Morgunblaðið - 13.09.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 13.09.1957, Síða 16
VEÐRIÐ Norðan stinningskaldi. Úrkomu- laust að mestu. Við fúngarðinn Sjá bls. 9. 206. tbl. — Föstudagur 13. september 1957. -menn krefjast hlutdeildar ■ flutningum austan úr Arnessýslu Hafa skofið máli þessu til Lands- sambandsstjórnar ® V ÖRUBÍLSTJÓRAR hér í Rvik héldu fund fyrir nokkrum kvöld um í félagi sínu, Þrótti, og var þar til umræðu úrskurður stjórn ar Landssambands vörubílstjóra í deilu þeirri, er reis upp við Vörubílstjórafél. Mjölni í Árnes- sýslu út af efnisflutningum aust- ur að Efra Sogi. Fundurinn sam- þykkti að krefjast hlutdeildar í byggingarefnisflutningum úr Ár nessýslu svo og í kjötflutningum að austan sem eru á vegum Slát- urfélags Suðurlands. Þessi fundur Þróttarbílstjóra var fjölmennur. Fundarmenn for dæmdu einhuga úrskurð stjórnar Landssambands vörubílstjóra og töldu hann enga stoð eiga í lög- um sambandsins. Eigi að síður kváðust fundarmenn mundu sætta sig við úrskurðinn fyrst um sinn, og samþykkti fundur- inn einróma aðgerðir stjórnar fé lagsins og trúnaðarmannaráðs í þessu deilumáli. Kröfur Þróttarstjórna> Kom fram á fundinum að stjórn Þróttar hafði þegar sent stjórn Landssambands vörubilstjóra bréf þess efnis, að skorað er á landssambandsstjórnina að úr- skurða Vörubílstjórafél. Þrótti hlutdeild í flutningi á sandi og vikri til bygginga í Reykjavík, svo og í kjötflutningum Mjölnis- manna fyrir Sláturfélag Suður- lands, hingað til Reykjavíkur. Töldu Þróttarmenn á fundi þessum að með því fyrirkomulagi sem á þessum flutningum hefur verið, hafi Mjölnismenn þver- brotið 2. og 3. grein vinnuskipta- reglnanna. Hafi Þróttarmenn látið þetta afskiptalaust, þar eð það hafi verið sjónarmið þeirra að vörubílstjórafélögin ættu meiri rétt á að aka vörum út af vinnusvæði sínu en inn á það. Lagði fundurinn einróma áherzlu á að stjórn vörubílstjóra landssambandsins hraðaði úr- skurði sínum svo í máli þessu, að Þróttarmenn gætu þegar tek- ið þátt í kjötflutningum að aust- an, er þeir hefjast á þessu hausti. Blaðaskrifin Form. félagsins Friðleifur í. Friðriksson ræddi á fundinum um skrif blaðanna meðan á deil- unni stóð og lýsti hann því yfir að Mbl. hefði eitt Reykjavíkur- blaðanna flutt hlutlausar fréttir af því sem gerist, án þess að taka afstöðu til deilunnar sem slíkrar og gerði fundurinn í þessu máli svohljóðandi ályktun: Fundurinn harmar að sum dag- blöð bæjarins skyldu meðan deila Þróttar ogMjölnis stóð út af efnisflutningum að Efra Sogi, túlka málið einhliða Mjölnis- mönnum í vil, en hirða ekki um að kynna sér málstað og rétt Þróttar í þeirri deilu. Fangaflufningar að Litla Hrauni austur í gær „Steinninn“ verður endurbættur og fanga- garðurinn mannhelduj: gerr UM KLUKKAN 2 í gærdag tóku vegfarendur eftir því er þeir áttu leið um neðanverðan Skólavörðustíginn, að eitthvert meiri háttar tilstand var í hegningarhúsinu. Stóð þetta í sambandi við flutning á föngum sem þar hafa afplágað refsingu. Fylgdu lögreglumenn 13 föngum upp í lögreglubíla. Ferðinni var heitið austur að Litla Hrauni, sem lokað hefur verið frá því í nóvembermánuði síðastl. Tíu fanganna voru fluttir í®-------------- stórum vagni lögreglunnar, og voru með í bílnum til öryggis 5 lögreglumenn. Þrír fangar voru fluttir í minni lögreglubílnum. Suður í Hafnarfjörð voru sóttir 3 fangar, sem þar hafa verið til geymslu undanfarið, Þar eð „Steinninn" var yfirfullur orð- inn. Austur á Litla Hrauni tóku 6 varðmenn og fangelsisstjórinn, Helgi Vigfússon, við föngunum, sem fylgt var til hinna nýupp- gerðu fangaklefa, sem