Morgunblaðið - 13.09.1957, Side 12

Morgunblaðið - 13.09.1957, Side 12
12 MORCVNBl AÐIÐ Föstudagur 13. sept. 1957 ' Austan •_______ Edens eftir John Steinbeck á morgun. Bíddu bara þangað til saltið fer að. verka“. Aftur fékk viljakraftur hennar yfirhöndina og liún lá kyrr og nokkurn veginn róleg, meðan Tom las fyrir hana stuttan kafia úr World Almanac. Hann hætti lestrinum, þegar honum sýndist hún vera sofnuð og dottaði sjálf- ur í stólnum, við hliðina á lamp- anum. \eikt hljóð vakti hann af svefni. Dessie lá og engdist sund- ur og saman af kvölum, þegar hann kom að rúminu hennar. Aug un í henni ranghvolfdust með æð- islegum glampa, eins og augu í fælnum hesti. Froða vall út úr munnvikunum og andlitið var eld- rautt af sótthitanum. Tom stakk hendinni inn undir sængina og fann að hver vöðvi í líkama henn ar var harðstrengdur eins og úr járni. Svo leið kastið hjá og höf- U'' hennar féll máttvana niður á koddann og meðvitundin kom aft- ur fram í hálfluktum augunum. Tom lagði beizli við hestinn og stökk á bak honum, án hnakks eða annara reiðfæra. Hann leysti af sér beltið og barði reiðskjótann án afláts með því, svo að hann á stökk og hentist með ofsahraða eftir grýttum og niðurgröfnum ak- veginum. Duncan-fjölskyldan lá og svaf svefni hinna réttlátu á annarri hæð í húsi sínu, niðr: við þjóð- veginn. Fólkið heyrði ekki, þegar barið var á dyrnar, m það heyrði brakið og brestin, þegar forstofu hr.rðin var brotin, svo að lás og lamir hrukku í sundur. Þegar Red Duncan kom niður stiganft með spennta haglaby su í höndum, stóð Tom við símann og hrópaði einhverja setningu til miðstöðvar innar í King City: — „Dr. Tilson. Náið í hann. Það ski; tir mig engu máli. .. Náið í hann. Ég verð að tala við hann, hvað sem það kost- ar“. Red Duncan stóð með stýr- □ ------------------q Þýðing Sverrn Haraldsson □ ------------------D urnar í augunum og miðaði hagla- byssunni á hann. Dr. Tilson sagði: —■ „Já-já, ég heyri. Þér eruð Tom Hamilton. Hvað gengur að henni? Hefur hún krampa í maganum? Hvað hef- urðu gefið henni inn? Karlsbader? Bölvað fífl geturðu verio, mað- ur“. — Svo stillti læknirinn skap sitt. — „Tom“, sagði hann. — „Tom, drengur minn. Reyndu nú að taka þessu með skynsamlegri stillingu. Farðu aftur heim og legðu kald- a bakstur við magaholið — eins kaldan og mnt er. Þú áti líklega ekki til ís í húsinu? Og skiptu um bakstra mjög oft. Ég skal svo koma eins fljótt og ég get. Heyr- Irðu til mín? Tom, heyrirðu hvað ég segi?“ Hann lagði simtólið niður og fór að klæða sig. Þreyttur og úrillur opnaði hann veggskápinn og tók fram skurðarhnífinn og sinkil, svampa og sótthreinsandi efni, auk margs annars, sem hann tróð niður í tösku sína. Hann hristi sprittlampann til þess ..ð fullvissa sig um það, að hann væri fullur og lét eterflösku og grímu við hlið hans, á skrifborðinu sínu. Kona hans gægðist inn um dyrnar, í náttkjól, með nátthúfu á höfði. — „Ég fer út i bifreiðarskýlið“, sagði dr. Tilson. — „Hringdu til Ham- ilton og segðu honum að ég þurfi að láta aka mér heim til Toms, bróður hans. Ef hann færist eitt- hvað undan því, þá skaltu segja honum, að systir hans liggi — fyr ir dauðanum“. 3. Tom kom ríðandi aftur heim, viku eftir útför Dessie. Hann sat NSatráHskona vantar í vetur að heimavistarbarnaskólanum að Strönd á Rangárvöllum. Upplýsingar hjá oddvita Rangárvallahrepps að Hellu eða í síma 18191, Reykjavík. Aðsto&arstúlka hár og alvarlegur í hnakknum, beinn í baki og með samanbitinn munn, eins og hermaður við liðs- könnun. Tom hafði gert allt, sem gera þurfti, hægt og fullkomlega. Hesturinn var kembdur og burst- aður. Og Stetson-h tturinn var hornréttur á höfði hans. Jafnvel Samúel hefði ekki getað borið sig verðulegar, en Tom gerði, þegan hann reið aftur heim til gamla hússins. Haukur, sem kom fljúg- andi og hjó klónum í hænu, gat ekki einu sinni komið honum til að líta við, hvað þá meira. Við hlöðuna steig hann af baki, brynnti hestinum, mýldi hann og setti hafra í