Morgunblaðið - 29.09.1957, Side 8

Morgunblaðið - 29.09.1957, Side 8
M OítGU IV B1 4 Ð IÐ Sunnudagur 29. sept. 1957 roðmtfritafrife Otg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. J ean S i b e li u s Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsscr- Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr 1.50 eintakið. KJARNORKUVOPN Á KEFLAVÍKUR- VELLI Á ÁBYRGÐ KOMMÚNISTA? Aþví var vakin athygli hér í blaðinu í fyrradag, að allt benti til þess að Rúss ar væru nú teknir að spiengja vetnissprengjur í nágrenni Sval- barða. En það þýddi að þessar sprengingar færu nú fram í 2—3000 km fjarlægð frá íslandi. Mætti því segja að vetnissprengju tilraunir Rússa væru framkvæmd ar í nágrenni Islands. Hér er vissulega um uggvæn- lega atburði að ræða. Engiirn ís- lendingur veit, hvenær Rússum þóknast að flytja þessar tilraun- ir sínar norður í Atlantshaf, miklu nær íslandi. fslenzka þjóð- in á því ekki síður en allar aðrar þjóðir mikið undir því komið að samkomulag náist milli stórveid- anna um bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur eða takmörk- un tilrauna á því sviði. Hinar vestrænu lýðræðisþjóð- ir hafa undanfarið lagt mikið kapp á að fá Rússa til þess að semja um takmörkun vígbúnaðar í heiminum. Er það að sjáifsögðu takmark þeirra að slíkir samn- ingar nái einnig til framleiðslu kjarnorkuvopna. Hingað til hef- ur þó öll viðleitni lýðræðisþjóð- anna strandað á andstöðu Rússa. Fulltrúar Sovétríkjanna hafa að vísu ekki sparað að tala um áhuga sinn á afvopnun og banni við tilraunum með Kjarn- or kuspreng j ur. En þeir hafa ekki viljað sýna vilja sinn í þessum efnum í verki. Þeir hafa t.d. hindrað framkvæmd allra tillagna um raunverulegt eftirlit ineð tak- mörkun vígbúnaðar. Á þessu hafa svo samningar um alls- herjarafvopnun strandað. Kjarnorkan og heims- friðurinn Enda þótt það sé skoðun margra að kjarnorkuvopn Bandaríkj- anna hafi hindrað Rússa í framkvæmd árásaráætlana sinna í Evrópu og víðar á sú skoðun þó vaxandi fylgi að fagna að óhjá- kvæmilegt sé að ná samkomulagi milli stórveldanna um takmark- anir á tilrsunum með kjarnorku- vopn. En auðsætt er að hvorki Bandaríkjamenn né Bretar geta hætt þessum tilraunum meðan ekkert samkomulag næst við Rússa um þessi mál. Kommúnist- ar um allan heim látast að vísu hafa allra manna mestan áhuga á algeru banni við spreng- ingu kjarnorku- og vetnis- sprengna. En áhugi þeirra beinist þó fyrst og fremst að því að banna þessar sprengingar af hálfu hinna vestrænu þjóða. Kommún- istum liggur í léttu rúmi þótt Rússar haldi áfram þessum til- raunum, og málgagn þeirra hér á landi er beinlínis hreykið yfir því að Rauði herinn skuli nú byrjaður að sprengja vetnis- sprengjur ekki ýkjalangt frá ströndum íslands!! Enginn getur þess vegna tekið minnsta mark á orðaskaki komm- únista um þessi mál. Öll þeirra af staða miðast við það, hvað hentar útþenslufyrirætlunum Rússa Sjálfur heimsfriðurinn og hags-1 munir hinna frjálsu þóða liggja kommúnistum í léttu rúmi. Aístaðan til Atlantshafs- bandalagsins Þetta sést bezt á afstöðu kommúnista til Atlanshafsbanda- lagsins. Þau samtök voru eins og kunnugt er stofnuð til þess að standa vörð um heimsfriðinn og vernda frelsi og sjálfstæði vest- rænna þjóða. Reynslan hefur