Morgunblaðið - 15.09.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.1957, Qupperneq 1
16 síður og Lesbók <*■ 44. árgangur. 208- tbl. — Sunnudagur 15. september 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins- Konrad Adenaur foringi CDU. Erich Ollenhauer foringi SPD. Reinhold Maier foringi FDP. Fær Adenouer meirihlutu eðu Muier odduuðstöðu? í DAG fara fram kosningar til sambandsþingsins í Bonn. í þeim eru 242 þingmenn kjördæmakosn ir, en þar að auki er úthlutað samkvæmt sérstökum regium 245 uppbótarþingsætum. Það þykir ljóst, að hinn Kristi- legi flokkur Adenauers verði áfram öflugasti flokkurinn. Um það virðist því aðallega teflt, hvort hann haldi áfram meiri- hlutavaldi sínu á þingi. Rússar vilja fremur veiða í Norðursjó en við ísland RÚSSAR hafa ákveðið að auka verulega síldveiðar sínar í Norð- ursjó, segir Fishing News. Telur blaðið að þetta stafi af því að síldveiðar Rússa í norðurhluta Atlantshafs við ísland hafi verið mjög misjafnar og síldin einnig misjöfn að gæðum. Nú hefur verið stofnuð í Rúss- landi sérstök nefnd til að rann- saka og fylgjast með síldveiði í Norðursjónum. Þykir Rússum vænlegra að leita þangað heldur en á norðlægari slóðir. Þeir munu einkum beita sér að veið- um meðfram vesturströnd Nor- egs, við Orkneyjar og Suðureyj- ar. Þá skýrði blaðið frá því, að Rússar hyggi á samstarf við Norð menn. Þeir vilji skiptast á ýms- um upplýsingum við þá. Rúss- neskur síldveiðifloti hefur verið að undanförnu við Skotlands- strendur, en samt er það álit manna, að Rússar hafi enn ekki öðlazt *ægilega reynslu í Norð- urs j ávarveiðum. Ritari greinarinnar í Fishing News virðist hafa nokkrar á- hyggjur af þessum fyrirætlunum Rússa. Telur hann að þegar sé gengið of nærri fiskistofninum í Norðursjó og muni það ekki bæta úr skák ef Rússar auka sína hluttöku í veiðunum. Kýpurbúar munu halda áfram að berjasf, segir Aþímos Wan prins fer til Moskvu og Búdapest New York, 14. sept. — Wan Wait hayakon frá Taílandi, forseti 11. Allsherjarþings Sameinuðu bjóð- anna hefur tekizt á hendur ferð til Moskvu og Búdapest að beiðni Allsherjarþingsins. Hann sagði við fréttamenn í dag: „Ég hef óbilandi trú á réttlæti Samemuðu þjóðanna í þessu máli“, og átti við afstöðu samtakanna til Ung- verjalandsmálsins. Hann kvaðst mundu beita siðferðislegum rök- um til að reyna að fá lausn í mál inu, en hins vegar kvað hann allt á huldu um árangurinn af ferð sinni. „Ég er bjartsýnis- maður og trúi á sannleik hins gamla orðtaks: Að vilja er að geta“, sagði hann í útvarpsviðtali frá S.Þ. Hann kvað siðferðisafl almenningsáltsins í heiminum vera raunverulegt afl, sem jafn- vel Sovétríkin yrðu að taka tillit til. „Það er ekki ljóst ennþá, hvað ég get gert, en ég hef óbilandi trú á málstað okkar — nefnilega frelsi Ungverjalands, og að bak- hjarli hef ég trúnaðartraust Alls- herjarþingsins. Ef hann heldur meirihluta- valdi sínu, mun áfram verða Vestur Þýzkalandi sterk stt ' n Er hann missir meirihlutann hefst stjórnarkreppa og m þriðji stærsti flokkur landsins Frjálslyndi flokkurinn bá fá odda aðstöðu og geta ráðið hvort Kristi legi flokkurinn eða Jafnaðarmenn setjast í stjórn. Er helzt að skilja að Frjálslyndi flokkurinn myndi fremur kjósa samstarf við Jafn- aðarmenn. Úrslit kosninganna