kassann við hliðina á jötunni. Hann tók hnakkinn af honum og hengdi ullarábreiðuna upp til þerris. Þegar hesturinn hafði lokið við hafrana, teymdi Tom hann út og sleppti honum lausum, svo að hann gæti kroppað í sig grasið, hvar svo á landareign inni sem hann helzt vildi. Inni í húsinu var því líkast sem húsgögnin, stólarnir og ofninn hörfuðu undan honum með við- bjóði. Eldspýturnar hans voru rak ar og það var eins og hann afsak aði sig, þegar hann fór fram í eldhúsið, til að sækja nðrar. — Lampinn í stofunni stóð þar svo einmana og yfirgefinn. Loginn á fyrstu eldspýtunni læsti sig eftir hringmynduðum kveiknum og teygði sig svo fullan þumlung upp í loftið, með gullleitum, flökt- andi bjarma. Tom settist í einn stólinn og lit- aðist um í herberginu. Augu hans forðuðust að líta á hrosshársbekk- inn. Hann sneri sér við, þegar mús byrjaði allt í einu að naga milli þils og veggjar í eldhúsinu og kom þá auga á skuggann sinn á veggn- um. Hann sat með hattinn á höfð- inu. Hann tók hann af sér og lét hann á borðið við hlið sér. Hugsanir hans voru hvarflandi og ópersónulegar, þar sem hann sat þarna í fölum bjarma lamp- ans, en hann vissi, að brátt myndi nafn hans verða kallað upp og þá yrði hann að ganga fram fyrir dómsgrindurnar með sjálfan sig sem dómara og eigin afbrot sem kviðdómendur. Og nafn hans var kallað upp, svo að það bergmálaði í eyrum hans. Og sál hans stóð augliti til auglitis við ákærendurna: Hé- gómagirndin sem ásakaði hann fyrir að vera hirðulaus í klæða- burði, óhreinn og illa siðaður. — Líkamleg fýsn sem kom honum til að eyða peningum í vændiskonur. Óráðvendnin sem lét hann gera sér upp hæfileika og hugsun sem hann hafði alls ekki til brunns að bera. Leti og ofát. Tom sótti hugg un og traust til alls þess, vegna þess að það skyggði á stærsta af- brotið, sem beið að baki hinna allra — hinn svarta og hræðilega glæp. Hann lét hugann dvelja við hinar smávægilegri ásakanir, bar jafnvel fyrir sig smærri syndir, eins og þær væru eins konar dygðir, til þess að verja sig með. En framhjá hinu hræðilegasta fékk hann samt ekki gengið, án þess að viðurkenna sekt sína: Hann hafði öfundað Will bróður sinn að peningum hans. Hann hafði svikið guð móður sinnar. Hann hafði stolið tíma og von. Hann hafði hafnað og brugðizt sönnum kærleika. Samúel talaði lágt og hljóðlega, en þó fyllti rödd hans allt her- bergið: — „Vertu góður, vertu hreinn, vertu mikill, Tom Hamil- ton“. — Tom hlustaði ekki á föður sinn. Hann sagði: — „Ég er önnum kafinn við að heilsa upp á kunn- ingjana. Og hann kinkaði kolli til Ókurteisi Ljótleika, Ræktar- leysis og Vanhirðu. Svo sneri hann sér aftur að Hégómagirnd- inni. Hinn svarti, hræðilegi glæp- ur birtist á sjónarsviðinu, ógn- andi og ægilegur. Nú var of seint að verja sig með smásyndum. — Þessi hræðilegi glæpur, þetta voða lega afbrot var mannsmorð. Tom fann glasið á milli fingra sér, sá hvernig saltið leystist upp j og loftbólur stigu upp á yfirborð I hins tæra vökva. Dg hann endur- j tók með hárri röddu, sem berg- málaði í hinni r.uðu, auðu stofu: I „Þetta hrífur. Bíddu bara til morguns. Þá verður þér alveg | batnað“. Þannig hafði það hljóm- að, nákvæmlega svona. Og vegg- irnir, stigarnir og lampinn höfðu heyrt það og gátu sannað það. — Hvergi í heiminum fannst dvalar- staður fyrir Tom Hamilton. Hann sem hafði fleygt frá sér alls kon- ar tækifærum og möguleikum, eins og spilum á borðið. London? Nei. Egyptaland — með pyramidun- um og Sfinxinum? Nei. París? Nei. Ja, bíddu nú hægur — þar fremja þeir þínar syndir stórum betur. Nei. Betlehem? Herra minn trúr, nei. Þar myndi verða ein- manalegt, framandi manni, langt að komnum. Það brakaði ásakandi í bekkn- um, og Tom leit til hans og svo á óasndi lampann, sem bekkurinn beindi athygli hans að. — „Þakka þér fyrir“, sagði Tom við legu- bekkinn. — „Ég hafði ekki tekið eftir því“. Og svo skrúfaði hann kveikinn niður í lampanum, þang- að til hann hætti að reykja. Hugur hans féll í einhvers kon- ar mók. Hugsunin um mannsmorð vakti hann aftur til meðvitundar. Rauði Tom var nú of þreyttur til að vinna á sjálfum sér. Það kost- ar talsvert verk, kannske kvalir, kannske helvíti. óskast til starfa við sýklarannsóknir frá 1. okt. n. k. — Stúdentsmenntun æskileg, en ekki skilyrði. Laun skv. 13. fl. launalaga. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt ljósmynd, sendist Rannsóknarstofu Háskólans, Barónsstíg. Stúlka óskast í sérverzlun. Umsóknir ásamt mynd og upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist afgr. blaðsins merkt: „999 —6516“. Hann mundi, að móðir hans hafði fordæmt sjálfsmorð meira en nokkuð annað, því að það sam- einaði þrennt, sem hún forðaðist eins og pestina — vansæmd, kjark leysi og synt’. Það var næstum eins illt og saurlífi eða þjófnaður — kannske líka enn verra. Það hlaut að finnast ráð til þess að komast hjá misþóknuri Lizu. Það var með öllu óbærilegt að bregðast þannig vonum hennar. Samúel myndi ekki veitast erf- iður, eða þyngja byrðina fyrir honum, en hins vegar var ekki hægt að sneiða hjá honum, því að hann var alls staðar nálægur í húsinu. Tom varð að segja Samú- el það. Hann sagði: — „Faðir minn, mér þykir það leitt. Ég get ekki að þessu gert. Þú matst mig of mikils. Þú hafðir rangt fyrir þér. Ég vildi að ég gæti réttlætt þá ást og þá umhyggju og það traust sem þú barst til mín. Þú gætir kannske fundið einhverja undankomuleið, en ég get það ekki. Ég get ekki ’ifað. Ég hef drepið Dessie og mig langar til að sofna". Og í huganum talaði hann fyr- ir mun föðurins og sagði: „Ég skil þig. En við skulum hugsa um það, hvernig þetta verður gert, svo að það verði mömmu til sem minnstrar hryggðar. Sonur minn, hví ert þú svo óþolinmóður?" „Ég get ekki beðið lengur". „O, jú, sonur minn. Víst get- uvðu beðið. Þú ert orðinn stór og mikill maður, eins og ég vissi að þú myndir verða. Dragðu út borð- skúffuna og notaðu svo þennan hnúð, sem þú kallar höfuð“. Tom dró út skúffuna og kom auga á skrifblokk og búnka af umslögum og tvo nagaða blýants- búta og lengst inni í rykugu skúffuhorninu nokkur frímerki. Hann lagð’ blokkina fyrir fram- an sig á borðið og yddaði blýant- ana með vasahnífnum sínum. Að þv’’ loknu hóf hanr skriftirnar: „Kæra móðir“. ■— Þannig byrj- aði bréfið. — „Ég vona að þér líði sem bezt. Ég he. hugsað mér að koma til ykkar í heimsókn bráð lega. Olive hefur boðið mér að koma á næsta Thanksgiving Day og þú mátt alveg reiða þig á að ég kem þá. Olive litla kann að steikja kalkúna æstum eins vel og þú, þó að ég viti að þú munir verða síðasta manneskjan til að viðurkenna það. Eiginlega get ég sagt að ég hafi verið heppinn í seinni tíð. Ég keypti hest á fimmt- án dollara — hann er vanaður og ég held að hann sé hreinasti kostagripur. Ég fékk hann svona ódýran vegna þess að hann ber ekki tilhlýðilega virðingu fyrir mannskepnunni. ajlltvarpiö Föstudagur 13. sepleniber: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um víða veröld“. — Ævar Kvaran leik ari flytur þáttinn. 20,50 Islenzk tónlist: Lög eftir Áma Thorsteins son (plötur). 21,20 Upplestur: Tvö kvæði eftir Stephan G. Step- hansson (Jón Bjarnason). — 21,35 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöld- sagan: „Græska og getsakir" eft- ir Agöthu Christie; VI. (Elias Mar les). 22,30 Harmonikulög: Kramer og hljómsveit hans leika (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 14. septeínber: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 19,30 Einsöngur: Giuseppe di Stefano syngur ítölsk þjóðlög (plötur). 20,30 Upplestur: „Mús* in“, smásaga eftir Charlotte Bloch Zawrel, I þýðingu Málfríðar Ein- arsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 20.50 Kórsöngur: Kór Rauða her* ins syngur, Boris Alexandroy stjórnar (plötur). 21,15 Leikrit: „Gleðidagur Bartholins" eftir Helge Rode, í þýðingu Jóns Magn ússonar. — Leikstjðri: Baldvin Halldórsson. 22,10 Danslög (pl.). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.