyrir smáiðnað eða skrif- stofur. Uppl. gefur SVERRIR SIGURÐSSON, í síma 12200. Oss vantar nokkrar stúlkur að síldarsöltunarstöð vorri í Sandgerði. Upplýsingar i síma 5 eða 42. Fríar ferðir og húsnæði. Garður hf. Sandgerði ér erum sannfærðir um að Parker „51“ penni er sá bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. 1 hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni . .. gull, ryðfrítt stál, beztu gæði og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing- um og verkfræðingum í frægasta penna heims . . . Parker „51“. Veljið Parker, sem vinargjöf til vildarvina. Til þess að ná sem beztum árangri við skriftir, notið Parker Quink í Parker 61 penna. Verð: Parker ”51“ með gullhettu: kr. 580. — Sett: kr. 846. — — Parker ”51“ með lustraloy hettu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík 7-5124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.