verður beð- ið með mikilli eftirvæntingu, ekki aðeins í Þýzkalandi, heldur út um alla Evrópu og allan heim. Talning atkvæða hefst á mið- nætti, eða kl. 10 eftir ísienzkum tíma. Verður atkvæðatölum út- varpað alla nóttina. Gengur það yfirleitt vel í Þýzkalandi og mun fljótt auðið að sjá hvert stefnir. Auðvelt er að heyra atkvæðatol- ur hér á landi aðallega í þýzku miðbylgjustöðvunum RIAS og NWDR. Vilja fraustari rúm NÝJU DELHI, 14. sept. — Hóp- ur indverskra þingmanna hefur myndað með sér samtök, og verða meðlimir þeirra að vega minnst 200 pund. Tilgangur sam takanna er að tryggja meðlim- unum ódýrara far með járnbraut um, breiðari sæti í flugvélum og traustari rúm í gistihúsum. Þing- maður nokkur frá Suðru-Ind- landi, sem vegur 380 pund, hafði kvartað undan því, að rúm i einu gistihúsinu hefði brotnað í spón, þegar hann lagðist þar til svefns. NÍKÓSÍU, 14. sept. — Aþímos biskup í Kitium, sem er yfir- maður grísku kirkjunnar á Kýp- ur í fjarveru Makaríosar, sagði í dag frá altari Stavros-kirkj- unnar: „Látum óvini frelsisins, hvort sem þeir eru Bretar, Tyrk- ir eða Bandaríkjamenn, vita, að við erum staðráðnir að halda áfram baráttunni þangað til frels ið kemur til Kýpur“. Mann- fjöldinn, sem á hann hlustaði, laust upp fagnaðarópi, en talið var að um 6000 manns hefðu komið akandi, ríðandi eða fót- gangandi til að taka þátt í ár- legri kirkjuhátíð, þar sem bisk- upinn talaði. Aþímos kvaðst vona, að stór- veldin stæðu nú við loforðin, sem þau hefðu undirskrifað um að styðja allar þjóðir til sjálfs ákvörðunar, og vonandi mundi Makaríos erkibiskup, sem i stæði „úti fyrir hliðum Samein- uðu þjóðanna", geta minnt þau á heit sín. Hann sagði, að erki- biskupinn hefði að baki sér 40.000 grískumælandi Kýpurbúa og hina friðelskandi grísku þjóð En verði kröfur okkar ekki virtar af S. Þ., þá munum við halda áfram baráttunni hér. — Hún kann að vera erfið á stund- um, en við erum ákveðnir að sigra á endanum". Hann bað söfnuðuinn síðan að biðja fyrir hetjunum, sem „gáfu líf sitt og blóð fyrir frelsi Kýpur“. Fagn- aðarlætin voru mikil og lang- varandi, og hrópaði mannfjöld- inn hvað eftir annað: „Lengi lifi Makaríos". Blaðið „Washington Post“ lét í ljós þá von í morgun, að Mak- aríos erkibiskup reyndi ekki að hella olíu á eldinn í Kýpurdeil- unni, meðan hann væri í Banda- ríkjunum. „Að líkindum er eng- in algerlega viðunandi „lausn“ á málinu fyrir hendi nú, en þess er brýn þörf að reyna að koma á friði og jafnvægi", sagði blað- ið. — Fréttir í stutfu máli Varðarfundur um út- svarsmálið nk. þriðjud. ÁKVEÐIÐ er, að landsmálafélagið Vörður haldi fund nk. þriðjudag, þar sem úrskurður fclagsmálaráð- herra í útsvarsmálinu verður tekinn til umræðu. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri verður frum- mælandi á fundinum og mun hann skýra allan gang málanna í þessari síðustu og ósvífnustu herferð vinstri flokkanna gegn Reykjavíkurbæ. ANKARA, 14. sept. — Flotamála- ráðunautur rússneska sendiráðs- ins i Tyrklandi og einn aðstoð- armaður hans hafa verið beðnir að hverfa úr landi innan 48 klst. Er þeim gefið að sök að hafa tekið þátt í njósnum og m.a. reynt að fá ungan Tyrkja til að útvega sér hernaðarleyndarmál. LONDON, 14. sept. — Bretar hafa byrjað nýjar kjarnorkutil- raunir