allir eru einsmanns klefar að tveimur und anskildum. í gærkvöldi var ekki einn ein- asti gæzlufangi í Steininum og sagði Valdimar Guðmundsson yf irfangavörður, að nú stæðu fýrir dyrum ýmsar aðkallandi endur- bætur á fangageymslunni sjálfri og eins yrði fangagarðurinn gerð ur mannheldur. Sagði Valdimar að ef gera ætti Steininn al- veg upp og að traustu hegn- ingaihúsi, þá myndi það senni- lega verða jafnkostnaðÉ-samt að byggja nýtt hegningarhús. Að því mun að sjálfsögðu koma, sagði hann. Taldi hann heppileg- an stað fyrir það, einhvers staðar í námunda við Elliðaárvog. Benkö gerði jafntefli við Stahlberg en Pilnik vann í GÆRKVÖLDI hófst „Stórmót“ Taflfélags Reykjavíkur. Gunnar Thoroddsen setti mótið með því að leika fyrsta leik mótsins fyrir Pal Benkö sem hafði hvítt gegn sænska stórmeistaranum Stahl- berg. Lék borgarstjórinn c4 fyrir Benkö og skák meistaranna lykt- aði með jafntefli eftir 26 leiki hvits. Kalt um allt land NORÐANSTREKKINGUR er um allt land, sums staðar hvassviðii og kalt mjög í veðri. Þegar bæj- arbúar risu úr rekkju í gærmorg- un var Esjan hvít af snjó í efstu eggjum, en grá niður í miðjar hlíðar. Er það í fyrsta skipti á haustinu að svo mikla hríð gerir í þetta fallega fjall. í gær var hitinn um land allt yfirleitt 4—6 stig, sums staðar á annesjum nörðan lands 3 stig og kaldast var á Grímsstöðum á fjöllum, nær 0 stig hiti. í gær- kvöldi var hitinn 4 stig hér í Reykjavík, en hafði verið 6 stig í gærdag. Eigendur hinnar nýju blómabúðar í Lækjargötu „BIómið“. Lengst til vinstri er Ragna Jónsdóttir, í miðjunni Margrét Hinriksdóttir og síðan Aðalheiður Knudsen. Ný blómaverzlun opnuð að Lœkjargötu 2 Hefur hlofið nafnið „Blómið" Lítil síld AKRANESI12. september. — Að- eins einn reknetabátur héðan var á veiðum í. nótt. Það var Skipa- skagi og fékk hann 174 tunnur af ágætri síld. Er hún söltuð. Enginn bátur var úti í nótt vegna storms. — Oddur. f GÆR vor opnuð hér í bænum ný blómaverzlun. Hefur hún hlot ið nafnið „Blómið“ og er til húsa í Lækjargötu 2, þar sem áður var bókaverzlun Eimreiðarinnar. — Eigendur „Blómsins“ eru þrjár konur, Aðalhefður Knudsen, Margrét Hinriksdóttir og Ragna Jónsdóttir. Buðu þær fréttamönn- um að skoða hina nýju verzlun í gærdag. Smekkleg lítil verzlun , Allmiklar breytingar hafa ver- ' ið gerðar á húsakynnunum að Lækjargötu 2. Innréttingu verzl- unarinnar hefir annazt danskur arkitekt, Ernst Michalik. Er hún mjög snoturlega gerð og smekk- leg. Einnig annaðist hann lýs- ingu verzlunarinnar. Málningu sá Ósvald Knudsen um. Verzlun- in er björt og vistleg þótt ekki sé hún stór og blómunum kom- ið fyrir af hinni mestu smekk- VÍSl. Blóm og gjafavörur Ætlunin er að auk blómanna Skák Benkös og Stahlbergs vakti mesta athygli í gærkvöldi og voru þó áhoffendur margir á mótinu. Benkö hafði mun betri stöðu, en átti aðeins 5 mín. eftir af umhugsunartíma sínum er hann samdi jafntefli og átti þá Stahlberg eftir 55 mín„ en hann hafði svart. Eftir 14 leiki sömdu Ingi R., sem hafði hvítt og Arinbjörn jafntefli. Taldi Ingi sig hafa haft verri byrjun. Skák Friðirks og Gunnars Gunnarssonar fór í bið, en Frið- rík hafði betri stöðu. Sögulegust varð skák Guðm. Ágústssonar og Pilniks. Guðm. átti unna stöðu, er hann skyndilega lék að óþörfu drottn- ingunni í dauðann og gaf skák- ina. Hann átti þá kost á afger- andi leik í skákinn og einnig á drottningarkaupm. Pilnik fékk þarna ódýran vinning. Skák Benkös og Stahlebrgs var þannig: Hvítt: Benkö Svart: Stáhlberg 1. c4 e6 2. Rf3 Rf6 3. g3 b6 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 Be7 6. d4 0-0 7. Re3 Re4 8. Dc2 RxR 9. DxR 15 10. b3 Bf6 11. Bb2 d6 12. Hfdl De7 13. Rel BxB 14. RxB Rbd7 15. Df3 e5 16. Habl 17. Bxd4 BxB 18. HxB 19. Df4 Hac8 20. Hbdl 21. De3 Hfe8 22. a4 23. Rf4 Df6 24. Hd4d2 Samsýning á málverkons og mósaik- myndum opnuð í Sýningarsalnum Sýnd verk þriggja lisfamanna í gærkvöldi var opnuð í Sýning- arsalnum við Hverfisgötu sam- sýning á málverkum- og mósaik- myndum þeirra Nínu Tryggva- dóttur, Valtýs Péturssonar og Þorvalds Skúlasonar. 