Morgunblaðið - 29.09.1957, Side 1
16 síður og Lesijök
i
Þegar björgunarskipið sigldí út úr
regnboganum sáu skipbrotsmenn
ógleymanlega sjón
Frásögn af því, þegar Pamir fórsf
LUNDÚNUM, 28. sept. — Nú
hafa fengizt frekari upplýsingar
um Pamir-slysið, og er eftirfar-
andi frásögn byggð á samtali við
þá skipbrotsmenn, sem af kom-
ust. Þeir segja:
Um morguninn s. 1. laugardag
21. sept. fengum við fyrstu frétt-
ir um, að hvirfilbylurinn „Carrie"
stefndi með ofsahraða í áttina
til okkar. Var okkur skýrt frá
því, að hann næði okkur tveim-
ur klukkustundum síðar. Við
fengum fyrirskipanir um að und-
irbúa allt undir óveðrið. Um það
bil klukkustund síðar fór vind-
hraðinn að aukast og vaktmenn-
irnir fengu þá þegar skipun um
að bjarga seglunum, en áður en
þeir höfðu lokið því verki. kubb-
aði sviptivindur annað siglutréð
í sundur og reif seglin. Vindur-
inn var nú kominn upp í 150
km á klst. og skall á hliðinni á
skipinu. Það lét undan síga og
hallaðist á hliðina, fyrst 30 gráð-
ur, síðan 35 og loks 40 gráður.
Sjórinn fossaði upp á dekk. Þá
var hrópað upp í hátalara: Allir
Upp á dekk. í nokkrar mínútur
hengum við allir á lunningunni
og undir var hyldjúpt Atlants-
hafið.
Skipið byrjaði nú að kastast
til og frá, svo að nokkrir skips-
manna hentust fyrir borð. Við
vorum allir með björgunarvesti,
höfðum fengið sígarettur og
vískípela, sem við geymdum und-
ir vestinu. Skipið byrjaði nú að
sökkva. Nokkrir skipverjanna
stukku um borð í björgunarbát,
sem hafði oltið á hliðina, en þeim
tókst að koma honum á réttan
kjöl. Saltur sjórinn fossaði yfir
mennina í bátnum, svo að það
var næstum því ómögulegt að ná
andanum, en þeir gátú þó séð,
hvar Pamír sökk skömmu síðar.
Gerðist það mjög skyndilega, og
var skipið horfið á augabragði.
Mennirnir í björgunarbátnum
sáu nú hvar 25 skipbrotsmenn
brutust um í löskuðum björgun-
arbáti, sem var hálffullur af sjó.
Þeir misstu fljótt sjónar á þeim
og sáu þá aldrei síðan.
Við reyndum eftir megni að
stjórna björgunarbátnum í öldu-
ganginum, en það var ekkert
áhlaupaverk, því að öldurnar
voru 10 metra háar. Þannig köst-
uðumst við fram og aftur í 54
tíma. Við höfðum ekkert drykkj-
arvatn. Fimm skipbrotsmann-
anna í bátnum dóu úr vosbúð,
sumir þeirra köstuðu sér jafnvel
fyrir borð án þess að hægt væri
að koma í veg fyrir það.
Fyrstu nóttina voru allmörg
skip í námunda við björgunar-
bátinn, en hróp skipbrotsmann-
anna köfnuðu í storminum. í
dagrenningu sáu skipbrotsmenn-
irnir flugvélar á sveimi ekki
langt frá þeim stað, þar sem þeir
voru, en flugmennirnir komu
ekki auga á þá. Skipbrotsmenn-
irnir urðu mjög óttaslegnir vegna
þess að enginn leitarmanna kom
auga á þá. Næsta dag sáu þeir
bandaríska björgunarskipið „Sax-
on“. Það bar við regnboga og
segjast skipbrotsmenn aldrei hafa
séð aðra eins sjón. Skipið sigldi
í áttina til þeirra og bjargaði
þeim, sem eftir lifðu.
í dag komu fimm skipbrots-
manna af Pamir til Casablanca
og halda rakleiðis til Frankfurt
með bandarískri flugvél. Sá sjötti
er væntanlegur til Puerto Rico.