sýnt að starfsemi Atlantshafsbanda- lagsins hefur átt ríkari þátt í því en nokkuð annað að tryggja frið- inn í Evrópu og stöðva frekari framsókn hinnar rússnesku of- beldisstefnu. En kommúnistar hafa hamazt gegn þessum friðar- samtökum frjálsra þjóða Síðast í gær segir koVnmúnistablaðið ís- lenzka að „ekkert sé sjálfsagðara en að íslendingar losi sig sem fyrst úr þessum styrjaldarsam- tökum“. í þessu sambandi má þó minna „Þjóðviljann“ á, að annar ráðherra kommúnista komst þannig að orði við danskt blað á s.l. sumri, að „það hafi verið rétt af fslendingum að ganga í Atlantshafsbandalagið“. Enn má á það benda að ráð- herrar kommúnista bera nú fulla áby.'gð á dvöl varnarliðsins hér á landi og vaxandi framkvæmd- um á Keflavíkurflugveili um þessar mundir. KiarnorkuvoDn á Kefla- víkurflugvelli? Enginn íslendingur getur þess vegna tekið minnsta mark á skrif um „Þjóðviljans" um þessi mál. Kommúnistum er engin alvara með hrópyrðum sínum. Enda þótt þeir fullyrði í gær að ekkert sé „líklegra en að Bandaríkir. hafi á undanförnum árum skiplagt her- stöð sína hér til kjarnorkuhernað ar og hafi komið þar upp birgð- um af kjarnorkuvopnum", sitja þeir sem fastast í ríkisstjcrn, sem að vísu hafði lofað að reka her- inn burtu, en hefur nú samið um áframhaldandi dvöl hans hér á landi um óákveðinn tíma. Ef „birgðir af kjarnorku- vopnum“ eru á Ket'lavíkur- flugvelli þá eru þær nú þar á ábyrgð kommúnista. Fram hjá þeirri staðreynd staðreynd geta komnnínistar ekki komizt. Þeim kann að þykja hún frekar óviðkunnan- leg. En ánægjan með setuna í ráðherrastólnum vegur upp á móti því. Hitt skiptir engu máli að þeirra áliti þótt þeir hafi svikið öll sín loforð. einn- ig það að berjast „gegn her í landi“. Hver getur svo tekið þessa pólitísku spólurokka alvarlega eftir allan þeirra hringsnúning? Enginn viti borinn maður. Þeir munu halda áfram að snúast eftir því, sem hagsmunir Rússa og valdagræðgi þeirra sjálfra krefst af leiðtogum þeirra. En hugsjón- ir, sem ráði málefnalegri afstöðu þeirra, eiga þeir engar. Það er öllum almenningi á íslandi nú I orðið ljóst. EDVARD GRIEG — Garl Nielsen — Jean Sibelius — þessi þrjú nöfn lýsa skærast á norðurhveli tónaheimsins á siðustu tímum. Frá dauða Griegs eru nú liðin fimmtíu ár, frá. dauða Carls Nielsen tuttugu og sex ár og hinn síðastnefndi andaðist 20. þ.m„ í hárri elli, 92 ára, og verð- ur jarðsettur á morgun frá Dóm- kirkjunni í Helsingfors. Ég minnt ist aðeins tveggja tónská.da, sem náð hafa hærn aldri, en það voru Jan Adam Reinken, sem dó á hundraðasta aldursári (1623— Jean Sibelius 1722) og J.P.E. Hartmann í Dan- mörku, sem varð 95 ára gamall (1805—1900). Síðustu 25 árin hafa engin verk verið gefin út eftir 'Sibelius, og er talið vafasamt að hann hafi samið nokkur tónverk á þessum árum. En hann hafði þá einnig lokið ærið miklu dagsverki og gat með góðri samvizku ^sezt í helgan stein og hvílzt á lár- berjunum. Nokkuð á annað hundr að verka liggja eftir hann, þar á meðal nokkur risavaxin verk, eins og t.d. 7 miklar sinfóníur, á annan tug annarra sínfónískra verka, fjöldi kórverka, kammer- músikverk og á annað hundrað einsöngslaga, þá má nefna tónlist við mörg leikrit, píanóverk, fiðlu- konsert o.m.fl., sem hér yrði of langt upp að