Morgunblaðið - 13.09.1957, Side 6

Morgunblaðið - 13.09.1957, Side 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Fðstudagur 13. sept. 1957 Hið erfiða forustuvanda* mál jafnaðarmanna Aþingi brezka verkalýðs- sambandsins, sem ný- lega var haldið í Black pool kom það í ljós, að með nyj- um forustumönnum eru samtök- in að fella niður hina ábyrgu stefnu í verkalýðsmálum, sem þau hafa fylgt undanfarinn ára- tug. Þessir atburðir þykja mikl- um tíðindum sæta og ekki annað fyrirsjáanlegt en að í Bretlandi sé að hefjast hin mesta ógnaröld með skefja- lausum kröfum og verkfölium. Þetta er harmað þeim mun meira þar sem lífskjör brezks almennings hafa aldrei verið betri en einmitt nú. Er það mál góðgjarnra manna, a ð skefjalaus verkalýðsbarátta í náinni framtíð geti valdið því, að framleiðslan eigi við sí- aukna erfiðleika að stríða og árangurinn yrði aðeins skert lífskjör. ★ En hv.er er þá tilgangurinn með hinni hörðu verkalýðsbar- áttu, sem nú er að hefjast. Hann virðist tvíþættur: — I fyrsta lagi hreinn póli- tískur tilgangur, að beita verka- lýðssamtökunum til að gera stjórn íhaldsflokksins örðugt uppdráttar. Verkalýðssamtökin geta orðið sterkt vopn, til að eyðileggja framfaraáætlanir stjórnarinnar og setja efnahags- grundvöllinn úr skorðum. Þegar það hefur verið gert er alltaf hægt að kenna ríkisstjórninni vun að illa hafi farið. í öðru lagi er tilgangurinn sá að styrkja aðstöðu verkalýðsfor- ingjanna.* Sama sagan virðist uppi í Bretlandi, eins og alls staðar annars staðar, að verka- lýðsleiðtogar telja forustuaðstöðu sinni bráða hættu búna, ef þeim tekst ekki, helzt á hverju ári, að fá fram kauphækkun. Nú hefur svo staðið í meira en áratug, að brezka verkalýðssam- bandið hefur fylgt ábyrgri stefnu. Það hefur reynt að hamla á móti tilgangslausum kauphækk- unum, bent á það, að ef gengið sé of hart á atvinnufyrirtækin, muni verkalýðurinn ekki bera meira úr býtum, þótt krónutalan hækki, heldur verði afleiðingin aðeins verðbólga, þar sem verka- lýðurinn bíði mest tjón allra. ★ En nú er það að koma fram, að þessi ábyrga stefna er farin að verða hættuleg forustumönn- um verkalýðssambandsins. Þeir eru farnir að fá það orð á sig, að gæta ekki nægilega vel hags- muna verkalýðsins. Og ástandið hefur verið orðið slíkt, að ekki þurfti meira en að einn eða tveir mælskir verkalýðsforingjar létu ábyrgðartilfinninguna lönd og leið og heimtuðu kaup- hækkanir án tillits til burðarþols atvinnuveganna. Þetta var það einmitt sem gerð ist á þinginu í Blackpool. Einn verkalýðsleiðtoginn, að nafni Frank Cousins, framkvæmda- stjóri félags flutningaverka- manna lét skeika að sköpuðu og kom fram með hin nýju sjónar- mið. Það eru aðeins tvö ár síðan hann var fyrst kjörinn í mið- stjórn verkalýðssambáhdsins. En auðséð er strax að með hinni nýju kröfupólitík muni hann geta orðið voldugasti maðurinn í stjórninni. ★ A undanförnum árum hefur miðstjórn verkalýðssambandsins reynt að samræma verkalýðs- baráttuna. Hún hefur talið hættu- legt fyrir þjóðarbúskapinn, þeg- ar einstök verkalýðsfélög hafa borið fram kröfur sínar, hvert í sínu lagi. Hættan sem því fylgir, er að tiltölulega mjög fámenn verkalýðsfélög geta valdið stór- kostlega kostnaðarsömum stöðv- unum í atvinnulífinu og einnig leiðir þetta til kapphlaups milli verkalýðsfélaga, sem engan endi fær og getur bráðlega breytzt í tilgangslausa keppni, sem bætir einskis kjör en stuðlar aðeins að verðbólgu. Þannig hefur það verið