Reykjavíkurbær stofnar skrifstofu
til þess að auka sparnað og
hagkvæmni í vinnu
Ýtrustu ráðdeildar gætt i rekstri bæiar-
ins - Skrifstofan tekur væntanlega
til starfa um áramótin
Ró í Arkansas
WASHINGTON, 27. sept. — Allt
var með kyrrum kjörum í Little
Rock í dag, og níu börn blökku-
Á FUNDI bæjarráðs á föstudaginn flutti Gunnar Thorodd-
sen, borgarstjóri, tillögu sem þar var samþykkt, er miðast
að því að auka sparnað og hagkvæmni í rekstri Reykjavík-
urborgar. og fela sérstakri skrifstofu að annast það starf. Er
hér stigið mikilvægt spor í átt til þess að spara fé í rekstri
bæjarins sem mest og gæta ýtrustu hagkvæmni í öllum
rekstri bæjarstofnana. Er þess að vænta að góður árangur
verði af stofnun þessari, en um starfshætti og skipulag skrif-
stofunnar verður farið að erlendum fyrirmyndum.
manna héldu áfram að sækja
skóla hvitra barna undir vernd
hermanna. í öðrum fylkjum
Bandaríkjanna, þar sem hvít og
blökk börn ganga í sömu skóla,
hefur ekki dregið til tíðinda. Það
var tilkynnt í Washington, að
Eisenhower forseti hefði ekki
hlustað á ræðuna, sem Faubus
Hefjist um úraniót
Tillaga borgarstjóra var svo-
hljóðandi:
„Samþykkt að setja á stofn
skrifstofu, sem hafi það verkefni
að gera að staðaldr1 tillögur um
aukna hagkvæmni í vinnúbrögð-
um og starfsháttum bæjarins og
stofnana hans og sparnað í rekstri
Bæjarráð kýs 3 menn til þess að
undirbúa málið ásamt borgarrit-
ara og aðalendurskoðanda, og skal
að því stefnt, að þessi starfsemi
hefjist um næstu áramót.“
I undirbúningsnefndina voru
kjörin Auður Auðuns forseti bæj-
arstjórnar, Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri og Guðmundur Vig-
fússon bæjarfulltrúi. Sæti eiga og
í nefndinni Gunnlaugur Péturs-
son borgarritari og Guttormur Er
lendsson aðaiendurskoðandi. Held-
ur nefndin fyrsta fund sinn í
fyrramálið.
Blaðið átti í gær tal við Gunnar
Thoroddsen um þetta merka mál
og um verkefni og starfshætti
sparnaðarskrifstofunnar. Borgar-
stjóri kvað stjórn Rvíkurbæjar
jafnan hafa haft vakandi auga á
því sem til sparnaðar má horfa í
rekstri bæjarins og til aukningar
hagkvæmni í vinnubrögðum og
starfsháttum. Margt hefir verið
framkvæmt í þessum efnum á
liðnum árum, sem komið hefir að
mjög góðu gagni.
Má þar nefna stóraukinn véla-
kost. Er þar um að ræða bæði stór
virk tæki við verklegar fram-
kvæmdir og fullkomnar nýtízku
I bókhalds- og skrifstofuvélar, sem
bærinn hefir haft forgör.gu um
að fá til landsins, og þegar
hafa sparað mikið fé. Þá hefir og
verið komið á gjörbreyttri tilhögun
um bílakost og greiðslu kostnaðar
vegna hans sem einnig hefur haft
mikinn sparnað í för með sér.
Ný vinnubrögS og slarfshættir
Þannig mætti lengi telja, en hér
skulu aðeins þessi tvö dæmi nefnd.
Stundum hafa verið skipaðar sér-
stakar sparnaðarnefndir sem
starfað hafa stuttan tíma og gert
ýmsar tillögur. "Fyrir nokkrum ár-
um fékk Reykjavíkurbær hingað
til lands bandarískan rekstrarsér-
fræðing í samráði við ríkisstjórn-
ina og gerði hann ýmsar umbóta-
tillögur. Síðustu árin hefir starf-
að hjá Reykjavíkurbæ sérstök
sparnaðarnefnd, sem skipuð er
þremur ágætum bæjarstarfsmönn-
um. sem eru þaulkunnugir rekstri
Reykjavíkurbæjar. Hefir nefndin
undirbúið fjárhagsáætlun Reykja-
víkur og gert margar tillögur.