í Ástralíu, og var fyrsta tilraunin gerð í morgun. LONDON, 14. sept. — Um þessa helgi verða hátíðahöld í Bret- landi til minningar um það, að liðin eru 17 ár, síðan „orrustan í skemmtiferð til Nígeríu. Stjórn in í Ghana hefur höfðað mál gegn honum fyrir að senda úr landi fréttaskeyti um brottvfeun manna frá Ghana, þeirra á meS- al tveggja leiðtoga Múhameds- trúarmanna, en þessar fréttir vöktu heimsathygli á sínum tíma. DJAKARTA, 14. sept. — Hern- aðaryfirvöldin í Djakarta hafa lokað nokkrum dagblöðum og tveimur fréttastofum í höfuð- borginni um óákveðinn tíma. Ekki hefur verið látið neitt uppi um ástæðuna. Blöð hafa verið bönnuð í Indónesíu öðru hverju, um England" stóð sem hæst. i síðan herlög voru sett í landinu Talið er, að milljón manns taki þátt í hátíðahöldunum, en þau verða einkum fólgin í flugsýn- ingum, skrúðgöngum og þakkar- guðsþjónustum. KORSÍKU, 14. sept. — A.m.k. 8 manns hafa látið lífið í skógar- eldi, sem geysar á norðvestan- verðri Korsíku Hefur hann eytt þúsundum ekra af ávaxtagörðum um. í marz sl. WASHINGTON, 14. sept. — Eis- enhower Bandaríkjaforseti mun eiga viðræður við Faubus fylkis- stjóra í Arkansas í dag og ræða við hann um þá lögleysu fylkis- stjórans að beita fylkishernum til að hindra svertingjabörn í að sækja skóla með hvítum börn- og skógum. Hermenn hafa verið kvaddir til hjálpar slökkviliðinu, sem hefur barizt við eldinn sam- fleytt í 24 tíma. Þetta er mesti skógareldur í sögu eyjarinnar. ACCRA, 14. sept. — Fréttaritara brezka blaðsins „Daily Tele- graph“ hefur verið bannað að fara frá Ghana, en hann ætlaði I síðastliðnum. WASHINGTON, 14. sept. — Rúss ar hafa fallizt á að ræða gagn- kvæm skipti á útvarps- og sjón- varpsdagskrá, svo og aukin menn ingarviðskipti Rússa og Banda- ríkjamanna. Viðræðurnar hefj. i næsta mánuði. Bandaríkjamenn báru fram tillögu um þetta í júni Allsherjarþingið fordæmir árás Rússa á Ungverja með yfirgnæfandi meirihl. NEW YORK, 14. sept. — Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna hefur fordæmt árás Rússa á Ungverjaland með yfirgnæfandi meirihluta. Var ályktun um þetta samþykkt í gærkvöldi með 60 atkvæð- um gegn 10, en 10 sátu hjá. Gegn tillögunni greiddu at- kvæði kommúnistaríkin, þeirra á meðal Júgóslavía. Meðal ríkja, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru Ind- land, Ceylon, Egyptaland, Sýrland og Saudi-Arabía. í ályktun Allsherjarþingsins er Ungverjalandsskýrslan staðfest, en þar segir m. a., að Rússar hafi svipt Ungverja öllu frelsi, flutt þúsundir Ungverja úr landi og komið á ógnarstjórn, sem þver- brjóti öll mannréttindi. Skoraði Allsherjarþingið á Rússa að bæta fyrir þessi brot sín og útnefndi Wan prins frá Taílandi, sem læt- ur af störfum sem forseti Alls- herjarþingsins í þessari viku, til að fara til Moskvu og Búdapest og gera það sem í hans valdi stendur til að fá vilja þingsins framgengt. Fulltrúi S.Þ., sem hefur með höndum málefni ungverskra flóttamanna, segist vonást til þess, að vandamál flestra eða allra flóttamannanna verði leyst í árslok. Sagði hann, að 160.000 ungverskir flóttamenn hefðu þeg ar fundið ný heimkynni. Enn eru rúmlega 30.000 Ungverjar í Aust- urríki og Júgóslavíu, sem bíða úlausnar á vanda sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.