óskráð regla verkalýðssambandsins að stuðla að samræmingu á kröfu- gerð og helzt að frekar sé gert eitt allsherjarverkfall, heldur en að halda uppi skæruhernaði. En Frank Cousins var á ann- Frank Cousins arri skoðun. Hann telur það dauða fyrir verkalýðshreyfing- una, ef hún má ekki beita skæru- liðshernaði. Meðal annars benti hann á það, að ef hin einstöku verkalýðsfélög mættu ekki halda uppi sjálfstæðri baráttu, myndi svo fara að skortur yrði í verka- lýðshreyfingunni á baráttumönn- um. Og ef verkalýðsfélögin hætta harðri baráttu og verkföllum, þa missa verkamennirnir áhuga á félagsstarfinu. Það var auðséð, að Frank Cousins hafði í huga fyrst og fremst hið erfiða framtíðar vandamál verkaiýðsforustuni ar: Hvað á hún að gera og hvernig á hún að halda við félagsáhuga verkalýðsins, þeg- ar það mark hefur náðst í kjarabaráttunni, að meira verður ekki tekið af atvinnu- lífinu, án þess að það bíði hnekki. Og svar Cousins er, að forustumennirnir verði samt að halda áfram að kref j- ast launahækkana, ella sé verkalýðshreyfingunni hætta búin. ★ Eftirtektarverðar eru undir- tektirnar á verkalýðsþinginu við kröfupólitík Cousins. Þarna var að sjálfsögðu fjöldi eldri for- ustumanna, sem um langt skeið hafa staðið fyrir ábyrgri verka- lýðsbaráttu. En í stað þess að mæla gegn skoðunum Cousins af fullri einurð og benda á það sem fyrr, hvílíkt böl kauphækkun án fjárhagsgrundvallar gæti orðið, þá steinþögðu þeir allir. Ástæð- an fyrir því er auðsæ, það er hið sama vandamál forustunnar. Þeir eru hræddir og þeir finna að ef þeir mæla gegn kaup- hækkunum, þá er hætt stöðu þeirra sem forustumanna. ★ En Cousins lét sér þetta ekki nægja. Hann tók einnig upp gamlar kröfur um þjóðnýtingu. Brezki verkamannaflokkurinn reyndi þjóðnýtingu í verki á ár- unum eftir stríðið. Þessar til- raunir heppnuðust mjög illa, stór felldur hallarekstur varð á þeim fyrirtækjum sem áður höfðu bor- ið sig og mjólkað fé í sköttum til ríkissjóðs. Þetta olli Verkamannaflokkn- um slíkum vonbrigðum, að hann hefur nú um langt sxeið, heizt ekki viljað tala um þjóðnýtingu. Sl. vor gaf flokkurinn út bækl- ing „Industry and Society", sem sýndi að horfið var frá þjóðnýt- ingaráformunum nema í stáliðn- aðinum, sem menn vona að myndi bera sig jafnvel undir rík- isrekstri. Frank Cousins krefst þess að róttækasta þjóðnýtingarstefna verði tekin upp á ný. Rök hans fyrir þessari stefnu voru heldur Baldvin Oddsson 60 ára slitrótt og hann gaf ekki full- nægjandi svör við þeirri gagn- rýni, að þjóðnýting sé þjóðhags- lega óhagstæð. Og nú spyrja menn, hvort þjóðnýtingaráform séu einnig nauðsynleg fyrir sósíalista af einhverjum forustuástæðum. Fá sósíalistaflokkar máske því aðeins baráttumenn í lið sitt, að þeir geti lofað þeim í fram- tíðinni feitum embættum í nýjum þjóðnýttum fyrirtækj- um. Svo mikið er víst, að Jafn- aðarmannaflokkar um heim allan eru komnir að vegamót- um. Kenningar þeirra um þjóðfélagslegt hagnýti hafa hrunið. Samt virðast uppi raddir um að berjast áfram fyrir þessum kenningum, ekki fyrir þjóðina eða verkalýðinn, heldur fyrir forustumennina og þá foringjaklíku, sem enn stendur uppi. Gránar í hlíðum í Skagafirði SAUÐÁRKRÓKI, 11. sept. — Undanfarið hefur verið fremur köld tíð hér í Skagafirði. Næt- urfrost hafa verið á fjöllum og hefur gránað í hlíðum að nóttinni. í byggð hefur ekki komið frost ennþá. Heyskap er nú almennt að ljúka í Skagafirði og er víða lokið. Hafa bændur aflað óvenju- lega