Morgunblaðið - 13.09.1957, Page 15

Morgunblaðið - 13.09.1957, Page 15
Föstudagur 13. sept. 1957 MORGVNBLAÐIÐ 15 Er lof um Akurnesingu duutt og ómerkt mus? VEGNA greinar Lárusar Árna- sonar í Morgunblaðinu í dag óska knattspyrnugagnrýnendur blaða og útvarps að koma á framíari eftirfarandi greinarkorni. Almenningi hefur gefizt kostur á því síðustu daga að kynnast nokkuð vinnubrögðum landsliðs- nefndar KSÍ. Á sunnudag lét nefndin ljós sitt skína á íþrótta- síðu Morgunblaðsins og tókst svo hrapallega, að í sama og næsta tölublaði sama blaðs eru ádeilur nefndarinnar og ásakanir hrakt- ar lið fyrir lið. Nú eru einstakir nefndarmenn teknir að kynna hugarfar sitt. Lárus Árnason ryðst fram á rit- völlinn í Morgunblaðinu í dag og er næsta stórorður. Lárus Árna- son ætti að standa fyrir sínu, þvi auk þess að vera einn þriggja aðalmanna í landsliðsnefnd er hann stofnandi og formaður Knattspyrnufélags Akraness og einn af stjórnarmönnum íþrótta- bandalags Akraness. Þykir því rétt að vekja athygli á eítir- töldum stóryrðum Lárusar Árna- sonar um íþróttafréttamenn í upp hafi umræddrar greinar hans: Knattspyrnugagnrýnendur blað anna eru „stóryrtir“... hafa „gert mönnum upp annarlegar kennd- ir“ ... bera „óhróður" á menn „þroski þeirra er sá að þeir geta ekkl setið á strák sínum“ ... skrif þeirra eru „æsingaskrif sem líkj- ast allt öðru en gagnrýni heil brigðra manna með meðal skap- stillingu“ ... þá skortir „þekkingu og skilning á íþróttinni“ og „einn- ig félagslegan þroska" ... og koma sjálfir með „fullyrðingar um vit sitt og sérþekkingu". Hér hefur hinn þroskaði íþrótta frömuður talað, þarna er fyrir- mynd hinna óþroslcuðu ung- menna, sem fylkja sér undir merki íþróttasamtaka þeirra er Lárus Árnason stýrir. Minna þessi prúðmannlegu orð og föðurlegu umvandanir nokkuð harkalega á kærleikskveðjurnar, sem einn liðsmanna ÍA og fyrir- maður í landsliðinu sendi sömu aðiljum munnlega fyrir skömmu, enda dansa limirnir eftir höfðinu (eða er það kannski öfugt þarna efra?) Skrif Lárusar Árnasonar eru á þann veg, að bezt hæfði að láta þeim ósvarað. Lárus kemur ekki nálægt því efni, sem um hefur verið rætt og ádeilunum hefur valdið og landsliðsnefndin átti upphaf að. Hann tekur þann kost inn að ausa aurnum viðstöðu- laust úr penna sínum á knatt- spyrnugagnrýnendur, án þess að gera tilraun til að færa rök fyrir fuliyrðingum sínum. Að áliti íþróttafrömuðarins eru þeir menn, sem blöð og útvarp hafa valið til þess að skrifa um knatt- spyrnu næsta ófróðir um þá íþrótt og hafa það markmið eitt að níða knattspyrnumenn og landsliðs- nefndarmenn — eru niðurrifs? menn knattspyrnuhreyfingarinn- ar. Hvað þekkinguna snertir, mega knattspyrnugagnrýnendur vel við una. Alþjóð er kunnugt um álit landsliðsnefndar á Albert Guð- Guðmundssyni sem knattspyrnu- manni. Því ber að fagna að lands- liðsnefndarmaðurinn skipar knattspyrnugagnrýnendum á bekk með Albert hvað snertir þekkingu og ágæti á þessu sviði, og kunna þeir því hlutskipti vel, en hefðu þó gert sig ánægða með minna. Þyngst koma hin stóru orð L. Á. niður á knattspyrnumönn- unum frá Akranesi, ef vel er að gáð og einhver tekur orð hans alvarlega. Höfundurinn hefur sjálfsagt gert sér þetta ljóst, þá er hann settist niður við ritverk- ið. Mennirnir sem að viti höfundar hafa enga þekkingu á því, sem þeir eru að skrifa um, hafa haft þetta starf á hendi allt að 15 ár. Það er nokkuð seint séð og víta- vert