Morgunblaðið - 13.09.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.09.1957, Qupperneq 3
Föstudagur 13. sept. 1957 MORGUNBlAÐIÐ 3 muna að neisti hrökkvi í púður- J ■___ tunnuna. Því verðum við, meðan | _ svo ískyggilega horfir sem nú, að treysta varnir okkar og vera sí- fellt á varðbergi. STAKSTEIHIAR Móðurástin er alls staðar hin sama í heiminum, hver sem kynþáttur og litarháttur er. — Myndin vinstra megin sýnir móðurást Evrópu-konunnar, sú hægra megin sýnir móðurást Eskimóa-kon- unnar. — Þannig er mannslífinu lýst á hinni heimsfrægu ljósmyndasýningu, „Fjölskydu þjóðanna“. sem innan skamms verður opnuð í Iðnskólanum á Skólavörðuholti. 400 mönnum bœtf við í byggingarvinnu á Keflavikurflugvelli á nœstunni Rætt v/ð hinn nýja yfirforingja varnar- liðsins, Henry G. Thorne Þ A N N 14. ágúst s.l. tók nýr hershöfðingi við yfirstjórn varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Það var Henry C. Thorne, 44 ára gamall flug- foringi frá Texas. Af störfum lét White hershöfðingi og hvarf til starfa í hermála- ráðuneytinu í Washington. — Thorne hershöfðingi hefir nú verið hér á landi í um það bil mánuð og í gær hitti tíð- indamaður Mbl. hann að máti í skrifstofu hans í aðalstöðv- um varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Henry Thorne fæddist í Waco 1 Texas 1913. Faðir hans var at- vinnuhermaður og sonurinn fet- aði í fótspor hans. Hann gekk í herinn 1932 og gerðist flugliði. Er Japanir réðust á Pearl Har- bour og Bandaríkin gerðust styrjaldaraðili var hann yfirmað- ur sveitar orrustuflugvéla á Filippseyjum. í bardögum á Kyrrahafi Á fyrsta mánuði styrjaldar- lnnar tók flugsveit hans daglega þátt í bardögum og í lok hans voru aðeins 5 flugvélar eftir af 18, sem upphaflega höfðu í flug- sveitinni verið. Thorne hershöfð- ingi tók síðan þátt í bardögum víðs vegar á Kyrrahafssvæðinu, á Batan, Iwo Jima og víðar og eftir að friður var saminn við Japani var hann þar enn um kyrrt til 1948, m. a. bæði í Kóreu og Jap- an. — Næstu þrjú ár starfaði hann í flugmálaráðuneytinu bandaríska í Washington og gekk á ýmsa herskóla. Þá var hann yfirmaður stöðvar flughersins í Palm Beach í Florida í þrjú ár en síðasta árið hefir Thorne hershöfðingi starfað í flutningadeild flughersins í Washington. Kom hann frá því starfi hingað til lands. Árið 1937 kvæntist hann og hefir honum orðið þriggja barna auðið. Elzta dóttirin stundar nám í háskóla vestanhafs, en tvö yngri börnin eru í skóla á Keflavíkur- flugvelli. Flugvélamóðurskipið ósökkvandi Talið berst að varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli og mikilvægi íslands fyrir varnir Atlantshafs- bandalagsins í Norður-Evrópu. — Hershöfðinginn bendir á kort, sem hangir á veggnum til hliðar við skrifborð hans. Þetta kort, segir hann túlkar vel skoðanir mínar á þætti íslands í vörnum Evrópu. En á korti þessu liggur keðja um öll Atlantshafsbanda- lagslöndin og liggur einn hlekk- ur yfir hverju, allt sunnan frá Ítalíu norður álfuna til Noregs, íslands og vestur til Bandaríkj- er jafn ískyggilegt eins og það hefir verið lengi að undanförnu, jafnmargar ófriðablikur á lofti, þá verðum við því miður að vera ávallt viðbúnir, og standa þétt Saman um frelsi okkar og sjálf- stæði. Saga fyrri heimsstyrjalda sýnir, að aðeins með samtaka- mætti og samstöðu er unnt að koma í veg fyrir að ógnirnar ger- ist, unnt að kæfa ófriðarbál. Og því frekar er mikið til þess vinn- andi, ef unnt er með slíkum sam- tökum að koma í veg fyrir að ófriður brjótist út í veröldinni. Atburðirnir í Ungverjalandi hafa fengið margan manninn til þess að endurskoða afstöðu sína í alþjóðamálum, gert mörgum manninum ljóst að við lifum á skeggöld og skálmöld og vargar leynast víða. Og æ dregur ófrið- arblikur á loft. Atburðirnir í Sýrlandi og Norður-Afríku gefa okkur til kynna hve litlu má Fleiri til byggingarvinnu - Er í ráði að stækka