Morgunblaðið - 13.09.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.09.1957, Qupperneq 9
Föstudagur 13. sept. 1957 MORGVNBl4Ð1Ð 9 TÚtÍCARO/NtV FYRIR nokkru átti ég tal við Harald Árnason búfjárræktar- ráðunaut í Skagafirði. Snérist tal okkar fyrst og fremst um búnaðarhætti og búnaðarástand þar í sýslu svo og almennt um störf ráðunauta í héruðum lands- ins. Sauðf járrækt í úthreppum Um búnaðarhagi hinna ein- stöku hreppa héraðsins sagði Haraldur að í úthreppum Skaga- fjarðar væri aðallega sauðfjár- rækt. Nefndi hann þar til Holts-, Haganess-, og Fellshreppa aust- an fjarðar, en að vestan Skagn ann. Væri nálega engin mjólk- ursala í Skarðshreppi þ. e. á Reykjaströnd og Gönguskörðum. Væru þetta þó þau héruð, sem næst lægju aðalmarkaðsstaðn- um, Sauðárkróki. Ástæðan til þessa væri mjög lélegt vegasam- band. Enda þótt þjóðvegur liggi um þessar sveitir er hann ónot- hæfur mestan hluta vétrar sak- ir þess hve lélegur hann er. Sömuleiðis eru nær eingöngu sauðfjárræktarbú í uppsveitum Skagafjarðar. Verður búskapur- inn af þessum sökum einhæfari í þessum sveitum og afkoma bænda lélegri. Vegaleysið mesta bölið Lélegt vegasamband og ónógar samgöngur eru glöggt dæmi um lélega afkomu bændanna. Telur Haraldur áreiðanlegt að mjólk- urframleiðsla mundi aukast stór- um með bættu vegakerfi. Mundi það einnig hafa í för með sér almennari hagsæld. Er það at- hyglisvert hve búin eru lítil og meðalinnlegg bænda lítið þar sem vegirnir um sveitirnar eru verstir. Hafa þeir héraðsráðu- nautarnir Haraldur og Egill Bjarnason gert á þessu nákvæma athugun og birt niðurstöður sín- ar í fræðsluriti Búnaðarsam- bands Skagfirðinga. MeðaJbýli 11 kýr Meðalbústærð í Skagafjarðar- sýslu samsvarar 11 kúm á heimili og er þá lagt til grundvallar að á móti hverri kú komi 2 geld- neyti eða 20 kindur eða 10 hross. Sauðfjárrækt er allmikil og hef- ur aukizt að undanförnu. Er nú fleira fé í Skagafirði en var fyr- ir fjárskipti en þau fóru fram á árunum 1948 og 1950. Má alveg reikna með því að mæðiveiki sé nú upprætt í héraðinu, að minnsta kosti er öruggt að svo er vestan Vatna. Þröng afréttarlönd Fastlega má búast við að ekki verði mikil aukning sauðfjár að sinni vegna skorts á afréttarlönd- um. Þegar er svo komið að einstak- ir hreppar hafa svo þröng af- réttarlönd að horfir til vandræða. Kemur þetta greinilega fram á afurðunum. Dæmi má nefna þar sem eru Fljótin. Þau eru, sem kunnugt er, mjög snjóþung og því miklar innistöður á fé þar. Væri því sú sveit mun betur fall- in til framleiðslu mjólkur, en því hamlar, sem fyrr segir, lélegt vegasamband. Miklar framfarir Síðustu árin hafa orðið miklar framfarir í búskap í Skagafirði, segir Haraldur ennfremur. Yfir- leitt stafar þetta af aukinni rækt- un og aukinni áburðarnotkun svo Leysa þarf vanda einang runar og búsmœðar Rœtt við Harald Árnason héraðsráðunaut að Sjávarborg í Skagafirði Djúpfryst sæði Framhald af þessu gæti svo orðið það að við fengjum djúp- fryst sæði, segir Haraldur, frá sameiginlegri stöð, sem staðsett væri í námunda við Reykjavík. Er í athugun að koma slíku fyr- irtæki upp hér á landi, en þessi aðferð hefir um nokkurt árabil verið notuð í Bretlandi með góð- og því að nú er réttar farið með áburðinn en áður var, þótt enn muni nokkur misbrestur á því. Ennfremur kemur svo til mjög aukin vélanotkun og framfarir á hinu tæknilega sviði. Læíur vel yfir starfinu Haraldur lætur yfirleitt vel yfir ráðunautsstarfinu. Segir Ilaraldur Árnason héraðsráðunautur að Sjávarborg í Skagafirði ásamt fjölskyldu