telja. o—O—o f æðum Sibeliusar rann finnskt og sænskt blóð. Hraustur var hann og tröllaukinn til líkama og sálar. Risavaxinn gekk hann sína miklu braut til frægðar og frama, oft myrkur og alvörugef- inn ásvip, en forsmáði þó engan veginn gæði lífsins, enda einnig lífsglaður. Sibelíusar-vindlarnir eru næstum því eins frægir og Churchill-vindlarnir, og Sibelius kunni vel að meta dýrar veigar í vinahópi. Kvæntur var hann einni hinni ágætustu konu, Aine Jarnefelt ( systur tónskákldsins Armas Járnefelt). Studdi hún mann sinn í erfiðri baiáttu til að byrja með, og bjó honum hið yndislega heimili, er nann yfir- gaf höfuðborgina til að forðast skarkalann og settist að í „Villu“, er hann byggði sér í Járvanpáa. Bjuggu þau hjónin á þessu sveita- setri^ínu æ síðan. Hér samdi Si- belius flest af sínum miklu og voldugu tónverkum. Hin töfrandi náttúrufegurð heillaði hann, þar sem skiftast á vatnaaugun djúp og skyggn og skógarbeltin í otal litum og tíbráglitri. Hann þráði einveruna, hún var honum lífs- nauðsyn, eins og raunar öllum skapandi mönnum. Hér fann hann hana — og sjálfan sig. o—O—o Það er mikið rætt og ritað um þjóðlega tónlist, ekki síst á síðari tímum. Og það á fullan rétt á sér. En þó gætir einatt mikilia öfga í sambandi við hugmmyndir manna um þjóðlega músík. Ein- hver sagði að öll góð tónlist væri þjóðleg, en léleg tónlist óþjóðleg. 'Með öðrum orðum: frumlegt tón- 1 skáld er þjóðlegt, jafnvel hvaða leiðir sem það fer. Nú byggja sum tónskáld list sína mjög á þjóðlegum stefjum, sem uppi- stöðu, og má t.d. benda á Grieg o.fl. í því sambandi, aðrir semja meira í anda hinnar þjóðlegu arf- leifðar. Sum skapa sér sjálf sinn „stíl“, þjóðlegan stíl, á grundvelli þjóðsagna og náttúru landsins, en nota ekki (eða lítið) þjóðlög lið- inna kynslóða í verkum sínum. Sibelius má teljast til þessa flokks, þó æði erfitt sé að draga hér skýrar línur. Hann er óum- deilt mesta tónskáld Finna og um leið eitt mesta siníóniutón- skáld þessarar aldar í heiminum. Finnar telja hann frumlegastan og um leið þjóðlegastan allra sinna tónskálda, en þeir líta einn- ig á hann sem þjóðhetju, sakir hans mikla þáttar í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Stærð hans sem tón- skálds felst auðvitað fyrst og fremst í persónulegum frumleik, sem honum er meðfæddur. Hans persónlegi tónn er sérstæður. Hvort sem hann nú velur sér þetta eða hitt „yrkisefnið", t.d. úr Kalevala þá er það ævinlega borið upp af þessum tón, sem hljómar í sál hans frá upphafi. Þetta er hans boðskapur í tón- um. o—O—o Sibelius lagði mjög að sér við tónlistarnámið. Strangleiki hefur auðkennt allt starf hans. Hann aflaði sér í æsku. og langt fram á manndómsárin, mikilla þekk- ingar og æfingar í list sinni. Stíll hans má fremur heita homofon en polyfon, og það er vegna þess, er að gætt, persónulegur og sér- stæður, eins og öll tónsköpun hans. „Instrumentation“ hans er oft stórkostleg og snilldarleg. o—O—o Finlandia er æskuverk Sibe- liusar, en varð brátt eitt frægasta og útbreiddasta verk hans. Þetta er baráttusöngur finnsku þjóðar- innar, lýsing á þjáningum henn- ar, baráttu og sigri — túlkað í stuttu máli — en sterku. Þetta verk telst varla til merkustu verka meistarans, en hann söng hér þjóð sinni söng, sem nafði