flug- völlinn, — lengja flugbrautirn- ar? — Nei, engar áætlanir eru uppi ^jj um það. — En ratsjárstöðvarnar? Á að fjcjlga þeim? — Nei, þær eru nú senn allar fullgerðar. — Er í ráði að fjölga íslend- ingum við störf á flugvellin- um? — Já. Nú vinna um 200 ís- lendingar við byggingarfram- kvæmdir á flugvellinum. í ráði er að ráða um 400 í viðbót og er búizt við að þeir verði orðnir um 600 í október. — Miklar byggingarfyrirætlan- ir á prjónunum? — Nokkrar. Auðvitað er alltaf allmikið starf vegna viðhalds á byggingum og öðrum mannvirkj- um sem fyrir eru. En áætlanir eru um að byggja mjög stórt í- íþróttahús hér á vellinum. Þá er og í ráði að byggja nokkrar elds- neytisgeymslur og einnig er æski legt að unnt verði að byggja hús fyrir fjölskyldur varnarliðs- manna innan endimarka flugvall arins, svo segja má að nokkrar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á þessu sviði. En við höfum náið samráð við ríkisstjórnina um það hve marg- ir Islendingar eru á hverjum tíma í vinnu á flugvellinum. Svipaður liðskostur —Er nokkur breyting í aðsigi á liðskostinum á Keflavíkurflug- velli? — Nei, hann vérður svipaður og verið hefir, a. m. k. meðan ekki verða stórfelldar breytingar á ástandinu í alþjóðamálum. Talið barst að hinu nýja starfi hershöfðingjans og hann segist hugsa vel til þess að vera hér á landi næstu tvö árin. Það er margs að gæta í þessu starfi, segir hann, hér eru mörg verkefni fyrir, önnur en þau sem við hermenn þurfum venjulega að leysa af hendi. En með sam- vinnu og samstarfi má margan vandann leysa og ég vona að vel takist um það í framtíðinni? ees. Lán Sogs virk j unar innar. Henry G. Thorne anna. Myndin sýnir greinilega samstöðu þessara ríkja, hve tengd þau eru hvert öðru og hve öflug varnarsamvinna þeirra er um álfuna endilanga. Það hefir oft verið á það minnzt, segir Thorne hershöfð- ingi, hve geysilega mikilvægt ís- land er hernaðarlega, því segja má að sá sem ráði í hernaðarlegu tilliti á íslandi ráði að mestu málum á Norður-Atlantshafi. 1 styrjöldinni var íslandi líkt við ósökkvandi flugvélamóðurskip. Sama máli gegnir enn þann dag í dag. Hernaðarlegt mikilvægi þess er mjög mikið. Ef ísland á- kvæði að hætta samstarfi í At- lantshafsbandalaginu og segja sig úr þeim samtökum, myndi á- kvörðun sú vera mikið áfall fyrir samtökin og veikja varnir Vest- ur-Evrópu að mun. Samtökin vernda friðinn — Ég er þeirra skoðunar að langæskilegast væri að engin þjóð þyrfti að hafa liðsafla fjarri heimalandi sínu né efla varnir sínar á breiðum grundvelli. En meðan ástandið í alþjóðamálum Brezk sjóliðsforingjaefni könnuðu Langjökul UNDANFARNAR fimm vikur hefir dvalizt hér á landi leiðangur 50 brezkra sjóliðsforingjaefna, sem hingað e'ru komnir til þess að læra að ganga á jökla og fjöll, og þjálfa sig í öræfaferðum. Leið- angur þessi hefir haft aðsetur sitt við Svartá, milli Kerlingafjalla og Hvítárvatns. Piltarnir æfðir í fjallaferðum ' í fyrradag kom hann af fjöll- um og átti tíðindamaður blaðsins stutt viðtal við leiðangursstjór- ann, capt. Taplin, einn af kenn- urunum við sjóliðsforingjaskól- ann í Greenwich. Capt. Taplin lét hið bezta yfir leiðangrinum, sem er hinn fyrsti, sem sjóliðs- foringjaskólarnir brezku senda til íslands. Sagði hann að hér væri ágætistækifæri til þess að þjálfa góða leiðangursmenn, en brezki flotinn á þátt í mörgum íshafs- leiðöngrum. Piltarnir voru á aldrinum 19—22 ára, frá öllum þrem sjóliðsforingjaskólunum brezku. Komið var upp veðurat- hugunarstöð á Langjökli og á þessum fimm vikum voru farnir þrír leiðangrar yfir jökulinn þveran og einn eftir honum endi- löngum, auk margra annarra ferða. Fóru leiðangursmenn á skíðum á jöklinum og höfðu ís- axir meðferðis. Leiðsögumaður þeirra var ungur verkfræðistúd- ent, Briem að nafni. Engin ó- höpp komu fyrir í jöklaferðum þessum. 