21 mynd er á sýningu þessari, sem er fimmta samsýning Sýningarsalsins í sumar. Skoðuðu gestir sýninguna í gærkvöldi em í dag er hún opin almenningi frá kl. 10—12 og 2—10 og verður það til 25. september. cxd4 Re5 Rf7 Hc5 Kf8 25. h4 g6 26. Ha2. Samið jafntefli og var þá Benkö langt kominn með tíma sinn en St&hlberg hafði aðeins notað sinn til hálfs. Mósaik úr íslenzku grjóti Á sýningunni eru fjórar mósaik myndir eftir Valtý Pétursson, eru þær nýjar og gerðar úr ís- lenzku grjóti. Frá Parisarsýningunni Nína Tryggvadóttir á 10 olíu- málverk á sýningu þessari. Eru þau öll ný og voru á einkasýn- ingu þeirri er Nína hélt í París sl. vor, ásamt fleiri málverkum hennar. Nína Tryggvadóttir er nýkomin frá París og er á förum tíl London þar sem hún verður búsett næstu 2—3 ár. Hún hélt síðast sýningu hér sl. vor í „skipi“ Landsbókasafnsins á gler mósaikmyndum. Ný málverk Þorvaldur Skúlason á 7 mál- verk á sýningunni. Þau eru einn- ig öll ný. Sýning á verkum Þor-- valds var hér síðast í nóvem- bermánuði sl. en þá gekkst Félag ísl. myndlistarmanna fyrir sýn- ingu á verkum hans í tilefni af 50 ára afmæli hans. verði jafnan á boðstólum í verzl- uninni ýmiss konar gjafavörur, svo sem krystallsvörur margs konar, keramik, bastkörfur og skálar svo og smáhlutir unnir úr vír af ýmsum gerðum. Blóm verða þar til sölu í miklu úrvali, bæði pottablóm og afskorin blóm og munu forráðakonur verzlun- arinnar kappkosta að hafa blóma valið sem fjölbreyttast. Störfuðu hjá Flóru Eigendur verzlunarinnar, kon- urnar þrjár, störfuðu allar áður hjá blómaverzluninni Flóru. Eru þær því reyndar í starfinu og þekktar að hinni mestu smekk- vísi. Stirð tíð á Fjöllum GRUNDARHÓLI, 12.'sept. Hér hafa flóðgáttir himinsins staðið opnar í nær mánuð, og vart þorn- að af steini þann tíma. Ekkert hey hefir náðst upp síðan um miðjan ágúst og liggur það allt undir skemmdum. Fyrrihluta þessa óþurrkatíma voru hlýir sunnanvindar með skúraleiðing. um og skemmdust þá hey sem lá flatt, töluvert. Síðari hlutann hafa verið norS an krapaslyddur og hiti verið rétt yfir frostmark, og einu sinni nú nýlega gránaði í byggð. Hey hefir því lítið skemmzt þennan tíma, en mjög óvænlega horfir ef ekki þornar bráðlega, því hætt er við að snjó geti sett niður eftir að þessi tími er kominn. Mikið af heyi er úti á öllum bæj. um og jafnvel óslegin sums stað- ar. Fyrrihluta samarsins kom varla dropi úr lofti og spratt því heldur seint og hófu menn af þeim sökum slátt seinna en æski- legt hefði verið. Annars var túna spretta með bezta móti en úthagi fremur lélegur. V. G. Mikil hríÍBÍng á œskulýðstón- leikum Heimdullur í gærkvöldi í gærkvöldi efndi F.U.S. Heim- dallur til æskulýðstónleika í Aust urbæjarbíói. Þar söng þýzki óperusöngvarinn Hermann Prey og landi hans Ernst Schönfelder lék á flautu, en Guðrún Kristins- dóttir frá Akureyri annaðist und irleik. Áheyrendur fögnuðu listafólk- inu með afbrigðum vel og var það kallað fram á sviðið og hyllt með langvinnu lófataki hvað eft- ir annað. Varð Hermann Prey að syngja aukalög. Listafólkinu bárust margir blómvendir á tónleikunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.