álíka þýðingu fyrir hana og Mar. seillaisinn fyrir Frakkland. Það mun vera nær einsdæmi að eitt tónverk hafi flutt heiminum ann- an eins boðskap um örlög einnar þjóðar of Finlandia hefur gjört. En það eru hinar 7 sínfóníur Sibeliusar og hin miklu Kale- vala-tónverk, sem halda munu nafni hans lengst á lofti í fram- tíðinni. í þeim birtist sköpunar- máttur svo mikill, að telja verður Sibelius til hinna miklu m°istara í tónlistinni. o—O—o í kvikmynd, sem sýnd var af Sibelíusi hér fyrir nokkrum ár- um, sáum við meistarann á göngu um skógana nálægt Jarvanpaa. Hann staðnæmdist oft og ein's hlustaði: Þetta var táknrænt fyr- ir hann. Og hér sveif andinn yfir vötnunum, hinum finnsku vötn- um og niður þeirra blandaðist þyt skóganna. Og hann hlustaði. Nú hlustar hann ekki lengur. En heimurinn heldur áfram að Aina og Jean Sebelius í bókasafninu í Villa Ainoia. að sá stíll liggur náttúru hans og eðli nær. Sjálfur lærði hann á fiðlu í æsku og ætlaði sér að verða fiðlusnillingur. En hljóm- sveitin varð aðalhljóðfæri hans. Og fáir eru jafningjar hans í með- ferð þessa volduga hljóðfæris. Si- belius hefur skapað sér sinn eig- inn orkesturstíl, sem mmnir að vísu oft á Tschaikowski og stund- um Wagner, en er, þegar nánar hlusta á verk hans. Þau hafa sí- fellt :iáð meiri og meiri útbreið- slu, einkum í Englandi og í Ame- ríku, en í Þýzkalandi og á megin- landmu ryðja þau sér einmg til rúms með hverju árinu sem líð- ur. Með Sibeliusi er hniginn emn mesti og merkasti tónameistari þessarar aldar. P. f. Kvikmyndir ENSKA kvikmyndin „Allar kon- urnar mínar“, sem Bæjarbió í Hafnarfirði sýnir um þessar mund ir, er bráðskemmtileg, enda hef- ur hún til að bera flest eir.kenni góðrar enskrar gamanmynJar, hógláta kímni og hnittin samtöl og efnismeðferð þar sem aldrei er farið út fyrir hin réttu tak- mörk hins góða gamanleiks þó að stundum sé teflt á tæpasta vaðið. Englendingur vaknar í ókunnu gistihúsi á ókunnum stað. — Og það sem verra er. — Hann veit ekki hver hann er, hvaðan hann kemur eða hvert hann æt.lar. — Hann hefur sem sé gjórsamlega misst minnið. — Er nú hafizt handa um að reyna að komast fyrir hver þessi dularfulli maður er í raun og veru og kemur þá margt skrítið upp úr dúrnum, meðal annars allflókin kvenna- mál hins minnislausa, enda er þetta bráðmyndarlegur maður og mesta kvennagull. Verður sú saga ekki rakin hér, enda er það sannmæli, sem einn danskur kvikmyndagagnrýnandi segir um myndina, að það sé erfitt að lýsa henni, —menn verði að sjá hana. Hinn snjalli enski gamanleikari Rex Harrison leikur aðalhlutverk ið,minnislausa manninn, afburða- vel og önnur veigamikil hlutverk fara þau með, Kay Kendall, Margaret Leighton og Cecil Park- er, er leikur heilasérfræðinginn Llewellyn mjög skemmtilega. — Myndin er tekin í litum. — Jafnvel hinir vandlátustu bió- gestir hljóta að hafa gaman af þessari mynd. Ego. lilýir skömmtunarseðlar Úthlutun skömmtunarseðla fyrir næstu 3 mánuði fer fram í Góðtemplarahúsinu uppi n.k. þriðjudag, miðvikud. og fimmtu- dag (i.—3. okt). kl. 10 til 5 alla dagana. Seðlarnir verða eins og venjulega afhentir gegn stofnum af fyrri seðlum greinilega árituð- um. (Frá Úthlutunarskrifstofu Reykjavikur).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.