mikilla og góðra heyja í sumar. — jón. Sextugur er í dag Baldvin Odds- son, Grænuborg í Vogum á Vatnleysuströnd. Baldvin er fæddur og uppalinn í Minni-Vog- um, en þar voru foreldrar hans vinnuhjú um fjöldamörg ár. Um 15 ára aldur fluttist hann með foreldrum sínUm að Grænu- borg og þar hefur hann búið síð- an, eða í 45 ár. Baldvin hefur byggt þarna upp bæjarhús og ræktað jörðina við hin erfiðustu skilyrði, þar sem skiptist á grjót og kargaþýfi. í Grænuborg er fagurt útsýni yfir Faxaflóa. Bær- inn stendur á sjávarbakkanum. Hver hreyfing öldunnar, í leik sínum við fjöruborðið, berst inn í bæinn.En í heiðinni hinum meg- in syngja fuglarnir á vorin og sumrin dýrlega söngva. Þessir samhljómar hafa vafalaust gert sitt til þess að Baldvin hefir svo lengi „unað glaður við sitt“, á þessum stað. Baldvin hefur stundað sjó- mennsku og landbúnað jöfnum höndum, landbúnaðinn telur hann sér hugstæðari, enda verið valinn gangnastjóri hér í sveit um margra ára skeið. Mesta áhuga- mál Baldvins er nú að fá lagðan vegarspotta frá aðalveginum að Grænuborg. Þykir honum það hart að búa við vegleysu í sveit, sem er miðsvæðis við einn fjöl- farnasta veg landsins. Baldvin dvelst í dag hjá kunningjafólki sínu í Bræðraparti í Vogum og munu margir verða til þess að heimsækja hann og árna honum heilla á þessum merku tíma- mótum. J. K. Dauðarefsing telld niður NIKOSIA, 11. sept. — Landsstjóri Breta á Kýpur, Sir John Hard- ing, tilkynnti í dag, að niður væri fallin á eynni dauðarefsing fyrir að bera vopn og skjóta af þeim. Hefur nú hvað eftir annað verið linað á refsiákvæðum á Kýpur. Nú liggur allt að ævin- löngu fangelsi við þessum brot- um, þótt dómstólar megi fella vægari dóm. Samkvæmt lögun- um um hernaðarástand á Kýpur, sem sett voru fyrir tveimur ár- um, skyldi sá maður undantekn- ingarlaust dæmdur til dauða, sem bar vopn. í samræmi við þessa síðustu breytingu hefur Harding landsstjóri náðað einn grískan mann, sem beið aftöku fyrir vopnaburð. — NTB. sÞrifar úr ’ 1 daglega lífínu J GAMANLEIKRIT það, sem Sumarleikhúsið hefur sýrit i £ðnó í sumar, Frönskunám og freistingar, eftir Terence Ratti- gan, hefur nú verið sýnt 25 sinnum við ágæta aðsókn. Ungt fólk í skemmtilegu leikriti HEFUR sú spá rætzt, sem sögð var hér á dálkunum í sum- ar, er þetta ágæta leikrit var frumsýnt, að því myndi langra lífdaga auðið á fjölunum í gömlu Iðnó. Það þurfti heldur ekki ýkja skarpskyggnan mann til þess að spá þar rétt fyrir. Gamanleikrit þetta er bráð- skemmtilegt og fjörugt, atburða- rásin hröð og fyndin og hnyttin tilsvör. En hitt er ekki minna virði, að leikritið er prýðilega á svið sett í þröngu leikhúsi og meðferð hlutverkanna fáguð og góð. Allt fjallar leikritið um ungt fólk, og í hlutverkunum er líka ungt fólk, margir af beztu ungu leikendum okkar, sem greinilega hafa jafnmikla ánægju af því að leika á sviðinu eins og áhorfendurnir að sjá þá leika. Nú líður á haustmánuði og brátt dregur Sumarleikhúsið tjaldið fyrir. En ef einhver vill aftur komast í glaðsinna sumar- skap, er ekki til þess betri leið en líta eina kvöldstund inn í Iðnó. íslenzka agaleysið SVEINN skrifar: Ég er einn þeirra manna, er alltaf hafa verið þeirrar skoð- unar, að aga skorti í þjóðfélag okkar. Aðrar þjóðir hafa heraga og í skólum þeirra ríkir líka mun meiri agi en í skólum hjá okk- ur. Þar eru börn enn barin til bókar og ég er þeirrar skoðunar, að í sumum tilfellum sé bæði hollt og rétt að beita þannig