sinni. hann bændur taka þeim ráðu- nautum yfirleitt vel, en þó sé allt starf seinunnið í þessum efn- um. Áhugi er mikill á um- bótum í búfjárrækt, en fram- kvæmdir eru oft nokkrum erfið- leikum bundnar, bæði sökum tímaskorts bænda, kostnaðar við framkvæmdirnar og svo er einnig til að áhugi er ekki fyrir hendi, þótt það sé kannske minnsta ástæðan. Starf ráðunautanna fer mest- megnis fram gegnum félagsskap. Þó skortir enn á að alls staðar hafi verið stofnuð félög og tor- veldar það einnig að sjálfsögðu starfsemina. Örðugleikar með leiðbeininga- starfsemi Kynbótastarfsemin á við ýmsa örðugleika að etja. Erfitt hefur verið með öflun góðra kynbóta- nauta og þegar reynd er komin á þau, eru þau orðin gömul. Þeg- ar hafa verið hafnar framkvæmd- ir um að flytja hrútasæði sunn- an úr Árnessýslu en árangur af því hefir því miður ekki orðið jafngóður og æskilegt hefði ver- ið. Vonazt er þó til að þetta geti gengið betur næst, því fyrirhug- að er að halda þessari starfsemi áfram. Ráðgert er og að leita fyr- ir um að fá sæði frá Akureyri ef nuðsynleg leyfi fást og fyrir- greiðsla sæðingastöðvarinnar þar um árangri. Takist þessi fram- kvæmd og fáist hið djúpfrysta sæði hugsa Skagfirðingar sér ekki að koma sér upp sæðinga- stöð þar heima í héraði enda mundi slíkt óþarfi. Allt kynbótastarf auðveldara Allar kynbótatilraunir yrðu á þennan hátt árangursríkari ef hægt væri að flytja sæðið á svo auðveldan hátt og leyfi, fengist fyrir því. Það er augljóst hve miklir erfiðleikar eru á flutningi kynbótagripa milli landshluta og þá einkum og sér £ lagi vegna sauðfjárveikivarnanna. Fyrir tveimur árum var stofn- að í Skagafirði hrossaræktar- samband, sem er vel styrkt af hinu opinbera og ef vel gengur með rekstur þess á það að geta orðið mikil lyftistöng fyrir hrossa ræktina í heild. Aðalerfiðleik- arnir við hrossaræktina eru þeir að enn eru hross of mörg í nokkr- um hreppum. Bjart framundan, ef — Að lokum sagði Haraldur að engin ástæða væri til annars en að líta björtum augum á fram- tíð búskaparins í sýslunni, ef hið brennandi spursmál fengist leyst, þ.e., ef unnt yrði að afnema ein- angrun nokkurra hreppa og stækka búin þar. vig. Uppreisn vofir yfir Austur-Evrópu — segir fyrrverandi ráðherra í stjórn Nagys VÍN, 10. september. — Hægri- sinnaða Vínarblaðið Die Presse, hefur birt bréf, sem skrifað er af fyrrverandi innanríkisráðherra Ungverjalands, Istvan Bibo, sem nú situr í fangelsi í Búdapest. — Bibo segir, að þess verði ekki langt að bíða, að upprcisn brjót- ist út í Austur-Evrópu, miklu víð- tækari uppreisn en í Ungverja- landi. Bibo var meðlimur hinnar skammlífu stjórnar Imre Nagy — og segir Die Presse, að sendiráðs- maður frá Asíu — í Búdapest — hafi smyglað bréfi hans út úr landinu. Bibo ásakar Vesturveldin harð lega fyrir að hafa brugðizt Ung- verjum, er Rússar brutu þá á bak aftur í uppreisninni í haust. Kveður hann Ungverja munu halda áfram að berjast fyrir hlutleysi landsins — og sá tími komi, að upp úr sjóði að nýju. ,.Krafan um aukið frelsi kemur frá allri þjóðinni, frá ungum, Hagslæll sumar DALVÍK, 11. sept. — Undanfar- inn hálfan mánuð hefur verið hér allsvöl norðanátt með rign- ingahryðjum öðru hvoru. Síð- ustu dagana hefir snjóað í fjöll, sem bendir til þess að sumar þetta sé að kveðja. Sumarið hef- ur að mestu leyti verið hagstætt til landsins þótt enn eigi nokkrir bændur hér hey úti, aðallega af útengjum. Verkun heyja hefur al mennt verið góð og í góðu meðal- lagi að vöxtum. Horfur eru taldar góðar á kart öfluppskeru í