35 fuglategundir á öræfum Þá voru og nokkrir íuglaskoð- arar í ‘hópi sjóliðsforingjaefn- anna og sáu þeir 35 tegundir fugla þarna inni í öræfunum en síðasta hálfa mánuðinn fór þeim mjög fækkandi, höfðu þá hafið för sína til suðlægari landa. Við Hvítárvatn skildi leiðang- urinn eftir nokkrar matarbirgðir, þar sem í ráði er jafnvel að gera annan leiðangur til íslenzku öræf anna næsta sumar sömu erinda, svo vél undu sjóliðsforingjaefn- in hag sínum hér að þessu sinni. Capt. Tuplin rómaði alla hjálp- semi íslendinga við leiðangurinn. Hann kom hér fyrir fáum árum með leiðangri . brezkra skóla- drengja er einnig dvöldust nokkrar vikur á öræfum. Síldveiði í Miðnessjó PATREKSFIRÐI, 12. sept. — Sæborg og Andri, sem undanfar- ið hafa verið á reknetjaveiðum hérna fyrir vestan og aflað um 300 og 600 tunnur, fóru sl. nótt suður í Miðnessjó, en góðar síld- arfréttir höfðu borizt af slóðum. —Karl. Tíminn er öðru hverju að bolla leggja um það, að fyrryerandi ríkisstjórn hafi ekki getað feng- ið lán tU hinnar nýju virkjun- ar við Efra-Sog. Að sjálfsögðu er hér um að ræða hreinan upp- spuna og ósannindi. Fyrrverandi ríkisstjórn gat fengið lán tU virkj unarinnar í Bandaríkjunum, en með skilmálum, sem þá vonu ekki taldir aðgengilegir. Hún gat einnig fengið lán til þessara þýðingarmiklu framkvæmda í Vestur-Þýzkalandi. En stjórnar- skipti urðu hins vegar áður en tækifæri gafst til þess að ganga endanlega frá málinu. Það er því hin mesta fjarstæða að fyrrverandi ríkisstjórn hafi ekki getað fengið lán tii hinnar nýju Sogsvirkjunar. Annars mætti spyrja Tímann að því, hvernig hann telji á því standa, að Eysteinn Jónsson hafi ómögulega getað fengið lán til þessa mannvirkis, meðan hann sat í fyrrverandi ríkisstjórn? Er það ef til vill félagsskap hans við kommúnista, og þá sérstaklega við Lúðvík Jósefsson, að þakka að núverandi stjórn hefur fengið lánið? Er þetta skoðun Tímans? Það er æskilegt að fá svar við þeirri fyrirspurn við fyrstu hent- ugleika. Rafvæðing landsins Tímamenn eru haldnir þeim ósköpum, að þeir skrökva til um svo að segja hvert það mál, sem þeir gera að umræðuefni í blaði sínu. Ein af rangfærslum þeirra er sú, að Framsóknarflokkurinn hafi útvegað nauðsynlegt fjár- magn til rafvæðingarfram- kvæmda þeirra, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði forystu um. Sjálfstæðismenn hafa enga löngun til þess að gera hlut Stein- gríms Steinþórssonar, sem fór með stjórn raforkumála í þeirri ríkisstjórn minni en hann er. En það er staðreynd, sem ekki verð- ur sniðgengin að það var forsæt- isráðherra þeirrar ríkisstjórnar, Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sem fékk loforð hjá bönkunum fyrir nauðsynleg um fjárframlögum til raforku- framkvæmdanna. Hvað veldur? f þessu sambandi er ástæða til þess að beina þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, hvernig standi á því að í mörgum héruð- um hefur í sumar verið unnið miklu minna að raforkufram- kvæmdum heldur en ákveðið hafði verið. I sumum sýslum, þar sem gerð hefur verið áætlun um lagningu raftauga á allmarga bæi hefur ekkert verið aðhafzt. Ætlar vinstri stjórnin þá líka að svíkjast um að framkvæma rafvæðingaráætlun fyrrverandi ríkisstjórnar. Mikill uggur ríkir í mörgum héruðum um að svo muni verða. Væri það að sjálf- sögðu eftir öðru ,að stjórnin stöðvaði þessar framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið af dugnaði og fyrirhyggju á undan- förnum árum. Sjálfstæðismenn hófu barátt- una fyrir hagnýtingu fossaflsins. Framsóknarflokkurinn taldi þá að það mundi setja landið á haus- inn ef leiða ætti rafmagnið út um sveitirnar. Sem betur fer hef- ur hann nú horfið frá þeirri villu sinni. En ástæða er tU þess að ríkisstjórnin geri grein fyrir því, hvernig standi á því, að ráðgerðar framkvæmdir i raforkumálunum hafa ekki verið unnar á þessu þeim j sumri í ýmsum héruðum lands- |ins?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.