En um jafnumfangsmikinn
rekstur og hjá Reykjavíkurbæ,
hélt borgarstjóri áfram, tel ég
nauðsynlegt að starfandi sé að
staðaldri sérstök sofnun sem hafi
það hlutverk að fylgjast með
vinnubrögðum og starfsháttum í
öllum greinum og gera tillögur
um verkaskiptingu, vinnubrögð og
nýja* starfsháttu og sparnað hvar
sem því verður við komið, allt
byggt á nákvæmri rannsókn og
íhugun. Þessi leið hefir verið far-
in í ýmsum borgum nágranna-
landanna, sagði borgarstjóri, og ég
hefi undanfarin tvö ár kynnt mér
Framh. á bls. 2
Prinsessa með
inflúenzuna
OSLÓ 28. september — Ragnbild,
elzta dóttir Olafs V. Noregskon-
ungs, er væntanleg flugleiðis til
Oslóar annað kvöld ásamt eigin-
manni sínum, Lorenzen skipaeig-
anda, og tveimur börnum. Þau eru
búsett í Rio de Janero og gátu
ekki komið fyrr til Noregs vegna
þess, að þau hafa bæði legið i
Asíu-influenzu.
fylkisstjóri í Arkansas hélt í út-
varp í gær, en þar réðst hann
harkalega á stjórnina í Washing-
ton fyrir aðgerðir hennar í Little
Rock.
Það var tilkynnt í Little Rock
í dag, að hópur hvítra mæðra
muni biðja Faúbus að loka gagn
fræðaskólanum í borginni á
morgun, en í dag var þriðji dag-
urinn, sem blökkumannabörnin
sóttu hann. Segja þessar mæður,
að líf barna þeirra sé í hættu.
Sú aðdróttun Faubusar fylkis-
stjóra í útvarpsræðu hans í gær,
að öryggislögreglan (FBI) hefði
haldið nokkrum hvítum stúlkum
í yfirheyrslu klukkustundum
saman, var borin til baka af
yfirmanni lögreglunnar, Edgar
Hoover, sem sagði að hér væri
um svipaðar lygar að ræða og
þá yfirlýsingu fylkisstjórans, að
lögreglan hefði hlerað símtöl
hans.
í Albany í Georgíu-fylki brauzt
út eldur, sem olli um 300.000
dollara tjóni. Segir lögreglan, að
hér hafi verið um íkveikju að
ræða, en einn af skólum blökku-
manna brann til ösku.
Sprengdu Rússar vetnis-
sprengju í Barentzhafi
síðastliðinn þriðjudag?
STÓRBLAÐIÐ New York Times
birtir eftirfarandi fregn frá frétta
ritara sínum í Moskvu um vetnis-
sprengingu Rússa í Norður-ís-
hafinu:
Rússneska stjórnin tilkynnti á
miðvikudaginn að lokið væri æf
ingum landhers og flota og hefðu
í æfingum þessum verið sprengd-
ar bæði venjulegar kjarnorku-
sprengjur og vetnissprengjur.
í tilkynningunni, sem var gefin
út af hinni opinberu Tass-frétta-
stofu, segir að bæði kjarnorku-
og vetnissprengjur hefðu verið
sprengdar á ýmsan mismunandi
hátt. Þar er ekki sagt hvar
sprengingarnar voru framkvæmd
ar né hvenær.
Þó greinir Tass-fréttastofan
frá því, að til öryggis fyrir íbúa
Sovétríkjanna hafi þær farið
fram á strjálbýlu svæði. Frétta-
stofan bætir því við að her- og
flotaæfingarnar hafi heppnazt
ágætlega.
Rússar hafa Iengi framkvæmt
tilraunir með kjarnorku- og
vetnissprengjur, en þetta er í
fyrsta skipti sem þeir tilkynna að
slíkar sprengingar séu fram-
kvæmdar í sambandi við her- og
flotaæfingar.
Þá birtir New York Times eft-
irfarandi fregn frá fréttaritara
sínum í Washington:
Kjarnorkunefnd Bandaríkj-
anna tilkynnir að Rússar hafi
sprengt stóra kjarnorkusprengju
á þriðjudaginn, fyrir norðan
heimskautsbaug.
Nefndin skýrir frá því að
sprengjan hafi verið í megatonn-
flokki, það er að sprengikraftur
hennar mælist í milljónum
tonna af TNT-sprengiefni.
Það þýðir, að hér hefur
verið um vetnissprengju að
ræða, en sprengiorka þeirra er
venjulega mæld í megatonnum.
— Orka venjulegra kjarnorku-
sprengna er hins vegar mæld í
kílótonnum, eða þúsundum tonna
af TNT.
Staðsetning sprengingarinnar
vekur upp þær hugmyndir, að
hún hafi farið fram í sambandi
við flotaæfingar Rússa í Barentz-
hafi, fyrir norðan heimskauts-
baug.
x
V
»