haust. Berja- spretta hefur verið meiri en mörg undanfarin ár og almenn- ingur hér heima og utanhéraðs fólk notfærir sér það vel. —Sipjo. sem gömlum — ekki síður frá þeim, sem aldir eru upp undir hinu kommúniska skipulagi“. Góð reknetjaveiði hjá Ákranesbátum AKRANE'SI, 11. sept. — 12 rek- netabátar hér fengu í dag a!ls 800 tunnur af síld. Aflahæstir voru Böðvar með 127 tunnur og Keílir með 115 tunnur og Sigrún með 107 tunnur. Síldin hefur aldrei verið betri en í dag og hefur öll verið söltuð. í gær höfðu 8 bátar samtals 700 tunnur. Hafa Akranesbátarn- ir aflað á tveim dögum 1500 tunn- ur. — Oddur. Aukin áfengisneyzla unglinga STOKKHÓLMI, 11. sept. (NTB) Skólamálastjórn Svíþjóðar hefur sent bréf til sænsku ríkisstjórn- arinnar, þar sem vakin er athygli á hættum þeim sem steðja að æsku landsins. í bréfinu er bent á það, að áfengisbrot skólaæsk- unnar hafi fjórfaldazt á fjórum árum. Skólastjórnin telur að hér sé geigvænleg hætta á ferðum og bezta vörnin sé að auka fram- lög ríkisins og stuðla með öðr~ um hætti að hollri æskulýðsstarf- semi. í bréfinu er þess getið m.a., að árið 1938 hafi aðeins ein af hverjum 13 stúlkum og einn af hverjum 8 drengjum neytt áfeng- is fyrir 17 ára aldur. En árið 1950 hafði þriðja hver stúllia og ann- ar hver piltur drukkið fyrsta staupið fyrir þann aldur. Sigurðuir Suðjóussuu Minningarorð Skálmar dauði um byggðir breiðar ber hann ijá að grænum stráum hníga og falla verður að velli. Vænsta eik sem feyskjur bleikar sorg og trega telur hann eigi, tek því að horfa til baka slóðina á ÞAÐ er hljótt og friðsælt kvöld á Djúpavík 10. júlí, sólarlagið dásamlegt, friður og ró yfir fjöll- úm, særinn spegilsléttur. í dag var mér tilkynnt af vini mínum andlát Sigurðar Guðjóns- sonar. Minningarnar hrúgast upp allt — já, bókstaflega allt er gleymt, nema hann sem búinn var að vera samstarfsmaður minn hátt á annan áratug og var allt til hinztu stundar sá maður- inn, sem lagði síðast sína öruggu starfshönd á uppgjör fyrirtækis þess er ég starfa hjá. Hver kemur í hans stað? Hvar er hægt að finna jafnoka hans í starfi, framúrskarandi vand- virkni og samvizkusemi. Betri samstarfsmann og félaga treysti ég mér ekki til að finna, drengskapur hans og trúmennska var óviðjafnanleg. Mikinn á- vinning tel ég mig hafa haft, af kynnum mínum við Sigurð Guðjónsson. Þau kynni urðu mér dýrmætur skóli og því lengri sem kynni okkar urðu, þeim mun traustari urðu vináttuböndin, aldrei mun svo góðs manns getið í mín eyru, að hann komi mér ekki fyrst í huga. Ég hugsa til þeirra mörgu, sem kynnzt hafa Sigurði í starfi, í gleði og sorg, ég hugsa til fyrrverandi húsbænda hans og þeirra er hann starfaði síðast hjá, ég hugsa til þeirra félagasamtaka, sem hann starf- aði fyrir af mikilli ósérplægni og trúmennsku. Ég hugsa til litlu elskulegu bróðurdóttur hans, er hann unni svo heitt. Allir, sem kynni höfðu af hon- um, hafa beðið óbætanlegt tjón. við hið sviplega fráfall. En síðast en ekki sízt beinist hugur minn til aldraðrar móður, sem svipt hefir verið með skömmu milli- bili báðum sonum sínum og eig- inmanni, henni getur ekkert bjargað annað en trúin á mátt og handleiðslu Guðs. Og ég veit að trú hennar er örugg og^þá er henni borgið. Ég ætlaði mér ekki með þess- um hugleiðingum mínum, um þennan látna vin, að misbjóða virðingu hans og sæmd með ó- þarfa mælgi, slíkt væri minn- ingunni um hann ósamboðið. Vertu blessaður og sæll vinur, ég hlakka til næstu samfunda. H. Kr. Jónsson..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.