refs- ingum, ef mikill mótþrói og of- beldi er sýnt. Þá getur reglustik- an enn verið hinn þarfasti grip- ur. Agi hefur mikið að segja. Þó ekki sé nema það að kenna börn- um og unglingum að hlýða fyrir- skipunum og framkvæma það, sem þeim er sagt að gera, rétt í öllum smáatriðum. Það eru ekki lítil verðmæti sem til spillis fara í voru landi vegna þess að fyrir- skipanir eru ranglega fram- kvæmdar, boð ranglega borin eða verk alls ekki framkvæmd sem til er ætlazt. Af þessu hefur oft leitt mikið fjártjón, t. d. í byggingariðnað- inum og víðar. — Aðrar þjóðir kenna unglingum sínum í her- þjónustu að bursta skó sína, gæta hreinlætis og greiða hár sitt. í Austurstræti í Reykjavík má greinilega sjá það á ungum mönnum að við höfum enga her- þjónustu, íslendingar. Hér er líka hver hendin upp á móti ann- arri jafnvel í smæstu málum Menn kunna ekki að vinna sam- an, gera sameiginleg átök eða fórna einhverju fyrir hagsmuni heildarinnar jafnvel á örlaga- stundu. Þetta er mikill skaði og stundum hugsa ég um það að þetta sé mesta þjóðarógæfa okk- ar, því agaleysið er undirrót svo margra annarra meinsemda. Þegnskylduvinna og ríkið EG er þeirrar skoðunar að ur þessu megi að miklu leyti bæta með þegnskylduvinnu. Um það mál hefur lengi verið mikið rætt allt frá því að Herrpann á Þingeyri kom fram með frum- varp sitt um það mál á þingi fyrir nær aldarhelmingi. En það mál hefur aldrei í framkvæmd komizt og ég tel það mjög illa farið. Þegnskylduvinnan er gagn- I merk vinna. Þar væri unnt að afla drengjum, sem í skólum eru, á aldrinum 16—18 ára, vinnu yfir sumartímann, en margir þeirra eru í vandræðum með hvað þeir eiga fyrir sig að leggja þann tíma. En það er þó ekki höfuðatriðið. Þau eru reyndar tvö: í fyrsta lagi að í þegnskyldu- vinnu er unnt að ala unglingana upp í vinnusemi, reglusemi og samheldni, ef rétt er á haldið, og kenna þeim margt nýtilegt. í öðru lagi er þarna fenginn vinnuþáttur, sem unnt er að láta framkvæma mörg verk úti um landsbyggðina, svo sem vega- lagningar, brúabyggingar og gérð raforkuvera, á hagstæðum grundvelli fyrir ríkið. Þarna fer þannig saman hagur einstaklingsins og hagur ríkisins. Auðvitað yrði kaup greitt í þegn- skylduvinnunni, þó ekki væri það fullt verkamannakaup" og þannig mætti ganga út frá því sem vísu, að nokkur þúsund ung- linga væru til staðar á sumri hverju að vinna að þeim verk- efnum sem nauðsynleg eru. — Þannig væri unnt að glæða föð- urlandsást ungra pilta og auka hreysti þeirra og heilbrigði um leið með því að fá þeim þjóðnýt störf að vinna úti um fagrar byggðir landsins, fjarri solli bæj- anna. Sumir piltar dýfa aldrei hendi í kalt vatn. Slík þegn- skylduvinna væri þeim sannkall- aður sálarbrunnur. Ég vil nú leggja til að góðir menn taki aftur að hugsa um þegnskylduvinnuna af fullri alvöru og einlægni. Engir eru örðugleikar á framkvæmd henn- ar, sem ekki verða yfirstignir, en kostirnir miklir. Mundu ekki ungir menn hér á landi hafa öðl- azt betri skilning á því að suma hluti gerir maður ekki fyrir pen- inga, ekki fyrir eigin hag, heldur fyrir landið og þjóðina og fram- tíð íslenzka lýðveldisins, eftir að hafa leyst þegnskyldutíma sinn af hendi? Og líka það, að líkam- legt strit og grjótmokstur er engu óæðri vinna hvítflibbaset- um á „kontórum" eða smákaup- mennsku alls kyns, heldur er virðingin fyrir vinnunni einmitt það sem aftur þarf að koma á hér á landi svo um munar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.