af svo merkum frömuði sem L ,Á er, að láta þetta kyrrt liggja öll þessi ár, að gagnrýnendur séu óhæfir til að annast skrif um knattspyrnu. Fróðlegt væri að birta hluta af því lofi, sem knatt- ^orjzj. spyrnugagnrýnendur hafa borið á lið Akraness og telja verðskuld að, en frömuðurinn frá Akranesi dæmir nú dautt og ómerkt og skrifað af mestu vankunnáttu. Ferskast mun mönnum í minni einróma lof knattspyrnugagnrýn- enda um Akranesliðið eftir nýaf- staðinn úrslitaleik íslandsmótsins í 1. deild og nægir að vísa til þess, en það fær að dómi formanns Knattspyrnufélags Akraness ekki staðizt. Það kann svo enn að vera skoð- un Lárusar og félaga hans, að skrif hans séu hinni skemmtilegu knattspyrnuíþrótt til uppbygg- ingar en ekki til niðurrifs. Knattspyrnugagnrýnendum mörgum hafa af stjórn KSÍ verið falin störf m.a; uppbygging arstörf í þágu KSÍ. Fyrir þau störf hafa þeir fengið lof og verið þakkað opinberlega. Slíkar þakk ir hefur núverándi landsliðsnefnd ekki fengið — og furðar engan! Knattspyrnugagnrýnendur hafa ætíð og ævinlega tekið vel- viljaða afstöðu með knattspyrnu- hreyfingunni, þó stundum og nú síðast í sambandi við landsleik- tvo, hafi verið deilt hart, Gomulka á móti hemað- arbandalögum - viður- kennir mistök kommúnista ína þar sem fullkomið tilefni var til. Gagnrýnin hefur allra sízt, að okkar dómi verið of höxð, og ýmsu hefur verið sleppt t.d. at vikum í leik sem kalla má víta- verða framkomu, ljótum orðum reyndra leikmanna við nýliða í leik sem okkur hefur til eyrna, svo eitthvað sé nefnt. Ætið og ævinlega hafa knattspyrnugagnrýnendár tekið vel undir með KSÍ í upp- byggingarstarfi þess, og það verð- ur aldrei eftir talið. Ritsmíð Lárusar Árnasonar er skrifuð í vonzkukasti vegna gagn- rýni er hann og félagar hans í landsliðsnefnd höfðu beinlínis kallað yfir sig með yfirlýsingum sínum og athöfnum. Greinin er mótsagnakennd og full sleggju- dóroa. Og fyrir hana verður Lárus Árnason aðeins frægur að endem um, en sumir kjósa þá frægð fremur en enga. Knattspyrnugagnrýnendur blaða og útvarps. BELGRAD, 12. sept. — Gomulka^ leiðtogi pólskra kommúnista, sem nú er í opinberri heimsókn í Júgóslavíu, kom með Titó til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu í dag. Eru þeir á leið til sumar- dválarstaðar Títós á Brioni. Gomulka hélt ræðu og sagði, að pólskir kommúnistar hefðu gert mörg glappaskot, en nú hefði verið snúið við blaðinu og betri stjórnarstefna tekin upp. Pól- verjar mundu fara eigin leið til sósíalisma og byggja á þeirri reynslu, sem fengizt hefði í Rússlandi, Kína og Júgóslavíu. — Við höfum séð nauðsyn þess að láta fólkið taka þátt í stjórn- arstörfunum í æ ríkara mæli, sagði Gomulka, og því höfum við t.d. komið á fót verkamanna- ráðum við allar helztu verksmiðj ur landsins. Gomulka sagði, að bezta lausn- in á öryggismálum Evrópu væri fólgin í því, að stofnað yrði til öryggisbandalags allra Evrópu- þjóðanna. Hann lagðist gegn end- urhervæðingu Þýzkalands, krafð ist þess, að öll hernaðarbanda- lög yrðu leyst upp og stórveld- in flyttu heri sína úr erlendum herstöðvum. Tæplega 100 fórust ANKARA, 12. sept. — í dag varS flóð í fjallahlíðum í nágrenni Ankara og er álitiði, að tæplega 100 menn hafi látið lífið í því, og margir misst heimili sín. — Flóðið tók að hlaupa niður hlíð- arnar eftir skýfall. Kristleifur setti met í 3 km hlaupi í Danmörku FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN KR þeir er til Noi’ðurlanda fóru í keppnis- ferð eru komnir heim. Á sunnudaginn kepptu þeir síðast og þá setti hinn ungi en efnilegi Kristleifur Guðbjörnsson ísl. met í 3000 m hlaupi. Bætti hann met Kristjáns Jóhannsonar sem sett var fyrr í sumar í Svíþjóð. Metið var sett á móti í Nyborg^ Danmörku. Varð Kristleifur' annar á eftir Thyge Tögersen. Tími Kristleifs var 8:34,8 en met Kristjáns var 8:37,6. Svavar vann auðveldlega og með yfirburðum 1500 m hlaup. Hljóp hann‘ á 3:55,8 mín. Þórður B. Sigurðsson varð 4, í sleggjukasti, kastaði 49,27 m. Hann átti ógilt 52 m kast. lírslitaleikua: i 2. deild 6 ísufirði Á morgun í GÆR barst blaðinu sú fregn frá Keflavík, að ákveðið væri að úrslitleikur 2. deildar keppninnar færi fram á fsafirði og yrði á laug- ardaginn þ.e. á morgun kl. 5 síðd. Mun óvíst hvort Keflvíkingar geti mætt til leiksins þar sem fyrirvari er svo stuttur, enda telja þeir að reglugerð segi svo að úrslitaleikur keppninnar fari fram í Reykjavík. S«asnkomar Fíladelfía í Keflavík 1 kvöld, föstudag, kl. 8,30 tal- ar Arne Dahl á enskri samkoma í Fíladelfíu í Keflavík. — Allir velkomnir. Félagslíl Framarar — knattspyrnumenn! — Æfing verður á Melavellin- um (ekki Framvellinum eins og venjlega) í dag kl. 7,30—9.00 fyrir meistara I. og II. fl. Þjálfarinn. OPIÐ I KVÖLD! Skemmtið ykkur með orion fjuLní&tí? ffcf elly vilhjálms Frásögn Keflvíkinga. Keflvíkingar fengu, að sögn Hafsteins Guðmundssonar, skeyti frá KSÍ í gær, þar sem sagði að ísfirðingum hefði verið falin framkvæmd úrslitaleiksins. Klukkan 6 í gær fengu þeir skeyti frá ísafirði um að leikur- inn væri ákveðinn kl. 5 á laug- ardag. Þótti Keflvíkingum ein- kennilegt að fá að vita um leik- inn tæpum tveim sólarhringum áður en hann á að hefjast. Og verði ekki flugferð, var bent á bílferð kl. 7 á föstudagsmorgun. Blaðinu er ekki kunnugt um aðrar upplýsingar um þetta mál en frá Keflavík bárust, því KSÍ hefur ekki tilkynnt blaðinu hvar eða hvenær þessi þýðingarmikli leikur skuli fara fram. En hafi Keflviking- ar lög að mæla, er þeir segja að reglugerð segi að úrslita- leikur skuli fram fara i Reykjavík, þá er það næsta undarlegt að tilkynna aðra ráðstöfun með svo litlum fyrir vara sem sagt er að hér hafi verið. Enginn tími gefst til að bollaleggja slíkt, því Kefi- víkingar verða að halda strax af stað eða að öðrum kosti fara ísfirðingar í 1. deildar- keppnina næsta ár án keppni. Aðgöngumiðar seldir frá kf. 8 Borðpantanir í síma 17985. SKIPAUTCCRB RIKISINS HERÐUBREIÐ austur um land til Vopnafjarð ar hinn 17. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpa vogs, Breiðdalavíkur, Stöðvarfjarð a:. Fáskrúðsfjarðar, Borgarfjarð ar og Vopnafjai-ðar, í dag. seðlar seldir á mánudag. Far- SKAFTFELLINGUR fer til Vestmannaeyja í kvöld. Næsta ferð á þriðjudag. — Vöru- móttaka daglega. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför föður míns og tengdaföður JÓNS HRÓBJARTSSONAR vélstjóra, Óðinsgötu 15. Kristín Bjarnadóttir, Hróbjartur Jónsson. GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR frá Nýjabæ, Vogum, Vatnsleysuströnd, lézt í St. Jóseps- spítala, Hafnarfirði, miðvikudaginn 11. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Pétur Jónsson. Móðir okkar HERDÍS SAMÚELSDÓTTIR Súðavík, andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar mánudaginn 9. september. — Jarðarförin ákveðin síðar. Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.